Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lesbók Morgunblašsins

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |

Ašalrit:

Morgunblašiš


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lesbók Morgunblašsins

						4 | Lesbók Morgunblaðsins
?
20. maí 2006
É
g sit á flottasta hótelinu í
Aþenu og bíð eftir Silvíu Nótt.
Hún kemur á hverri stundu
heim af æfingu í Oaka-
ólympíuhöllinni. Umbinn
hennar, Þórólfur Beck, er bú-
inn að lofa mér tíu mínútum með dívunni, hún
er umsetin. Gott að hún skuli vera orðin hress,
eftir að hafa verið hálf lumpin. ?I?m waiting for
miss Night,? segi ég við
einkennisklæddan
lobbíistann sem vill henda
reiður á ferðum
ókunnugra um salarkynni hótelsins. Loksins,
loksins, það er eitthvað um að vera ? og allt í
einu er þetta galtóma lobbí orðið fullt af ljós-
myndurum og kvikmyndatökumönnum ? fjöl-
miðlarnir eru ára Silvíu, huliðshjúpur, og í
miðjum hjúpnum skín hún ? perlan í ostruskel-
inni.
Hún gengur tígulega inn í lobbíið og breiðir
út faðminn ? hún elskar okkur öll ? hún syngur,
og hún daðrar við myndavélarnar. 
Úff ? hvernig talar maður eiginlega við Sil-
víu Nótt?
Hirðin eltir hana inn á barinn og þá upphefst
gamanið. ?I want the best of the best,? segir
Silvía við þjóninn, um leið og hún vindur sér inn
í VIP stofuna á barnum og breiðir úr sér eins og
yndisleg kisulóra í mýksta sófanum. ?I want to
be in the VIP room. Please clean it up!? Þjónn-
inn er hvumsa, og ætlar ekki að láta þetta eftir
miss Night, segir hvass að viðtal í VIP stofunni
muni trufla aðra gesti þar. ?Please clean it up!?
svarar Silvía á móti og þjónninn er ráðalaus.
Romario skerst í leikinn og þeir þrasa eitthvað
um þetta þjónninn og hann. Skæðadrífan af
leiftrum ljósmyndarans er eins og silfurregn yf-
ir Silvíu Nótt og hún bendir mér að setjast hjá
sér. Ég geri það. Romario er ennþá styggur og
segir þóttafullur að þetta verði hámark 10 mín-
útur ? hann er semsagt með stæla og ég reyni
að heyra ekki, þegar hann segist munu fylgjast
með tímanum og telja niður ? and you can
begin now. First question please!
Kæra Silvía, hvernig meturðu stöðu þína fyr-
ir aðalkeppnina á laugardagskvöld?
?Ég vinn, að sjálfsögðu,? segir hún og það er
útrætt. 
Hverjir eru þínir skæðustu andstæðingar í
keppninn?
?Engir, allir elska mig og ég elska alla.?
Silvía segist ekki hafa hlustað á öll lögin í
keppninni, og þegar ég spyr hana hvort hún
eigi sér ekki eitthvert uppáhaldslag í keppninni
í ár, hugsar hún sig lengi um. ?........hmmmm.....
mmmm......hmmmm?
?Seven minutes!? .... jarmar Romario
?Seven minutes,? segir Silvía Nótt að
bragði ? ?hehe, eins og ég trúi því, er það gott
lag?? Romario er að reyna að rústa þessu viðtali
og þegar ég spyr Silvíu Nótt hvort þátttakan í
Evróvisjón hafi ekki verið henni góð reynsla
heldur hann áfram að tuða eitthvað um góða og
slæma reynslu og hvort öll reynsla sé ekki bara
reynsla. Ég þykist ekki heyra í þessum plebba,
en Silvía Nótt reisir sig með þokka í VIP sóf-
anum og svarar:
?Það hefur verið stórkostleg reynsla fyrir
alla í veröldinni að ég skuli vera hér. Ég finn að
fólk er farið að sjá ljósið við enda ganganna ?
mig ? Silvíu Nótt. Það eru myndir af mér úti um
allt til að gleðja fólk og ég er alltaf í sjónvarp-
inu, og fólkið á götunum vill fá myndir með
mér.?
?Five,? gellur í Romario, ? ég er viss um að
það hljóta að vera minnsta kosti sjö mínútur
eftir. 
Hefur þetta þá ekki verið gott fyrir frama
þinn sem stjarna?
?Þetta er upphafið að glæstum ferli mínum.?
?Three, two, one, ? it?s over,? þrusar Rom-
ario ? ég passa mig að horfa ekki á hann ? í
hvaða tímatali er þessi smjörgreiddi tannstöng-
ull eiginlega? En Silvía vill halda áfram og segir
við elsku Romario að hún vilji alveg vera aðeins
lengur og svara tveimur spurningum í viðbót.
Rosalega er ég fegin að hún skuli halda með
mér. Þessi Romario er lúði ? og mér finnst að
Silvía Nótt ætti frekar að vera með hinum gæj-
anum, ? honum þarna ? 
Hvað tekur við hjá þér eftir Evróvisjón?
?Það er í höndum guðs ? hann er sko stílist-
inn minn. Hann er búinn að leggja brautina og
vísar mér veginn.?
Að síðustu læt ég freistast til að spyrja Silvíu
Nótt um Ágústu Evu sem ég hélt að Silvía
þekkti.
?Hver er það? Er það einhver drusla sem er
að reyna að hössla kærastann minn? Ég hef
lamið margar svoleiðis gellur. Ef ég á að þekkja
þessa Ágústu þá er hún örugglega á spítala
núna. Sko ? ég þekki bara frægt fólk, og ég get
útvegað þér viðtöl við allt fræga fólkið hér,
nefndu bara hvern sem er. Ég þekki ekki ein-
hver nobody.?
Silvía Nótt svífur á brott inn í nóttina á þessu
hóteli sem klæðir hana svo vel ? hún sagðist
elska mig, og með þá notalegu vitneskju held ég
heim ? árulaus.
?Það er í höndum guðs, ? 
hann er sko stílistinn minn?
Morgunblaðið/Eggert
Ágústa Eva? ?Hver er það? Er það einhver drusla sem er að reyna að hössla kærastann minn??
Eftir Bergþóru 
Jónsdóttur
begga@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Kann 
að virðast 
?Unreal?
Eitt ljóðanna í ljóðabók Silvíu 
Nætur, Teardrops of Wisdom, 
hljómar svona:
You look
At this picture
It might seem unreal
That?s because it?s me
I am not like
The rest of you
I?m Silvia Night
One star
One life
One love
Me

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16