Réttur


Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 27

Réttur - 01.10.1981, Blaðsíða 27
Flokksráðsfundur Alþýðubandalagsins: 18 konur í miðstjóm Lýðræði gegn leiftursókn Kjarabaráttan, undirbúningur væntanlegra sveitarstjórnarkosninga og þátt- taka Alþýðubandalagsins í ríkisstjórn voru aðalmál flokksráðsfundar 20. — 22. nóv. s.l., sem haldinn var undir kjörorðinu lýðræði gegn leiftursókn. Miklar umræður urðu einnig um flokksstarfið að öðru leyti og utanríkismál. Átján konur voru að þessu sinni kosnar í miðstjórn flokksins og eru nú 43°/o aðal- manna, en í fyrri miðstjórn áttu sæti 13 konur af 42 aðalmönnum. Fundurinn var haldinn á Hótel Loftleiðum og hófst síðdegis á föstudag með setningar- ræðu formanns, starfsskýrslu framkvæmda- stjóra og kosningu starfsmanna. Fundar- stjórar voru kosnir Elsa Kristjánsdóttir, Sandgerði, Helgi Guðmundsson, Akureyri, og Svandis Skúladóttir, Kópavogi. Mið- stjórnarkjör fór fram á laugardag. Mið- stjórn skipa 42 aðalfulltrúar og 15 varamenn og eru kosnir til eins árs. Fjögurra manna aðalstjórn flokksins er kosin á landsfundum hans á þriggja ára fresti og á sjálfkrafa sæti í miðstjórn sem og ráðherrar flokksins. Þá eiga þingmenn Alþýðubandalagsins rétt á þátttöku í fundum miðstjórnar. Það einkenndi fyrst og fremst þennan flokksráðs- fund hve jafnréttismálin skipuðu öndvegið. Því olli m.a. góð fundarsókn kvenna og um- ræða manna á meðal um væntanleg kvenna- framboð. Jafnrétti og virkt lýðræði í stjórnmálaályktun fundarins segir m.a. „Flokksráðsfundurinn leggur áherslu á að sveitarstjórnarmenn Alþýðubandalagsins beiti sér fyrir virkara lýðræði, upplýsinga- streymi frá stjórnkerfi til fólksins og að ákvörðunarréttur almennings um nánasta umhverfi sitt verði aukinn. Auk þess ber flokknum að beita sér fyrir auknu vinnu- staðalýðræði á þeim vinnustöðum sem eru alfarið eða að hluta í eigu bæjarfélaga. Efling sveitarfélaganna felur í sér aukið lýðræði og valddreyfingu og ber flokknum því að stuðla að henni. í sveitarstjórnum starfa nú liðlega eitt þús- und kjörnir fulltrúar. Þessir fulltrúar eiga að endurspegla vilja og viðhorf allra íbúanna. Meðan 94% þessara fulltrúa eru karlmenn 203

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.