Réttur


Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 20

Réttur - 01.10.1987, Blaðsíða 20
„Hið vinnandi fólk þarf og á að hafa völdin í landinu“ Úr viötölum við tvo stofnfélaga í Dagsbrún í samantekt Tryggva Emilssonar. í frosthörkum janúarmánaðar 1956 þegar Verkamannafélagið Dagsbrún var 50 ára, gengu þeir Eðvarð Sigurðsson og Hannes Stephensen ásamt Jóni Bjarna- syni blaðamanni, heim til nokkurra stofn- enda Dagsbrúnar. Þriðjudaginn 24. jan. heimsóttu þeir Hannes og Jón Sigurð Guðmundsson á Njarðargötu 61 (gegnt Hallgímskirkju) til að ræða við hann um stofnun Dagsbrúnar. - Það var mikið talað um hver nauðsyn væri að stofna þennan félagsskap, segir Sigurður. Ég held endilega að það hafi byrjað hjá Sameinaða. Það var stór upp- skipunarbátur sem tekið hafði verið aft- anaf og vegna þess hve hann var klunna- legur var hann kallaður „beljan“. Það voru 6 menn á bátnum, þeir voru allir fé- lagsmenn miklir, a.m.k. síðar meir. Ég man eftir þeim Jóni Oddssyni og Kristjáni í Melshúsum. Það voru undirskriftir að stofnuninni. Ég skrifaði mig í október 1905. Síðan leið alllangt frá því farið var að ræða stofnunina þar til Dagsbrún var stofnuð, það mun hafa verið út af for- mannsleysinu. Menn vildu ekki vera formenn, þótt þeir væru ólmir að vera í félaginu og fáanlegir til að vera í stjórn- inni. Það varð töluverð breyting á kjörunum eftir að Dagsbrún var stofnuð, sagði Sig- urður, en þegar frá leið dofnaði yfir félag- inu og þegar Héðinn Valdimarsson kom til sögunnar var félagið komið í mikla niðurníðslu. En við komu hans kom ákaf- lega mikið líf í félagið. Dagsbrún var fyrst lengi mikið kennd við eyrarvinnu, enda voru hafnarverkamenn kjarninn í félag- inu. Það var margt manna sem stundaði aðra vinnu sem vildi gjarnan fá Dags- brúnarkaup, en ekki borga gjald til fé- lagsins. Því kippti Héðinn í lag. Sigurður er Vesturbæingur, fæddur í Brekkukoti í Vesturbænum 14. febrúar 1884. Guðmundur Magnússon móður- bróðir hans byggði bæinn í Brekkukoti. Foreldrar mínir, segir Sigurður, fluttu 1890 í Pálsbæ, er var þar sem Ingólfs- stræti endar nú. Þar sem Maríuskáli er austan Ingólfsstrætis var tún sem Páll átti. Maríuskáli var þar sem aðventistakirkjan er nú. Gatan stefndi beint á Pálsbæ og ég held að hún hafi myndast fyrst til bæjar- ins. Svo fluttu foreldrar mínir í Skálholts- 196

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.