Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						50 SUNNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í mars 2006 hefst viðbótarnám fyrir tungumálakennara í ensku og dönsku vegna fyrirhugaðra breytinga
á námsskrám í grunnskólum. Uppsetning námsins verður með eftirfarandi hætti: 
? Aðfaranám - fyrri hluti, hefst í mars 2006. Áhersla á námsskrár. 
Í mars hefst almennt námskeið þar sem farið verður yfir drög að námsskrám og þátttakendum 
kynnt upplýsingatækni til að auka færni þeirra í fjarnámi. Staðbundnar lotur verða haldnar í 
öllum landsfjórðungum.
?Aðfaranám - síðari hluti, hefst í september 2006. 
Áhersla á kennsluaðferðir og tækni.
Að aðfaranáminu loknu verður boðið uppá námskeið í Kennaraháskóla Íslands, Háskóla Íslands, 
Háskólanum á Akureyri og Háskólanum í Reykjavík sem henta til viðbótarmenntunar í viðkomandi fagi. 
Þátttakendur geta valið námskeið í öllum háskólunum og stundað þau í fjarnámi.
Viðbótarnám
fyrir grunnskólakennara
vegna fyrirhugaðra breytinga á námsskrám í dönsku og ensku
Skráning
febrúar 2006
Aðfararnám 1
mars 2006
Aðfararnám 2
3 einingar
Haust 2006
Viðbótarnám
HÍ, HA, HR og  KHÍ : Valfög allt
að 12 einingar, vetur 06-09
Skírteini 
Vor/Haust 2009
Umsóknir um þátttöku berist í síðasta lagi 24. febrúar til Símenntunarstofnunar Íslands sem hefur umsjón með skráningu og 
staðfestingu á þátttöku kennara. Upplýsingar um námskeiðin verða á vef Símenntunar: http://simennt.khi.is 
MIKLAR réttarbætur blasa við
samkynhneigðu fólki. Hópur sem
lengi lifði í felum hefur um árabil sótt
í sig veðrið og orðið að áberandi sam-
félagsskrauti og pólitískum þrýsti-
hópi, fyrir utan að vera bara eins og
annað fólk. Það má skynja gleði yfir
unnum sigrum en jafnframt vaxandi
óþol gagnvart lokahindrununum á
veginum til jafnréttis. Það er hottað á
alþingisþingmenn að vera ekki að
bíða eftir stofnun eins og þjóðkirkj-
unni sem hefur tekið sér eins árs um-
hugsunarfrest, þegar Íslendingar
gætu orðið fyrstir þjóða til þess að
lögleiða ?hjónavígslu samkyn-
hneigðra?. Svipan er hnýtt með
skammaryrðum eins og forpokun,
fordómar, fáfræði og forneskja og
margur góður maðurinn kveinkar
sér. Samt er þörf á yfirvegun því við
lestur á stjórnarfrumvarpinu um
réttarstöðu samkynhneigðra koma í
ljós alvarlegir meinbugir frá lýðræð-
islegu og menningarlegu sjónarmiði
séð ekki síður en trúarlegu. Sú mikla
áhersla sem að undanförnu hefur
verið lögð á trúarlegan þátt hjóna-
vígslunnar hefur orðið til þess að
varpa nær öllum vandanum yfir á
þjóðkirkjuna og byrgja fólki sýn á
aðrar hliðar málsins. 
Hjónabandskvikan
Við undirrituð höfum vakið athygli
á því á að hin nýja skilgreining á
hjónabandinu sem birt er í athuga-
semdum með frumvarpinu hefur ekki
verið rædd af hálfu alþingis við meiri-
hluta þeirra sem málið varðar,
þ.e.a.s. hjónin í landinu. Hjónabandið
er ekki bara málefni vígslumanna,
það snertir ekki síður þá sem vígsl-
una þiggja og hafa þegið, hvort sem
hún var framkvæmd á sýslu-
skrifstofu eða í kirkju. Við teljum að
alþingi hafi ekki umboð til þess að
breyta innihaldi svo mikilvægra sátt-
mála án víðtækrar umræðu og lýð-
ræðislega fengins samþykkis. Ný
skilgreining á hjónabandinu hefur
áhrif á merkingu þess fyrir alla sem
þegar eru í hjónabandi. Hjónabandið
snertir kviku mannlífsins. Hlutur
karls og konu í hjónabandi er stór
þáttur í sjálfsmynd hvors um sig,
kynferðið hefur oftast mikla þýðingu,
orðin móðir og faðir sömuleiðis og
það sem þau standa fyrir. Sú tilraun
sem gerð er í frumvarpinu til þess að
afhlaða þessi orð í þeim tilgangi að
rétta hlut minnihlutahóps verður um
leið tilraun til þess að tæma þau að
merkingu. Móðir er ekkert sérstakt,
faðir ekki heldur og hjónaband að-
eins samkomulag einstaklinga sem
rugla saman reytunum óháð kyni.
