Tíminn - 13.06.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.06.1996, Blaðsíða 8
8 yimiiiw Fimmtudagur 13. júní 1996 Afturhaldskurfur eba föburlandsvinur? Ditlev Tamm: Konseilspræsidenten. Jacob Bronnum Scavenius Estrup. 1825-1913. Cyldendal 1996. 383 bls. myndir. Um Jacob Estrup hefur meira ver- ið skrifað en flesta aðra danska stjórnmálamenn. Ævisaga hans var gefin út árið 1925, önnur árið 1940 og fyrir réttum tíu árum, 1986, kom út tveggja binda verk um stjórnmálasögu „Estrupstím- ans", sem Danir kalla svo. Á út- mánuöum kom svo út þriðja ævi- saga Estrups og er hún hér til um- fjöllunar. Mörgum nútímamanni kann að þykja stjórnmálastefna og -að- ferðir Estrups lítt áhugaverðar, en staðreyndin er sú, að hann mark- aði glögg spor í danska — og ef til vill einnig íslenska — stjórnmála- sögu. Af þeim sökum vekur hann enn áhuga sagnfræðinga og því fer fjarri að hann sé gleymdur. Jacob Estrup fæddist árið 1825 í Sórey, þar sem faðir hans var kennari og síðar skólameistari. Hann missti móður sína ungur, en ólst upp hjá föður sínum og stjúpu, sem reyndar var móður- systir hans. Faðir hans var þekktur fræöimaður í Danmörku á sinni tíð, skrifaði kennslubækur í sögu og fjölda ritgerða um samband Danmerkur og Siésvíkur. Á efri ár- um lét sonurinn þess oft getiö, að fræðimennska föðurins hefði haft mikil áhrif á þjóðernisvitund sína og átt þátt í að móta pólitíska af- stöðu hans. í æsku var Estrup heilsuveill, þjáðist af brjóstveiki, og þótti því ekki hepppilegt að hann færi í langskólanám. Útivera var talin henta honum betur og því læröi hann skógræktarfræði. Þaö nám kom honum ab góðum notum síðar í lífinu. Faðir hans keypti herragarðinn Kongsdal á Vestur- Sjálandi árið 1835 og erfði Estrup eignina er faðirinn lést árið 1846. Áriö 1852 festi hann svo kaup á öðrum fornfrægum garði, Skafogaard á Jótlandi, og átti þar heimili upp frá því. Búgarðana tvo rak hann hins vegar lengst af ævinni. Eiginlegur stjórnmálaferill Estr- ups hófst er hann var kjörinn á þjóðþingið árið 1854. Þar sat hann þó aðeins eitt ár, en er styrj- öld Dana og Prússa út af hertoga- dæmunum hófst árið 1863 sogað- ist hann inn í hringiðu stjórnmál- Mál og menning hefur í sam- vinnu við Listahátíð í Reykjavík sent frá sér ljóðabókina Blánótt — Ljóð Listahátíðar 1996. Bókin geymir úrval úr 525 ljóöum sem bárust ljóöasamkeppni Listahá- tíðar 1996, auk verðlaunaljóð- anna þriggja. Bókin ber nafn ljóðs Gunnars Harðarsonar, en hann vann fyrstu verðlaunin í ljóðasam- keppninni. Önnur verðlaun hlaut Þórður Helgason og Ragn- ar Ingi Aðalsteinsson hlaut anna. Hann varð innanríkisráð- herra árið 1865 og gegndi því embætti næstu fjögur árin. Þar lét hann mikið að sér kveða, beitti sér fyrir lagningu járnbrauta vítt og breitt um landið og fyrir byggingu hafnar og nýrrar hafnarborgar í Esbjerg. Hann leit svo á, að Danir yrðu að bæta sér upp missi her- togadæmanna með því ab nýta gæði og möguleika landsins sem best, og var þab mjög í samræmi vib viðhorf fjölmargra landa hans á þessum tíma. „Hvad udad tabes, det maa ind- ad vindes," var þekkt orðtæki í Danmörku á þessum árum og slagorð iðnsýningar, sem haldin var í Kaupmannahöfn árið 1872. Estrup var ekki höfundur þessa slagorðs, en það var honum mjög að skapi og sem innanríkisráð- herra starfaði hann í anda þess. Á árunum 1869-1874 hafði Estrup fremur hægt um sig í stjórnmálum. Hann átti sæti í efri deild þingsins (landstinget), en skipti sér lítið af stjórn landsins. Á þessum árum fóru átökin milli hægri- og vinstrimanna harðn- andi. Fylgi hinna síbarnefndu jókst stöðugt og þeir héldu því fram að konungi bæri að velja sér ríkisstjórn í samræmi viö skipan neðri deildar þingsins (folketin- get). Þessu