Tíminn - 14.08.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.08.1996, Blaðsíða 5
Mibvikudagur 14. ágúst 1996 5 Píus páfi 12. viröist hafa litiö á sigur Þýskalands sem sœmilegan valkost og gert sér vonir um aö kaþólska kirkjan gœti haft viöunandi samstarf viö nasíska forystu þess s IArmageddon, fyrir skömmu útkominni bók um heims- styrjöldina síðari, fjallar Clive Ponting, breskur stjórnmálafræð- ingur, m.a. um afstöðu Páfagarðs og kaþólsku kirkjunnar til stríðs- aðila. Afstaða páfa til stríðsaðila skipti þá miklu. í kaþólsku kirkjunni, þeirri fólksflestu í kristninni, er páfavaldið grundvallaratriði og möguleikar páfa eftir því miklir til áhrifa um gang stjórnmála í heim- inum og innanlandsmála í löndum þar sem margir eða flestir játa kaþ- ólsku. „Göfugmannlegur riddaraskapur" Píus 11. (páfi 1922-39) lét í ljós andstööu við bæði nasisma og kommúnisma og kvað kynþátta- kenningar nasista andkaþólskar, en að sögn Pontings mótmælti hann ekki aðfömm nasistastjórnarinnar þýsku gegn gyðingum. Um eftir- mann hans, Píus 12. (sem upphaf- lega hét Eugenio Pacelli), er varð páfi í mars 1939, skrifar Ponting að hann hafi verið mikill vinur Þýska- lands og mjög íhaldssamur. Hann hafði verið nuncio (páfasendiherra) í Þýskalandi 1917- 29. Þá kvað mik- ið að kommúnistum í þýskum stjórnmálum. Róttækir jafnaðar- menn höfðu þannig „alþýðuríki" (síðar kallað sovétlýðveldi) í Múnchen um skeið 1918-19. Fyrsti stjórnarformaður þess var Kurt Ei- sner, rithöfundur gyðingaættar. í sagnfræðiritum hefur því verið haldið fram, að þeir atburðir hafi lostið Pacelli sérstakri skelfingú og ráðið miklu um viðhorf hans alla ævi síðan. { augum Píusar 12. vom kommúnisminn og Sovétríkin allt- af höfuðandstæðingurinn og ef marka má Ponting leit hann á Þýskaland nasista sem öflugt virki gegn bolsévismanum. Ponting: Píus 12. vísaði alltaf á bug tillögum um að hann gagn- rýndi Þýskaland eða stefnu nasista. Hann hreyfði engum mótmælum við innlimun Bæheims og Mæris í þýska ríkiö og ekki heldur gegn inn- rás Þjóðverja í Pólland, harðkaþ- ólskt land. í jólaboðskap sínum 1939 (eftir að stríðið hafði brotist út) „sagði hann opinskátt að kommúnisminn væri hinn raun- verulegi óvinur." í einkaviðræðum við þýska ambassadorinn í Páfa- garöi í ársbyrjun 1940 sagðist páfi unna Þýskalandi mjög og kvað ranghermt að hann væri andvígur alræðisríkjum, sama hver væru. Sumariö 1940 lagði hann fram til- lögur um frið, sem ef samþykktar hefðu verið hefðu tryggt Þýskalandi ríkjandi stöðu á öllu meginlandi Evrópu vestan Sovétríkjanna. Árás Þýskalands á Sovétríkin vor- ið 1941 var fagnað í Páfagarði, skrif- ar Ponting ennfremur. í útvarps- ávarpi 29. júní það ár talaði páfi um „göfugmannlegan riddaraskap til varnar grundvelli kristinnar menn- ingar og góðar vonir um að þeirri baráttu lyki með sigri." Er svo að sjá að Ponting telji ekki vafamál að þar hafi verið átt við hernað Þýskalands gegn Sovétríkjunum. Enda kveður hann páfa hafa sagt sendiherrum Spánar og Frakklands í Vatíkaninu að einskis óskaði hann frekar Hitler til handa en ab hann sigraðist á bol- sévismanum. Churchill, Roosevelt og Stalín í jalta 1945: páfi var tveimur þeim fyrstnefndu gramur fyrir bandalag þeirra vib þann síbastnefnda. Páfagarður og síb- ari heimsstyrjöld BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON stjórnin franska innleiddi lög af því tagi og undirbjó upptöku eigna gyðinga, lét Páfagarður