Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 36
36 F MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ V ið Þingholtsstræti 3 í Reykjavík rís óðum 52 herbergja hótel sem sækir innblástur sinn til íslenskrar nátt- úru, huldufólks og íslenskra lista- kvenna. Hótelið mun bera nafnið Hótel Þing- holt og mun það vera nýtískulegt „design“-hótel sem sækir innblástur sinn til ís- lenskrar náttúru og býður upp á flest þau ver- aldlegu gæði sem hægt er að óska sér á hóteli. Það er Eik fasteignafélag, sem lætur byggja hótelið, en Kristófer Olíversson, sem rekur Centerhótel Reykjavík, leigir reksturinn. Jafnframt því sem andi íslenskrar náttúru og veraldlegra gæða mun svífa yfir vötnum er ljóst að andi íslenskrar sjálfstæðisbaráttu mun einnig sveipa ganga hótelsins ljóma. Af hverju? Jú, Þingholtsstræti 3 hýsti áður Hið íslenzka bókmenntafélag og Stofnun Jóns Sig- urðssonar, en bæði bókmenntafélagið og stofnunin mörkuðu spor í frelsisbaráttu Ís- lendinga. Til þess að ráðast í jafn vandasamt verkefni réðu forsvarsmenn Eikar fasteignafélags til sín einn af þekktari arkitektum landsins, Guð- laugu Jónsdóttur. Guðlaug hefur undanfarin ár starfað hjá Dodd Mitchell Design í Los Angeles. Þar hefur hún m.a. tekið þátt í hönn- un glæsihótela í Kaliforníu og víðar, á borð við Crescent Hotel í Beverly Hills, Hollywood Roosevelt í Hollywood og Hotel Valencia í bæði San Jose og San Antonio. „Hönnun Hótels Þingholts er nútímaleg en jafnframt klassísk, þar sem notast er við nátt- úruleg efni og jarðliti. Við inngang hótelsins er svartur langur steinveggur með foss sem rennur niður vegginn, ýmist undir eða yfir svartar handunnar grímur af íslensku huldu- fólki,“ segir Guðlaug Jónsdóttir aðspurð um tilvonandi útlit hótelsins. Hún bætir því við að ótilgreind íslensk listakona sé að skapa svörtu glergrímurnar við innanginn. Samstarf við íslenskar listakonur „Mér hefur alltaf fundist áhugavert að leiða saman arkitektúr og list og mér finnst íslensk- ar listakonur svo frábærar að ég er að skoða það að fá 52 íslenskar listakonur til liðs við mig. Hótelið telur 52 herbergi og ég myndi gjarnan vilja gefa hverri fyrir sig eitt herbergi fyrir sína list. Þá verða líka engin tvö herbergi eins – málverk, skúlptúrar hangandi úr loft- inu, komandi út úr veggjunum og þar fram eftir götunum,“ segir Guðlaug. Þrátt fyrir að Norður-Ameríka, Norður-Atl- antshafið og átta klukkustundir skilju vinnu- stað Guðlaugar í Los Angeles að frá Eik í Sól- túninu hófst hún handa við að teikna Hótel Þingholt árið 2004 og framkvæmdir hófust í lok ágúst 2005. Og strax í sumar mun Hótel Þingholt opna dyr sínar fyrir fyrstu gestun- um. Auk þess sem Eik fasteignafélag óskaði eft- ir því að Guðlaug teiknaði nýtískulegt „de- sign“-hótel þurfti að gæta þess að byggingin félli vel að umhverfinu. Teiknistofa Halldórs Guðmundssonar (THG) var fengin til þess að vera augu og eyru Guðlaugar á Íslandi, auk þess sem þeim var falið að samræma hönn- unina að íslenskum lögum og reglum. Þá var Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen (VST) fengin til þess að sjá um aðra hönnun á borð við burðarvirki. Fyrirtækin Alefli ehf. og Virki ehf. voru ráðin sem byggingarverktakar. Hljóðeinangraður skemmtistaður Uppkomið mun Hótel Þingholt saman- standa af Þingholtsstræti 3 og 5 og verða hús- in tvö tengd með hurðum á hverri hæð. Eins og áður segir mun hótelið alls hafa 52 herbergi og gestamóttakan verður á jarðhæð Þing- holtsstrætis 3, en gert er ráð fyrir veitingastað og sérstaklega hljóðeinangruðum skemmti- stað í kjallara Þingholtsstrætis 5. Framkvæmdirnar hafa ekki gengið átaka- laust fyrir sig, þar sem aðstæður í Þingholts- stræti eru erfiðar. Gatan er þröng og aðliggj- andi hús mjög nálægt framkvæmdasvæðinu. „Þau vandamál sem upp hafa komið hefur okkur undantekningalaust tekist að leysa með farsælum hætti. Það kann að hljóma ótrúlega en fjarlægðin í tíma og rúmi hefur ekki haft nein áhrif á framgang verksins. Allar teikn- ingar eru að sjálfsögðu tölvugerðar og sendar í tölvupósti, auk þess sem símafundir eru haldnir tvisvar í viku. Síðan skrepp ég að sjálf- sögðu heim með reglulegu millibili,“ segir Guðlaug. Í anddyri hótelsins er þægilegt rými með svörtum leðurflísum á gólfi og veggirnir hafa rússkinskennda „venetian plaster“-áferð. Í anddyrinu mun einnig vera lítill bar og leðursófar og borð með hvítum bólstruðum fiskiroðs-vegg í bakgrunninum. Nýtt hótel rís við Þingholtsstræti 3 „Við inngang hótelsins er svartur langur stein- veggur með foss sem rennur niður vegginn, ým- ist undir eða yfir svartar handunnar grímur af íslensku huldufólki,“ segir Guðlaug Jónsdóttir arkitekt um anddyri Hótels Þingholts. Hér gefur að líta herbergi á Roosevelt-hótelinu í Los Ang- eles, en herbergið ber nafn kvikmyndastjörn- unnar þokkafullu Marilyn Monroe. „Ég vil helst aldrei endurtaka það sem ég hef gert áður, en þó vottar fyrir því að sömu efni séu notuð með áberandi hætti í Hótel Þingholti og notuð voru í hönnun Roosevelt-hótelsins í Los Angeles, til dæmis hnotuviður, gler og steypa,“ segir Guðlaug Jónsdóttir arkitekt. Morgunblaðið/Ómar Horft eftir Þingholtsstræti. Framkvæmdir við hótelið standa nú sem hæst. Guðlaug Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.