Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						Föstudagur 2. ágúst 1996
Deildará er önnur af tveimur
laxveiðiám, sem nyrst liggja á
landinu. Hin er Ormarsá, sem
við gerðum að umtalsefni í sein-
asta veiðimálaþætti. Deildará á
ós í sjó hjá Vogi, rétt sunnan við
Raufarhöfn. Áin fellur úr Ytra-
Deildarvatni, sem er 6 km frá
sjó, en efstu drög hennar eru í
Fremri- Deildará um 4 km suð-
vestur frá fyrrnefndu stöðu-
vatni. Gróðursæld er mikil á
Melrakkasléttu og silungsvötnin
þar mörg, eins og kunnugt er.
Eingöngu stanga-
veibi
Áður fyrr var stunduð neta-
veiði og kistuveiði í Deildará,
eins og gert var víða annars stað-
ar í minni ám fyrr á tímum. í tíð
veiðifélagsins, sem hlaut stað-
festingu 1975, hefur eingöngu
verið stunduð stangaveiði fyrir
lax í ánni sjálfri. Er heimilt að
stunda veiði með mest þremur
stöngum samtímis í 60 daga á
Deildará á Sléttu.
Myndir EH
Deildará á Sléttu
hverju ári, eða sem svarar til 180
stangaveiðidaga. Árlegt meðaltal
veiði á árunum 1974-1995 eru
176 laxar, en mesta árleg veiði
1993  391  lax.  Sumarið  1995
veiddust 206 laxar í ánni.
Núverandi leigutaki er sviss-
neskur  maður  að  nafni  Rolf
Dopler, sem hefur ána á leigu til
og með árinu 1997. Við ána er
notalegt veiðihús í eigu veiðifé-
lagsins, þar sem veiðimenn geta
Veiðihús viö Deildará.
VEIÐIMAL
EINAR HANNESSON
haft síná hentisemi með gist-
ingu og fæði. Auðvelt er að kom-
ast að veiðistöðum.
Samtök um fiskrækt
og veiöi
Að Veiðifélagi Deildarár eiga
aðild fimm jarðir, en þær voru
allar í Presthólahreppi á sínum
tíma: Vogur, Hóll, Höfði, Gras-
hóll og Raufarhöfn. Félagið hef-
ur, auk útleigu á veiðinni, staðið
fyrir fiskrækt á svæðinu með því
að sleppa laxaseiðum af ýmsum
stærðum í vötnin. Þá hafa um-
bætur verið gerðar til að bæta
lífsskilyrði og gönguleið fyrir
laxinn á svæðinu. Fyrsti formað-
ur veiðifélagsins var Þorsteinn
Steingrímsson, Hóli, og síðan
núverandi formaður, Jóhann
Hólmgrímsson, bóndi í Vogi.  ¦
Listin og valdib
Ekki alls fyrir löngu sá ég blaða-
viðtal viö konu nokkra, sem
innan skamms mun taka við
störfum „menningarritstjóra"
DV. Orðið menning mun hér
notað í þeirri þröngu merkingu
sem spannar listir. í upphafi
viðtalsins segir konan: „DV er
máttugur fjölmiðill og það að fá
að búa til lesefni fyrir lesendur
DV þýðir áhrif og völd." Svo
mörg voru þau orð.
Ekki ber að efa að hver sá sem
ritstýrir listaumfjöllun víðlesins
dagblaðs, getur haft áhrif í s.k.
listaheimi, raunar bæði til góðs
og ills. Hitt er jafn víst að völd
getur hann ekki haft, nema til
ills eins. Og gildir þá einu hver í
hlut á. Þannig er nefnilega mál-
um háttað að sönn list vex af
sjálfri sér. Það getur að vísu tek-
ið langan tíma, jafnvel aldir. En
það hefst, fyrr eða síðar. Auðvit-
að getur það komið sér vel fyrir
höfund listaverks að am það sé
fjallað í fjölmiðlum. En hvað
listaverkið sjálft varðar, skiptir
það engu máli.
