Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						%»**%*'j* o ¦'
\XK\XJBuBBJBB
Föstudagur 19. janúar 1996
Helgi í Góu/Lindu segist undrandi yfir húsbœndaskiptunum í gamla
Linduhúsinu á Akureyri:
„Einhver herur
verið plataöur"
„Ef þab er ekki einhver vitleysa í
þessu máli öllu saman, þá veit ég
ekki hvab vitleysa er. Til hvers
var verib að henda mér þarna út
til þess eins ao fá svo Opal inn í
staðinn? Þetta er einkennileg
stærbfræbi. Og einhver hefur ver-
ib platabur, svo mikib er víst,"
sagbi Helgi Vilhjálmsson í Sæi-
gætisgerbinni Góu í samtali vib
Tímann.
Helgi er undrandi á þeirri máls-
meðferð að hafa þurft að flytja
Súkkulaðiverksmiðjuna Lindu suð-
ur á síðasta hausti, en hýlega var
ákveðið að Sælgætisgerðin Opal
flytji norður, í gamla Linduhús-
næðið. Það er hluti loforðs SH að
fjölga atvinnutækifærum á Akur-
eyri, eins og kunnugt er.
„Mér heyrist að allir séu farnir að
hlæja að þessum reikningskúnstum
sem eiga að skapa atvinnutækifæri.
Það vita það líklega allir á Akureyri,
nema kannski bæjarstjórinn, að ég
var alltaf fyrir öllum. Ég gat reynt
að teygja lopann svolítið með því
að vera mælskur. En í september
varð ég að loka fyrir noröan og
flytja reksturinn suður," sagði
Helgi. Helgi segir að alveg frá því í
maí á síðasta ári hafi það legið fyrir
að menn vildu Lindu burtu af
staðnum. Það hafi allir vitað sem
lásu bæjarblöðin nyrðra.
„Annars virðist mér að bæjar-
stjórar svona almennt gleymi hlut-
verki sínu. Þetta er svona líka í
Hafnarfirði og víðar. Þessir menn
skilja ekkert hvað fyrirtækin þýða
fyrir bæjarfélögin, og láta plata sig
endalaust. Ég sagði nú bæjarstjór-
anum á Akureyri á fundinum sem
ég átti með honum, ab bæjarstjórar
ættu að vera í betri tengslum við at-
vinnulífið og koma í heimsókn. Ég
hef ekki fengið neinn bæjarstjóra í
heimsókn á þessum þrjátíu árum
sem ég er búinn að vera í þessum
verksmiðjurekstri," sagði Helgi Vil-
hjálmsson í Góu og Lindu.
Jakob Björnsson, bæjarstjóri á
Akureyri, var í Reykjavík í gær og
náðist ekki í hann. Hann hefur hins
vegar furðað sig á skoðunum Helga
í þessu máli. Þeir hafi átt fund sam-
an, meðal annars til að ræöa um
hugsanlegar byggingalóðir fyrir
Lindu og jafnvel einhverja fyrir-
greiðslu. Helgi hafi hins vegar sleg-
ið úr og í og ekkert verið ákveðið.
Bæjarstjórinn vísar því á bug að
hann hafi staðið fyrir því að Helga
hafi verið kastað út úr Linduhús-
næðinu. Það hús var í eigu Lands-
bankans og síðar einstaklings, sem
nú leigir SH húsiö fyrir starfsemi
sína, og ennfremur Opal.
-JBP
Cubmundur P. Ólafsson (t.v.) tekur vib viburkenningu úr hendi Hjalta
Hugasonar, form. Hagþenkis.
Viburkenning Hagþenkis 1995:
Bækur um nátt
úru í slands
Hagþenkir, félag höfunda fræbi-
rita og kennslugagna, hefur und-
anfarin ár veitt viburkenningu
fyrir framúrskarandi fræbistörf
og samningu fræðirita og náms-
efnis. Gubmundur Páll Olafsson
Sólarkaffi á sólrisuhátí&
Föstuda^inn 26. janúar n.k.
gengst Isfirbingafélagib í Reykja-
vík fyrir hinni árvissu sólrisuná-
tíb meb sólarkaffi á Hótel íslandi.
Dagskrá kvöldsins verbur ab
þessu sinni helgub minningu tón-
skáldsins Jóni Jónssyni frá
Hvanná og lögum hans.
