Fréttablaðið - 17.03.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 17.03.2009, Blaðsíða 22
18 17. mars 2009 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is > SKOTIN Í HUGH GRANT Sarah Jessica Parker segir leikar- ann Hugh Grant vera bæði kláran og kynþokkafullan. Sarah er að fara að leika á móti Grant í róm- antískri gamanmynd og viður- kennir að hún sé mjög spennt fyrir samstarfinu. Hún segir Hugh Grant vera hina fullkomnu ímynd ensks herramanns, bæði sniðugan og gáfaðan. „Eigendurnir, Haukur Víðisson og Jamil Jamchi, voru búnir að spá í að opna svona stað lengi og ákváðu bara að kýla á það núna,“ segir Yesmine Olsson, einkaþjálfari og matreiðslu- bókahöfundur, um veitinga- staðinn Saffran sem var opnaður í Glæsibæ í gær. Haukur er ekki alls ókunnur veit- ingahúsarekstri, því hann rak Vegamót og Café Óliver um tíma, en hann og Jamal fengu Yesmine til liðs við sig og Odd Smára Rafnsson matreiðslumann til að hanna mat- seðil staðarins. „Við vildum búa til skyndibita- stað þar sem hægt er að fá sér holl- an og framandi mat án þess að fara út í öfgar. Við bjóðum aðallega upp á mið-austurlenskan, kryddaðan mat, en úrvalið er fjölbreytt og við verðum með alls kyns nýjungar. Davíð Magnússon speltbakari vinn- ur hjá okkur, en hann vann í heilsu- bakaríinu Emmerys í Danmörku og við höfum til dæmis verið að leika okkur með pitsurnar. Við verðum líka með nýjar bragð- tegundir af ferskum safa sem er búinn til á staðnum og ég er búin að þróa svokall- aða „naan-wich“ sem er samloka úr naan- brauði,“ segir Yes- mine og brosir. „Við héldum opnunarpartí fyrir vini og vandamenn á sunnudaginn, buðum þeim að smakka matinn og sjá staðinn. Við opn- uðum svo formlega á mánudaginn og verð- um með opið frá klukk- an níu til níu alla daga, en til tíu á föstudögum og laug- ardögum.“ - ag SAFFRAN OPNAÐ Í GLÆSIBÆ FLOTT Hannes Steindórs- son og Þóra Ásgeirsdóttir létu sig ekki vanta á opnunina í Glæsibæ. HOLLUR SKYNDIBITI Haukur Víðisson og Jamil Jamchi eiga og reka skyndibitastaðinn Saffran þar sem boðið er upp á hollan mið-austurlenskan mat. ÁNÆGÐAR Kristjana Stefánsdóttir söngkona og Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir leikkona voru glaðar í bragði við opnunina á Saffran. SKOÐAÐ OG SMAKKAÐ Erla Björnsdóttir, Hálfdán Steinþórsson og Valdimar Svavars- son mættu á opnun Saffran á sunnudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANNAÐI MATSEÐIL- INN Frá og með næsta laugardegi verður boðið upp á hollan „brunch“ á Saffran, en Yesmine hannaði mat- seðil staðarins í sam- starfi við eigendurna og Odd Smára Rafnsson matreiðslumann. „Við hleypum áhorfendum inn einum í einu og leyfum þeim bara að ganga frjálst um húsið og sjá hvað er í gangi hjá hverj- um listamanni,“ segir Ragna Sveinsdóttir, dansari og fjár- málastjóri, um væntanlega sýningu Stúdentadansflokksins í Sundhöll Reykjavíkur. Flokk- urinn hefur verið starfræktur í fjögur ár, en tók nýlega upp nafnið Spiral-dansflokkur- inn og vinnur nú að verki sem verður sýnt í Sundhöllinni dag- ana 27. og 29. mars. „Verkið heitir „The Open- ing“ og er dansleikhús- verk sem endurspeglar ólík tjáningarform, tónlist, dans og gjörning. Verkið yfirtek- ur og fyllir bygginguna með mögnuðu andrúmslofti sem skapar dulúð, töfra og brjál- æði,“ útskýrir Ragna. „Við erum tíu stelpur í dansflokkn- um, en fengum þrjá stráka úr Stúdentaleikhúsinu til liðs við okkur því okkur vantaði karl- pening í verkið,“ bætir hún við og brosir. „Andreas Constantinou, höf- undur verksins, vill að áhorf- endur upplifi huglæga ævin- týraferð svo áhorfendur fá frelsi og svigrúm til þess að reika um Sundhöllina og fylgja hvaða þema eða flytjanda sem er, flétta saman ólíkum leið- um eftir eigin höfði eða ein- faldlega njóta þess að ganga um bygginguna og soga í sig andrúmsloftið,“ segir Ragna, en miðasala fer fram á midi. is. - ag Dansa í Sundhöll Reykjavíkur ÆFT FYRIR SÝNINGU Ragna Sveinsdóttur undirbýr danssýninguna í Sund- höll Reykjavíkur ásamt Unni Gísladóttur, framkvæmdastjóra flokksins, og Gianluca Vincentini, listrænum stjórnanda. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 9. HVER VINNUR! KOMINN ÍELKO! 20 af bestu lögum rokksveitarinnar Queen SENDU SMS EST SSV Á NÚMERIÐ 1900 - ÞÚ GÆTIR UNNIÐ EINTAK! AÐALVINNINGUR ER SINGSTAR QUEEN ÁSAMT SINGSTAR HLJÓÐNEMUM! FULLT AF AUKAVINNINGUM! WWW.SENA.IS/SINGSTAR Vinningar verða afhendir hjá ELKO Lindum – Skógarlind 2. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr/skeytið. F plús1 F plús2 F plús3 Stoppuð af lögreglu Poppsöngkonan Lady Gaga var stöðvuð af lögreglu á dögunum af heldur óvenjulegri ástæðu. Söngkonan, sem er 22 ára, komst ekki í kast við lögin, heldur var hún stöðvuð fyrir klæðaburð sinn því lög- reglunni þótti hún held- ur lítið klædd. Lady Gaga er þekkt fyrir að hafa munn- inn fyrir neðan nefið og svaraði fyrir sig fullum hálsi, en hún starfaði áður sem bur- lesque-dansari og segir fátt skemmtilegra en að sýna líkama sinn.LADY GAGA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.