Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2006, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.03.2006, Blaðsíða 4
4 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 25. mars 2006 í átt að lækningu. Það eitt og sér er mjög spennandi ef maður er að gera leikhús. Í öll- um mínum leikritum er ég að fjalla um ís- lenskt samfélag vegna þess að ég hef áhuga á því þó að birtingarmynd verkanna sé ekki alveg eins og fólk á að venjast. Í Draugalest var ég að fjalla um viðfangs- efni sem brann á mér. En viðtökur við verk- inu voru nú ekki á þann veg að fólki þætti almennt verið að fjalla um samfélagslegt efni. Þá varð mér ljóst að umtal um leiksýn- ingar er oft á villigötum. Við höldum stund- um að það sem við sjáum í leikhúsi sé eitt- hvað annað en það sem við erum að horfa á. Ég fór t.d. um daginn og sá Klaufa og kóngsdætur og þar er brúðumeistarinn Bernd Ogrodnik með sinn dásamlega fugl. Og börnin sátu í salnum og sögðu; hann er í vírum. Þetta er einkenni á leikhúsinu. Áhorf- andinn er að tapa ímyndunaraflinu. Gerir ekki samkomulagið við listamennina á svið- inu sem felst í því að samþykkja nokkurs konar blekkingu.“ Spottarnir í fuglinum Leiktextinn þinn er oftar en ekki raunsær. Hversdagslegt talmál. „Já, er það ekki vegna þess að textinn er alltaf í fyrstu persónu. Síðustu persónu einsog Beckett sagði. Ef ég tek Brim sem dæmi þá er textinn þar allt frá því að vera ofurraunsær yfir í mjög ljóð- rænn. Þar vildi ég reyna að máta lýrikina við lífsstíl. Okkur hættir til að sjá sjómannslífið fyrir okkur í rómantísk um bjarma; og ég vildi sjá hvort það hentaði viðfangsefninu. Ég gerði þetta mjög meðvitað og líka dálítið til að plata fólk. Í einni senu er þekkilegur eldri maður að spila á harmonikku og syngja ljóðrænan texta um hafið og í næstu senu eru þeir að horfa á dýraklám. Mig langaði til að umbylta hugmyndum fólks um þessa starfsgrein.“ Raunsæi er alltaf dálítið afstætt í þessu samhengi. „Leiklistin hefur sitt eigið tungumál og listin yfirleitt. Það er okkar hlutverk að leysa. Maður skrifar leikrit um eitthvað fólk og leggur því orð í munn. Það er mitt tungu- mál og í þeim skilningi alls ekki raunsætt. Maður gefur þeim persónueinkenni sín í gegnum tungumálið sem þeim er lagt í munn. Þetta eru spottarnir í fuglinum. Og maður öðlast skeytingarleysi gagnvart þessu og lærist að samtöl eru tæki í leikhúsinu sem maður verður að læra að nota og best sér maður þetta þegar reynt er að gera bók menntatexta að leiktexta.“ Ertu þá að meina leikgerðir skáldsagna? „Já, þeim verður ekki komið til skila á leiksviði á sama hátt og stundum alls ekki.“ En leikrit eru engu að síður oft metin út frá bókmenntalegum gæðum samtalanna. Eins og kunnátta höfundarins sé fyrst og fremst fólgin í því að skrifa orðmörg samtöl. Leik rit þitt Rambó 7 er gott dæmi um verk þar sem orðaforði verksins er takmarkaður og íslenskukunnátta persónanna ekki upp á marga fiska. Ef það verk er eingöngu metið út frá samtölum verður einkunnin ekki há. „Það er alveg rétt enda er maður með sviðsetninguna í huga og sér verkið fyrir sér jafnmikið og maður heyrir persónurnar tala. Stundum sér maður meira en heyrir. Þeir köldustu í hópi höfunda enda á því að setja sjálfir upp eitt eða tvö verk af eigin verkum til að ná fram sinni eigin sýn. Svo öðlast maður tilfinningu fyrir því hvað virkar þegar maður hefur setið með handrit á æfingum og þurft að strika út textann alveg grimmt. Ég varð aðstoðarleikstjóri Stefáns Jónssonar við Túskildingsóperuna og vann með honum í Sporvagninum Girnd og skar t.d. um 40 blaðsíður úr Túskildingsóperunni og eitthvað svipað úr Sporvagninum. Enginn virtist taka eftir því. Þetta eru nýir tímar.“ Hvernig þá? „Læsi áhorfenda á leiklist er miklu meira og hraðara. Það þarf ekki heilan þátt í leik- riti lengur til að útskýra tengsl persóna á sviðinu. Fólk áttar sig á því á augabragði. En í leikhúsinu fær maður samt þá tilfinn- ingu að tíminn hafi í ákveðnum skilningi staðið í stað.