Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						FÖstudagur 24. maí 1996
Tóbakskaupmaburinn er ósammála heimilislœkninum um fínkorna munntóbakib og rjóliö.
Sölvi Óskarsson í Björk:
Sígarettan er stærsta
heilbrigöisvandamáliö
„Pétri Heimissyni heimilis-
lækni á Egilsstöðum leyfðist
að fara rangt með tölur hjá
ykkur í Tímanum, réttar tölur
voru einmitt í frétt í blaöinu
fyrr á þessu ári," sagbi Sölvi
Óskarsson kaupmabur í Tób-
aksversluninni Björk vib
Bankastræti. Sölvi segist ekki
skilja offorsib gagnvart sölu á
rjóltuggunum og fínkornubu
neftóbaki. Sjálfur er hann ein-
dregib á móti sígarettum, seg-
ist ekki selja þær, bara af-
greiba þær ef hann er bebinn
um þab.
Pétur Heimisson talaöi í Tím-
anum um tvö tonn af fínkorn-
uöu tóbaki, en innflutningur á
því á síðasta ári var 1.651 kíló.
Pétur telur að ungt fólk sé í
meirihluta í neytendahópnum.
Hann segir þetta tóbak afar
sterkt, hleðsla í vör innihaldi
30-60 milligrömm af eitrinu
nikótíni, meðan ein sígaretta
innihaldi 1 milligramm. Hann
álítur.líka að munntóbak þetta
ryðji reykingum braut. Inn-
flutningur á Smalskraa munn-
tóbaki, rjóli, var lítill í fyrra eða
1.540 pakkar, nærri 25 kíló.
„Á þremur síðustu árum hafa
sígarettureykingar farið vax-
andi, á sama tíma og stór kross-
ferð er gerð gegn því sem er þó
illskást, því ekki er hægt að tala
um hollustu af þessu. Heilbrigð-
isvandamál númer eitt, tvö og
þrjú, erauðvitað sígarettan. Það
er brennslan, pappírinn og inn-
takan sem eru stærsta heilbrigð-
isvandamálið við reykingar,"
sagði Sölvi.
Sölvi segir að viðskiptavinir
sínir sem kaupa þessar forboðnu
vörur séu ekki unglingar, lang-
stærstur hluti þeirra sé rígfull-
orðið fólk, sumir noti munn-
tóbakið til að losna við reyking-
ar.             -JBP
Beytingartillaga vib póst- og símamálafrumvarpib:
Landið verÓi eitt gjaldsvæði
Þrír þingmenn, þau Ragnar Arn-
alds, Guðmundur Árni Stefáns-
son og Ásta R. Jóhannesdóttir,
hafa flutt breytingartillögu þess
efhis við frumvarp til laga um
stofhun hlutafélags um Póst og
síma að eigi síðar en 1. júlí næst-
komandi skuli samgönguráð-
herra ákveða að gera allt landið
að einu gjaldsvæði og að öll sím-
töl innanlands verði verölögð á
sama hátt óháð vegalengdum á
milli notenda.
Þau þrjú hafa einnig flutt breyt-
ingartillögu við sama frumvarp um
að eftir að af stofnun Pósts og síma
hf. hefur orðið skuli grunnnet fjar-
skiptaþjónustu Póstr og símamála-
stofnunarinnar áfram vera í eigu
ríkisins eða fyrirtækja sem ríkið
eigi allan hlut í.
Hugmyndir um að gera landið
að einu gjaldsvæði hvað símaþjón-
ustu varöar eru ekki nýjar af nál-
inni í sölum Alþingis því á löggjaf-
arþinginu veturinn 1984 til 1985
eða fyrir 11 árum fluttu þeir Hjör-
leifur Guttormsson, Ragnar Arn-
alds, Skúli Alexandersson, Stein-
grímur J. Sigfússon og Helgi Seljan
þingsályktunartillögu um sama
efni.  Þessi  þingsályktunartillaga
var endurflutt á þingunum veturna
1986 til 1987 og 1987 til 1988. í
þeirri ályktun kom fram áskorun til
Alþingis að fela ríkisstjórninni að
gera áætlun um uppbyggingu
símakerfisins og símaþjónustunn-
ar sem geri kleift að jafna gjaldskrá
símans í áföngum með því mark-
miði að allt landið verið eitt gjald-
svæði innan fimm ára. Nú 11 og 9
árum síðar er flutt breytingartillaga
við frumvarp um sofnun hlutafé-
lags um reksrur Pósts og síma þess
efnis að gera landið að einu gjald-
svæði.
