Tíminn - 02.08.1996, Blaðsíða 15

Tíminn - 02.08.1996, Blaðsíða 15
Föstudagur 2. ágúst 1996 15 Töggur í Tryggva Trausta Á opna Merrild golfmótinu, sem haldib var hjá Golfklúbbn- um Keili á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirbi laugardaginn 27. júlí sl., gerbist sá merkisatburö- ur ab Tryggvi Traustason lék fyrri níu holumar á 27 höggum, eba sex höggum undir pari. Ekki er vitab hvort Tryggvi gerbi þetta í tilefni dagsins, en seinni níu holurnar lék hann á tveimur höggum yfir pari, sem þykir jú takkbærilegt. Samtals lék Tryggvi völlinn á fjórum höggum undir pari og sigraöi glæsilega á mótinu. Úrslit án forgjafar: 1. Tryggvi Traustason GK 64 2. Vilhjálmur Ingibergsson NK 72 3. Einar Long GR 74 4. Skúli Skúlason GH 74 Meb forgjöf: 1. Sigmar Hjartarson GKG 60 2. Hilmar Sighvatsson GO 61 3. Bergþór Jónsson GR 62 4. Jón Guöbrandsson GKj 62 5. Tryggvi Traustason GK 62 „Noröurbæjakeppni" og minningarmót um Karl Berndsen Sunnudaginn 28. júlí fór fram á Háa- geröisvelli á Skagaströnd bæjakeppni í golfi milli golfklúbbanna á Blönduósi, Dalvík, Ólafsfiröi, Sauöárkróki og Skagaströnd. Jafnframt var þetta minningarmót um einn helsta frum- kvööul golfíþróttarinnar á Skaga- strönd, Karl Berndsen, sem lést um aldur fram á sl. ári. Keppendur voru 77 og mótsstjóri Árni Jónsson golf- kennari. Bæjakeppni (5 bestu skorin telja, með forgjöf) Golfklúbbur Skagastrandar 339 högg Golfklúbburinn Ós, Blönduósi 362 högg Golfklúbburinn Hamar, Dalvík 363 högg Golfklúbbur Sauðárkróks 364 högg Golfklúbbur Ólafsfjarðar 399 högg Minningarmót um Karl Bemdsen Kvennaflokkur (án forgjafar) Árný Lilja Árnadóttir GSS 84 högg Fríða Hafsteinsdóttir GSK 102 högg Svanborg Guðjónsdóttir GSS 103 högg Kvennaflokkur (tneð forgjöf) Fanney Zophoníasdóttir GÓS 69 högg Árný Lilja Árnadóttir GSS 72 högg Fríba Hafsteinsdóttir GSK 73 högg Karlaflokkur (án forgjafar) Fylkir Þ. Guðmundsson GÓ 80 högg Þröstur Sigvaldason GÓ 83 högg Heiöar Bragason GÓS 84 högg Karlaflokkur (með forgjöf) Jóhann Bjarnason GHD 64 högg Hendrik Berndsen GSK 64 högg Rafn Ingi Rafnsson GSS 69 högg Unglingaflokkur (án forgjafar) Davíð B. Björgvinsson GSK 94 högg Snorri Stefánsson GSS 95 högg Árni Már Harðarson GSS 95 högg Unglingaflokkur (tneð forgjöf) Davíð B. Björgvinsson GSK 62 högg Guðjón H. Sigurbjömsson GSK 71 högg Sverrir B. Berndsen GSK 73 högg ■ Golfsagan Golfsagan að þessu sinni segir frá kylfingi sem var að leika braut sem lá samhliða hraöbraut. Þetta var einhverstabar í útlöndum og hrað- brautin sú arna bar nafn með rentu. Ekki vildi betur til en svo hjá söguhetju okkar, en ab boltinn hans fékk á sig hægri sveig og fór út yfir hraðbrautina. Þar lenti hann í gegnum framrúðu á einni bifreið- inni sem þaut um veginn. Var ekki að sökum aö spyrja að bílstjórinn missti stjórn á farartæki sínu, ók framan á næsta bíl og varb af þessu tuga bíla árekstur, eins og gjarna verður á hraðbrautum í útlandinu. Eftir skamma stund kom lögregl- an á vettvang, sjúkrabílar, slökkvi- liðsbílar o.s.frv. Lögreglan fór þegar að kanna ástæður árekstursins. Einn lögreglumannanna sá hvar maður stób úti á túni og bjóst við ab hann hefði oröiö vitni að árekstrinum. Lögreglumaðurinn hljóp út á túnið til mannsins og spurði: „Hvað gerðist?" „Ég held að það sé eitthvab í gripinu," svarabi maðurinn. ■ Golfmoli endurbirtur (endurbirtur vegna villu í síö- asta blaði) Þó svo að sumir vilji telja ís- lendinga upphafsmenn golf- íþróttarinnar í heiminum og halda því fram að fornmenn hafi stundað golf, eða ísknatt- leik, þá er vitaö til þess, að golf- kúlur voru slegnar í Laxárdal í Þingeyjarsýslu sumarið 1912. Þegar heimilisfólkið að Hall- dórsstöðum í Laxárdal var við heyskap það sumar, fann það Opnu mótin um helgina Laugardagur 3. ágúst: GOS Hocheimer 18 m/án GK Dubliners opið 18 m/án Sunnudagur 4. ágúst: GB Hawle fittings 18 m/án GP Opið Esso 18 m/án Sunnudagur/mánudagur 4. og 5. ágúst: GSS Norðurlandsmót 36 holur Mánudagur 5. ágúst: GKj Pripps 18 m/án GSE Opið mót 18 m/án Landsmótiö í Eyjum Birgir Leifur og