Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2006, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.2006, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Ég skal segja þér af hverju ég tók upp þessi nákvæmuvinnubrögð, segir Elías þegar ég inni hann eftir orðumJóns Óskars um að hann hafi alltaf skrifað jafnlangan tíma á hverjum degi upp á mínútu, það var ósköp einfaldlega vegna þess að ég vissi að ef ég setti mér ekki mjög strangar vinnureglur þá yrði aldrei neitt úr neinu. Þá myndi ég aldrei byrja á sögunni og þaðan af síður klára hana. Hugmyndin að Eftir örstuttan leik var alveg skýr fyrir mér, söguþráður, per- sónur og líka stíllinn að einhverju leyti. Það er engin sérstök fyr- irmynd að Þórhalli. Hann er reyndar á svipuðu reki og ég þegar ég skrifa söguna, en hann er háskólastúdent og býr hjá föður sínum sem er ágætlega efnaður. Að því leyti eru aðstæður hans mjög ólíkar mínum aðstæðum. Ég man reyndar að Ásgeir Hjartarson skrifaði um bókina í Þjóðviljann og sagði að það stæðist ekki hvað faðir drengsins væri efnaður því hann væri bara menntaskólakennari. Mér sárn- aði þessi athugasemd, ég viðurkenni það. En nafnið á piltinum varð til þegar ég gekk einu sinni með Þórði Sigtryggssyni með Ægisíðu og að Nauthólsvík en þá lá þar Þórbergur Þórðarson í sólbaði ásamt einhverjum kunningja sínum. Þórbergur var alls- nakinn nema að hann hafði pappahlíf yfir nefinu og á hlífinni stóð skrifað „Þórhallur“. Þórður sagði mér að líklega hefði Þór- bergur fengið nefhlífina hjá Vilmundi Jónssyni, sem var mikill vinur Þórbergs, en sonur Vilmundar hét Þórhallur. Þú talar um að Þórhallur eða Bubbi sé haldinn leiða án þess að hafa nokkra sérstaka ástæðu til þess því hann er ágætlega gef- inn og skortir ekkert. Ég veit ekki hvaðan þessi leiði kemur. Sjálfur fann ég þó fyrir vissum leiða á þessum tíma því það var ekki eins mikil ánægja með stríðslokin og hefði mátt búast við. Það stafaði af því að þegar kjarnaorkusprengjan var sprengd haustið fjörutíuogfimm gerðu menn sér grein fyrir að það höfðu orðið tímamót í sögu mannkynsins, hvorki meira né minna. Menn voru svo hræddir um að ef Rússar eignuðust líka kjarn- orkusprengju þá væri fjandinn laus. En svo komust Rússar eða Sovétmenn yfir kjarnorkusprengjuna í gegnum njósnastarfsemi og það skapaði mikla tortryggni og ótta fólks, sérstaklega hjá ungu fólki því það fór að hugsa með sér: hvernig verður ævi manns ef maður lifir alltaf við þetta. Svo kom kalda stríðið og ekki bætti það úr skák. Þetta hafði slæm áhrif á marga. Þessir hlutir koma reyndar ekkert við sögu í Eftir örstuttan leik, þann- ig að það er varla hægt að heimfæra þetta ástand upp á Bubba. Hann er ekkert að hugsa um atómsprengjuna en ég segi þetta vegna þess að þú varst að spyrja um leiðann. Það var ekki á þess- um tíma eins mikil bjartsýni hjá ungu fólki og hefði mátt ætla. „Ef allir færu í sömu átt, myndu engir mætast“, það er nokkuð góð setning og eiginlega það eina sem ég man úr þessari sögu. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson, fréttastjóri á Alþýðublaðinu, sem skrifaði dálka undir nafninu Hannes á horninu og gaf út bækur undir nafninu Hannes V., sá hjá mér handritið og sýndi það Ragnari í Smára. Hann varð svo hrifinn að hann vildi endilega gefa söguna út. Forleikurinn höfðaði sérstaklega til hans því þar er mikil tónlist. Hann gaf út Eftir örstuttan leik um vorið 1946 í ritröð sem hann kallaði Nýir Pennar. Ég var yngsti nýi penninn en var reyndar kominn til Kaupmannahafnar þegar bókin kom út. Ragnar borgaði mér 500 krónur, að mig minnir, sem var ágæt borgun. En sú upphæð ásamt dálítilli fjárhæð sem ég átti á banka gerði mér kleift að dvelja í Kaupmannahöfn og víðar í eitt og hálft ár. Reyndar verð ég að taka fram að ég var bindind- ismaður á þessum tíma, hvorki reykti né drakk þannig að ekki fóru peningarnir í það. Það munaði afskaplega mikið um það. En gerir þú þér grein fyrir því að einmitt núna á ég sextíu ára rit- höfundarafmæli. Það eru sextíu ár síðan fyrsta bókin mín kom út. Kannski má ég nefna eitt enn: ég á bréf frá Jóni úr Vör þar sem hann segist hafa verið á fundi í Unuhúsi. Halldór hafi verið þar og hann hafi sagt frá því að hann væri að skrifa skáldsögu sem gæti verið eftir Elías Mar. Nú, sögðu menn. Já, sagði Hall- dór, þetta er samtímasaga úr Reykjavík. Þetta var auðvitað At- ómstöðin, sem Halldór skrifaði 1947. Reyndar átti Atómstöðin upphaflega að vera um Þórð Sigtryggsson en svo lést Erlendur í Eftir örstuttan leik: Elías Mar segir frá Eftir Hjálmar Sveinsson hjalmars@ruv.is Ljósmyndurum finnst gaman að myndaElías Mar. Þeim finnst hann fótógenog skáldlegur svona langur og mjórmeð silfraðan hárbrúsk og stórt nef. En það virðast ekki vera sérlega margir sem hafa lesið bækurnar hans, allavega ekki í seinni tíð. Í bókabúð Máls og menningar við Laugaveg og í Eymundssyni við Austurstræti, tveimur stærstu bókabúðum landsins, eru Einar Már og Einar Kárason undir bókstafnum E. Þar er eng- inn rithöfundur til sem heitir Elías Mar. Ekki heldur í Bóksölu stúdenta. Íslensk bókmennta- saga er satt best að segja mjög fátækleg þegar skoðað er í hillur bókabúðanna. Ef við líkjum ís- lenskum bókmenntum í íslenskum bókabúðum við tré þá er það tré sem hefur verið klippt ein- um of mikið niður, það er búið að fjarlægja allar kræklóttar greinar, krosslægjur og kvisti þann- ig að ekkert stendur eftir nema nakinn stofninn og kannski tvær greinar sem teljast gildar. Innihaldslaust líf og tómleiki Fyrir sextíu árum birtist auglýsing í Morg- unblaðinu þar sem bókaútgáfan Helgafell aug- lýsir nýja penna. Meðal nýju pennanna er Elías Mar en í auglýsingunni stendur að Elías sé með „nýjan róman úr bæjarlífinu“ og að sá róman sé „ef til vill glæsilegasta frumsmíð, sem fram hef- ur komið í tugi ára“. Rómaninn hét Eftir örstutt- an leik og Elías Mar var ekki nema tuttugu og tveggja ára gamall. Eftir örstuttan leik fékk ekki þá athygli sem auglýsingin kallar á og því miður er óhætt að segja að sagan sé bæði gleymd og grafin. Engu að síður má kalla Eftir örstuttan leik tímamótasögu. Hún fjallar um leiða og tómleika í Reykjavík aðeins einu ári eft- ir að þjóðin sameinaðist á heilagri stund á Þing- völlum til að stofna sjálfstætt lýðveldi. Eftir örstuttan leik er samtímasaga úr Reykjavík sem gerist í ágúst og fram í desember 1945. Þórhallur er ungur háskólastúdent sem býr heima hjá föður sínum sem virðist vera ágætlega efnaður. Hann kynnist ungri stúlku og verður ástfanginn af henni en þegar móðir henn- ar kemst að því að hann á