Menningarsögulegt hneyksli
Það er óvarlegt að fara þannig með
fyrirbæri sem á sér jafn djúpar rætur
í menningu hins vestræna heims og í
grundvallaratriðum menningu alls
heimsins. Og það ber vott um ótrú-
lega lítilsvirðingu að ætla að koll-
varpa hefðbundnum skilningi á hjón-
bandinu eins og gert er með
frumvarpinu og birta hann í at-
hugasemdum og orðalagsbreytingum
eins og um eitthvert smámál væri að
ræða. Ef boðuð leið er farin verður
um að ræða skemmdarverk á tung-
unni því þá eiga Íslendingar ekki
lengur neitt orð sem lýsir sérstaklega
þessum forna sáttmála karls og konu.
?Menningarsögulegt hneyksli? kall-
aði séra Sigurður Ægisson þessi
áform í Hugvekju sinni
í Morgunblaðinu 22.
janúar og bætti við:
?Stórar ákvarðanir á
ekki að taka í
skyndingu?. 
Lögband, lögbúð
Við erum sannfærð
um að það eru færar
aðrar og betri leiðir til
þess að tryggja sam-
kynhneigðum sam-
bærilega stöðu og hjón-
um en sú að sprengja
upp sjálft hjónbands-
hugtakið. Í þætti Ævars Kjart-
anssonar hjá Ríkisútvarpinu, Lóð-
rétt, lárétt, hefur málefni sam-
kynhneigðra oft borið á góma.
Sunnudaginn 22. janúar tæpti um-
sjónarmaður á hugmynd sem
kannski gæti leitt til lausnar og sam-
komulags ef vilji væri fyrir hendi.
Hann benti á að stundum væri búinn
til nýr samnefnari yfir skyld fyr-
irbæri, sem þó yrði að aðgreina.
Hann tók líkingu af hjóli og bíl sem
hvort tveggja væru farartæki og
nefndi orðið kærleiksband, spurði
hvort það væri ekki orð sem næði
jafnt yfir hjónaband karls og konu í
hefðbundinni merkingu og sambúð
tveggja af sama kyni.
Það er erfitt að lögbinda kærleik-
ann en ef löggjafann vantar eitt heiti
yfir ólík sambúðarform sem þó er
ætlað að tryggja jafnrétti þegnanna
þá er það í samræmi við íslenska hefð
að búa til nýtt orð. Við tókum þátt í
því á sínum tíma með aðstoð Baldurs
Jónssonar hjá Orðabók Háskólans að
smíða orðin kynhneigð, gagnkyn-
hneigð, samkynhneigð og tvíkyn-
hneigð og setja þau á flot í opinberri
umræðu. Þau birtust fyrst á prenti í
Þjóðviljanum 19. febrúar 1977. (Sjá
nánar Fréttablaðið 27. jan). Síðan eru
liðin 29 ár og öll hafa orðin fyrir löngu
unnið sér sess í málinu. Nú spyrjum
við með Ævari: hvaða orð getur náð
yfir hjónaband karls og konu, hvort
sem það hlaut borgaralega vígslu eða
kirkjulega, óvígða sambúð og stað-
festa samvist tveggja af sama kyni?
Við leggjum til orðin LÖGBAND eða
LÖGBÚÐ yfir ólík sambúðarform
sem teljast jafnrétthá fyrir lögunum. 
Sagan, tungan og hjónabandið
Steinunn Jóhannesdóttir og
Einar Karl Haraldsson fjalla
um hjónabandið 
?
Við erum sannfærð um
að það eru færar aðrar og
betri leiðir til þess að
tryggja samkynhneigð-
um sambærilega stöðu og
hjónum en sú að
sprengja upp sjálft hjón-
bandshugtakið.
?
Steinunn 
Jóhannesdóttir
Höfundar eru hjón. Steinunn er rit-
höfundur og Einar Karl ráðgjafi.
Einar Karl
Haraldsson 
ÞAÐ er brot á lögum um ráð-
herraábyrgð í Danmörku ef ráð-
herra þar gefur þjóðþinginu rangar
eða villandi upplýs-
ingar. Verulegar líkur
eru á að Árni M. Mat-
hiesen fjármálaráð-
herra hafi brotið gegn
lögum um ráðherra-
ábyrgð ef slíkt ákvæði
væri í íslenskum lög-
um um ráðherra-
ábyrgð. Einar Árna-
son hagfræðingur
hefur afhjúpað rangar
staðhæfingar fjár-
málaráðherra, þegar
ráðherrann bæði á Al-
þingi og í fjölmiðlum
hélt því fram með til-
búnum dæmum að
skattbyrði fólks með
lágar og meðaltekjur
hafi verið miklu hærri
árið 1994 áður en
stjórnarflokkarnir
tóku við landsstjórn-
inni. Því hefur verið
haldið fram að fram-
setning ráðuneytisins
feli í sér vísvitandi
blekkingar og er það
með ólíkindum að fjár-
málaráðherra landsins sé svo for-
hertur að gerast sekur um slíka
óhæfu.
