Morgunblaðið - 04.02.2006, Side 24
24 LAUGARDAGUR 4. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
„ÞETTA var mjög mikil upplifun,
stórkostlegt tækifæri fyrir mig,“
segir Helga Alfreðsdóttir, þroska-
þjálfi hjá fjölskyldudeild Akureyr-
arbæjar, en hún hélt til Bandaríkj-
anna í lok nýliðins árs til að kynna
sér vetraríþróttir fatlaðra. Þar tók
hún þátt í námskeiði hjá Challenge
Aspen í Colorado, sjálfseignar-
stofnun sem sinnir þörfum fatlaðra
fyrir íþróttir og útivist, og dvaldi
þar í fjórar vikur.
Challenge Aspen er verkefni sem
hefur verið í gangi í Snowmass í
Colorado í Bandaríkjunum í rúman
áratug, og tók raunar við af svipuðu
verkefni, „Adaptive Ski Program“,
sem hafði verið starfrækt undan-
farin 25 ár þar á undan.
Nú á næstunni verður boðið upp á
kynningu á vetraríþróttum fyrir
fatlaða í Hlíðarfjalli við Akureyri og
er þess vænst að í kjölfarið verði
hægt að byggja upp meira starf en
verið hefur á þessum vettvangi áð-
ur.
Helga hefur lengi starfað við mál-
efni fatlaðra og segist hafa sér-
stakan áhuga á að auka þátttöku
þeirra í íþróttum, þeim til ánægju og
heilsubótar. Hún segir margt hafa
áunnist í þeim efnum og bendir m.a.
á þátttöku fatlaðra í sundmótum, á
þeim vettvangi hafi margir úr
þeirra hópi unnið stór afrek.
Helga bendir á að á Akureyri hafi
mikið og gott starf verið unnið hvað
varðar vetraríþróttir en þátttaka
fatlaðra í þeim geira íþróttanna hafi
ekki verið áberandi. Vetraríþrótta-
miðstöð Íslands er á Akureyri og
eitt meginmarkmið hennar er að
efla vetraríþróttir, íþróttafræðslu
og útivist og stuðla þannig að heil-
brigðu lífi og heilsurækt meðal al-
mennings, s.s. skólafólks, fatlaðra
og keppnis- og afreksfólks.
Þær Helga og Karólína Gunnars-
dóttir, verkefnisstjóri í félags-
þjónustunni, telja nú tímabært að
gefa fötluðum kost á að stunda vetr-
aríþróttir, það sé hægt með öflugri
kynningu, aðstoð og hvatningu.
„Við höfum lengi leitað að tækifær-
um til að efla íþróttaiðkun og tóm-
stundastarf fatlaðra. Íþróttir eru
þeim ekki síður en öðrum nauðsyn-
legar, þátttaka í íþróttum eykur
sjálfstraust þeirra og þá þurfa þeir
jafnt og aðrir á hreyfingu að halda,“
segir Karólína. Hefðbundnar keppn-
isíþróttir í hópi henta fötluðum yf-
irleitt ekki. „Það hefur ekki gengið
upp,“ segir hún. Fyrir nokkrum ár-
um var hrundið í framkvæmd af
Fjölskyldudeild, í samvinnu við ÍSÍ
og Sundfélagið Óðin, sundæfingum
fyrir fötluð börn og þeim boðið að
taka þátt í sundæfingum á vegum
Sundfélagsins Óðins á Akureyri og
nú nýlega tóku 13 manns þátt í móti
syðra, fóru í sýna fyrstu keppnisferð
og voru hæstánægð. Þá munu þátt-
takendur úr þeirra hópi halda á Ól-
ympíuleika fatlaðra, Special Olymp-
ics, sem efnt verður til í haust.
„Margir fatlaðir einstaklingar
finna fyrir mikilli félagslegri ein-
angrun, þeir finna sig ekki. Okkar
markmið er að rjúfa félagslega ein-
angrun sem er algeng meðal fólks
og kennslan í Hlíðarfjalli er liður í
því,“ segir Helga.
