Réttur


Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 25

Réttur - 15.03.1935, Blaðsíða 25
Jóhannes úr Kötlum: „Og foförgin klofnuðu“. Ritdómur eftir Kristiim Andrésson. Höfundur þessarar bókar hefir af skilyrðislausri einurð, sem svo fátíð er orðin, viljað móta í skáld- söguform einn þátt úr þróunarsögu þjóðlífsins á síð- ustu tímum. En sú mótun hefir ekki tekizt og sagan ekki orðið nein listræn heild. Efnið liggur eftir sem áður að mestu leyti ómótað. 1 sögunni fer aðallega tvennu fram, lýsingu á hjónabandi og búskaparbasli fátæks bónda. Hjónabandslýsingin, með tilsvarandi þriðja manni, yfirgnæfir lengst af, en búskaparsagan er fléttuð inn í öðru hvoru, unz ástarsagan deyr út, og það félagslega fer meir að ryðja sér til rúms, eftir að sagan hefir flutzt til Reykjavíkur. Það er hvorki hægt að skilgreina „Og björgin klofnuðu" sem félagssögu eða ástarsögu, en hún vill vera hvorttveggja. 1 raun- inni snýst hún öll um eina persónu, Hauk á Bjargi, sýnir þróun hans frá rómantik til realisma, og er að því leyti skapgerðarlýsing. En umfram allt hefir höfundur þessarar sögu vilj- að segja sannleikann og lýsa veruleikanum, eins og- hann kemur fyrir. Þess vegna hliðrar hann sér ekki hjá því, að draga fram í félagslífi og fari persóna sinna jafnt hið ljóta, ófullkomna og auðvirðilega. Af trúmennsku við staðreyndir lífsins hefir skáldið ekki viljað draga neitt undan, þó að þeim persónum, sem það mótar eftir staðreyndunum, sé það til hneysu eða óvirðingar. Við erum í öllum skáldskap vanastir því, 25

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.