Vísir - 10.10.1977, Blaðsíða 2
vism Mánudagur 10. okttíber 1977
Valgarð Valgarðsson, ungur nýliði i FH-liðinu, átti góðan leik gegn finnska liðinu Kiffen. Hér sést hann
brjtíta sér leið að markinu, en brotiö var á honum og vitakast dæmt. Ljósm. Einar
Valsmenn byrjuðu ó
að sigra nýliða KRI
Valsmenn hófu vörn sina fyrir
íslandsmeistaratitlinum i hand-
knattleik með þvi að sigra nýlið-
ana i í.'deild, KR, i Laugardals-
höllinni á laugardaginn. Munur-
inn var þó aðeins tvö mörk —
19:17 og kom mönnum það nokk-
uð á óvart hversu KR-ingar stóðu
i hinum stæðilegu Valsmönnum
sem höfðu mikla yfirburöi í hæð
og þyngd, miðað við hið unga lið
KR.
Valsliðið náði þegar forystunni
i leiknum, sem einkenndist lengi
vel af mjög góðum varnarleik
sem sést best á þvi að eftir 15
minútna leik var staðan 6:2 fyrir
Val, en i hálfleik var staðan 10:7.
Þessi munur hélst svo lengi vel
i siðari hálfleiknum, en undir lok
leiksins tókst KR-ingum að
minnka muninn niður i eitt mark i
tvö skipti — 17:16 og 18:17, en Jón
Karlsson tryggði Val sigurinn i
leiknum með marki úr vitakasti
nokkrum sekúndum fyrir leiks-
lok.
Valsliðið lék þennan leik nokk-
uð vel og þrátt fyrir tapið gegn
Vikingum i gærkvöldi verður það
ekki afskrifað i baráttunni um Is-
landsmeistaratitilinn.
Besti maður Vals i leiknum var
markvörðurinn Brynjar Kvaran
sem kemur úr 2. deildarliði
Stjörnunnar úr Garðabæ, en hann
varði hvað eftir annað mjög vel i
leiknum. Þó skoraði Þorbjörn
Guðmundsson nokkur mjög þýð-
ingarmikil mörk i lokin.
Besti maður KR i þessum leik
var Jóhannes Stefánsson sem áð-
ur lék með Val og reyndist hann
sinum gömlu félögum oft mjög
erfiður. Þá má nefna Hauk Otte-
sen sem gerði margt laglegt og
Orn Guðmundsson markvörð sem
áður var i 1R.
Mörk Vals: Jón P. Jónsson 5,
Jón Karlsson 5 (4), Þorbjörn Guð-
mundsson 3 og þeir Gisli Blöndal,
Steindór Gunnarsson og Björn
Björnsson tvö mörk hver.
Mörk KR: Jóhannes Stefánsson
5, Björn Pétursson 5, öll úr vit-
um, Simon Unndórsson 4 og
Haukur Ottesen 3 mörk.
Leikinn dæmdu þeir Sigurður
Hannesson og Haukur Þorvalds-
son. —BB
Dunbar skoraði 58
stig gegn Fram
Bandarikjamaöurinn Dirk Dunbar var heldur betur I stuöi i leik ÍS gegn Fram um
helgina í Reykjavfkurmótinu i körfuknattleik. Framarar réðu ekkert við snilldarleik
Dunbars sem sýndi frábæran leik og hann lét sig hafa þaö kappinn að skora hvorki meira
eða minna en 58stig. ÍS sigraöi f leiknum með 102 stigum gegn 86 stigum Framara.
Göppingen
og Dankersen
unnu
Göppingen, lið Gunnars Einar&onar I 1.
deild vestur-þýska handboltans, slgraði Kiel
meö sex marka mun - 16 : 10 i gær og
Dankersen, lið þeirra Axels Axelssonar og
ólafs H Jónssonar, sigraði Dietzenbach 12 : 9
á útivelli. En lið Einars Magnússonar,
Hannover lék ekki um helgina.
Gunnar Einarsson átti mjög góðan leik
gegn Kiel og var hann markahæstur i liöi
Göppingen meö fimm mörk.