-ÞI
Rannsóknir hafnar á vatnasvœbi Ellibaánna. Flest bendir til ab kýlaveikin hafi borist meb
flökkufiski:
Kýlaveikin komin til að vera
Borgarsjóður og Rafmagnsveita
Reykjavíkur kosta vistfræðilega
úttekt sem hafin er á vatna-
svæði Elliðaánna. Líkast til
munu rannsóknirnar taka
nokkur ár en til þeirra verður
varið 4,5 milljónum á þessu ári.
Fyrir þá peninga mun Líffræði-
stofnun Háskólans rannsaka
botndýralíf í ánum, Veiðimála-
stofnun tekur líklega að sér at-
hugun á röskun búsvæða í án-
um, mæld veröur efnamengun í
ánum og á vegum Orkustofnun-
ar verða tekin saman gögn um
rennsli ánna sem" mælt hefur
verið í áratugi.
Rafmagnsveitan hefur kostað
rannsóknir á laxastofnum í Elliða-
ánum sl. 8 ár en þar greindist nýr
sjúkdómur, kýlaveiki, í fyrra sem
olli töluverbu fjabrafoki. í kjölfar
þess var sett upp sóttvamaráætlun
í ánum og því var hoplaxi í ánum
fargað nú í vor. Talið er að sjúk-
dómurinn sé kominn til að vera
enda hafi hann verið landlægur í
laxi í öllum öðrum löndum Evr-
ópu og N-Ameríku. Svo gæti farið
að lítið bæri á kýlaveikinni í sum-
ar en bakterían verður áham til
staðar í stofninum og því þurfi að
læra að búa með þessum sjúk-
dómi. Allt er gert til að hefta út-
breiðslu kýlaveikinnar en ekki er
talið að hann þurfi að hafa afger-
andi áhrif á laxaffamleiðslu enda
sýni reynsla erlendis frá að laxa-
stofnar myndi ákveðið ónæmi fyr-
ir bakteríunni þó að hún geti
blossað upp við ákveðnar aðstæb-
ur, helst í hitasumrum þegar lítið
rennsli er í ám. Ekki er víst með
uppruna smitsins í Elliðaánum en
talið er víst að kýlaveikin sé ekki
burídin aðstæðum þar né hafi hún
komið frá seiðum heldur flökku-
fiski úr sjó.
Frá blaöamannafundi ígœrþarsem skýrt var frá rannsóknum á vatnasvœöi EHibaánna og framkvœmdum v/ð
árnar.                                                                                  Tímamynd GS
Auk þess verður á vegum gatna-
málastjóra unnið að endurbótum
á ræsum í Elliðaárdal fyrir 8 millj-
ónir króna en eins og kunnugt er
hefur nálægð skólpútrásar við Ell-
iöaárósa verið gagnrýnd. Því er
ætlunin að byggja fyrri áfanga
skolpdælustöðvar við Sævarhöfða
og þrýstilögn að Gelgjutanga fyrir
um 20 milljónir og verður þá hægt
að leggja fyrmefnda skolpútrás
við Elliðaráósa af á næsta ári.
Enga málningu í götu-
ræsin!