barn með stúlku sem hann hefur ekkert samband við, sendir hún dótt- ur sína til Danmerkur. Sagan endar á því að Þór- hallur heimsækir barnið sitt og barnsmóður en það fylgir ekki sögunni hvort sú heimsókn hefur einhver áhrif á líf hans. Söguþráðurinn er kannski ekki mjög frumlegur en það skiptir ekki öllu máli því Eftir örstuttan leik er fyrst og fremst saga um hugarástand. Það kemur líka í ljós að Þórhallur skrifar sjálfur sögu sína þessa síðustu mánuði ársins 1945 og hann er ákveðin í að „segja allt og draga ekkert undan“. Gallinn er bara sá að það er erfitt að henda reiður á því sem gerist og veruleikinn veldur honum einhvers konar velgju Sagan er römmuð inn af hughrifum Þórhalls þegar hann hlustar á forleik að tónverki í her- berginu sínu. Hann sér fyrir sér og lifir sig inn í för pílagrímanna eftir þjóðvegunum. Þeir eru á leið til borgarinnar helgu „Þar eru lönd sól- aruppkomunnar, – lífsins, – fyrirheitsins eilífa. Þar er takmarkið“. Þannig lætur Þórhallur, sem kallaður er Bubbi, hugann reika fyrstu átta blað- síður bókarinnar, upphafinn og hátíðlegur. Hann rankar fyrst við sér þegar tónlistin er búin og nálin urgar á plötunni en þá fyllist hann sam- stundis leiða og tómleika. „Þessu næst gekk ég að bókaskápnum, teygði úr mér og nuggaði aug- un. Ég var leiður … Nú var músíkin búin. Og allt svo tómlegt á eftir“. Leiðinn nístir líf hans og það gengur svo langt á stundum að veruleikinn kallar ekkert annað fram en velgju. Hann fer á Hótel Skjaldbreið og er vísað til borðs: „Það hafði einhver verið nýstaðinn upp frá borðinu, sem ég sat við, og slubbug mataráhöldin lágu fyrir framan mig, – kámugur gaffall og hnífur, storknuð ketsúpa á skeiðinni og á disknum …“ Þegar maturinn kemur svo loksins á borðið til hans finnur hann fyrir klígju og langar ekkert í hann. Hann reynir að ná úr sér sleninu með því að taka dansspor og spila „búggí-vúggi“ tónlist í herberginu sínu en fær bæði andstyggð á sjálf- um sér og á danstónlistinni. Hann þjáist af höf- uðverk, bölvar veðráttunni og götunum í Reykjavík, étur amfetamín og sofnar ekki fyrr en klukkan þrjú á næturnar. Hann ráfar um göt- ur Reykjavíkur, dútlar við yrkingar, stundar há- skólanám að nafninu til, hangir á kaffihúsum. Hann lifir á pabba sínum og hann vill ekkert með barnið hafa sem kom undir sjálfa lýðveld- isnóttina á Þingvöllum og ekki heldur móður þess. Þórhallur verður ástfanginn af Önnu, stúlk- unni sem hann hittir á Hótel Skjaldbreið, en skortir bæði vilja og kraft til að halda í hana þeg- ar móðir hennar sendir hana úr landi. Hann er einhvern veginn hálfvolgur í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Öfugt við pílagrímana í tónlist- arfantasíunni á Bubbi sér ekkert takmark og sér Nýr penni í nýju lýðve Sextíu ár eru liðin síðan fyrsta skáldsaga Elí- asar Marar rithöfundar kom út. Hún hét Eftir örstuttan leik og er ekki bara ein fyrsta al- reykvíska skáldsagan sem var skrifuð á Ís- landi heldur fyrsta nútímasaga lýðveldisins. Elías Mar skrifaði líka fyrstu hinseginsöguna og fyrstu unglingasögu lýðveldisins. Hér er fjallað um feril þessa merka höfundar og neðst á síðunni segir hann sjálfur frá fyrstu bók sinni. Elías Mar á sextíu ára rithöfundarafmæli

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.