Tíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1996næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    252627282912
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Tíminn - 20.03.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.03.1996, Blaðsíða 8
8 fffWlWW Mibvikudagur 20. mars 1996 Austurevrópskir gybingar koma til jaffa á þribja áratugi: nýja ríkib varb um margt öbruvísi en Herzl hafbi vœnst. Herzl og rætur ísraels hins nýja Herzl 1896: draumur um þýskumcelandi gybingaríki. .febrúar 1896, fyrir 100 árum, kom út í Vínarborg, sem þá var höfubborg keisara- og konungs- ríkisins Austurríkis-Ungverja- lands, bók eba bæklingur (tæp- lega 90 síbur) undir titlinum Der Judenstaat (Gybingaríkib). Sumra mál er ab meb útkomu þess rits hafi verib stigib fyrsta skrefib á þeirri braut, er leiddi til stofnunar ísraelsrtkis hins nýja. Höfundur áminnsts bæklings hét Theodor Herzl, þá 36 ára ab aldri, löglæröur og sýslaöi viö blaöamennsku og önnur ritstörf. Hann var fæddur í Búdapest og voru foreldrar hans gyöingar, efn- uö vel og ekki mjög fastheldin á siö feöranna. Framan af ævi var Herzl sjálfur áhugalaus um gyö- ingasiö. Hann var þá í flestu dæmigeröur ungur menntamaöur, eins og þeir geröust þá í Evrópu, t.d. þjóöernissinni. Og þjóöernis- hyggja hans var þýsk. Gyðingahatur í heibnum dómi Því fór fjarri aö þjóöernishyggja væ'ri ný af nálinni í Evrópu. En 19. öldin var þar í álfu tími mikilla breytinga og þenslu á flestum sviöum, efnislegum og andlegum. Flest var tekiö til endurathugunar og skilgreint af miklum móöi og fræöilegur gmnnur byggöur undir ýmislegt sem til þessa haföi veriö alveg eöa aö mestu án hans. Þar meö hækkaöi margt í áliti bæöi hjá menntamönnum og almenn- ingi. Þjóöernishyggjan var þar á meöal. Andúö á gyöingum, sem á síöari hluta aldarinnar var fariö aö kalla antisemítisma, færöist í vöxt jafn- framt þjóöernishyggjunni. Sú til- hneiging var ekíd ný frekar en þjóöernishyggjan. Nokkub er um ab kristninni sé kennt um upphaf gyöingahaturs í Evrópu/Miöjarö- arhafslöndum, á þeim forsendum aö í guðspjöllunum sé gybingum kennt um líflát Krists. Þaö er hæp- iö. Verulegrar andúðar á gyöing- Theodor Herzl stuölaöi aö vexti síonismans, gyöversks afbrigöis af 19. aldar evrópskri þjóö- ernishyggju. Hann geröi sér vonir um aö viö stofnun og mótun gyö- ingaríkis yröi keisara- dcemiö Þýskaland fyrir- myndin BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON um gætti í helleníska heiminum þegar fyrir upphaf tímatals okkar og heiönir Rómverjar eins og Síse- ró og Seneka voru næsta haröoröir og illorðir í garö gyöinga. Sá síöar- nefndi kallaöi þá „hinn glæpsam- legasta af öllum kynþáttum". Rétt mundi og aö taka meö fyrirvara fullyröingum, sem oft heyrast, þess efnis aö andúö á gyöingum hafi aö jafnaöi verib minni í ís- lamska heiminum en þeim kristna. Þjóbemishyggja og anti- semítismi Frá því á síðustu áratugum 18. aldar fengu gybingar víöast hvar í Vestur- og Miö-Evrópu smám saman jafnrétti viö aöra þjóbfé- lagsþegna, lögum samkvæmt. Þeim tókst undraskjótt aö hagnýta sér þau margvíslegu tækifæri, sem viö þaö opnuöust þeim í samfélög- um í örri þenslu, og ekki einungis í vibskiptum og fjármálum, þar sem margir þeirra voru gamalreyndir, heldur og ekki síst í menntageiran- um. Þeir flykktust inn í háskólana, sem á síöustu áratugunum fyrir miöja öldina komust fyrir alvöru af mibaldastiginu og uröu aö stofnunum í líkingu viö þaö sem við nú þekkjum. Þaðan útskrifuö- ust ungir gyðingar unnvörpum sem