Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						12
Föstudagur 2. ágúst 1996
Fimmti forseti íslands settur íembœtti viö hátíblega athöfn í blíövibrinu í gœrdag:
Um 6 þúsund manns hylltu
forsetahjónin á Austurvelli
Olafur Ragnar Grímsson
er fimmti forseti lýð-
veldisins. Á fimmta tím-
aiiuni í gærdag undirritabi Ól-
afur Ragnar drengskaparheit aö
stjórnarskrá íslands, prentaö
plagg í tveim samhljóba ein-
tökum.
Forsetavebur
Reykjavík heilsabi í gærmorgun
heldur grámóskuleg. Þegar leib á
morguninn rofabi til og allan dag-
inn var hið fullkomna forsetaveö-
ur, glaðasólskin og 17 gráðu hiti.
Talið er að um 6 þúsund manns
hafi verið á Austurvelli og hyllt for-
setahjónin.
Embættistaka forseta íslands
hófst kl. rúmlega 15.30 með stuttri
helgistund sem Ólafur Skúlason
biskup hafði umsjón með, en hálf-
tímann á undan hafði Lúðrasveit
Reykjavíkur leikið ættjarðarlög á
Austurvelli.
Um fjögurleytið gengu kirkju-
gestir þeir sem bobib hafbi verib til
athafnarinnar í þinghúsinu frá
kirkju til Alþingishúss. Lögreglu-
menn stóðu heibursvörb leibina
milli húsanna en lúbrasveitin lék
ættjarbarlög meban gangan fór
hjá.
Meban gestir gengu til sæta
sinna í þinghúsinu bibu verbandi
forseti og eiginkona hans ásamt
fráfarandi forseta, biskupi, og
handhöfum forsetavalds, þ.e. for-
seta Hæstaréttar, forsætisrábherra
og forseta Alþingis, í skrifstofu Ól-
afs G. Einarssonar. Þaðan var geng-
ið til sæta í þingsal og risu gestir þá
úr sætum.
Kristinn Sigmundsson óperu-
söngvarrsöng við undirleik Jónasar
Ingimundarsonar lag Sigvalda
Kaldalóns, Þótt þú langförull legð-
ir, við ljóð Klettafjallaskáldsins
Stephans G. Stephanssonar.
Drengskaparheit
Þessu næst reis forseti Hæstarétt-
ar, Haraldur Henrýsson, úr sæti
sínu, og lýsti forsetakjörinu og út-
gáfu kjörbréfs. Mælti hann fram
drengskaparheit ab stjórnarskrá
lýbveldisins, sem hæstaréttaritari,
Erla Jónsdóttir, færbi Ólafi Ragnari,
þar sem hann sat við skrifborð sem
flutt hafði veriö frá Bessastöðum.
Ólafur ritaði undir heitið, en For-
seti Hæstaréttar ávarpaði síðan
fimmta forseta íslands með viðeig-
andi þéringum og afhenti honum
kjörbréfib meb árnabaróskum.
Ólafur Ragnar Grímsson er hér á leib
frá Dómkirkjunni til Alþirigishússins,
síns gamla vinnustaöar. Þar tókhann
vib embœtti sem fimmti forseti Islands.
Tímamynd CS.
Hylling
Þessu næst gengu þau hjón, 01-
afur Ragnar Grímsson og eiginkona
hans, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir
út á svalir Alþingishússins. Bað for-
seti mannfjöldann á Austurvelli,
fólk á heimilum sínum og vinnu-
stöðum, að hylla ísland með fer-
földu húrrahrópi. Var það gert af
miklum krafti. Lúðrasveit Reykja-
víkur lék að því loknu „Land míns
föður" eftir Þórarin Jónsson.
Nú gengu forsetahjónin afrur til
sæta sinna í salnum. Flutti Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti íslands,
síðan ávarp sitt, einskonar stefnu-
ræðu forseta. Það ávarp er birt á
öðrum stað í þessu blaði.
Athöfninni lauk með því ab
Dómkórinn undir stjórn Marteins
H. Friðrikssonar söng þjóbsönginn
frá áheyrendapöllum hússins.
Ab loknum söng kórsins gengu
Mikill mannfjöldi beib þess á Austurvelli ab sjá forsetahjónin.
abriel HÖGGDEYFAR
Sen
»a
\|brw
to^
ATH. VEITUM 10% STAÐGREIÐSLUAFSLATT
SENDUM  SAMDÆGURS I  POSTKROFU
VarahlUtír Hamarshöfba 1 • S. 567-6744
forseti Hæstaréttar og forseti Is-
lands saman úr salnum. Næst á eft-
ir gengu biskupinn yfir íslandi og
forsetafrúin, forsætisrábherra og
fyrrverandi forseti íslands, forseti
Alþingis og fyrrverandi forsetafrú,
þá hæstaréttardómarar, rábherrar,
sendimenn erlendra ríkja og aðrir
gestir. í Kringlunni sem svo er köll-
uð í Alþingishúsinu tóku forseta-
hjónin við árnaðaróskum gest-
anna. í anddyri voru reiddar fram
veitingar, kampavín og kransakaka.
Forseti íslands og forsetafrú áttu
síðan stuttan stans í þinghúsinu,
heilsuðu bobsgestum öllum, en
héldu síban burtu af stabnum um-
lukin hyllingarhrópum almenn-
ings á Austurvelli.
-JBP
í-
i
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24