Á blaðamannafundi í gær um
rannsóknir og framkvæmdir við
Elliðaárnar kom fram nauðsyn
þess að almenningur geri greinar-
mun á göturæsum og öðmm
skolplögnum. Fráveitukerfið í
borginni er tvískipt, annars vegar
eru skolplagnir sem veita skolpi út
í sjó. Hingaö til hafa þessar skolp-
lagnir aðeins farið skamman veg
út í sjó en unnið er að því koma
skolpinu lengra frá ströndum
landsins og verður fyrsta langa
skolprásin opnuð á næsta ári í
Vesturbæ frá Mýrargötu og mun
hún ná 4 km út í sjó. Hins vegar
eru regnvatnslagnir út frá venju-
legum göturæsum sem leiða regn-
vatn og annað sem til fellur í ræs-
in út í árnar, þ.á m. eru slíkar regn-
vatnsrásir út í Elliðaár. Til að
koma í veg fyrir óþarfa mengun í
ánum þarf fólk því að fara varlega
með þessi opnu göturæsi, t.d. á
bílaplönum, og losa þar ekki
mengandi efni eins og málningu,
olíur eða hreinsiefni.
í sumar verður Vesturlandsveg-
ur í Ártúnsbrekku breikkaður og
sömuleiðs brýr yfir Elliðaár. Við
byggingu brúarinnar var allt kapp
lagt á að raska ekki umhverfi ánna
og þegar hamkvæmdum lýkur
munu aðstæður veiöimanna við
árnar ekki hafa breyst né göngu-
stígar eða umhverfi enda Elliðaár-
dalurinn að verða almennt og vin-
sælt útivistarsvæði.       -LÓA
38. þing ASI:
Báknið
burt
Eiríkur Stefánsson formaður
Verkalýðs- og sjómannafélags
Fáskrúðsfjarðar     gagnrýndi
harðlega á á þingi ASÍ í fyrradag
það sem hann nefndi „bákn"
verkalýðshreyfingarinnar og
endalausar tilskipanir að sunn-
an til félaga úti á landi. Þess í
stað ærti að stefna að því að
gefa félögum í héraði meiri frið
og meiri möguleika til að halda
uppi sinni starfsemi. Sömuleið-
is væri það félagsmanna að
ákveða hvort þeir vildu samein-
ast hinu eða þessu félaginu í
stað þess að fá skipanir um það
að sunnan.
„Ferlið byrjar á verkamannin-
um sem vinnur á gólfinu í fisk-
vinnslunni, síðan kemur trún-
aðarráðið og síðan verkalýðsfé-
lagið. Ef maður býr á Austur-
landi þá kemur Alþýðusamband
Austurlands þar á eftir og síðan
Verkamannasambandib og síð-
ast Alþýðusamband íslands.
Haldið þið virkilega að þetta
þurfi að vera svona?" spurði Ei-
ríkur þingfulltrúa.
Hann brýndi þá til leggja sitt
af mörkum til að draga úr þessu
„batteríi" og gagnrýndi fram-
komnar breytingar á lögum um
sjúkrasjóði verkalýðsfélaga.
Hann sagði enga launung á því
að sjúkrasjóðir stéttarfélaga
væru notaðir til að hjálpa til við
reksturinn. Hinsvegar gerðu
margir hér fyrir sunann sér ekki
grein fyrir mikilvægi þeirrar
starfsemi sem færi fram í litlu fé-
lögunum úti á landi. Sem dæmi
um starfið nefndi hann gerð sér-
kjarasamninga í héraði sem
skipta oft á tíðum sköpum í
kjörum heimamanna.     -grh
TIL SOLU
Toyota Corolla 1600 llftback CU '94,
sjálfskiptur, ekinn 40 þúsund km, verð
1350þúsund.
Nissan Patrol 2,8 CR turbo dísll '92,
svartur, ekinn 117 þúsund km, álfelqur,
upphækka&ur, 33  dekk, verö 2.890 þús.
Nlssan Patrol 2,8 CR turbo dísll '93,
svartur, ekinn 86 þúsund km, álfelqur,
loftdæla, óbreyttur. Clæsilegur bíll7 Verb
kr. 3.090 þúsund.
Toyota 4Runner EFI 2400 '86, hviUir,
ekinn 170 þúsund km, upphækka&ur,
krómfelgur, gleený 36" dekk, upptekin
vél. Toppeintak. Verb 1.050 þúsund.
Uppl. í síma 896
1216 eöa 562 6001
4>
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16