Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN É g hata homma. Mér finnst þeir ógeðs- legir og ef ég sé þá úti á götu þá slæ ég þá,“ segir Bob og slær út í loftið. Við sitjum í litlum hópi utandyra undir stjörnubjört- um himni í litla þorpinu Ende í Malí í Vestur-Afríku og drekkum te. Ungur strákur hellir upp á en teið er hitað í litlum katli á kolum. Í hópnum eru aðeins tveir menn sem tala ensku, umræddur Bob og svo leiðsögumaðurinn okkar, Amadu. Aðrir tala móðurmálið sitt, dogon, og hið opinbera tungu- mál Malí, frönsku. Bob og Amadu vinna báðir sem leiðsögumenn. Þeir kunna hvorki að lesa né skrifa en lærðu ensku af ferða- mönnum. Ende er á Dogon-svæðinu en það er raunar samansafn lítilla þorpa sem að margra mati eru einn áhugaverðasti viðkomu- staður V-Afríku. Bob og Amadu eru báðir uppaldir í Ende en hafa flust til hafnarborgarinnar Mopti og gerst leiðsögumenn. Þeir gengu ekki í skóla og kunna því hvorki að lesa né skrifa en hafa lært ensku af ferðamönnum auk þess að tala frönsku reiprennandi. Við spjöllum um ólíka menning- arheima, væntingar og þrár, það sem skilur okkur að og það sem sameinar okkur. Amadu og Bob hafa betri þekkingu á vestrænni menningu en ég hef á malískri menningu og geta útskýrt ým- islegt fyrir mér. Þeir syngja malískt ástarlag og ég nota allan minn bassa í að syngja um krumma sem svaf í klettagjá. Amadu segir mér frá stjörnunum sem geta boðað góða uppskeru eða minnt á að regntím- inn sé að nálgast. Dogon er landbúnaðarsamfélag og hugarheimur fólksins tekur mið af því. Áður fyrr voru flestir Dogon-búar andatrúar en kristni og íslam hafa náð útbreiðslu þar eins og annars staðar. Amadu og Bob segja okkur frá hefðbundnum samfélögum Dog- on-þorpanna sem er ólíkt því sem gerist í borgum og bæjum Malí. Þeir segja frá göldrum og fórnum sem eru enn þann dag í dag færð- ar guðunum þótt slíkt hafi minnk- að talsvert með breyttum trúar- brögðum. Amadu segir að stundum sé fólki fórnað þótt yf- irleitt sé látið nægja að slátra geit eða kú. Dogon-grímurnar spila mikið hlutverk en sá sem ber slíka grímu er nafnlaus og nefni ein- hver nafn hans er sá hinn sami umsvifalaust tekinn af lífi. Í Dogon er feðraveldissam- félag. Karlinn er höfuð fjölskyld- unnar og við kvöldverðarborðið talar hann einn og aðrir þegja. All- ar stúlkur eru umskornar í æsku og fjölkvæni er reglan fremur en undantekningin. Umskurnin er fyrst og fremst stjórnunartæki og sögð koma í veg fyrir að konur sofi hjá hverjum sem er. Amadu og Bob eru gagnrýnir á þetta umhverfi sem þeir ólust upp í enda lifa þeir í allt öðrum veru- leika í hafnarborginni Mopti. Þeim þykir sú regla að foreldrar velji fyrstu brúði sona sinna úr sér gengin og vilja fá að ráða sínum örlögum sjálfir. Allt í einu og nánast upp úr þurru byrjar Bob að tala um sam- kynhneigð. Hann lýsir yfir áhyggjum af því að Elton John sé nú giftur karlmanni og á eftir fylgir löng ræða um hvað hommar séu ógeðslegir og saga um vond- an, vestrænan karl sem reyndi að fá malískan dreng til við sig með því að bjóða honum peninga. Ég hika en ákveð samt að hreyfa mót- bárum. Ég segist þekkja fullt af hommum og lessum sem séu ljóm- andi fínt fólk. Bob horfir undrandi á mig og segir að fólk eigi þá að minnsta kosti að halda sig á Vest- urlöndum en ekki láta svona hér í Afríku. „Þetta er ekki okkar menning. Guð vill að karl og kona séu saman. Af hverju ætti karl að kyssa karl? Til hvers? Ég bara skil þetta ekki,“ segir Bob og Amadu tekur undir: „Samkyn- hneigð er ekki hluti af okkar menningu.