“ Góð list eða vond Er leikhúsið gamaldags? „Áhorfendur vilja sjá eitthvað sem þeir þekkja og þeir vilja geta tekið ákvörðun fljótlega eftir að sýningin er byrjuð hvort þeir eru að horfa á „góða“ eða „vonda“ list. Okkur skortir stundum perspektív og finnum öryggið í því að halla okkur að því sem við þekkjum. Ég finn þessa tilfinningu oft sjálfur í leikhúsi. Að ég treysti mér ekki til að gera samkomulagið. En það er tilkomið af hroka. Ég var fljótur að uppgötva hrokann og hé- gómann í sjálfum mér þegar ég kom inn í leikhúsið. En það er auðmýktin sem kennir manni mest. Nú er ég algjörlega á hennar valdi.“ Eitt af verkunum þínum gerist í versl- unarmiðstöð. Hver var kveikjan að því? „Þetta varð til þegar verið var að byggja Smáralindina. Okkur Ólafi Egilssyni datt í hug að gera lýríska sýningu um versl- unarmiðstöð.“ Finnst þér leikhúsið vera nógu öflugur vettvangur til að koma skoðunum um samfélagið til skila? „Já og nei. Maður ræður því ekki hvort fólk kemur í leikhúsið eða ekki. En þeir sem koma geta hugsanlega orðið fyrir áhrifum. Þeir þurfa ekkert að samþykkja allt sem maður hefur að segja, alls ekki, en ef skoð- anir mínar kveikja viðbrögð er tilganginum náð. Við Egill Heiðar Anton Pálsson erum nýbúnir að gera sýningu sem vakti töluverð viðbrögð þó aðsókn væri ekki mikil. Und- arlegustu viðbrögðin voru þó hjá gagnrýn- anda Ríkissjónvarpsins sem sagði að þetta væri ekki leiksýning.“ Mér fannst þetta mjög skýr og vel hugsuð sýning, þar sem ögrunin fólst í því að leik- sviðið sjálft væri orðið gagnslaust fyrir al- vöru tjáningu; til þess að segja eitthvað af viti þurftu leikararnir að fara baksviðs og tala saman einsog venjulegt fólk. „Já, við vildum varpa fram þeirri spurn- ingu hvert samband okkar sem listamanna væri við þennan vettvang, leiksviðið. Við fór- um svo langt með þetta að það var í rauninni ekkert sagt á sviðinu, heldur kölluð fram sterk hughrif. Okkur fannst textinn ekki passa á sviðið og fórum með hann á bakvið.“ Er þá ekki hægt að koma því sem manni liggur á hjarta á framfæri af leiksviðinu lengur? „Það var allavega mjög skrýtið að eini textinn sem farið var með á sviðinu var úr Beðið eftir Godot sem skrifað var fyrir 50 ár- um. Nú var engu líkara en það ætti ekkert erindi lengur. Það er umhugsunarefni. En rauði þráðurinn fyrir okkur sem gerðum Spottarnir í fuglinum Morgunblaðið/Árni Torfason Krádplíser „Lýrískt verk um verslunarmiðstöð.“ R agnar Björnsson fæddist að Torfustaðahúsum, í heiðinni milli Miðfjarðar og Línakradals í Vest- ur-Húnavatnssýslu. Minnir fæðing hans óneit- anlega um margt á fæðingu sögupersónu í ann- arri sögu, sögu er einnig gerðist í litlu heiðarbýli. Í báðum sögunum er ung kona að verða móðir í fyrsta sinn, alein, í köldu koti um hánótt. Iðulaus stórhríð öskrar á þekjunni og áður en varir hefur skeflt fyrir þennan eina glugga á baðstofunni, svo fæðandi konan sér ekki handa sinna skil. Hjá Rósu í Sumarhúsum var þó tíkin henni til hugarbótar, en í Torfustaðahúsum hafði hundurinn fylgt hús- bóndanum að heiman um morguninn. Og tveimur sólarhringum síðar, þegar veðrinu hafði slotað, og sængurkonunni og syn- inum unga barst loksins hjálp frá öðrum bæjum, voru bæði á lífi, þó nokkuð væri það tvísýnt líf, fyrstu vikurnar, því sveinn- inn ungi vó ekki nema rúmar sex merkur, og móðirin komin með sýkingu innvortis. Fyrsta tónlistarnámið Foreldrar Ragnars voru hjónin Björn G. Björnsson, bóndi, smiður og organisti, og Sigrún Ragnheiður Jónsdóttir, hús- freyja. Hún hafði einnig numið karlmannafatasaum í æsku á Ísafirði og síðar hjúkrunarfræði hjá Jónasi Kristjánssyni lækni. Starfaði hún við þau fræði samtímis af miklum krafti, þar til hún giftist manni sínum, sem þá var ekkjumaður með son innan við fermingu. Ragnar var ekki orðinn tveggja ára þegar hann missti hálfbróður sinn, Björn, með hörmulegum hætti. Þá brugðu foreldrar hans búi, fluttu úr heiðinni til Hvammstanga, þar sem Björn var organisti og smiður