höfnuðu hægrimenn, sögðu báðar deildirnar jafnrétthá- ar og að í engu mætti skerða rétt konungs til að velja sér ráðherra. Allar tilraunir til að ná samkomu- lagi á milli fylkinganna fóru út um þúfur og tvö ráðuneyti hægri- manna á árunum 1870-1875 urðu skammlíf. Vorið 1875 var svo komið, að upplausn virtist blasa við í dönsk- um stjórnmálum. Þá bað konung- ur Estrup að gerast forsætisráð- herra, eða konseilspræsident eins og þab hét þá. Hann varð við þeirri ósk og myndaði ráðuneyti, sem tók við völdum í júní 1875. Næstu nítján árin gegndi hann svo starfi forsætisráðherra og hef- ur enginn maður annar haft það embætti jafn lengi á hendi í Dan- mörku. Ríkisstjórnartíb Estrups ein- kenndist af miklum átökum. í stjórnarskránni var kveöið á um ab ríkisþingið, þ.e. sameinað þing, yrði að samþykkja fjárlög. Þetta hugðust vinstrimenn not- færa sér og beittu meirihluta sín- þriðju verðlaun, en alls eiga 46 skáld ljóð í bókinni. Dómnefnd, sem Kristján Árnason, Silja Að- alsteinsdóttir og Vilborg Dag- bjartsdóttir skipuðu, segir í að- faraorðum sínum m.a.: „Eins og sést á úrvalinu var fjallað um flest efni sem sótt hafa að skáld- um: ástir, dauða, samband manns og náttúru, samband manns og manns; hér eru ljóð sem vísa f íslenskar fornsögur og aðrar klassískar bókmenntir og sögu, og önnur sem vísa beint í jacob B.S. Estrup. BÆKUR JÓN Þ. ÞÓR um í nebri deild til þess að koma í veg fyrir að fjárlögin yrðu sam- þykkt árið 1877. Með því töldu þeir sig geta gert ríkisstjórnina óstarfhæfa. Estrup var hins vegar ekki á því að gefa sig og brást við með því aö senda þingið heim og setja bráðabirgðafjárlög. Þetta endurtók sig hvað eftir annað næstu ár, en jafnframt urðu harð- ar deilur um önnur stórmál, svo sem hvort víggirða ætti Kaup- mannahöfn og hve miklu fé skyldi varið til hernaðarútgjalda. Estrup var þeirrar skoðunar að tryggja yrði varnir höfuðborgar- innar og sjá til þess að Danir gætu a.m.k. varið hlutleysi sitt ef til kjör nútímamannsins. Þau eru hjartnæm eba fyndin, myrk eða ljós; flestir geta fundið eitthvað við sitt hæfi." Blánótt er 71 bls., unnin í Prentsmiðjunni Grafík h.f. Káp- una hannaði Ingibjörg Eyþórs- dóttir. Verð: 1790 kr. Loks skal tekið fram ab höf- undar ljóöa, sem ekki birtust í bókinni, geta sótt þau á skrif- stofu Listahátíðar í Bankastræti í Reykjavík. stórátaka kæmi. Þar sem vinstri- menn kæmu í veg fyrir að ríkis- stjórnin kæmi fram stefnu sinni í þessu máli, yrði hún að grípa til þeirra meðala sem henni væru til- tæk, þ.ám. bráðabirgðalaga. Vinstrimenn beittu á hinn bóginn því sem þeir kölluðu „Visnepo- litik", sögðu að allt ætti að visna í höndum ríkisstjómar sem ekki virti vilja þjóbarinnar. Hámarki náöu átökin á árunum 1885-1894, en á fyrri hluta ársins 1894 náöist samkomulag, sem fól m.a. í sér að Estrup léti af embætti. Það gerbi hann í ágúst 1894 og helgaði sig eftir það búskap á Skafogaard. Hann sat þó áfram á landsþinginu og var konungkjörinn þingmaður frá 1900 til daubadags árið 1913. Pólitísk tilræbi og morð voru býsna algeng á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar. Nægir þar að nefna tilræði við Vilhjálm I Þýska- landskeisara, morðið á Alexander II Rússakeisara, og morðið á Franz Ferdínand erkihertoga og konu hans í Sarajevó árið 1914. Norður- landamenn höfbu verið lausir við tilraunir til að ráða stjórnmála- menn og þjóðhöfðingja af dög- um, en árið 1885 reyndi ungur prentari, Julius Rasmussen, að myrða Estrup. Rasmussen, sem var einn að verki og ekki í neinum samtökum, sem sátu um líf for- sætisráðherrans, hafði farið á þingpalla hinn 21. október 1885 og hugðist hlýða á umræður. Þær urðu hins vegar bæði stuttar og tíöindalitlar. Það fór eitthvað í skapið á Rasmussen