Tökum tvö' einföld dæmi.
Jónas Hallgrímsson birti ýmis
ljóða sinna í Fjölni, sem var
helsti  fjölmiðill  íslendinga  á
þeim tíma. Að honum látnum
gerðu félagar hans skáldskap
hans einnig nokkur skil í tíma-
ritinu. En hvorugt hefur nokkra
teljandi þýðingu. Það sem máli
skiptir er það, að fegurðar sinn-
ar vegna náði skáldskapur Jón-
asar að gera sér hreiður í hjarta
þjóðarinnar. Og þar syngur
hann enn. Sá söngur mundi
óma, eins þótt Jónas hefði aldr-
ei ort í Fjölni né vinir hann
minnst skáldskapar hans einu
orði á síðum þess merka rits.
Eins er það með íslendinga-
sögurnar. Öldum saman skip-
uðu þær öndvegi í huga þjóðar-
innar og gera raunar enn. Þó
voru engir fjölmiðlar til að fjalla
um þær fyrr en á síðari tímum,
og fræðimenn á þessu sviði
lengst af ekki til heldur. Á þessu
má sjá að þegar til lengdar lærur
þarfnast sönn list ekki fjöl-
miðla.
Hitt er annað mál að af-
skræming á list og þeir sem
hana stunda, þurfa á fjölmiðl-
um að halda. Arum saman hafa
íslenskir fjölmiðlar hamast við
þá iðju, með dyggri aðstoð
skólakerfisins, að hefja sorann
upp til skýja og kalla hann list.
Þannig eru ómerkilegir sjoppu-
reyfarar kynntir sem ódauðleg
SPJALL
Pjetur
Hafstein
Lárusson
bókmenntaverk, eftirlíkingar á
striga eru taldar frumleg lista-
verk og þannig mætti lengi
telja.
Vissulega hefur þetta blekkt
stóran hluta þjóðarinnar og
hjálpað gervilistamönnum við
að þurrausa opinbera listasjóði.
En öll eru þessi verk dauðanum
merkt, þrátt fyrir alla upphafn-
inguna. Völd fjölmiðla og skóla-
kerfisins, sem í þessu tilliti má
raunar telja hluta þeirra, eru því
aðeins tímabundin.
Og þau eru til ills eins, því í
skjóli þeirra er sannri list haldið
frá almenningi eins lengi og
hægt er. En til allrar hamingju
gengur það aldrei til lengdar.
í sjö áratugi tókst skoðana-
bræðrum hins verðandi „menn-
ingarritstjóra" DV nær alfarið
að fylla opinbert listalíf í Rúss-
landi sora og meðalmennsku.
En þótt þeir væru allir af vilja
gerðir, þá tókst þeim aldrei að
drepa niður listsköpun. Lista-
verkin gengu meðal manna eft-
ir leyndum stígum, þótt opin-
ber birting þeirra yrði að bíða
síns tíma.
Hér á landi höfum við há-
skóla sem á hverju ári ungar út
tugum „bókmenntafræðinga".
Fólk úr þeirra hópi plantar sér
svo niður í fjölmiðlunum til að
boða Stórasannleik auglýsinga-
mennsku, skrums og hags-
munahópa. En aldrei hef ég séð
né heyrt eitt aukatekið orð frá
þessum listalúsum sem bendir
til þess að þær skilji þau ein-
földu sannindi, að list er sam-
bland visku og fegurðar. Hún er
allt í senn, hluti sköpunarverks-
ins, lofsöngur til þess og hróp til
manna um að haga lífi sínu í
samræmi við tilgang þess.
Þetta er einfaldur sannleikur,
en þó sennilega harla flókinn
fyrir fólk sem trúir því að það
geti látið gott af sér leiða með
valdbeitingu í listaumfjöllun. ¦
FOSTUDAGS-
PISTILL
ASGEIR
HANNES
EINSTAKLINGUR,
AÐILI OG EINHVER
Ekki einasta er skipt um forseta núna
mibsumars um heyannir, heldur ber
margt fleira merkilegt á góma í þjób-
lífinu og víðar eru tímamót dagana
fyrir verslunarmannahelgi. Kennarar
axla skinnin hjá ríkissjóbi og halda
heim í héröð og sjálf skattskráin sér
dagsljósib. Tíminn og Dagur.