Karen uröu meistarar „Þetta er glæsilegasta og besta lands- rnótib sem haldið hefur verið til þessa," er haft eftir Hannesi Guð- mundssyni, forseta Golfsambands ís- lands. Þátttakendur og gestir taka Karen Sævarsdóttir. undir með forsetanum og eiga vart orð til að lýsa ánægju sinni meb fram- kvæmd mótsins og umgjörð þess alla. Birgir Leifur Hafþórsson úr Golf- klúbbnum Leyni á Akranesi varð ís- landsmeistari í Meistaraflokki og lék meistaragolf alla keppnisdagana. Á öbrum keppnisdegi setti Birgir Leifur vallarmet þegar hann lék á 64 högg- um, eba sex höggum undir pari vallar- ins. Þess má geta ab fyrra vallarmetið (af hvítum teigum) var 70 högg og bætti Birgir Leifur því metið um heil sex högg. Karen Sævarsdóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja sigraði með yfirburðum í meistaraflokki kvenna og var þetta í áttunda sinn í röð sem Karen verður íslandsmeistari. Meistaraflokkur kvenna: 1. Karen Sævarsdóttir GS 305 2. Herborg Arnarsdóttir GR 320 3. Ólöf María Jónsdóttir GK 322 4. Ragnhildur Sigurðard. GR 327 5. Þórdís Geirsdóttir GK 327 Meistaraflokkur karla: 1. Birgir Leifur Hafþórss. GL 283 2. Þorsteinn Hallgrímsson GV 290 3. Björgvin Þorsteinsson GA 292 4. Kristinn Gústaf Bjarnas. GL 292 5. Þórður Emil Ólafsson GL 294 Kristinn vann Björgvin í þriggja hola umspili. ■ Birgir Leifur Hafþórsson. Þar sem lundinn kJVAXA 1U11U111J er ljúfastur fugla // „Þar sem lundinn er ljúfastur fugla," orti Eyjaskáldið Ási í Bæ. Lundinn hefur löngum verið Vestmannaeying- um kær. Þegar hann sest upp, er vorib kom- ið í Eyjum. Þegar ungar lundans verða fleygir, fljúga þeir gjarna á ijósin í bænum og gerast þá ungir sem aldnir bjargvættir unganna, sem kallast py- sjur eða lundapysjur, fanga þá og sleppa síðan út á höfnina þegar birtir. Verblaunahafar á landsmótinu fengu uppstoppaba lunda til eignar og má með sanni segja ab það séu fmm- leg og skemmtileg verðlaun. ■ Golfreglan Bogga líst ekki á legu boltans og slítur upp gras til að laga að- stæbur. Þetta má hann ekki. Hann má ekki hreyfa boltann, bæla eða slíta gróbur til að laga fyrir sér. Ef Boggi gerir þetta í holukeppni, tapar hann hol- unni, en í höggleik fær hann tvö högg í víti. ■ litlar hvítar kúlur í slægjunni. Skýringin á þessum fundi var sú, að fyrr um sumarið hafði enskur maður, Forder að nafni, verið við veiðar í Laxá. Fólkið hafði séð til hans slá litla hvíta bolta með einhverj- um tækjum þarna á Laxárbökk- um. Þetta munu vera fyrstu heimildir um golfiðkan á ís- landi. (Heimildir: 50 ára afmælisrit Golfklúbbs Akureyrar). ■ Opið kvenna- mót á Húsavík Opna ROC kvennamótið fór fram á Katlavelli við Húsavík sl. laugardag. Keppendur voru af Norður- og Austurlandi, 30 tals- ins. Styrktaraöilar voru ROC- umboðið á íslandi, Pharmaco hf. og Húsavíkurapótek. Úrslit án forgjafar: 1. Anný Björg Pálmadóttir GH 90 2. Oddfríður Reynisdóttir GH 92 3. Dóra Kristinsdóttir GHD 94 Með forgjöf: 1. Oddfríður Reynisdóttir GH 73 2. Dóra Kristinsdóttir GHD 75 3. Hulda Vilhjálmsdóttir GA 77 Svanborg Guðjónsdóttir GSS 77 Þóra Rósmundsdóttir GH 77 Nándarverðlaun á 3. braut: Anný Björg Pálmadóttir. Nándarverðlaun á 5. braut: Svanborg Guðjónsdóttir. Fæst pútt: Sólrún Steindórsdóttir GSS. Meistari Björgvin Eins og komib hefur fram, tók Björg- vin Þorsteinsson GA þátt í sínu þrítug- asta og þribja landsmóti í röð, þegar hann nábi þriðja sætinu í Eyjum á dögunum, eftir umspil við Kristin G. Bjarnason um þriðja sætib. Björgvin varð fyfst íslandsmeistari árið 1971. Árið 1972 varð Loftur Ólafsson NK ís- landsmeistari, en næstu fimm ár sigr- aði Björgvin. Hann hefur því orðið ís- landsmeistari sex sinnum. Þrátt fyrir mestu breidd meðal kylf- inga sem 'verið hefur hérlendis, veitir „garnli" maðurinn yngri kylfingum harða keppni. „Það er næsta víst," eins og Bjarni Fel mundi orða það, ab Björgvin á eftir að velgja ungu strákunum undir uggum, ef fram fer sem horfir. ■ Golfarinn Colfarinn í dag erÁgúst Ingi fónsson GR, fréttastjóri Morgunblaösins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.