Tíminn - 10.08.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.08.1996, Blaðsíða 1
HínkcikDri /C Oliuf élagifl hf Lykillað _ lánsviðskiptum Þaö tekur aöeins einn ■ ■ ■virkan dag aö koma póstinum Ife&gam ...... i/i cb/r/i þínum til skila PÓStUR OG SlMI 80. árgangur Laugardagur 10. ágúst 149. tölublað 1996 Heilsugœsla án lœkna: Læknislaust í sumum héruðum Ví6a um landib er lækna- þjónusta takmörkub — sums stabar engin, segir í sam- þykkt sem stjórn Læknafé- lags íslands gerbi á fundi sín- um í gær. Stjórnin segir lækna hafa sýnt ábyrgb meb því ab vera til stabar í hérub- um sínum og taka ab sér neybarþjónustu. „Ekki er hægt ab reiba sig á að þab geti oröiö til lengdar. Ekki er heldur hægt ab búast viö ab sjúkrahúslæknar og aör- ir læknar geti tekiö vib því hlutverki sem heilsugæslu- læknarnir gegndu," segir stjórn Læknafélagsins. Krefst stjórn Læknafélags ís- lands þess að viðkomandi stjórnvöld leggi sitt af mörkum til að heilsugæslulæknar komi til starfa aö nýju. Deiluaðilar hittust að nýju kl. 14 í gær hjá ríkissáttasemj- ara. Ekki var að heyra sátta- hljóð, öðru nær. Samninga- nefnd heilsugæslulækna fékk í hendur á blaði fyrra tilbob samninganefndar ríkisins, sem áður hafði borist munnlega og fóru vandlega í saumana á því plaggi. -JBP 10 ára afmcelis leiötogafundaríns í Reykjavík minnst í byrjun október: Hætti Gorbachev viö eftir afhrob for- setakosninganna? Endanlega er ljóst aö ekkert veröur af því aö Gorbachev, fyrrverandi leiötogi Sovét- ríkjanna, muni sækja ísland heim í tilefni af 10 ára af- mæli leiötogafundarins í Höföa, helgina 3-4 október nk. Gorbachev var búinn aö halda aðstandendum afmælis- hátíðarinnar volgum í 7 mán- uði en skömmu eftir afhroðið í forsetakosningunum nýverið boðaði hann forföll. Fram að því hafði hann sýnt mikinn áhuga að koma aftur til ís- lands, að sögn Jóns Hákonar Magnússonar, hjá Kynningu og markaði sem hefur veg og vanda af undirbúningi hátíð- arhaldanna. Áður hafði verið ljóst að heilsa Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta leyfði ekki að hann kæmi til íslands. Leiðtogafundurinn fyrir 10 árum er talinn hafa mikið sögulegt gildi en mjög slakn- aði á spennu stórveldanna tveggja eftir Reykjavíkurfund- inn. Vegna þessa ákváðu ríki Vinnuveitendasamband Islands sendir fjármála- ráöherra bréf: Vill draga úr ríkisút- gjöldum Vinnuveitendasamband íslands skorar á ríkisstjórn ab draga úr ríkisútgjöldum og hamla þann- ig á móti þenslueinkennum í hagkerfinu. Breyttar aðstæður í efnahags- og atvinnumálum kalla á ný vibhorf og viðmib fyrir ákvörbunum í ríkisfjár- málum. Þetta segir m.a. í bréfi sem samtökin hafa sent fjár- málarábherra, Fribrik Sophus- syni. Hagvöxtur sem á rætur í eyðslu umfram efni er ekki varanlegur og því sé ástæða til að óttast bakslag fyrr eða síðar. Samtökin fagna því aö ríkisstjórnin stefnir að halla- lausum fjárlögum fyrir árið 1997, en telja það þó ekki nægjanlegt því öll efni ættu að vera til þess að stefna að afgangi í rekstri ríkisins og byrja að greiða niöur gríðarleg- ar lántökur síðustu ára. Bendir VSÍ á, í bréfinu til fjármálaráð- herra, að þetta sé ekki síst mikil- vægt með hliðsjón af reynslunni af framkvæmd fjárlaga þessa árs þar sem óvæntur tekjuauki ríkis- sjóðis hefur ekki megnað að draga úr áætluðum rekstrarhalla vegna aukinna