Ólympíuleikar. í skattskránni er hins
vegar gnótt upplýsinga um vib-
kvæmustu einkamál fólks og fyrir-
tækja og fjölmiblar fara nú á kostum
þegar Ijósvíkingar spá í aubæfi lands-
ins. Dæmi:.
„Einhverjum milljónum munabi á
efsta lögabila og efsta einstaklingi!"
Vesgú og spís!
. Pistilhöfundur hefur stundum velt
fyrir sér af hverju fornafnib einhver er
ítrekab notab í stabinn fyrir fornafnib
nokkur. Hvab þýbir til dæmis ab telja
krónur í einhverjum milljónum? Eru
þab einhverjar ókunnar milljónir úti í
bæ eba jafnvel ábur óþekktar millj-
ónir? Jafnvel einhverjar milljónir á
stangli? Steininn tekur þó úr þegar
menn tala um einhverjar sex milljón-
ir eba jafnvel einhverjar tíu milljónir!
Hvaba tíu milljónir? Sjónvarpib segir
ab ólympíukappi nokkur hafi verib
ósigrandi íeinhvern áratug! Hvaba
áratug? Árin 1950 til 1960 eba
kannski 1896 til 1906 ab bábum ár-
um mebtöldum?
Hvab er svo nafnorbib lögabili?
Hver er lögaðili? Er hægt ab vera að-
ili ab lögum án þess ab vera laga-
grein eba bókstafur? Eru þá ekki allir
lifandi menn aðilar ab lögum og
væntanlega líka búsmali og dýr
merkurinnar sem falla undir lög um
dýravernd? Af hverju eru þá lögaðilar
aðgreindir frá einstaklingum? Menn
geta hugsanlega verið aðilar ab
samningi eba dómsmáli og þvflíku,
en hvur djöfullinn er þessi lögabili?
Og af hverju er verib að kalla allan
fjandann aðila, en ekki til dæmis karl
eða konu: Rekstrarabili hefur leyst
gamla atvinnurekandann af hólmi
ásamt kaupmanni og veitingakonu.
Söluabilar takast á vib samkeppnis-
abila á meban umboðsmenn og
keppinautar draga sig í hlé. Hvernig
hljómar til að mynda Umbobsabili
Alþingis? Eru þetta enn ein áhrifin frá
svart-hvítri og kynlausri veröld
Kvennalistans? Eru þessir abilar allir
saman að úrkynja mannkynib?
Sama máli gildir um nafnorbið
einstakling. Af hverju eru hundrað
einstaklingar lagbir inn á spítala í
stabinn fyrir hundrað manns eöa
sjúklinga? Lögreglan talar um svo og
svo marga einstaklinga sem gist hafa
ísteininum eða verið teknir fastir.
Hvað er einstaklingur? Hver er mun-
urinn á manni og einstökum manni?
Er ekki hver maður ein persóna? Þeg-
ar minnst er á einstakling dettur
manni strax í húg umkomulaus mað-
ur hímandi úti í rigningu undir Ijósa-
staur um nótt með uppbrettan kraga
og sultardropa lekandi úr nefi.
Haukur pressari og Lási kokkur
voru tíðir gestir hjá Ragnari Jónssyni
veitingamanni í Þórskaffi, sem bjó á
Sóllandi við Reykjanesbraut skammt
frá grafreitum í Fossvogi. Dag einn
ók lífgylgd framhjá þeim félögum og
Haukur spurbi Lása hver væri jarbað-
ur þann daginn. „Elskan mín, ég veit
það ekki!" svarabi Lási og bætti vib:
„En ætli þab sé nokkur sérstakur?"
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24