Karólína segir að um 100 fötluð
börn og ungmenni séu á Eyjafjarð-
arsvæðinu, sem búi heima hjá sér og
taki sum hver lítinn þátt fé-
lagsstarfi. „Við höfum yfirsýn yfir
þennan hóp, hvernig hann er sam-
settur og hverjar þarfirnar eru,“
segir Karólína og vonar að ein-
hverjir muni taka því fagnandi að
komast á skíði. Í Hlíðarfjalli eru til
tæki sem gagnast hreyfihömluðum
og var á sínum tíma reynt að mark-
aðssetja þau, „en þá var það snjór-
inn sem brást vetur eftir vetur,“ seg-
ir Helga og bendir á að nú séu nýir
tímar, framleiðsla á snjó hafin og
því eigi ávallt að vera til staðar snjór
í skíðabrekkunum.
Helga bendir á að það þurfi ekki
allir á flóknum hjálpartækjum að
halda, margir fatlaðir, s.s. þroska-
heftir, einhverfir og blindir svo
dæmi séu tekin, hafi ágæta lík-
amlega burði og heilbrigði. „Þeir
þurfa einungis einföld hjálpartæki,
bambusstangir, skíðastafi, húlla-
hopphringi, festingar á skíðin og
eitthvað því um líkt,“ segir hún, en
hún aðstoðaði m.a. blinda á skíðum
úti í Aspen og segir það hafa verið
sérkennilega reynslu. „Ég var auð-
vitað dauðhrædd og fann til mikillar
ábyrgðar, en það var alveg dásam-
legt að sjá þetta fólk upplifa frelsið
þegar það fann vindinn leika um sig
á leiðinni niður brekkurnar.“
Þær Helga og Karólína segja
nokkurn tíma taka að byggja upp
öfluga skíðaiðkun í hópi fatlaðra og
þá þurfi að koma til sögunnar leið-
beinendur og aðstoðarmenn sem nú
séu ekki á hverju strái. „Úti var mik-
ið um sjálfboðaliða í þessu, fólk sem
vildi gjarnan láta gott af sér leiða.
Þá má vel hugsa sér að byggja upp
slíkt kerfi hér heima líka. “
Helga Alfreðsdóttir á námskeiði um vetraríþróttir fatlaðra hjá Challenge Aspen
Þátttaka í
íþróttum eykur
sjálfstraustið
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Helga Alfreðsdóttir, Guðmundur Karl Jónsson, Karólína Gunnarsdóttir og
Hörður Finnbogason, en þeir tveir starfa í Hlíðarfjalli þar sem á næstunni
verður haldið námskeið í því skyni að efla vetraríþróttir fatlaðra.
Þarna aðstoðar Helga 8 ára blinda stúlku í skíðabrekkunni, rennir sér í
humátt eftir henni og segir henni til, hvað sé framundan og er tilbúin að
rétta hjálparhönd ef á þarf að halda.
Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur
maggath@mbl.is
AKUREYRI
Anna gerir
heiminn
hreinan
ANNA Richards lætur ekki deigan
síga við að gera hreint í veröldinni.
Hún stendur fyrir heilmikilli uppá-
komu í dag, laugardag, en kl. 15
opnar hún sýninguna „Alheims-
hreingjörningur í 10 ár“. Þetta er
verkefni sem hófst árið 2004 og er
annað árið af alls 10 sem það mun
standa yfir. Raunar hófst Anna árið
1999 við að flytja listaverkið
„Hreingjörning“ á mismunandi
vegu víðs vegar um heim, byrjaði á
vikulegri hreingerningu í miðbæ
Akureyrar og var að í heilt ár,
mætti með skúringafötuna á hverju
föstudagssíðdegi og gerði hreint.
Verkefnið þróaðist síðan með þeim
hætti að Anna tók að sér að þrífa
allan heiminn og nú í boði ýmissa
listahátíða.
Nokkrir akureyrskir listamenn
leggja Önnu lið nú og fremja gjörn-
inga á sýningunni. Þar á meðal eru
tveir kafarar, Tómas Knútsson og
Erlendur Bogason, en sá fyrrnefndi
hefur sett sér það markmið að
hreinsa hafnir og fjörur landsins á
10 árum. Hann mun kafa niður við
Torfunefsbryggju og leita óhrein-
inda kl. 12 á hádegi. Erlendur, sem
starfar m.a. við að hreinsa Akureyr-
arhöfn, kvikmyndar gjörninginn og
verða myndirnar sýndar á sýning-
unni auk þess sem litskyggnum Er-
lendar úr höfninni verður brugðið
upp. Þannig geta áhorfendur sjálfir
t.d. dæmt um hvort gamalt skips-
flak sem er í höfninni flokkast undir
óhreinindi eða sögulegar minjar.
