Réttur


Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 5

Réttur - 01.04.1984, Blaðsíða 5
^Svo aldrei framar Islands byggð sé öðrum þjóðum háð.“ Vér minntumst 40 ára afmælis lýðveldisins 17. júní 1984. Þjóðin minntist þessa atburðar: lokasigursins í 700 ára sjálfstæðisbaráttu okkar gegn yfirdrottnun norsks og dansk konungs-, aðals- og eiokunarvalds á íslandi. Því raunhæfar sem litið er á þann atburð og sú þjóðareining og hrifning metin rétt, er einkenndi lýð- vcldisstofnunina á ÞingvöIIum við Öxará 17. júní 1944, því eðlilegra virðist að skipa þeim atburði við hlið hinna tveggja hápunkta, er sjálfstæðisbaráttan við danska valdið áður náði: Einhuga mótmælunum á þjóðfundinum 9. ágúst 1851 °g þjóðarsigrinum ylir „uppkastinu“ í þingkosningunum 1908, er meirihluti þeirra þingmanna, er samþykktu undanhaldið og „uppkastið“, féll. En það var vissulega ekki neitt gert af hálfu yfirvalda vorra til þess að endur- vekja þá þjóðernistilfinningu, er gagntók þjóðina 17. júní 1944. Þess var heldur ekki von. Jón Sigurðsson forseti varaði við því forðum að vænta nokkurrar for- ustu frá yfirvöldunum.1 Og þeir valdhafar er nú drottna yfir landi voru og þrengja Lýðveldinu fagnað í Reykjavík 18. júní

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.