Réttur


Réttur - 01.05.1937, Blaðsíða 14

Réttur - 01.05.1937, Blaðsíða 14
tryggja á eigin spítur minnihluta íhaldsins á Alþingí eða þrýsta Framsókn til fylgis við ágreiningsmálin. Fari svo, að samkomulag náist ekki við foringja Al- þýðuflokksins um samvinnu verklýðsflokkanna, — sem mjög er ótrúlegt á slíkum alvörutímum, — verð- ur Kommúnistaflokkurinn að ganga einn til kosninga og koma þrem mönnum á þing, tryggja þannig ósigur íhaldsins og styrkja vinstri arm Alþingis með þremur ákveðnum og djörfum fulltrúum alþýðunnar í sveit og; borg. Hver einasti sannur verklýðssinni óskar þess af öll~ um huga sínum, að verkalýður fslands gangi til þess- ara kosninga í einni órofa fylkingu, og sýni þannig afturhaldinu hið ósigrandi afl samtaka sinna og sam- heldni. Samfyiking verklýðsflokkanna, hvert form sem hún kýs sér, táknar sigur fólksins yfir fhaldinu. Halldór Stefánsson; 1. maí Eftir því sem fyrsti maí nálgaðist, varð Sölvi úr- smiður sífellt í æstara skapi. Það voru nú mörg ár síðan hann fór að veita þess- um degi sérstaka athygli, eða réttara orðað: síðan hinir óttalegu viðburðir, sem jafnan fylgdu þessum degi, fóru að raska jafnvægi sálar hans. Þessir dagar höfðu haft margbreytileg áhrif á hann, ár frá ári. í fyrsta skipti vakti það hjá hon- um hreina skelfingu að sjá múginn fylla göturnar og veifa blóðrauðum fánum, heyra hann syngja blóð- drjúpandi byltingarsöngva og vita, að hann hélt há- 94

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.