Þá mun hugvitsmaðurinn Jóhann
Friðrik opna vefinn www.cleaning-
.is, sem hann hefur hannað sérstak-
lega og tileinkar „Alheimshrein-
gjörningi í 10 ár“. Anna verður svo
með sinn hreingjörning bæði á sjó
og landi.
Sýning | Ósk Vilhjálmsdóttir opnar
sýninguna SCHEIßLAND á Kaffi
Karólínu á morgun, laugardaginn 4.
febrúar kl. 14. Verkið var unnið fyrir
Íslandskynningu í Köln í Þýskar-
landi nóvember sl. Gestum gefst
tækifæri til að kaupa T-boli sem hún
hannaði að þessu tilefni. Sýningin
stendur til 3. mars næstkomandi.
LANDIÐ
Vestmannaeyjar | Kvenfélagið Líkn í
Vestmannaeyjum hélt sinn árlega
Nýársfagnað í Akógeshúsinu á dög-
unum. Dansleikurinn er einkum ætl-
aður eldri borgurum. Þetta gæti orðið
síðasti nýársfagnaðurinn og verði það
niðurstaðan, lýkur merkum kafla hjá
þessu öfluga félagi sem staðið hefur í
80 ár.
Drífa Kristjánsdóttir, formaður
Líknar, segir að nýársfagnaðir hafi
verið barn síns tíma þegar lítið var í
boði fyrir eldra fólk í Vestmannaeyj-
um. Þess vegna hafi þessi umræða
komið upp í félaginu.
Skemmta í sjálfboðavinnu
„Nú er miklu meira um að vera hjá
þessu fólki sem um leið er mun virk-
ara í því sem er að gerast. Þátttakan
hefur verið í samræmi við það en við
eigum eftir að taka endanlega ákvörð-
un,“ sagði Drífa og vill hún þakka
þeim fjölmörgu sem hafa lagt Líkn-
arkonum lið við nýársfagnaðinn í
gegnum árin.
„Fólk hefur lagt til skemmtiatriði
án þess að taka krónu fyrir, Akóges
hefur lánað okkur húsið og ekki má
gleyma strákunum sem koma og
bregða sér í dansinn með konunum.“
Það var engin undantekning í ár. Fé-
lagar í Leikfélaginu sýndu atriði úr
Sister Act sem frumsýnt verður á
næstunni, Védís Guðmundsdóttir lék
á flautu, Sædís Magnúsdóttir lék á pí-
anó og Lalli lék fyrir dansinum á eftir.
Gæti orðið síðasti dansleikurinn
Morgunblaðið/Sigurgeir
Nýársdansleikur Dansleikurinn sem Líkn hélt fyrir eldri borgara í Vestmannaeyjum gæti verið sá síðasti.
Eftir Sigursvein Þórðarson
Gert við
kirkjuklukk-
una í Belgíu
Vestmannaeyjar | Aðalkirkjuklukka
Landakirkju í Vestmannaeyjum
verður send á næstu dögum til við-
gerðar hjá málmsteypu í Belgíu.
Hljómur kirkjuklukkunnar sem er
frá 1743 datt niður í desember og
kom þá í ljós að sprunga hafði mynd-
ast í henni. Í fyrstu töldu menn að
kirkjuklukkan væri ónýt en svo kom
í ljós að líklega væri hægt að gera við
hana.
Samið hefur verið um viðgerðina
við málmbræðslu í Belgíu sem jafn-
framt er með smiðju í Hollandi.
Kristján Björnsson sóknarprestur
segir að sprungan í klukkunni verði
hreinsuð, hún hituð upp og síðan
brætt í sprunguna. Þá segir hann að
fyrirtækið hafi boðist til að smíða
nýjan kólf í klukkuna, kólf sem hæfði
henni en hugsanlega hefði sá gamli
ekki hentað.
Viðgerðin kostar með flutningi og
öllu hundruð þúsunda, líklega upp
undir hálfa milljón, eða svipað og ný
klukka.
Gamla kirkjuklukkan í Landa-
kirkju, frá 1617, sem var í aukahlut-
verki á meðan sú nýrri virkaði var í
aðalhlutverki um jólin. Kristján seg-
ir að hún hafi kallað vel því óvenju
góð kirkjusókn hafi verið í Landa-
kirkju um jól og áramót.