Tíminn - 22.03.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.03.1996, Blaðsíða 6
6 (KBnrmErMnmni ’qryWf 'FW W Föstudagur 22. mars 1996 Félagsmálarábuneytib hefur tekib meira tillit til gagnrýni verkalýbshreyfingar en atvinnurekenda i frumvarpi um stéttarfélög og vinnudeilur. VSÍ: Markvissari samningagerö „Mér viröist sem félagsmála- ráöuneytib hafi tekib miklu meira tillit til gagnrýnis- radda verkalýöshreyfingar- innar en til þess sem viö vor- um aö draga fram," segir Þór- arinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, um frumvarp til laga um stéttar- félög og vinnudeilur. Hann telur frumvarpiö stubla ab markvissari samningagerö og ef eitthvaö er, þá sé verkfalls- vopnib „hvesst" frá því sem verib hefur. Hann segir aö helsti ágrein- ingurinn um endurskoöun laga um stéttarfélög og vinnu- deilur sé hvort aöilar vinnu- markaöarins eigi aö reyna aö semja um breytingar í formi kjarasamnings, eöa hvort setja eigi lög. Atvinnurekendur telja aö lagasetning sé eölileg, vegna þess aö þarna sé um aö ræöa breytingu á lögum, fremur en aö gera samning sem sumir samþykkja en aðrir hafna. Þaö mundi hafa í för meö sér að „umferðarreglur á vinnumark- aði" yrðu mismunandi eftir því hver ætti í hlut hverju sinni. Hann segir verkalýðshreyfing- una hafa hafnað samræmdum reglum í þessu sambandi og raunar heföu fulltrúar lands- sambanda innan ASÍ slitið því starfi, sem unnið haföi verið að innan samráösnefndarinnar um stefnumótun í þessum málum. Af þeim sökum heföi þaö veriö rétt mat af hálfu fé- lagsmálaráðherra að ekki verði lengra komist í þeim viðræö- um. Þórarinn V. segist sakna þess aö í frumvarpinu er ekki tekið á því sem nefnt hefur veriö „nei- kvætt félagafrelsi", þ.e. rétt fólks til aö standa fyrir utan stéttarfélög ef þaö kýs svo. Hinsvegar telja atvinnurekend- Þórarinn V. Þórarinsson. ur til bóta þaö sem kveðið er á í frumvarpinu um vinnustaðafé- lög, þótt þeir óttist aö það kunni aö verða veigalítið „ef starfsmönnum er ekki heimil- að aö hverfa úr öðrum félög- um". Þar fyrir utan finnst atvinnu- rekendum litlar kröfur geröar til stuönings við verkfallsað- geröir. Þórarinn V. segir aö í frumvarpinu sé aðeins gert ráö fyrir aö það þurfi aðeins liölega 10%, þ.e. „helminginn af fimmta parti". Hann segir að atvinnurekendur heföu viljað hafa þetta hlutfall miklu hærra. Framkvæmdastjóri VSÍ telur þaö horfa til framfara að festa þaö í löggjöf, að menn geti ekki lagt fram tillögu um vinnustöðvun nema því aöeins að búið sé að þrautreyna samn- ingaleiðina. Samkvæmt því veröa stéttarfélög t.d. að vera búin aö leggja fram sínar kröf- ur og leita liösinnis sáttasemj- ara til aö reyna að ná samning- um. Þórarinn V. segir að þetta ákvæöi muni setja samninga- viöræður í annan farveg en verið hefur. Það þrýstir m.a. á atvinnurekendur að leggja fram sem „girnilegust tilboð" fyrir samninganefndirnar áöur en til þess kemur að þær fara aö leita heimildar hjá félags- mönnum um vinnustöðvun. „Þetta gerir starfið markviss- ara og færir stríðið meira inn á samningaborðið og reynir því meira á samningamennina en verið hefur," segir Þórarinn V. Hann segir að atvinnurekend- ur séu tilbúnir að axla það og einnig að þurfa að lúta meira lýðræði innan eigin samtaka, þ.e. að bera allar meiriháttar ákvarðanir undir stærri hóp fé- lagsmanna en sem nemur framkvæmdastjórn VSÍ. -grh Grundarstígur er í Þingholtunum og nær frá Spítalastíg að