læknar, lögfræöingar, kennar- ar o.s.frv. Mörgum virtust gyðing- ar skara fram úr og áhrif þeirra á flestum sviöum fara hraðvaxandi. Þetta, blandaö saman viö þjóö- ernishyggju í sókn, ýtti undir anti- semítismann. Gyðingar, var sagt, voru ekki Þjóðverjar, Frakkar o.s.frv., en hefðu þó tekiö til sín drjúgan hluta gagna og gæöa Þýskalands, Frakklands o.s.frv. Varla er óhugsandi aö annar þekktur 19. aldar Evrópumaöur gyðingaættar, Karl Marx (sem skíröur var til kristni), hafi — ekki kannski aö fullu meövitaö — veriö aö reyna aö leiöa frá gyöingum at- hygli, sem ekki var aö öllu leyti þægileg eöa hættulaus fyrir þá, er hann reyndi aö slæva þjóðernis- hyggjuna með því aö hvetja „ör- eiga allra landa" til aö sameinast og gera „auövaldiö" aö nýrri al- þjóölegri óvinarímynd. Herzl brást hins vegar viö þjóö- ernishyggjunni og antisemítism- anum meö því aö stuöla aö vexti gyöversks afbrigöis af 19. aldar evrópskri þjóöernishyggju, síon- ismans. Dreyfus-málib Vera kann aö þessa viöhorfs- breytingu hjá Herzl megi rekja til þess, aö eitt sinn varö hann fyrir því, líklega í Vín, aö drukkinn her- skólanemi, sem ekki þekkti hann, æpti aö honum: „Júðasvín!" Taldi Herzl þá sýnt aö „gyðinganef og gyöingaskegg" bæm uppruna hans vitni. Nokkru síöar, áriö 1894, sendi Vínarblabið Neue Freie Presse hann til Parísar til aö fylgj- ast meö réttarhöldunum yfir Dreyfusi, stórskotaliöshöfuös- manni af gyðingaættum, sem sak- laus var ákærður og dæmdur fyrir njósnir fyrir Þýskaland. (í Frakk- landi var gyöingahatriö þá öllu svæsnara en í Þýskalandi og bland- að þjóöverjahatri.) Þá æddi múgur manna um götur höfubborgar Frakklands og öskraöi: „Drepum gyöingana!" Upp úr því mun Herzl hafa sannfærst um aö gyöingar yröu aö eignast land utan Evrópu. Hann mun þá hafa fariö aö hugsa sem svo, aðfyrst svona nokkuö gat skeð í París, sem í hans augum var móöurborg mann- og borgararétt- inda, gætu gyöingar ekki átt fram- tíb fyrir sér í þeirri álfu. í ísrael er Herzl opinberlega kall- abur „spámaöur ríkisins" og þar er ekki borg sem ekki hefur sína Herzl-götu og Herzl-torg. Mest metnu menn landsins hljóta hinsta hvílustaö á Herzl-hæb í Jerúsalem. Þar var t.d. Yitzhak Ra- bin jarðaöur. En ekki er ríki þetta aö öllu leyti eins og Herzl haföi hugsað sér, og saga þess og gyö- inga varb og ööruvísi um sumt en hann mun hafa ætlað og vonaö. Þrátt fyrir vonbrigöi sín meö gang mála í Evrópu dáöi hann alltaf þýska þjóöernishyggju, æskuhug- sjón sína, og hib þýska keisara- dæmi Hohenzollern-ættar. Hann vildi aö „hiö öfluga, siögóöa, ráeki- lega skipulagða Þýskaland, sem er frábærlega vel stjórnaö", eins og hann oröabi það í dagbók sinni, yröi fyrirmynd hins nýja gyöinga- ríkis. Þýska skyldi veröa mál þess; hugmyndin um aö endurlífga hebreskuna fannst Herzl hlægileg. Hann haföi takmarkað álit á lýö- ræöi og taldi best aö Ísraelsríki hiö nýja, sem hann um skeiö hugsaði sér aö yröi verndarsvæði Þýska- lands, yröi „aristókratískt lýö- veldi". Araba leit hann smáum augum, líkt og algengt var um Evr- ópumenn þá, og honum viröist ekki hafá dottib í hug ab arabar gætu á einn eöa annan hátt skipt máli viðvíkjandi framkvæmd hug- myndar þeirrar, sem hann varö frægastur fyrir. Og gyöingar þeir, sem ekki vildu setjast að í ríkinu nýja, áttu aö hans mati aö hætta aö vera gybingar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað: 56. Tölublað (20.03.1996)
https://timarit.is/issue/282515

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

56. Tölublað (20.03.1996)

Aðgerðir: