Réttur


Réttur - 15.07.1935, Blaðsíða 31

Réttur - 15.07.1935, Blaðsíða 31
VII. heimsþing Alþjóða- sambands kommúnista. VII. heimsþing Alþjóðasambands kommúnista, sem sett var í Moskva 25. júlí, mun marka mikilsverð tíma- mót í sögu verkalýðshreyfingarinnar. Síðan VI. heims- þingið var háð fyrir sjö árum, hefir farið fram hraðfara þróun tveggja heima. Heimur sósíalismans hefir stigið tröllaukið skref í áttina til framtíðartakmarksins, hins stéttlausa kommúnistíska skipulags. Hann hefir full- komnað sína fyrstu 5-ára-áætlun og er hálfnaður með aðra 5-ára-áætlunina. Nýbygging sósíalismans er langt á leið komin í ríki verkalýðsins. Leifum fortíðarinnar hefir verið útrýmt. Rússneski verkalýðurinn hefir að fullu varpað af sér oki hinnar fyrri kúgunar, eymdar og réttleysis og skapað sér nýjan heim efnalegra og and- legra gnægta. Hann hefir skapað sér nýja, mönnum samboðna menningu. Samtímis hefir farið fram jafn-hraðfara þróun auð- valdsheimsins norður og niður á við. Hann er skekinn af þeirri hörðustu og langvinnustu kreppu, sem sagan þekkir. Eymdin vex meðal verkalýðs og allrar alþýðu, atvinnuleysi og hungur færist í aukana. Burgeisastéttin grípur til fasismans á sífellt óskammfeilnari hátt og eykur þar með ekki aðeins hina efnalegu kúgun alþýð- unnar, heldur og hina andlegu áþján á öllum sviðum. Dýrslegt grimmdaræði verður síðasta vopn hennar gagnvart verkalýðnum. Menningarlegt myrkur færist yfir auðvaldsheiminn. Nýtt heimsstríð verður úrræði burgeisastéttarinnar út úr öllum þessum ógöngum. Styrjöldin stendur fyrir dyrum og ógnar með því að drekkja heiminum í allsherjar blóðflóði. Þessi þróun er í einu og öllu samhljóða því, sem VI. heimsþing Alþjóðasambands kommúnista 1928 og fund- ir framkvæmdanefndar Alþjóðasambandsins, sem síðan hafa verið haldnir, sögðu fyrir. Þróunin hefir að fullu 151

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.