til ævi- loka, og Sigrún stundaði fatasaum lengst af sinni löngu ævi ásamt húsmóðurstörfunum o.fl., en hún varð 100 ára. Fyrsti tónlistarkennari Ragnars var faðir hans. Og hljóð- færið stofuorgelið heima. Nokkuð hefur drengurinn verið fljót- ur til, því hann var ekki nema 9 ára, þegar hann var orðinn að- stoðarorganisti og skilaði heilli messu í forföllum föður síns. Eitthvað var hann líka látinn spila sálmalög á fiðlu, þegar þess þurfti með, og sjálfsagt að hann syngi einsöng við athafnir, því hann hafði bjarta og fallega söngrödd sem barn. Hulda Stefánsdóttir, húsfreyja á Þingeyrum, seinna skóla- stýra Kvennaskólans á Blönduósi, kenndi honum á píanó. Lík- lega var hann nýfermdur þegar hann var sendur í Tónlistar- skólann í Reykjavík, til náms í orgelleik hjá Páli Ísólfssyni sem þá var orðinn dómorganisti og skólastjóri Tónlistarskólans. Páll kom honum fyrir hjá föðurbróður sínum, Jóni Pálssyni og konu hans Önnu Adólfsdóttur. Má eiginlega segja, að þau hafi tekið hann í fóstur næstu vetur, og voru honum sem bestu for- eldrar. Var mikil vinátta með Ragnari og þeim hjónum meðan þau lifðu. Kennarar og vinir Páll Ísólfsson var örlagavaldur í lífi Ragnars. Reyndar Sigfús Einarsson líka. Ragnar var enn á barnsaldri þegar Björn, faðir hans, tók hann með sér suður að heilsa uppá Sigfús Einarsson, tónskáld, sem þá var dómorganisti. Feðgarnir sátu og hlustuðu á Sigfús æfa sig á dómkirkjuorgelið. Ragnar varð yfir sig heill- aður og frá sér numinn af fegurð og mikilleik drottningar hljóð- færanna og tónleikasalnum sem var kirkjan sjálf, og hann varð heltekinn þrá eftir að leika sjálfur á þetta orgel. Kennsluaðferðir Páls er saga útaf fyrir sig. Hann lét strákinn meira hlusta og reka sig á, en fá skammir. Fékk hann til að berjast við sjálfan sig, hugsa og skilja smám saman eitt og ann- að. Ragnar var svo skapmikill, tilfinningaríkur og metn- aðarfullur að skellirnir hlutu að verða harðir, margir og sárir. – Margir fleiri kennarar skólans höfðu mikil áhrif á hann. – Victor Ur- bancic, mikilhæfur, austurrískur hljómsveitarstjóri, píanó- og orgelleikari, svo eitthvað sé nefnt, var meðal þeirra sem flúði undan nasismanum og settist að á Íslandi með fjölskyldu sína. Hann hreif Ragnar mjög mikið og var honum ákaflega góður. Hann hvatti Ragnar til að læra hljómsveitarstjórn og átti frumkvæði að því að fá hann til að stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands á ballett- og óperusýningum í Þjóðleikhúsinu á 6. áratugnum. – Rögnvaldur Sigurjónsson var sá af píanókennurum Ragnars við Tónlistarskólann í Reykjavík sem hafði sterkust áhrif á hann. Rögnvaldur var sjálfur ungur og nýkominn frá námi og á fullu að sigra heiminn, eiginlega meira óvart en af ásetningi. Með þeim Ragnari og Rögnvaldi tókst náin og ævilöng vinátta á jafningjagrunni, þó annar væri meistarinn en hinn nemandinn. Á þessum árum æv- innar eignast maður líka oft sína bestu vini. Jón Nordal, tón- skáld og síðar sjálfur skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík, var jafnaldri Ragnars, Knútur Magnússon, seinna útvarps- maður og lagasmiður og Ingvar Jónasson fiðlu- og víóluleikari, voru skólabræður Ragnars í Tónlistarskólanum,og ævivinir uppfrá því. Ragnar fékk að æfa sig á píanó hjá KFUM, og þar kynntist hann fjórða stráknum á sama aldri, sem hann eign- aðist að ævifélaga, Sigurði A. Magnússyni, síðar rithöfundi. 1947 lauk Ragnar burtfararprófi í orgelleik frá Tónlistarskól- anum og 1950 lauk hann burtfararprófi í píanóleik frá sama skóla. Þá lá leiðin til Kaupmannahafnar, í Konunglega tónlist- arskólann, til náms í hljómsveitarstjórn og píanóleik. Píanó- kennari hans þar var próf. Haraldur Sigurðsson. Þaðan fór Ragnar Björnsson minning Greinin er tekin saman í minningu Ragnars Björnssonar, fyrrverandi dómorganista og skólastjóra Nýja tónlistar- skólans, en Ragnar hefði orðið 80 ára 27. mars nk. hefði honum enst aldur til.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.