útgjalda. -ohr Gunnar Rafn Birgisson; Taívanir vilja líka versla töluvert: Fengum þúsund gesti C * rn / /i/i/ fra Taivan í juli Ab nær þúsund manns frá Ta- ívan skyldu leggja hingab leib sína í júlí er mebal þess athygli- verbara í yfirliti Útlendingaeftir- litsins um fjölda ferbamanna til landsins, því frá þessum heims- hluta koma sjaldnast nema nokkrir tugir fólks frá hverju landi, t.d. 50 manns frá Hong Kong, 14 frá S-Kóreu og 10 frá Singapore. Enda eru þessir Ta- ívanar um helmingur allra ferbamanna sem kom frá lönd- um utan Evrópu og N-Ameríku í mánubinum. M.a.s. fengum vib helmingi færri gesti frá Japan, þótt Japanar séu bæbi ríkir, ferðaglabir og kringum 6 sinn- um fleiri en Taívanar. „Taívanbúar hafa verið að koma hingað í mjög vaxandi mæli yfir sumarið og eru þá yfirleitt í ferð um Skandinavíu. Fleiri og fleiri hafa síðan ákveðið að bæta íslandi við og koma þá oft hingað í 3-4 daga", svaraði Gunnar Rafn Birgis- son hjá Samvinnuferðum- Landsýn. En Tíminn leitaði þar líklegra ástæðna fyrir því að Ta- ívanar skuli farnir að heimsækja okkur hundruðum saman. „Ta- ívanbúar eru fólk sem hefur pen- inga til ferðalaga og hefur ferðast víða. Skandinavía er sá heimshluti sem margir þeirra eiga þó eftir að koma til, þannig að nú er bara að koma að okkur. Þetta fólk feröast oftast í hópum, fer á Gullfoss og Geysi og aðra almenna ferða- mannastaði og stundum í dagsferð til Grænlands. Síðan vilja Taívanar líka versla töluvert. Þannig að þetta eru mjög áhugaverir og þægilegir viðskiptavinir" sagði Gunnar Rafn. Og ekki veitir víst af að fá nýja hópa ferðamanna frá fjarlægari löndum, áhugi Þjóðverja á okkur virðist nú farinn að dofna. Þýskir ferðamenn voru nú um 1.200 færri í júlí, langmesta ferðamán- uði ársins, heldur í sama mánuði í fyrra og árið þar áður. Alls komu hingað 43.200 út- lendingar í júlí, aðeins 4% fleiri en í fyrra. Yfir 94% þeirra koma frá Evrópu og Bandaríkjunum. Þjóð- verjar voru enn langflestir (9.600) þrátt fyrir allt, Frakkar næstir (4.600), þá Bandaríkjamenn (4.300) og Bretar (3.900), sem fjölgaði um þúsund. Frá Norður- löndunum komu rúmlega 9 þús- und manns, flestir frá Danmörku (3.500) en aðeins nokkur hundruð frá Finnlandi. Nærri 3 af hverjum 4 ferðamönnum koma frá þessum 8 löndum. Sumargestirnir okkar komu frá um 100 löndum en frá helmingi þeirra þó aðeins 1-9 manns. Er- lendir ferðamenn voru rúmlega 125 þúsund fyrstu 7 mánuði árs- ins, sem er um 6% milli ára. ■ og borg að halda upp á 10 ára afmæli fundarins og bjóða er- lendum gestum og þ.á m. bæði Ronald Reagan og Gorb- achev. Jón Hákon Magnússon segir að undirbúningur gangi vel þrátt fyrir að leiðtogana tvo vanti og vonast sé til að er- lendir fjölmiðlamenn verði viðstaddir. Endanlegur gesta- listi verður tilbúinn á næstu dögum. -BÞ Af skónum skaltu þekkja þá Skóburstun á strœtum og torgum er lítt kunnuglegt fyrirbœri hér á landi. En mabur einn sem kann ab bjarga sér í atvinnuleysinu hefur nú fitjab upp á þessari ágætu þjónustu í mibborg Reykjavíkur fyr- ir litlar 150 krónur, — sem er reyndar minna en í sólarlöndum Mibjarbarhafsins. Hann Ásgeir skó- burstari er mœttur þegar vibrar fyrir skóburstun, og frá honum fara menn meb stjörnublik á ábur skítugum skónum. Af skónum skaltu þekkja þá. Tímamynd Pjetur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.