Réttur


Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 33

Réttur - 01.04.1981, Blaðsíða 33
40 ár síðan Örlagaríkasta styrjöld mannkynssögunnar hófst 22 júní 1941 réöst þýski nasistaherinn, með vopnabúr iðnvæddasta hluta Evrópu að baki, á Sovétríkin. Tilgangur Hitlers og auðjöfranna þýsku var að þurrka sósíalismann burt af yfirborði jarðar, gera rússnesku þjóðina og aðrar slavneskar þjóðir að þrælum þýsku herraþjóðarinnar, útrýma þeim gyðingum, er þarna bjuggu miljónum saman, í dauðabúðum: grundvalla sitt ,,þúsund ára ríki” á mestu blóðfórn sögunnar. Nú þegar 40 ár eru liðin frá því að sá ægi- legi hildarleikur hófst, þá er vissulega þörf að rifja upp ýmsar aðstæður og íhuga hvað í húfi var, — ekki síst þar sem voldugasta her- veldi heirns, með ægilegustu drápstæki ver- aldarsögunnar að vopni, undirbýr nú álíka „krossferð til útrýmingar kommúnisman- um” eins og Hitler forðum. Ógnaráætlanir Hitlers og illspár andstæðinga Það vantaði ekki stórmennsku og taum- lausa bjartsýni hjá nasistunum og þýska auð- valdinu, er árásin á Sovétríkin hófst. ,,Ríkisherinn mun í síðasta lagi verða i Moskvu 4. ágúst, þetta ríki mun hrynja sem spilaborg,” sagði Heinrich Himmler, SS-for- inginn í viðtali 18. júní 1941. Og auðfélög Þýskalands hófu strax í samráði við Göring að skipta Sovétríkjunum upp í arðránssvæði — og ákveða hvaða þjóðflokkum skyldi út- rýmt og hverjir gerðir að þrælum „þúsund ára ríkisins”. (M.a. átti að fækka borgarbú- um „Ingermanslands” (hluti af Sovétríkjun- um milli Peipus-vatns og Ladoga-vatns) úr 3,2 milljónum niður í 200.000.) Allar voru áætlanirnar álíka, útrýming milljónatuga manna af ýmsum þjóðernum og ,,for-þýskun” stórra landsvæða. í ráðuneyti Rosenbergs var reiknað með að tala ,,brottfluttra” yrði 45 til 50 miljónir: það þýddi dauðabúðir fyrir þorra þeirra. Það var ægilegasta útrýmingar herferð mannkynssögunnar sem hafin var. ,,Hug- sjónin” var yfirdrottnun hins ,,germanska” — þ.e. þýska-kynstofns yfir allri Evrópu. Raunveruleikinn mestu fjöldamorð, sem mannkynssagan þekkti. Nasistarnir voru ekki einir um að álíta Savétríkin ófær til andspyrnu gegn her þifjrra með vopnabúr mestallrar Evrópu að baki. 97

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.