Gummersbach en nú i efsta sætinu i 1. deild
eftir að hafa sigraö Derschlag á útivelli og
komst þar með uppfyrir Grosswallstadt sem
tapaði fyrir Rhcinhausen 18 : 12 á útivelli.
Að sjálfsögðu er þetta nýtt
stigamet i Reykjavikurmóti, og
reyndar mun aldrei hafa verið
skorað svona mikið i einum leik
hér á landi áður. Eldra metið var
57 stig, en það átti Þórir Magnús-
son Val. Ekki var þó um sam-
bærilegt methjá Dunbar að ræða,
hann hefur skorað 65 stig i leik
mest.
Já, sýni Dunbar svona leiki i
vetur verður IS-liðið ekki auð-
sigrað. Hann hitti hverju einasta
skoti langtimum saman, og skipti
þá ekki máli hvort hann skaut af
löngu eða stuttu færi. Gegnum-
brot hans voru einnig stórkostleg,
hann fór inn i vörn Fram og stakk
sér inn á milli hinna hávöxnu
Framara og skoraði með miklum
tilþrifum. — Og ekki nóg með
þetta.Hannvarsterkur i vörninni
og átti auk þess fjöldann allan af
sendingum sem gáfu körfur,
hreinar „gullsendingar” margar
hverjar, og áhorfendur voru vel
með á nótunum. Og þetta var
meira en Framarar þoldu. ÍS
hafði ávallt yfirhöndina, staðan i
hálfleik var 52:40 og munurinn
ju-vat jaiiii ug peit eiui pvi í>ein ct
leikinn leið.
Munurinn varð hinsvegar ekki
meiri í lokin vegna þess að vörn
1S var ekki sannfærandi i þessum
leik,og Framarar höfðu yfirburði
i fráköstunum, bæði í vörn og
sókn. Það sem háði Fram er hins-
vegar það að þar vantar alveg
góöan bakvörð til að spila upp á
stóru mennina Simon, Björn og
Þorvald.
Stigahæstur i liði Fram var
Simon Ólafsson sem skoraði 25
stig.
Ármann-ÍR 89-55
Þessi leikur bauð ekki upp á
mikla skemmtun, enda áttust hér
við (svo óliklega sem það kann að
hljóma) botnliðin i mótinu. Ár-
menningar voru þó allan timann
betri aðilinn og þeir höfu ávallt
yfirhöndina. Þeir komust i 8:1 og
höfðu yfir i hálfleik 40:30. Stiga-
hæstur Armenninga var Banda
rikjamaðurinn Michael Wood
sem skoraði 36 stig, en skotanýt-
ing hans var afar léleg samt sem
áður. Besti maður liðsins var
hinsvegar Atli Arason sem skor-
aði 21 stig.
Stigahæstir þeirra voru Erlend-
ur Markússon með 12 stig og
Kristján Sigurðsson með 10 stig.
gk-.
I
Kristinn hand-
leggsbrotinn
mönnum, en i leiknum gegn
Ármanni voru þeir Björgvin
Björgvinsson, Viggó Sigurðsson,
Ólafur Einarsson og Kristján
Sigmundsson bestu menn liðsins.
Armannsliðið var ekki burðugt
i þessum leik og bendir allt til
þess að það eigi eftir að heyja
harða baráttu fyrir tilveru sinni i
1. deild. Athygli vakti þó ungur
leikmaður i liðinu, Jón V.
Sigurðsson og virðist þar vera
mikið efni á ferð.
Mörk Vikings: Viggó Sigurðs-
son 9 (2), Ólafur Einarsson 6,
Björgvin Björgvinsson 4, Þor-
bergur Aðalsteinsson 3 og Er-
lendur Hermannsson 2 mörk.
Mörk Ármanns: Jón V.
Sigurðsson 4, Björn Jóhannsson
og Jón Astvaldsson 2 mörk hvor -
og þeir Þráinn Ásmundsson,
Einar Þórhallsson, Vilberg
Sigtryggsson og óskar Asmunds-
son eitt mark hver.
