Fréttablaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 05.03.2009, Blaðsíða 18
18 5. mars 2009 FIMMTUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] Fjöldi viðskipta: 103 Velta: 325 milljónir kr. OMX ÍSLAND 15 OMX ÍSLAND 6 271 +0,64% 849 +3,49% MESTA HÆKKUN STRAUM. - BURÐ. 13,04% EIMSKIPAFÉLAGIÐ 6,67% MAREL 5,09% MESTA LÆKKUN ATLANTIC PETROL. -12,96% CENTURY ALUMIN. -5,42% ÖSSUR -1,02% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Alfesca 3,70 +0,00% ... Atlantic Airways 171,00 +0,00% ... Atlantic Petroleum 235,00 -12,96% ... Bakkavör 1,88 -0,53% ... Eik Banki 91,50 +0,00 ... Eimskipafélagið 0,80 +6,67% ... Føroya Banki 99,00 -1,00% ... Icelandair Group 12,20 +0,00% ... Marel Food Systems 53,70 +5,09% ... SPRON 1,90 +0,00% ... Straumur-Burðarás 1,82 +13,04% ... Össur 87,00 -1,02% Reynslubolti Erlendir greinendur hafa tekið almennt ágætlega í skipun hagfræðinganna Þórarins G. Péturssonar, Gylfa Zoëga og Anne Sibert í pen- ingastefnunefnd Seðlabankans. Það hefur svo sem ekki farið hátt, en Sibert er gift hollensk- breska hagfræðingnum Willem Buiter, en eins og kunnugt er skrifuðu þau saman svokallaða leyniskýrslu um veikleika íslenska fjármála- kerfisins fyrir Landsbankann í fyrravor. Sibert er reynslubolti á sínu sviði en hún hefur skrifað lærðar greinar um eðli og starfsemi seðlabanka í víðu samhengi um árabil. Á meðal þess sem finna má í langri ferilskrá hennar er seta í skuggapeningamálanefnd Englandsbanka. Á meðal afreka þar er andstaða hennar gegn ákvörðun Eng- landsbanka að lækka stýrivexti í viðspyrnu sinni gegn kreppunni sem læðst hefur yfir breskt efnahagslíf. Endurskoðaðir milljarðamæringar Eins og margir muna sló bókin um íslensku milljarðamæringana eftir Pálma Jónasson í gegn fyrir einum átta árum. Einn milljarð þurfti til að komast á blað þá. Búast má við einhverjum breytingum – í sumum tilvikum talsverðum – í uppfærðri útgáfu hennar eftir efnahagshrunið í haust. Áhugafólk um viðskiptasögu getur orðið sér úti um eintak á Bókamarkaði íslenskra bókaútgefenda í Perlunni. Reyndar er engu líkara en að forspár prentari hafi snert á bók- unum sem þar liggja en talsvert er um auðar síður í því eintaki sem Markaðurinn varð sér úti um og vantar stóra parta um nokkra af þeim stórvesírum sem illa urðu fyrir barðinu á hruninu í haust. Verðið er sömuleiðis í takt við breytta tíð, eða 390 kall. Peningaskápurinn … Skipan Sveins Haralds Øygard í sæti seðlabankastjóra á föstu- dag í síðustu viku og breytingar á bankastjórninni samhliða full- skipan peningastefnunefndar eru fyrstu jákvæðu fréttirnar sem ber- ast frá Íslandi í langan tíma. Þær munu efla trúverðugleika bank- ans á erlendum vettvangi, segir Beat Sigenthaler, sérfræðingur nýmarkaða hjá breska verðbréfa- fyrirtækinu TD Securities. Sigenthaler segir í fréttabréfi sínu mikið óvissuástand hafa skap- ast um forystu Seðlabankans og barátta á milli stjórnar bankans og minnihlutastjórnar Jóhönnu Sig- urðardótturhafi hafi verið baga- leg. - jab Loks jákvæðar fréttir héðan SEÐLABANKASTJÓRARNIR Arnór Sighvatsson, nýskipaður aðstoðarseðla- bankastjóri, og Svein Harald Øygard, nýr seðlabankastjóri, í pontu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA International studies in Denmark? Computer Science (2½ years) Systems designer, Programmer, IT consultant, Project mana- ger, Systems administrator. Marketing Management (2 years) Marketing coordinator, Advertising consultant, Account mana- ger, Purchasing assistant. Multimedia Design and Communication (2 years) Web designer, Web developer, Multimedia consultant, Media planner, Event manager. Higher education academy programmes. Direct qualifi cations for employment or 1-1½ years top-up to become a bachelor. Information meeting, 6 March at 18 Hilton Reykjavik Nordica Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavik www.aabc.dk/english Erlendir fjárfestar semja sín á milli um viðskipti með íslenskar vörur og krónu- bréf. Erlendur gjaldeyrir skilar sér því ekki inn í landið og veldur því að krónan styrkist hægar en vonast var til. Erlendir fjárfestar hafa fundið leið til að komast hjá gjaldeyris- höftum Seðlabankans og hagnast á viðskiptum við íslensk útflutn- ingsfyrirtæki. Íslensk fyrirtæki taka því hvorki gengishagnað af viðskipt- unum né geta haldið tekjum af afurðasölu erlendis vegna skila- skyldu á erlendum gjaldeyri líkt og reglur um gjaldeyrisviðskipti kveða á um. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins felur leiðin í sér að erlendir aðilar semja við eigend- ur íslenskra krónubréfa, sem fest- ust inni við innleiðingu gjaldeyris- hafta hér í enda nóvember, um kaup á bréfum þeirra á genginu 180 til 184 krónur fyrir hverja evru, sem er um fjórðungi til 30 prósentum yfir meðalgengi Seðla- bankans. Í kjölfarið innleysa þeir krónu- bréf sín hér og greiða viðkomandi útflutningsfyrirtæki vöruna eins og um var samið. Þetta veldur því að erlendur gjaldeyrir skilar sér aldrei inn í landið gegnum Seðlabankann eins og vonast var til með gjaldeyris- lögunum þar sem samningarnir eru manna á milli auk þess sem viðskiptin eiga sér stað hér á landi en ekki erlendis. Þetta, ásamt samdrætti á erlendum mörkuð- um, birgðasöfnun útflutningsfyr- irtækja af þeim sökum og lengri greiðslufresti en áður, eru talin skýra að gengi krónunnar hefur ekki styrkst eins og til var ætl- ast. Viðmælendur Fréttablaðsins segja erlenda fjárfesta, bæði við- skiptavini íslenskra útflutnings- fyrirtækja og erlenda krónubréfa- eigendur, hafa hagnast mjög vel á viðskiptunum og ljóst að gjald- eyrislögin hafi ekki náð tilætluð- um árangri. Að þeirra mati hefði árangurs- ríkari leið falist í því að halda krónunni á floti þrátt fyrir geng- ishrun og láta fjárfestana, sem hafi keypt áhættusöm krónubréf, festast inni. Telja þeir líklegra að íslensk útflutningsfyrirtæki hefðu hagnast á þeim hætti og krón- an jafnað sig mun fyrr en raunin hefur verið. Þegar gjaldeyrishöft voru sett á í enda nóvember áttu fjárfest- ar krónubréf upp á fjögur hundr- uð milljarða króna hér. Tilgangur haftanna var að koma í veg fyrir frekara gengishrun af völdum fjármagnsflótta. Upplýsingar um innlausn krónu- bréfa í eigu erlendra aðila fengust ekki frá Seðlabankanum áður en blaðið fór í prentun í gær. jonab@markadurinn.is Fjárfestar hagnast á gjaldeyrishöftum VÖRUR FLUTTAR Í HÖFNINNI Erlendir fjárfestar og eigendur krónubréfa hafa fundið ábatasama leið