Af því tilefni mun dóttir hans,
Gunnþórunn Jónsdóttir, flytja há-
tíðarávarp og söngvararnir Kolbrún
Sveinbjarnardóttir og Grétar Guð-
mundsson syngja nokkur lög eftir
Jón við undirleik harmonikukvart-
etts. Mörg önnur skemmtiatriði
verða á dagskrá kvöldsins, sem hefst
kl. 20.30 með kaffi og rjómapönnu-
kökum. M.a. verða gömlu og nýju
dansarnir leiknir til kl. 3 eftir mið-
nætti. Ef að líkum lætur veröa þeir,
sem áhuga hafa á Sólarkaffinu, að
hafa hraðan á til að tryggja sér bæöi
miða og borð í tíma, því þessi hátíð
ísfirðingafélagsins á miklum vin-
sældum ab fagna. Forsala aðgöngu-
miða hefst n.k. laugardag 19. janúar
á Hótel fslandi kl. 14-16, en miða-
og borðapantanir á sama stað 22.-
26. jan. n.k. kl. 13-15 í síma 568-
7111.                 -grh
fékk viburkenninguna ab þessu
sinni fyrir þrjár bækur, sem kom-
ib hafa út á síbastlibnum 9 árimi:
Fuglar í náttúru íslands, Perlur í
náttúru íslands og nú síðast
Ströndin í náttúru íslands.
í greinargerð Viðurkenningarráðs
Hagþenkis eru verk Guðmundar
lofuð: „Víða er leitað fanga í
Ströndinni. Það er næsta ótrúlegt að
einn maður geti staðið að baki slíku
verki. Lesandinn verður auðmjúkur
gagnvart stórvirkinu sem birtist í
höndum hans, þegar bökin er skoð-
uð, einkum þegar á það er litið að
Guðmundur er eiginlega einyrki.
Svona verk héldur maður að geti
einungis orðið til í tengslum við
stofnun, sem ber kostnað af verk-
efninu og styður það með fjölda að-
stoðarfólks."               ¦
Njálsgata nær frá Rauðarárstíg að
austan, en að vestan afmarkast
hún af horni Skólavörðustígs og
Klapparstígs. Gatan heitir eftir Njáli Þor-
geirssyni, sem getið er um í Njálssögu. Eitt
af elstu húsum við götuna er nr. 37.
í október árið 1902 fær Bjarni Jónsson
trésmiður úthlutað lóö 134 x 741 alin. í
heimildum er sagt að lóð Bjarna hafi ver-
ið austan við lóð Sveins Einarssonar. Hús-
byggingu mun ekki hafa verið lokið fyrr
en 1904. Upphaflegar teikningar eru ekki
til af húsinu. Fyrsta brunavirðingin er
gerð 15. ágúst 1904. Þar er sagt að Bjarni
Jónsson trésmiður hafi byggt á lóð sinni
við Njálsgötu íbúðarhús með porti og risi:
Húsib byggt af bindingi og klætt utan
með plægðum 1" borðum, pappa, listum
og járni þar yfir og með jámþaki á 1"
plægöri borðsúð með pappa í milli. Innan
á binding er pappi og listar, milligólf er í
báöum bitalögum. A hæðinni eru þrjú
íbúöarherbergi, eldhús, búr, gangur og
einn fastur skápur. Allt þiljað og tvö her-
bergin með pappa á veggjum, en strigi og
pappi á loftum, allt málað. Einn ofn og
ein eldavél eru á hæöinni. Uppi eru tvö
íbúðarherbergi, eldhús, geymsluklefi og
fastur skápur, allt þiljað innan og málað.
Tveir ofnar og ein eldavél eru uppi. Kjall-
ari er undir öllu húsinu, þrjár álnir á hæð,
og er hólfaður í f jögur geymsluherbergi og
gang. Við norðurhlið er inngönguskúr
byggbur eins og húsib. í honum eru tveir
fastir skápar og eitt salerni. Þessa virðingu
gerðu, undir stjórn brunamálastjóra, þeir
Hjörtur Hjartarson og Sigvaldi Bjarnason,
sem báðir voru trésmiðir.
Árið 1906, í júnímánuöi, fær Bjarni
Jónsson leyfi til aö stækka húsið um 6x9
álnir. í nóvember sama ár mæta bruna-
virðingamenn á staðinn, þeir Hjörtur
Hjartarson og Sigvaldi Bjarnason ásamt
Þotsteini Gunnarssyni verslunaimanni
sem gegndi starfi brunamálastjóra í for-
föllum Péturs Péturssonar, til aö meta ný-
bygginguna. Þá er viðbyggingunni lýst
þannig: Bygging þessi er með skúrþaki.
Byggð af bindingi, klædd utan meb 1"
plægðum borbum, pappa, listum og járni
þar yfir á tvo vegu, en með eldvamargafli
í austur og meö járnþaki á plægðri 1"
borba súb meb pappa í milli. Útveggir eru
Njálsgata 37
sumpart fylltir meö
sagspónum og sum-
part er pappi innan á
bindingi og milligólf
í  neðra  bitalagi.______________
Niðri eru tvö íbúðar-
herbergi, gangur og tveir fastir skápar, allt
þiljað með plægðum 1" borðum, en á lofti
er panel. Herbergin og gangurinn eru með
pappa á veggjum, en striga og pappa í
loftum. Allt málað og þar eru tveir ofnar.