Leikindæmdu þeir Gunnlaugur
Hjálmarsson og Valur Benedikts-
son.
-BB
Körfuknattleikslið KR varð fyrir áfalli um
liclgina þcgar Kristinn Stefánsson, miðhcrji
liðsins, handleggsbrotnaði. Kristinn rann til
úti á götu og féll iila, og afleiðingin er sú að
liann verður frá keppni fram að áramtítum.
Kristinn, sem á fjölda landsleikja að baki,
liefur æft mjög vcl i haust, og var tíðum að
komast i sitt gamla form. Kom þetta þvl á
mjög slæmum tiina, bæði fyrir hann og KR,
ekki hvað sist þar sem fleiri leikmenn liðsins
eiga nú i vændræðum vcgna meiðsla.
gk-
Vikingar áttu ekki I neinum
erfiðleikum með að sigra Armann
I 1. deild islandsmtítsins I hand-
knattleik i Laugardalshöllinni á
laugardaginn og urðu lokatölurn-
ar 24 : 12 fyrir Viking eftir að
staðan i hálfleik hafði verið 10 :
6,.
Það kom strax i ljós i leiknum
að Vikingsliðið var heilum gæða-
flokki betra en Armansliðið og
aðeinsspurning um hversu mikill
munurinn yrði. Ármenningar
máðu forystunni i leiknum, en
Víkingar svöruðu með fjórum
mörkum i röð og það bil tókst i
Armenningum aldrei að brúa. 1
lok leiksins voru þeir gjörsam-
lega búnir - en þá skoruöu Viking-
arnir sjö siðustu mörkin og'
breyttu stöðunniúr 17 : 12 f 24 : 12.
Engum blöðum þarf um það að
fletta að Vikingarnir verða með i
toppbaráttunni Ivetur og óneitan-
lega eruþeir sigurstranglegastir i
mtítinu ef tir hinn mikilvæga sigur
gegn Val i gærkvöldi.
Vikingsliðiö er skipað mörgum
mjög góðum handkvattleiks-
Kristinn Stefánsson I leik gegn Ármanni á dögun-
um. Kristinn sem séstskora á myndinni var búinn
að æfa mjög vel I haust og var að komast I sitt
besta form. Ljósm.Einar
m
DREGIÐ I KVOLD
r"lir
mÉ'm
Happdrœtti Iðnkynningar
Öruggur sigur
Víkinga gegn
Ármenningum
Finnarnir áttu ekki
möguleika gegn FH
— Finnska liðið Kiffen tapaði 29:13 fyrir FH í Evrópukeppni bikarmeistara -
FH-ingarnir öruggir áfram í nœstu umferð
Það getur ekkert komið i veg
fyrir það að FH leiki i 2. umferð
Evrtípukeppni bikarmeistra I
handknattleik. Liðið lék fyrri leik
sinn gegn finnska liðinú Kiffen i
Hafnarfirði um helgina, og FH-
ingarnir höfðu yfirburði á öllum
sviðum leiksins og unnu sttíran
sigur,29:13. — 16 marka sigur, og
þann mun nær hið slaka lið Kiffen
aldrei að vinna upp isiðari leikn-
um.
Talsverðrar taugaspennu gætti
fyrstu minútur leiksins, en siðan
tóku FH-ingarnir öll völd i sinar
hendur. Vörn FH var nú mjög
sterk, hreinlega „gr jótgarður”
sem finnsku leikmennirnir komu
að hvað eftir annað, og þeir áttu
ekkert svar við 4-2 vörn Hafn-
firðinganna. A markatöflunni
mátti sjá 5:2 og 8:2 FH i vil, og I
hálfleik var staöan orðin 13:4 fyr-
ir FH, og ljóst hvert stefndi.
Sömu yfirburðimir héldust i
siðari hálfleiknum, þótt Finnarn-
irskoruðu þá mun oftar. En þrátt
fyrir það var sókn þeirra alveg
bitlaus, þeir áttu eitt einasta
langskot isiðari hálfleiknum sem
fór hátt yfir markið! Mörk sin
skoruðu leikmenn Kiffen annað
hvort af linunni eða úr vi'taskot-
um.