“ Ferðafélagi minn grípur inn í og segir rólega að það sé kannski rétt að virða eigi menningu annarra þjóða en að það eigi líka að virða rétt fólks til að lifa því lífi sem það vill svo fremi sem það skaði ekki aðra. Við reynum að leiða í ljós samhengið milli þessarar umræðu og gagnrýni þeirra sjálfra á þving- uð hjónabönd en Bob situr við sinn keip og heldur áfram að blóta hommum (lessur koma vart til tals). Ég bendi honum kurteislega á að guð vilji örugglega ekki að hann noti orkuna sína í að hata fólk og segi spekingslega: „Spá- maðurinn Jesús sagði: Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir.“ En Bob er löngu hættur að hlusta og af hans hálfu er sam- ræðan búin. Ég sný mér að Amadu og segi lágt: „Sama hvað þér finnst, ekki segja við Evr- ópubúa að þú hatir homma, það getur sært þá virkilega mikið.“ Ég finn að hann tekur mark á orðum mínum og vona að mér hafi í það minnsta tekist að sá litlu fræi. Í vélinni á leiðinni heim rifja ég upp þessar samræður. Ég finn til samúðar með samkynhneigðu fólki í Dogon um leið og ég reyni að skilja að viðhorf Bobs og Amadu eru lituð af veruleikanum sem þeir eru aldir upp í. Ég hugsa fallega til landsins míns litla í Atl- antshafinu þar sem fordómar gegn samkynhneigðum eru á und- anhaldi og samfélagið víðsýnna. Yfir hafragrautnum les ég gamla og nýja Mogga til að ná aft- ur fótfestu. „Við erum sannfærð um að það eru færar aðrar og betri leiðir til þess að tryggja sam- kynhneigðum sambærilega stöðu og hjónum en sú að sprengja upp sjálft hjónabandshugtakið,“ stendur í blaðagrein og biskupinn sagði víst í nýárspredikun sinni að hjónabandið ætti það inni að við köstuðum því ekki á sorphaugana. Mikið er gott að vera komin heim í fordómaleysið á Íslandi. „Ég hata homma“ „Ég finn til samúðar með samkyn- hneigðu fólki í Dogon um leið og ég reyni að skilja að viðhorf Bobs og Amadu eru lituð af veruleikanum sem þeir eru aldir upp í.“ halla@mbl.is VIÐHORF Halla Gunnarsdóttir SIGRÚN Elsa Smáradóttir, fram- bjóðandi í prófkjöri Samfylking- arinnar, reynir nú allt hvað hún get- ur til að vekja athygli á sér í prófkjörsbaráttunni og notar til þess ýmis meðul. Í grein sem fram- bjóðandinn ritar í Morgunblaðið 5. febr- úar sl. undir fyrirsögn- inni „Ætlar íhaldið að selja Orkuveituna?“ spyr frambjóðandinn: „Hvað hyggjast sjálf- stæðismenn gera við Orkuveitu Reykjavík- ur?“ Því er til að svara að sjálfstæðismenn ætla ekki að selja Orkuveituna. Þessi af- staða okkar hefur margoft komið fram í umræðum um málefni Orku- veitunnar í borgarstjórn en greini- lega hefur frambjóðandinn ekki tek- ið eftir eða fylgst með þeirri umræðu. Þessi sami frambjóðandi hefur á hinn bóginn sem stjórnarmaður í Orkuveitunni verið upptekinn við að sólunda fjármunum Orkuveitunnar í ýmis gæluverkefni og meðal annars tekið þátt og borið ábyrgð á æv- intýralegum fjáraustri í Línu.net, sem nemur um 5 milljörðum króna og framúrkeyrslu vegna byggingar nýs Orkuveituhúss um 2,5 milljarða króna. Hún ætti frekar en að vera með dylgjur gagnvart mér persónu- lega og sjálfstæðismanna í borg- arstjórn að gera íbúum borgarinnar grein fyrir þessari óráðsíu og við- urkenna ábyrgða sína. Í kapphlaupi sínu um 2.