Forkastanleg vinnubrögð
og ósannindi
Það er auðvitað gróf blekking
eins og hagfræðingurinn hefur sýnt
fram á að bera saman skattbyrði á
120 þúsund króna tekjur árin 2006
og 2007 við sömu krónutölu í tekjum
árið 1994 og finna út frá því að
skattbyrði á þessar tekjur hafi verið
helmingi hærri árið 1994. Í slíkum
samanburði er það auðvitað skatt-
byrði af sömu rauntekjum öll árin
sem skiptir máli ef fá á fram hvaða
breytingar hafa orðið á skattbyrði
milli ára. Í þessu skáldaða dæmi
ráðherrans gefur hann sér að 120
þúsund króna tekjur breytist ekk-
ert á 12 ára tímabili, en 120 þúsund
króna tekjur árið 1994 framreiknað
m.v. verðlag er 186 þúsund kr. í dag
og m.v. launabreytingar um 250
þúsund kr. Ef bera á saman 120
þúsund króna tekjur í dag við sam-
bærilegar rauntekjur árið 1994 þá
ætti að miða við 80.500 kr. tekjur
árið 1994. Þá er nið-
urstaðan auðvitað allt
önnur og skattbyrðin
er ekki 21,9% árið 1994
eins og ráðherrann
segir heldur um 12,1%.
Það eru auðvitað for-
kastanleg vinnubrögð
hjá ráðherranum að
bera á borð þessi
ósannindi og hreinlega
skrökva að þjóðinni. 
Forstjórarnir með
ofurkjörin fá 2,3
milljónir í skatta-
lækkanir
Staðreyndin er sú að
fjármálaráðherrar
íhaldsins hafa frá árinu
1995 siglt undir fölsku
flaggi og eiga Íslands-
met í skattpíningu á al-
menning í bullandi
góðæri ? alla nema of-
urforstjórana og efna-
fólk. Það hafa þeir gert
með því að hagræða í
skattkerfinu til hags-
bóta fyrir hálaunafólk
og velt skattbyrðinni af efnafólki yf-
ir á almenning í landinu, en skatt-
byrði hefur verið aukin hjá 90%
heimila í landinu á árunum 1994?
2004. Skattleysismörkin hafa þeir
skert um 16 milljarða á sl. 10 árum
m.v. neysluvísitölu og 35 milljarða
m.v. launavísitölu. Þetta fjármagn
var tekið úr vösum almennings og
fært til ofurforstjóranna og efna-
fólksins til að létta af þeim sköttum.
Þannig fá forstjórarnir með ofur-
kjörin 2,3 milljónir í skattalækkanir
á ári þegar skattbreytingarnar eru
að fullu komnar til framkvæmda ár-
ið 2007. Þetta gerist á sama tíma og
barnabætur og vaxtabætur hafa
líka verið skertar og lítils háttar
aukning nú á barnabótum nær ekki
einu sinni að halda í við þær
greiðslur sem barnafjölskyldur
fengu þegar þessi ríkisstjórn tók við
árið 1995.
Skattaparadís efnafólks en
almenningur skattpíndur
Fjármálaráðherra hefur í engu
hrakið vandaða útreikninga Stefáns
Ólafssonar prófessors þar sem fram
kemur að skattbyrði hafi aukist á
fólki með lágar og meðaltekjur eða
hjá um 90% heimila í landinu. Það
kemur heim og saman við það sem
við í Samfylkingunni höfum margoft
haldið fram. Enda er staðreyndin sú
að þeir tekjuhæstu greiða að með-
altali 12% af sínum tekjum í skatt
en almenningur greiðir að meðaltali
um 25% af sínum tekjum í skatt.
Stjórnarflokkarnir hafa því búið til
skattaparadís fyrir efnafólkið ?
meðan almenningur sætir skattp-
íningu. Athyglisvert er að skoða
sérstaklega hvernig stjórnarflokk-
arnir hafa farið með lífeyrisþega og
lægst launaaða fólkið sem greiddu
af 100 þúsund króna tekjum á síð-
asta ári 9,4% í skatt. Af sömu raun-
tekjum árið 1988 var ekki greidd ein
króna í skatt og 3,3% árið 1991.
Þessar tölur hefur fjármálaráð-
herra ekki hrakið. Heldur ekki að
kaupmáttur láglaunafólks hefur að-
eins aukist um 28% sl. 12 ár meðan
kaupmáttur efnafólks er tvöfalt
meiri á þessu tímabili. Lítils háttar
lagfæring á kjörum lífeyrisþega
hika þeir ekki við að taka aftur til
baka með aukinni skattbyrði. Auk
þess hafa orðið verulegar hækkanir
á gjaldtöku og lyfjakostnaði heim-
ilanna á liðnum árum sem er ekkert
annað en skattpíning einkum fyrir
tekjulægstu heimilin í landinu. Fyr-
ir öll þessi óhæfuverk á að refsa
stjórnarflokkunum í næstu kosn-
ingum.
Alvarlegar blekking-
ar fjármálaráðherra
Jóhanna Sigurðardóttir fjallar
um skattamál
?
Fjármálaráð-
herrar íhaldsins
hafa frá árinu
1995 siglt undir
fölsku flaggi og
eiga Íslandsmet í
skattpíningu á
almenning.
?
Jóhanna Sigurðardóttir 
Höfundur er alþingismaður.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92