noröan og Hellu- sundi að sunnan. Þetta er fremur fáfar- in einstefnugata. Grundarstígur 21 hefur í gegnum tíðina haft nokkur nöfn. Árib 1883 var þarna bær, sem kallaður var Sigríbar- staðir eða Siggukot og kenndur vib eig- anda sinn, Sigríði Jónsdóttur. Sigríður þessi fær úthlutað landspildu 28. nóv- ember 1887, til viðbótar við lób sína, undir kálgarð. Lóð var mæld upp 1890 og talin vera 268,7 fermetrar. Árið 1893 er Siggukot horfið af lóðagjaldskrá. Árið 1890 eru taldir til heimilis í Siggukoti: Sigríður Jónsdóttir 60 ára; dætur hennar Jarþrúður Þórarinsdóttir, 28 ára, og Guðrún Klemensdóttir, 22 ára; börn þeirra, Sigríður Brandsdóttir, 1 árs, barn Jarþrúðar og Kristín Árna- dóttir á fyrsta ári, barn Guörúnar. Sig- ríður Jónsdóttir var fædd á Flugu í Vatnsdal. Hún vann fyrir sér og sínum í Reykjavík með vatnsburöi. Það starf var bæði erfitt og kalt, sérstaklega yfir vetrartímann. í ágúst 1891 fær Árni Erlendsson út- hlutað lóð, 21 x 28 álnir, og auk þess ræmu 150 ferálnir, að norðan meöfram lóðinni sinni, vestan með Sigríðarstað- alóð. Árni fær leyfi til að byggja skúr, 2 x 2 álnir, á lóðinni. Árni Erlendsson selur Katli Bjarnasyni eignina á alda- mótaárinu. 1891 var reistur þarna steinbær sem Ketill Bjarnason steinsmiöur bjó í. Bær þessi var nefndur Skáli. Ketill var ætt- aður úr Lundarreykjadal í Borgarfirði. í júlí 1901 fær hann leyfi til aö stækka skúr úr 3 x 6 álnum í 10 x 4 álnir. Hann fær enn fremur viðbót við lóö sína, 27 x 5 álnir. Fyrstu brunavirðinguna er ab finna frá árinu 1901, en hún er einungis af skúrnum sem Ketill fékk leyfi til að stækka. Þar segir aö Ketill Bjarnason hafi byggt skúr við vesturhliö bæjar síns við Grundarstíg, sem nær upp á mæni og er byggöur af bindingi, klæddur utan með borðum og járni yf- ir á tvo vegu, en pappa á norðurgafli og járnþaki á súð. í skúrnum er 1 herbergi þiljaö en ómálað, og geymsluherbergi óþiljað. Kjallari er undir skúrnum hálf- um. í júní 1903 fær Ketill leyfi til að hækka bæ sinn og byggja við hann skúr, 3x4 álnir. Hann selur Gísla Jóns- syni Skála 28. september 1904. Eftir það er Skáli í eigu sömu ættarinnar til ársins 1961. Þegar Ketill selur Skála, hefur hann byggt hús þaö sem nú er Grundarstígur 21, nema viðbygginguna sem er byggð síðar. Grundarstígur 21 (Skáli) í brunamati frá 16. september 1903 er sagt að Ketill Bjarnason hafi rifið niöur steinbæ sinn við Grundarstíg og byggt upp aftur á sama stað hús með porti og risi. Húsið er byggt af bindingi, klætt ut- an meb gólfboröum á tvo vegu og með plægðum borðum á tvo vegu, pappa og járni þar yfir. Húsið er með járnþaki á 1" borðsúð með pappa í milli. Allir út- veggir eru fylltir með marhálmi. Niðri eru 3 íbúbarherbergi, eldhús og búr. Allt þiljað og málað. Þar em 3 ofnar og 2 eldavélar. Uppi eru 4 íbúðarherbergi og gangur. Allt þiljab og málað. Þar eru 3 ofnar og 1 eldavél. Kjallari er undir 6 álnum af lengd hússins, 3 álnir á hæð. Við austurhlið hússins er byggöur inn- og uppgönguskúr með risi. Hann er byggöur af bindingi og klæddur utan með 5/4" borðum, pappa og járni þar yfir og með járnþaki á 5/4" borösúð. Skúrinn er stoppaður í útveggi með marhálmi, þiljaður og málaður að inn- an. í honum eru 3 fastir skápar. Gísli Jóhannsson kaupir Skála í sept- ember 1904. Gísli var fæddur 11. júní 1876 í Brekkubúð í Bessastaðahreppi. Kona hans var Margrét Sigurðardóttir, fædd 16. október 1884 á Skarfanesi í