–4. sætið á framboðslista Samfylk- ingarinnar heldur frambjóðandinn áfram að dylgja og ritar grein í Morgunblaðið 7. febr- úar sl. undir fyrirsögn- inni „Vilhjálmur Þ. snuðar Reykvíkinga“. Þar gerir hún að um- fjöllunarefni þá ákvörðun stjórnar Landsvirkjunar að stofna sameiginlegt smásölufyrirtæki með Rarik og Orkubúi Vest- fjarða. Það er eins og fram- bjóðandinn gleymi því að Reykjavík- urborg á 45% í Landsvirkjun. Með þessu samkomulagi er á engan hátt verið að ganga á hagsmuni Reykvík- inga. Það er miklu fremur verið að verja hagsmuni fyrirtækisins sem Reykjavíkurborg á 45% hlut í. Verð- mæti eigna Landsvirkjunar, þar með 45% hlutar borgarinnar í Landsvirkjun, rýrnar á engan hátt við stofnun þessa fyrirtækis. Fulltrúar R-listans í stjórn Landsvirkjunar, Álfheiður Ingadótt- ir og Helgi Hjörvar, samflokks- maður frambjóðandans, sátu hjá við afgreiðslu þessa máls. Ef þau hefðu verið sama sinnis og frambjóðandinn hefðu þau örugglega greitt atkvæði gegn þessari tillögu við afgreiðslu málsins í stjórn Landsvirkjunar. Það gerðu þau ekki. Þau fluttu heldur ekki tillögu um að bera þetta mál sérstaklega undir eigendur fyr- irtækisins, þ. á m. borgarstjórann í Reykjavík. Við sem sitjum sem fulltrúar Reykjavíkurborgar í stjórn Lands- virkjunar eigum að gæta hagsmuna þess fyrirtækis og þar með borg- arbúa. Ekki er að sjá að Sigrún Elsa Smáradóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hafi gætt hags- muna Orkuveitunnar og þar með borgarbúa, sem stjórnarmaður í því fyrirtæki. Rangfærslur frambjóðandans Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson svarar greinum Sigrúnar Elsu Smáradóttur ’Ekki er að sjá að SigrúnElsa Smáradóttir, vara- borgarfulltrúi Samfylk- ingarinnar, hafi gætt hagsmuna Orkuveit- unnar og þar með borg- arbúa, sem stjórnarmað- ur í því fyrirtæki. ‘ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Höfundur er borgarfulltrúi og leiðtogi sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur. UM ÞESSAR mundir fer fram mikil umræða um stöðu íslenskrar tungu. Sú umræða ber vott um ein- lægan áhuga á móðurmálinu og er því fagnaðarefni þótt sumt sem þar hefur verið haldið fram sé álitamál. Það er eng- inn vafi á því að ýms- ar breytingar eru að verða á málinu, en þar er þó e.t.v. ekki allt sem sýnist. Í fyrsta lagi vitum við ekki hvort breytingarnar eru eitthvað meiri eða örari nú en þær hafa verið áður. Í öðru lagi er málfar og mál- notkun ýmissa hópa miklu sýnilegri nú á síðustu árum en áður var. Fjölgun útvarps- og sjónvarpsstöðva og tilkoma netsins leiðir til þess að við komumst dag- lega í návígi við ýmis málsnið sem áður voru bundin við persónuleg samskipti í litlum hópi. Þetta kann að villa okkur sýn og leiða til þess að við teljum breytingarnar meiri en þær eru í raun. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því að íslenskan sé að hruni komin. En vitanlega þarf að rann- saka málið vel og fylgjast með því svo að við vitum hver staðan er. Telji menn stöðu íslenskunnar svo alvarlega að nauðsynlegt sé að grípa til róttækra aðgerða er mik- ilvægt að þær byggist á traustum fræðilegum grunni – annars er hætt við að árangurinn verði lítill. Nú er í gangi viðamikil rannsókn á íslenskri setningagerð undir stjórn Höskuldar Þráinssonar prófessors. Þessi rannsókn, sem hefur fengið öndvegisstyrk frá Rannsóknasjóði, mun væntanlega hjálpa okkur til að átta okkur á því hvað er raunveru- lega að gerast í íslensku málkerfi um þessar mundir. Hlutverk stjórnvalda Forsvarsmenn í atvinnulífinu segja oft eitthvað á þá leið að hlut- verk ríkisins sé að skapa almenn skilyrði til þess að fyrirtækin og at- vinnuvegirnir vaxi og dafni, ríkið eigi hins vegar ekki að vera með sértækar aðgerðir í þágu einstakra fyrirtækja eða atvinnugreina. Kannski er það ekki ósvipað með tungumálið. Það er umdeilanlegt