Tíminn - 23.08.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.08.1996, Blaðsíða 1
80. árgangur STOFNAÐUR 1917 Föstudagur 23. ágúst 158. tölublað 1996 Halldór Ásgrímsson utanríkisrábherra í opinbera heimsókn til Kóreu: Tímar mikilla tækifæra í lok mánabarins fer Halldór Ás- grímsson utanríkisrá&herra í opinbera heimsókn til Kóreu ásamt 22 manna sendinefnd. Um er aö ræba fjölmennustu vibskiptasendinefnd sem fylgt hefur íslenskum rábherra í op- inbera heimsókn erlendis. Undirbúningur undir heim- sóknina hefur stabib yfir, hjá ut- anríkisráöuneytinu, í um það bil eitt ár í náinni samvinnu við Út- flutningsráb íslands. Viðskipta- ferðin er farin í framhaldi af víb- tækri markaðsrannsókn sem Út- flutningsráð íslands stóð fyrir í Kóreu og kynnti árið 1995. Bent er á í frétt frá utanríkis- ráðuneytinu að viöskipti land- anna hafi verið að aukast á seinni ámm, en Kórea hafi undanfarin ár verið meðal tíu fremstu sjávar- útvegsþjóða í heiminum. Kóreu- menn hafi gert fimm ára áætlun um uppbyggingu sjávarútvegs í landinu og muni verja til hennar miklu fé. Markaðurinn í Kóreu hafi um árabil veriö mjög lokaður en hafi ab undanförnu verib að opnast. Kórea hafi verið ab þróast frá vanþróðuðu láglaunalandi í háþróað iðnaöarland og efnahag- ur landsins sé sá næstbesti í Asíu á eftir Japan. Þessi viðskiptaferð Halldórs Ás- grímssonar sé því farin á tímum mikilla breytinga og tækifæra fyr- ir íslensk fyrirtæki í Kóreu. -ohr Stjórn Geöhjálpar mótmœlir „hótunarbréfi" frá Tryggingastofnun: Uppnám og óöryggi Stjórn Geðhjálpar mótmælir starfsabferðum Trygginga- stofnunar ríkisins vib endur- skoðun á frekari uppbót á líf- eyri. Einnig mótmæla sam- tökin þeirri skerðingu á kjör- um sem nýleg reglugerð hefur í för eð sér fyrir ellilífeyris- þega. „Á síðustu dögum hefur skap- ast öryggisleysi og uppnám hjá þúsundum lífeyrisþega vegna harkalegra aðgerða Trygginga- stofnunar," segir Geðhjálp og nefnir hótunarbréf sem borist hafi frá TR sem greini frá svipt- ingu uppbótar á lífeyri vegna sjúkrakostnabar ef lífeyrisþegar skiluðu ekki nýju vottorði fyrir 15. ágúst. Þetta hafi verið gert þrátt fyrir að heilsugæslulæknar hefbu verib búnir að segja upp störfum og lífeyrisþegar ættu því mjög erfitt með að nálgast slík vottorð. -BÞ Flotinn er kominn! Nokkur herskip frá flota Atlants- hafsbandalagsríkjaJiggja nú í höfnunum í Reykjavík. Á myndinni gefur oð líta nokkra dátanna og fánar viökomandi ríkja blakta vib hún. Ingibjörg Sólrún; maöur hlýtur aö spyrja sig hvaö þarna er á feröinni: Atvinnulausir enn eins margir þó 3000 borgarbúar hæfu störf „Þetta er hlutur sem verib er ab skoða hjá Vinnumiölun Reykja- víkur og Atvinnumálanefnd, enda stingur það svolítið í stúf við þá staðreynd, að starfandi ein- staklingum hefur fjölgað hlutfall- selga meira í Reykjvík en annars staðar", sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri spurð lík- legra skýringa á því að atvinnu- lausum fækkar ekki í Reykjavík, þar sem 55% allra atvinnuleys- ingja landsins er nú að finna. „Árið 1995 fjölgaði starfandi ein- staklingum kringum 5 þúsund í 'andinu öllu, þar af vom yfir 3 þús- und í Reykjavík, þannig að rúmlega 60% fjölgunarinnar varð hér. Laus störf hafa líka verið flest hér í Reykjavík. Maður hlýtur því að spyrja sig hvað þarna er á ferðinni" sagði borgarstjóri. í þessu sambandi má benda á að 15-70 ára Reykvíkingum fjölgaði í kringum 1 þúsund á síðasta ári, samkvæmt tölum Hagstofunnar, þannig að starfandi fólki í borginni virðist hafa fjölgað þrisvar sinnum meira — án þess að þab fækkabi samt atvinnulausum í borginni. Borgarstjóri segir þetta væntanlega allt veröa til skoðunar hjá Atvinnu- málanefnd, sem vonandi finni ein- hverar skýringar. En hægt sé að varpa fram ýmsum getgátum. í fyrsta lagi að samsetningin í hópi atvinnulausra sé nokkuð önn- ur hér en úti á landi. Þar hafi sam- drátturinn mjög mikið tengst sjáv- arútveginum, svo atvinnan taki þar fyrr við sér með auknum afla. I Reykjavík hafi atvinnuleysi undan- farinna ára m.a. átt rætur að rekja til hagræðingar hjá fyrirtækjum, sem oft hafi þýtt fækkun á fólki. Þau fjölgi ekki endilega fólki þrátt fyrir bætt efnahagsástand. í öðru lagi kunni fleiri Reykvík- ingar að vera í hlutastörfum og á at- vinnuleysisskrá jafnframt. Og þribja skýringin gæti verið sú, að aðgangur að svokallaðri svartri vinnu sé kannski meiri hér í Reykja- vík en annars staðar á landinu. „Áhyggjuefni í þessu öllu saman er svo það, ab þegar fólki á atvinnu- leysisskrá fækkar svona lítið þrátt fyrir uppgang í efnahagslífinu, þá þykir það yfirleitt teikn um það að upp sé komið „kerfislægt atvinnu- leysi", eins og það er kallað erlend- is. Þetta sést gjarnan í borgarsamfé- lögum og þýbir, að það er ákveðinn hópur sem situr eftir, jafnvel þótt vinna og hagvöxtur aukist". Þarna segir borgarstjóri þá annars vegar um að ræða langtímaatvinnulausa, sem af þeim sökum einum eigi oft erfitt með að fá vinnu. Og hins veg- ar aldurshópinn 18-25 ára. Um 80% atvinnulausra í þeim hópi sé ein- ungis með grunnskólapróf. Án starfsreynslu og menntunar þyki þetta ekki fýsilegur vinnukraftur, auk þess sem það sé mjög þröngt svið sem hann geti sótt inn á í at- vinnuleit. „Þetta er alveg kapítuli út af fyrir sig, sem ég held að taka þurfi á í menntakerfinu", sagði Ingibjörg Sólrún borgarstjóri. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.