Landeyjum. Árið 1910 búa í húsinu 13 manns. Fólk þetta var flest ættingjar eba vinir hjónanna, sem þau ýmist leigöu eða skutu skjólshúsi yfir í lengri eða skemmri tíma. Gísli og Margrét eignuðust fjögur börn: Aðalheiöi, Sigurð Viggó, Sigur- björgu og Viggu Svövu. Son sinn Sig- urð Viggó misstu þau ungan, sjö ára gamlan. Gísli stundaði verslunarstörf mestan hluta ævi sinnar. Hann vann hjá Thomsensverslun, en lengst hjá Zim- sen. í brunavirðingu frá árinu 1924 er sagt ab húsið sé óbreytt frá virðingu 16. september 1903. Gísli byggir við húsið 1931. í ágúst sama ár er gerð brunavirðing á húsinu ásamt viðbyggingunni. Þar segir að húsið sé lítib breytt frá brunaviröingu 1903, nema búið er ab byggja íbúðar- skúr vib húsið, úr steinsteypu, með járnþaki á borðsúb, meb pappa í milli. Kjallaragólf og milliveggir úr venjulegri steinsteypu, múrsléttaðri. Þiljaö er inn- an á borðagrind á útveggjum. Þiljur eru strigalagðar og öll er íbúðin ýmist vegg- fóðrub eða máluð innan. í húsinu eru 2 HÚSIN í BÆNUM FREYJA IÓNSDÓTTIR loft úr jámbentri steinsteypu. Á aðal- hæðinni er 1 herbergi, eldhús og gang- ur. í kjallara er þvottaherbergi, geymsla, snyrting og gangur. Sunnan við húsið var stór matjurta- garður, sem náði að Hellusundi. Garö- ur þessi er í fersku minni þeirra sem áttu heima í Þingholtunum á æskudög- um sínum. Ekki er ósennilegt að ein- hverjir hafi fallið í freistni á síðsumars- kvöldum og hoppað inn fyrir girðing- una og krækt sér í nýsprottna gulrófu. í garði þessum var ævinlega gób spretta og því var vel annast um hann. Um árabil átti þarna heima Ingigerð- ur Símonardóttir, sem leigði hjá þeim hjónum Gísla og Margréti. Hún var frá Geitabergi á Hvalfjarðarströnd. Ingi- gerður var mjög fær saumakona og vann lengst af hjá Árna og Bjarna, klæbskerum í Bankastræti. í manntali 1916 er Ingigerður til heimilis á Skála, en hún mun hafa átt þar heima allt til ársins 1960 þegar húsið var selt, en flutti þá til systur sinnar. Eftir lát Gísla Jóhannssonar, 1. apríl 1950, bjó ekkja hans, Margrét Siguröar- dóttir, áfram í húsinu. Hún lést 17. júlí 1961. Eignin var þá seld og hafa verið nokkrir eigendur að henni þar til Örn Ævarr Markússon lyfjafræðingur og kona hans, Halla Valdimarsdóttir, komu til sögunnar. í nóvember 1978 kaupa þau fyrst hæðina og kjallarann af dánarbúi Hallgríms Sigurðssonar. Þá var Tónskóli Sigursveins starfræktur á efri hæð hússins og hafði verið þar í nokkur ár. Þegar skólinn flutti yfir göt- una í júní 1983, keyptu þau hjónin húsnæðið sem skólinn átti. í viðbygg- ingunni átti Helgi Bergmann listmálari heima, en hann mun hafa keypt af dánarbúinu. Örn Ævarr og Halla eign- uðust þann hluta hússins, þegar hann var til sölu 1992. Margir eiga góöar minningar um þetta hús, en þar hefur fjöldi fólks byrj- að búskap. Afkomendur Gísla Jóhanns- sonar og Margrétar Sigurðardóttur, börn og barnabörn, byrjuðu flest að búa á Grundarstíg 21. Börn Arnar Ævarrs Markússonar og Höllu Valdi- marsdóttur hafa einnig búib þar. Alla tíð hefur ríkt óvenjulega góður andi í húsinu. Þab ber þó nokkurn skugga á að þar sem kálgarðurinn var foröum er nú risið stórt og mikið steinhús. Mörg- um finnst það ekki eiga heima á þess- um stað. En hvað sem um það má segja, þá skyggir þaö á sólina úr suður- gluggum á Grundarstíg 21. Heimildir frá Árbæjarsafni, Landsbókasafni og Borg- arskjalasafni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.