hvort það er hlutverk ríkisins, skólayfirvalda, Íslenskrar mál- nefndar eða einhverra annarra að reyna að hlutast til um ákveðin atriði í málinu eða breytingar á þeim enda alls óvíst að slík íhlutun hefði nokkuð að segja. Hins vegar er það sjálfsögð skylda stjórnvalda að skapa málinu sem best lífs- skilyrði og gera okkur kleift að nota það á öllum sviðum þjóðlífs- ins. Þetta má m.a. gera með því að auka íslenskukennslu í skól- um (í stað þess að draga úr henni eins og verður ef áform um styttingu framhaldsskól- ans ná fram að ganga), efla inn- lenda dagskrárgerð í sjónvarpi, og tryggja stöðu íslenskunnar innan upplýsingatækninnar. Síðastnefnda atriðið skiptir mjög miklu máli. Vandi íslenskrar tungu felst nefnilega ekki eingöngu í breytingum á orðafari, beygingum og setningagerð, án þess að gert sé lítið úr þeim. Hér er einnig og ekki síður um svonefndan umdæm- isvanda að ræða, það er þrengt að notkunarsviði málsins. Hvaða áhrif hefur það á málnotendur og mál- samfélagið ef móðurmálið verður ekki lengur gjaldgengt á sviði sem er mikilvægt í daglegu lífi alls al- mennings? Hvað gerist ef móð- urmálið verður ekki lengur nothæft í nýrri tækni og öðru sem er nýtt og spennandi; á sviðum þar sem nýsköpun af ýmsu tagi á sér stað; og á sviðum þar sem ný atvinnu- tækifæri bjóðast? Ef sú staða kem- ur upp er málið í verulegri og bráðri hættu. Þetta er einmitt það sem gæti gerst innan upplýsinga- tækninnar þar sem enska er mjög áberandi. Að loknu tungutækniátaki Árin 2001–2004 stóð mennta- málaráðuneytið fyrir sérstöku tungutækniátaki til að efla stöðu ís- lensks máls innan upplýsinga- tækninnar. Til þessa átaks var var- ið samtals 133 milljónum króna sem runnu til ýmissa verkefna sem eru smám saman að skila árangri og verða sýnileg. Um þau flest má lesa í bæklingnum „Samspil tungu og tækni“ (www.tungutaekni.is/ news/samspil.pdf) en hér skulu að- eins nefnd tvö: Beygingarlýsing ís- lensks nútímamáls sem Orðabók Háskólans vann og er nú m.a. nýtt í leitarvélinni Emblu; og íslenskur þulur (talgervill) sem Síminn, Hex hugbúnaður og Háskóli Íslands standa að og er að koma á mark- aðinn. Því fer þó fjarri að íslensk tungutækni sé orðin sjálfbær, eins og stefnt var að. Það er bráðnauð- synlegt að halda áfram opinberum stuðningi við greinina enn um hríð, til að nýta betur það fé sem hefur verið varið í verkið hingað til og þá þekkingu sem hefur verið byggð upp hjá fræðimönnum og fyr- irtækjum. Í fyrra fór ég í vikuferð um Eystrasaltslönd með hópi norræns tungutæknifólks. Þar búa smáþjóð- ir, þótt þær séu vissulega fjölmenn- ari en við, en mun verr staddar fjárhagslega. Metnaður þeirra í að gera móðurmálið gjaldgengt innan upplýsingatækninnar vakti þó mikla athygli okkar. Ekki síst hrif- umst við af frumkvæði Eista sem hafa gert áætlun um uppbyggingu eistneskrar tungutækni næstu ár. Þar er tilgreint í smáatriðum hvað ætlunin sé að gera á hverju ári fram til 2011. Það er ekki nema um það bil milljón manns sem á eist- nesku að móðurmáli, og Eistar voru í fyrra á svipuðu stigi og Ís- lendingar í þróun tungutækni, komnir aðeins lengra en við á sum- um sviðum en skemmra á öðrum. En munurinn er sá að um leið og tungutækniáætlun þeirra byrjaði var okkar að enda. Eigum við að láta hér við sitja? Íslenska og upplýsingatækni Eiríkur Rögnvaldsson fjallar um íslenska tungu ’En munurinn er sá aðum leið og tungutækni- áætlun þeirra byrjaði var okkar að enda.‘ Eiríkur Rögnvaldsson Höfundur er prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.