fréttast að kaþólska kirkjan hefði ekkert við þetta að athuga, enda hefbi kirkján aldrei játað þeirri reglu að allir borg- arar ríkja skyldu hafa sömu réttindi. Páfagarður gagnrýndi þó gybinga- ofsóknir ef þær komu niður á fólki gyðingaættar, sem var kaþólskrar trúar. Á það fólk mun Vatíkanið hafa litið sem kaþólikka en ekki gybinga. í Króatíu og Slóvakíu, ríkjum í bandalagi við Þýskaland þar sem gyðingar sættu grimmilegum of- Þýskir hermenn íHollandi 1940: Píus 12. vildi sterkt Þýskaland sóknum, var þá stjórnarfar sem Píus 12. meb öbrum þekktum ítaia, Ciulio Andreotti. Myndin var tekin 1953. Lét gy&ingaofsóknir af- skiptalausar Ponting ennfremur: Píus 12. var engilsaxnesku stórveldunum mjög gramur fyrir bandalag þeirra við Sovétríkin, sem hann taldi að leiddi vart til annars en að bolsévisminn breiddist út vítt og breitt um Evr- ópu. Hann fordæmdi harðlega allar fyrirætlanir bandamanna um að veikja þýska ríkið og kvað sterkt Þýskaland vera grundvallaratriði til tryggingar kaþólsku kirkjunni í framtíðinni. Ofsóknir nasista og bandamanna þeirra á hendur gyð- ingum neitaði Píus 12. að fordæma og var jafnvel ekki laust við að hann styddi ráðstafanir til að svipta gyðinga réttindum. Þegar Vichy- kalla mætti blöndu af kaþólskri valdboðsstefnu og einskonar fas- isma. Ponting segir að stefna Páfa- garðs gagnvart ústasjastjóm Króa- tíu, sem lét drepa sérstaklega Serba í hrönnum og neyða þá til að taka kaþólsku, hafi frekar verið til þess fallin að hvetja hana en letja til ill- virkjanna. Valdatilfærsla frá noröri til suöurs Bein aðdáun á Þýskalandi eftir langa dvöl þar kann að hafa átt ein- hvern þátt í stefnu Píusar 12. í stríö- inu, en rétt mundi í því samhengi ab hafa í huga að þegar hann og ráðgjafar hans virtu fyrir sér fasis- mann og kommúnismann, alræðis- stefnur þær er þá tókust á um völd- in í Evrópu, kunna þeir að hafa tal- ib sig sjá gildar ástæbur til ab ætla að hægt væri að tjónka við fyrr- nefnda aðilann, en ekki þann síðar- nefnda. Konkordatið (sáttmálinn) sem Páfagarður gerði við Mussolini 1929 var kaþólsku kirkjunni hag- kvæmt, og við Hitler gerði hún kon- kordat 1933. Páfa gramdist að vísu að nasistastjórnin þýska þrengdi að kaþólsku kirkjunni í Þýskalandi, en á hinn bóginn hefur það ekki farið fram hjá þeim í Páfagarði að nasist- ar fóru í ýmsu vægilegar að kaþ- ólsku kirkjunni en kirkjum mót- mælenda. Kaþólsku kirkjunni í Þýskalandi var t.d. leyft að hafa æskulýðssamtök sín áfram, en hliö- stæð samtök mótmælendakirkn- anna voru neydd inn í Hitlerjug- end. Ýmislegt bendir til þess að valda- taka nasista hafi auk annars verið valdatilfærsla nokkur frá Norður- Þjóðverjum og mótmælendum til Suður-Þjóðverja og kaþólikka. Aust- urríkismaðurinn Hitler var alinn upp í kaþólsku og borgaði kaþólsku kirkjunni tilskilið kirkjugjald til æviloka. Goebbels var úr kaþólskri fjölskyldu í Rínarlöndum, og breski sagnfræðingurinn Trevor-Roper skrifar ab flestir aðrir helstu forystu- menn nasista hafi verið frá Sax- landi, Bæjaralandi og Austurríki. Kallar Trevor-Roper þá „froöufell- andi þjóðernissinna úr suðri." Með hliðsjón af því, auk annars, að for- ysta hins nasíska Þýskalands var mikib til suðurþýsk og kaþólsk að uppruna, kann Páfagarður að hafa talið að möguleikar væru á sam- starfi hennar og kaþólsku kirkjunn- ar, viðunandi eða hagstæðu fyrir síðarnefnda aðilann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.