Réttur


Réttur - 01.01.1964, Blaðsíða 56

Réttur - 01.01.1964, Blaðsíða 56
,,rXJnita“ 40 ára Hið frœga dagblað ítalaka Kommiinislaflokksins, „l’Unita41, varð 40 ára gamalt þann 12. febrúar. Það var stofnað 12. febrúar 1924. Það var erfiður tími fyrir ítölsku verkalýðshreyfinguna. Með „marsinum til Róm“ 1922, höfðu fasistarnir unnið sigur. Arásirn- ar á forystumenn kommúnista höfðu hafist. Tveir verkalýðsfor- iiigjar þeirra, Carlo Berutti, ritari járnbrautarverkamanna, og Pietro Ferrero, ritari námumanna, höfðu verið myrtir. Þrjú blöð kommúnista höfðu verið bönnuð. Togliatti var fangelsaður. Stofn- andi flokksins, Antonio Gramsci, var landflótta í Vín. En flokk- urinn hélt áfram baráttunni og þegar Mussolini iét lina dálítið á ógnarstjórninni fyrir kosningarnar 1924, notaði flokkurinn tæki- færið til að stofna l’Unita, blað Gramsci’s og Togliattis. Skömmu síðar tóku þeir báðir við stjórn þess, er Togliatti hafði verið sleppt úr fangelsinu og Gramsci komið heim. Giovanni Germanetto, fræg- ur ítalskur rithöfundur, var þá einn af blaðamönnum l’Unita. Blað- ið kom út í 25—40.000 eintökum og varð brátt eitt bezta baráttu- blað verkalýðshreyfingarinnar. 1926 harðnaði ógnarstjórn fasistanna. Blaðið var bannað. Rit- stjórarnir fangelsaðir. Langt skeið ólöglegrar baráttu hófst. l’Unita var prentað á laun í Italíu og í Frakklandi og dreift leynilega. Stundum kom það aðeins út aðra hvora viku, en það kom alltaf, það gafst aldrei upp, — eina ítalska blaðið, sem aldrei hætti í baráttunni gegn fasismanum. En fórnirnar voru miklar, fram á síðustu stund, þegar sigurinn var að vinnast. Þúsundir Kommún- ista í andspyrnuhreyfingunni voru drepnir. Gramsci, ritari flokksins, þingmaður hans og einn bezti hugsuð- ur marxismans, var handtekinn 8. nóv. 1926, 35 ára að aldri, dæmdur í 20 ára fangelsi 1928, þjáðist mikið í fangelsinu, fékk hvað eftir annað blóðspíting, var neitað uin læknishjálp, en hélt sínum andlegu kröftum alveg fram í andlátið. Hann dó 27. apríl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.