Réttur


Réttur - 01.01.1987, Blaðsíða 13

Réttur - 01.01.1987, Blaðsíða 13
40 ára ránsferill „íslensku“ yfirstéttarinnar „Stelirðu litlu og standirðu lágt, í steininn settur verður; er stelirðu miklu og standirðu hátt í stjórnarráðið t'erðu. “ Eignarrétturinn er verndaður samkvæmt stjórnarskránni — og skal hverjum manni bæta að fullu, ef hann er sviptur eign sinni. — Þó gildir þetta í raun aðeins ef um ríka menn er að ræða. Rík yfírstétt má stela af vinnandi fólki og þjóðar- heildinni eins og hún getur — og með hinum ýmsu aðferðum. Árið 1947 náði yfírstéttin á Islandi fullum tökum á efnahagslífínu — með bandarískri aðstoð, Marshallhjálpinni, — ánetjaðist „Mammonsríki Ameríku“ og hefur nú í 40 ár reynt með ráðum og aðstoð þess valds að reita til sín — og yfírdrottnara sinna — arðinn af vinnu almennings og eignir bæjarfélaga og þjóð- arheildar, þó nokkur hlé hafi orðið á ránsskapnum um tíma, er alþýðan reis upp til varnar — með róttækum ríkisstjórnarmyndunum og verkföllum. En nú virðist yfirstéttin að kosningum loknum ætla að margfalda ránin og falla dýpra að fótum erlenda kúgarans, — og fá fyrir enn meira fé, — ef þjóðin ekki opnar augun fyrir hættunum. Aðferðir ránanna hafa veirð marg- breytilegar. I. Að stela með dollaraskráningu Árið 1950 hófst kaupránið, er dollarinn var hækkaður úr 6,50 kr. í 16,32 kr. Var það vafalítið gert í samráði við banda- rísku yfirdrottnarana í Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum. Átti þá að lögbinda að hækka skyldi dollarinn, ef kaup væri hækkað, en Alþingi þorði þá enn ekki að ganga svo opinskátt til verks í kaupgjaldsráni.1 En yfirherrunum í Washington þótti Alþingi of svifaseint í kaupránsherferð- inni og því létu þeir þjóna sína: ríkis- stjórn „Sjálfstæðisflokks" og Alþýðu- flokks svifta Alþingi gengisskráningar- valdinu með bráðabirgðalögum og af- henda það Seðlabankanum og ríkisstjórn. Kom þá fullur kraftur á kaupránin: dollarinn var 700-faldaður á 37 árum. 1981 liafði hann veriö 100-faldaður frá 1948. Voru þá tvö núll skorin aftan af og dollarinn settur 7 kr., en síöan sexfaldað- ur frani til 1985 að nýjar aðferðir voru uppteknar. (1985 var dollarinn 42 kr.). 13

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.