Kjallari er undir með timburgólfi og járn-
fóbrubu lofti, 3 1/2 alin á hæb.
í desember sama ár vebsetur Bjarni
húseignina meb 875 ferálna lóö og má
leiba aö því líkum að byggingin hafi oröið
honum nokkuð dýr.
Nýr eigandi, Lárus Halldórsson, er
skráöur að eigninni í brunavirbingu, sem
er gerb í september 1918. Ekki er sjáanleg
nein breyting á herbergjaskipan frá því að
vibbyggingin var reist 1906. En getiö er
HUSIN I BÆNUM
FREYJA JÓNSDÓTTIR
um vatns-, gas- og
skolpleiðslur, sem
ekki var minnst á í
tveimur     fyrri
brunavirðingum.
Um 1920 kaup-
ir Þuríöur Ólafsdóttir Njálsgötu 37. í
brunabótamati frá apríl 1936 kemur fram
að hún hefur látið gera umtalsverðar
breytingar og endurbætur. Þá var þakinu
lyft á suðurhlið hússins og gluggasetn-
ingu þess breytt. Arinbjörn Þorkelsson
gerbi teikninguna. Þetta breytti útliti
hússins, en ekki voru allir á sama máli
hvort þetta færi því vel eba ekki. En vissu-
lega gera horngluggarnir húsib frábrugbiö
húsunum í næsta nágrenni. Herbergja-
skipan er áfram sú sama og frá mati 1906,
en steingólf var sett í kjallara og þar inn-
réttab þvottahús og kjallarinn málabur.
Þá var þar tekinn allur fúi úr gluggum í
kjallara og öbrum þeim gluggum sem var
ekki skipt um vegna útlitsbreytingar.
Gerðar voru tröppur úr steinsteypu við
bakhlið hússins 1943 og er getið um þær í
virðingu frá árinu 1947. Þá er sagt að aör-
ar breytingar hafi ekki verið geröar frá síð-
asta mati 1938.
Þuríður Ólafsdóttir, sem lengst átti
þetta hús af öllum eigendum þess, var
fædd 13. mars 1886 og lést 5. maí 1962.
Hún var gift Þórði Vigfússyni skipstjóra,
en hann drukknaði ungur. Eftir stóð ekkj-
an unga ein með sex börn og það sjöunda
rétt ófætt. En Þuríður komst ótrúlega vel
af með barnahópinn sinn og sótti ekki um
styrk til að framfleyta sér og sínum, enda
stolt kona og höfðingleg. Börnin fóru
snemma að létta undir á heimilinu og þó
fyrirvinnan væri ein, fengu öll börnin
góða menntun.
Áslaug Gunnarsdóttir, tengdadóttir
Þuríðar, eiginkona Hjartar Þórðarsonar
vélstjóra (með fyllstu réttindi), sem er
næstyngstur barna Þuríðar og það eina
sem enn er á lífi, segir að tengdamóðir sín
hafi verið mikil kona og aldrei hafi henni
falliö verk úr hendi. Hún segir að þegar
hún líti til baka til þeirra, tíma sem hún
bjó á Njálsgötunni í húsi Þuríðar, undri
sig það mest hvað tengdamóðir hennar
þurfti lítinn svefn.
Á Njálsgötu 37, þann 16. janúar 1949,
fæddist dóttir þeirra Áslaugar og Hjartar.
Þann dag gerði vonskuveður og rafmagn
fór af Reykjavík. En þaö er til marks um
það, hvað þessi fjölskylda var vinsæl, að
nágrannarnir kbmu með það Ijósmeti sem
til var og dóttirin litla fæddist við fimm
kertaljós.
Ósk Jónsdóttir leigði til margra ára
stofu í viðbyggingunni á Njálsgötu 37.
Þegar Ósk var spurð um veru sína í hús-
inu, svaraöi hún: „Þuríður var stórmerki-
leg kona og mér leið alltaf vel í húsinu
hennar."
Fyrir fjórum árum kaupir Einar Braga-
son eignina af Tómasi Guðmundssyni.
Faðir Tómasar, Guðmundur Gubmunds-
son, var um tíma með verkstæbi í kjallara
hússins. Tvær íbúbir eru núna í húsinu og
breyting hefur verið gerö á neðri hæðinni,
þannig aö eldhúsiö hefur veriö flutt þang-
að sem hornglugginn er
Heimlldir fengnar frá Árbæjarsafni og Borgarskjalasafni.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16