Mári fjölbreytni var hinsvegar
i sóknarleik FH-inga, og þeir
skoruðu mörk á margvislegan
hátt, eins og vera ber. En aðall
liðsins I leiknum var hinn sterki
varnarleikur, og munaði það
miklu að Sæmundur Stefánsson
lék nú aftur meö, klettur i vörn.
En besti maður FH-liðsins var
Geir Hallstánsson, og var raunar
furðulegt að Finnarnir skyldu
ekki reyna að taka hann úr um-
ferð. Geir sýndi marga snjalla
takta og það fer ekkert á milli
mála hver er okkar besti hand-
knattleiksmaður þegar honum
tekst svona upp. Af öörum leik-
mönnum má nefna Þórarin
Ragnarsson og örn Sigurðsson
sem voru báðirsterkir i vörninni,
Sæmundur einnig sterkur, og
markvarslan góð hjá þeim Birgi
Finnbogasyni og Magnúsi Ólafs-
syni (Mól.) enda gott að vera
markvörður fyrir aftan jafn
sterka vörn og FH liðið lék lengst
af.
Tveir leikir ftíru fram i 2. deild i
islandsmtítinu i handknattleik um
helgina, Þrtíttur sigraöi nýliðana
i deildinni HK úr Ktípavogi með
eins marks mun 21 : 20 i hörkuleik
eftir að Þróttarar höfðu haft
fimm marka forskot i hálfleik 13 :
8.
Þá sigraöi Fylkir lið Leiknis
hæstur FH-inganna með 8 mörk,
Þórarinn Ragnarsson skoraði 6,
Guðmundur Arni og Janus Guð-
laugsson 5 hvor, Guðmundur
Magnússon 3, öm Sigurðsson og
Valgarð Valgarðsson 1 hvor.
með sömu markatölu 21 : 20 I
hörkuleik. Þar höfðu Fylkismenn
örugga forystu i hálfleik 14 : 6, en
Leiknismönnum tókst að minnka
þann mun og jafna metin undir
lokin 20 : 20, en Fylki ttíkst að
skora sigurmarkið skömmu fyrir
leikslok.
Geir Hallsteinssön var mark-
Mó/gk-
Þróttur sigraði HK
— og Fylkir sigraði Leikni i 2. deild
PLAYA DEL INGLES - PUERTO RICO - LAS PALMAS - TENERIFE.
Þúsundir Islendingar hafa notið hvíldar og skemmtunar í sumarsól á
Kanaríeyjum, meðan skammdegi og vetrarkuldi ríkir heima.
Sunna býður upp á fjölbreyttar Kanaríeyjaferðir til Gran Canary og
Tenerife.íbúöir, hótel, smáhýsi ogvillur ibestagæðaflokki.svosem Kóka,
Corona Roja, Corona Blanca, Rondo, Producasa, Eguenia Victoria,
Carmen o.m. fl. fslensk skrifstofa með þjálfuðu starfsfólki Sunnu,
veitir farþegum þjónustu og öryggi.
Vegna fyrirsjáanlegrar mikillar aðsóknar, biðjum við þá, hina fjölmörgu,
sem árlega fara með okkur til Kanaríeyja, og vilja búa á „sínum stað" að
panta nú snemma.
Það léttir okkur störfin og kemur i veg fyrir þaö sem okkur leiðist mest, að
þurfa að neita föstum viöskiptavinum um óskaferðina, vegna þess að
pöntun berst seint. Plássið er því miður takmarkað, og ekki hasgt að fá
aukarými á hinum eftirsóttu gististöðum.
BROTTFARARDAGAR:
Hægt er að velja um ferðir í 1,2,3 eða 4 vikur
16. október, 5, 26 nóvember, 10, 17, 29 desember, 7, 14, 28
janúar, 4,11,18,25 febrúar,4,11,18,25 marz,1, 8, 15, 29 apríl.
FERflASKRIFSTOFAN SUNNA IÆKJARGÖTU 2
12070