til að komast hjá gjaldeyrishöftunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Garðarshólmi keypti í gær Senu af Íslenskri afþreyingu fyrir hálfan milljarð króna. Félagið er í eigu Jóns Diðriks Jónssonar, fyrrver- andi aðstoðarforstjóra Glitnis, og Magnúsar Bjarnasonar, fyrrver- andi framkvæmdastjóra Alþjóða- sviðs bankans. Sena er umsvifamesta afþrey- ingarfyrirtæki landsins en undir því eru fjögur kvikmyndahús, verslanir Skífunnar og netfyr- irtæki auk atburðafyrirtækisins Bravó. Skuldirnar, rúmir fjórir millj- arðar króna, verða eftir í móður- félaginu, Íslenskri afþreyingu, og fá kaupendur því í hendur skuld- lausa eign. Straumur sá um söluferlið, sem hófst í janúar. Til stóð að Lands- bankinn, sem taldi sig eiga for- gangskröfu á hendur Senu, veitti vilyrði fyrir fjármögnun kaup- anna. Seint í síðasta mánuði kom í ljós að veðsamningur hélt ekki og dró bankinn vilyrðið til baka. Eftir því sem næst verður kom- ist fellur krafa Landsbankans upp á 1,5 milljarða króna, á móðurfé- lag Senu, Íslenska afþreyingu, og óvíst hvort hún fáist greidd. Þá hafði Vísir.is heimildir fyrir því í gær að 365 miðlar ættu sömu- leiðis kröfu á hendur Senu upp á 750 milljónir króna. Sú krafa varð til við kaup félags Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á 365 miðla út úr 365 hf. í fyrravetur. Tveir gerðu tilboð í félagið auk Garðarshólma. Á meðal þeirra voru bíókóngurinn Árni Samú- elsson og fjölskylda og Þóroddur Stefánsson, kenndur við Bónusvíd- eó og Vídeóhöllina. Jón Ólafsson, stofnandi Skífunn- ar, og bandaríski afþreyingarisinn William Morris Agency hættu við að leggja fram tilboð í reksturinn. - jab Glitnis-stjórar kaupa Senu Kaupendur fá skuldlausa eign í hendur. Líklegt að Landsbankinn tapi allt að 1,5 milljörðum króna vegna mistaka. REGNBOGINN Sena er stærsta afþrey- ingarfyrirtæki landsins en undir því eru þrjú kvikmyndahús á höfuðborgarsvæð- inu og eitt á Akureyri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Verðbólga var langhæst hér innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í janúar. Á sama tíma og verðbólgan var 18,6 prósent hér var hún að meðaltali 1,3 prósent innan OECD. Þetta er 0,2 prósentustiga samdráttur á milli mánaða, samkvæmt upplýsingum sem birtar voru í gær. Mishratt hefur dregið úr verðbólgu innan aðildarríkjanna og ramba nokkur þeirra, svo sem Bandaríkin, á barmi verðhjöðn- unar. Írland kemur verst inn í árið en verðhjöðnun þar nam 0,1 prósenti í mánuðinum. - jab Verðhjöðnun á Írlandi í janúar Vöruskipti voru jákvæð um rétt tæpa sex milljarða króna í febrú- ar, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar, sem birtar voru í gær. Samkvæmt bráðabirgðatölun- um nam verðmæti útflutnings rúmum 32,3 milljörðum króna en innflutnings 26,4 milljörðum. Vöruskipti hafa ekki verið jákvæð í febrúar í fimm ár, eða síðan 2004, en þá voru þau jákvæð um 131,9 milljónir króna. Árið þar á undan voru þau jákvæð um rétt rúma tvo milljarða. Hagstofan segir vísbendingar um að draga muni úr verðmæti útflutnings af áli og innfluttu eldsneyti og hrá- og rekstrarvöru í mánuðinum miðað við janúar. - jab Vöruskipti jákvæð í febrúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.