og að fundi loknum hélt hann heim til for- sætisráðherrans. Þar beið hann fyrir utan og er Estrup kom gang- andi heim að loknum vinnudegi, gekk Rasmussen í veg fyrir hann og spurði: „Eruð þér Estrup for- sætisráöherra?" „Já," svaraði hinn. Þá hafði Rasmussen engar vöflur á, en dró upp skammbyssu Ljób Listahátíbar komin út á bók og skaut tveim skotum af örstuttu færi. Önnur kúlan geigaði, en hin lenti í hnappi á frakka Estrups og festist milli hans og fóðursins. Vegfarendur, sem leið áttu hjá, handtóku tilræbismanninn og röltu með hann á næstu lögreglu- stöð, en Estrup hélt í kvöldverðar- boð eins og ekkert hefði ískorist. Þannig var ævihlaup Jacobs Estrup, í sem stystu máli. Hann hefur fengið heldur harða dóma í sögunni, þótt dæmigerbur aftur- haldskurfur sem hélt dauðahaldi í deyjandi skipulag. Sumir þeirra, sem um hann hafa fjallaö, hafa gengið svo langt að halda því fram, að öll pólitík hans hafi mið- ab að því ab vernda forréttindi há- stéttanna og hefur þá stundum gleymst að geta þess, sem hann gerði vel. En hver var Jacob Estrup, hvern mann hafði hann að geyma og hvernig tókst honum að gegna embætti forsætisráðherra svo lengi í andstöðu við meirihluta þingsins? Þessu reynir Ditlev Tamm að svara í nýju ævisögunni. Hann leggur áherslu á, að æðsta mark- mið Estrups hafi ávallt verið að þjóna konungi sínum og föður- landi sem best hann mátti. Hann hafi aldrei sóst eftir völdum vald- anna vegna og hann varb aldrei flokksforingi í eiginlegum skiln- ingi þess orðs. Hann naut óskor- aðs trausts Kristjáns konungs IX, en varb á engan hátt háður kon- ungi né eigin fylgismönnum. Hann var föðurlandsvinur í bestu merkingu þess orðs og áherslan, sem hann lagði á víggiröingu Kaupmannahafnar og eflingu danska hersins, stafaði aö nokkru leyti a.m.k. af ótta við að aftur gæti farið eins og 1807, er Bretar tóku danska flotann, og 1864, er Þjóðverjar tóku hertogadæmin. íslenskum lesendum kann að þykja forvitnilegt að vita, hver af- staða Estrups hafi veriö til íslands og baráttu Islendinga fyrir endur- skoðun stjórnarskrárinnar, en hún stóð linnulítið nær allan tím- ann sem hann var forsætisráð- herra. Þar ér því til að svara, að ís- land er aðeins einu sinni nefnt í bókinni og af lestri hennar gæti maður helst ályktað, að forsætis- ráðherrann hafi engin afskipti haft af íslandsmálum. Vel má vera að svo hafi veriö, en þó er senni- legast að Estrup hafi nokkur áhrif haft á afstöðu dönsku stjórnar- innar í málefnum íslendinga. Nánasti samstarfsmaður hans, Jo- hannes Nellemann dómsmálaráð- herra, hafði íslandsmál á sinni könnu og verður að telja líklegt, að hann hafi borið þau undir for- sætisráðherrann, a.m.k. þegar þau bar á góma í ríkisráði. Höfundur þessarar bókar, Ditlev Tamm, er prófessor í réttar- sögu við Kaúpmannahafnarhá- skóla og hefur skrifab mikið um danska stjórnmála- og réttarsögu. Hann byggir þessa bók að veru- legu leyti á gögnum, sem fyrri ævisöguritarar Estrups höfðu ekki aðgang að, og tekst því að varpa nýju ljósi á ýmislegt. Þessi gögn eru einkum skjöl úr fórum Estrups sjálfs, ekki síst sendibréf. Bókin er mjög skemmtilega skrifuð og læsi- leg og umfram allt tekst höfundi það ætlunarverk sitt, að veita inn- sýn í líf söguhetjunnar, leiða hana fram á sviðið og segja söguna frá sjónarhóli Estrups sjálfs. Hann fellur þó aldrei í þá gildru að blindast af söguhetjunni, en veg- ur og metur eins og góðum fræbi- manni sæmir. Bókinni fylgja allar nauðsynleg- ar skrár og hún er skemmtilega myndskreytt með samtímamynd- um. Þetta er bók, sem allir íslenskir sagnfræöingar og aðrir áhuga- menn um tímabil Estrups í sögu Danmerkur ættu að hafa bæbi gagn og gaman af. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.