Morgunblaðið - 21.02.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.02.2006, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ KR og norska liðið Brann skildu jöfn, 1:1, á æfingamót- inu í knattspyrnu á La Manga á Spáni í gær. Brann náði forystu á 21. mínútu með marki frá Migen Memelli en skömmu áður hafði einum leikmanni Brann verið vikið af velli. Björgólfur Takefusa jafnaði metin fyrir KR- inga með þrumuskoti á 40. mínútu og þar við sat. Johan Thorbjørnsen markvörður Brann sá til þess að KR-ingar skoruðu ekki fleiri mörk. Hann varði hvað eftir annað meistaralega meðal annars vítaspyrnu frá Garði Jóhannssyni þegar skammt var til leiksloka. Ólafur Örn Bjarnason og Kristján Örn Sigurðsson léku báðir allan leikinn fyrir Brann en þjálfari KR- inga, Teitur Þórðarson, var við stjórnvölinn hjá norska liðinu 1988-1990 og aftur 2000-2002. ,,Ég held að þetta hafi verið sanngjörn úrslit en vissulega var sárt að ná ekki að skora úr vítinu. En í heildina léku strákarnir ágætlega og við höfum verið virkilega ánægðir með þessa ferð,“ sagði Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri KR-Sport, við Morgun- blaðið en hann fylgdist með leiknum. KR nýtti ekki víta- spyrnu gegn Brann ALDA Leif Jónsdóttir og félagar hennar hjá hollenska liðinu Den Helder, eða Yellow Bikes Amsterdam, tap- aði fyrsta leik sínum í úrvalsdeildinni á laugardaginn þegar liðið heimsótti Landslake Lions. Lokatölur urðu 71:59 eftir að staðan í leikhléi hafði verið 38:26. Heima- menn höfðu undirtökin alveg frá upphafi leiks, voru 17:8 yfir eftir fyrsta leikhluta og tólf stigum yfir fyrir síðasta leikhluta. Alda Leif gerði fimm stig í leiknum en Den Helder er enn í efsta sæti deildarinnar þrátt fyrir tapið, en liðið er með 28 stig eftir fimmtán umferðir. Landslake Lions er í öðru sæti með 24 stig eftir fimmtán leiki. Um næstu helgi verður körfuboltahátíð í Hollandi og á sunnudaginn verður stjörnuleikurinn í kvennakörf- unni þar sem Alda Leif verður meðal keppenda, en hún var valin í annað liðið. Hlynur Bæringsson, sem leikur með Woon!Aris í hollensku karladeildinni verður einn- ig á ferðinni um helgina því hann er, líkt og Alda Leif, í úrvalsliði norðursins, en í því liði eru tveir leikmenn Woon!Ariss, Hlynur og Tim Withworth. Fyrsta tap Öldu og félaga í Hollandi ALAN Smith, miðjumaður Man- chester United, sem fótbrotnaði í leik United og Liverpool á laugardaginn, vonast til að ná fullum bata. Smith brotnaði afar illa á ökklanum auk þess sem hann fór úr ökklalið og gekkst hann undir aðgerð í fyrradag. Læknar reikna með að Smith verði frá keppni í níu mánuði. ,,Þegar ég sá hvernig fóturinn lá og ökklinn sneri í áttina að Hong Kong þá vissi ég að þetta væri alvarlegt,“ sagði Smith í samtali við breska blaðið The Sun í gær. ,,Eftir að hafa rætt við lækna þá er ég bjartsýnn á að ná fullum bata. Nú er búið að gera aðgerð og síðan tekur við endurhæfing,“ sagði Smith. Fjöldinn allur af leikmönnum í úrvalsdeildinni hafa sent Smith góðar batakveðjur, bæði sam- herjar og mótherjar, þar á meðal Djibril Cisse, sóknarmaður Liverpool, sem fótbrotnaði í leik með Liverpool á síðustu leiktíð. ,,Eftir leikinn hélt ég beinustu leið inn til búningsherbergis Manchester United. Ég vildi hitta hann og segja honum hug minn. Ég reyndi að stappa í hann stálinu. Þetta lítur út fyrir að hafa verið slæmt brot en hann hefur alla burði til að ná sér og koma sterkari til baka,“ sagði Cisse við The Sun. Alan Smith vonast til að ná fullum bata JER víku inu o kom sagð Grin Wats gerð köst dór a síðan upp mín og sa lagss að ta inn a tilky samb strax – bik á mó henn unum úrsli hann öðru „Þ það í dór s inu á ir úr Un um e Grin Brei valið Fimm af liðunum átta sem verða íeldlínunni í kvöld hafa lyft Evr- ópubikarnum, Bayern München, AC Milan, Benfica, Real Madrid og Liv- erpool sem vann eftirminnilega sigur á AC Milan í úrslitaleik á síðustu leik- tíð. Eftir að hafa mætt Chelsea og Ars- enal síðustu tvö keppnistímabilin í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar mætir Bayern München liði AC Mil- an. Þetta er í fjórða sinn sem liðin eig- ast við á Evrópumótunum og hafa Ítalirnir farið með sigur af hólmi í öll þrjú skiptin, í meistaradeildinni 1989–90 og 2002–03 og í Evrópu- keppni bikarhafa 1967–68. Í leikjun- um sex hafa Bæjarar aðeins unnið einn sigur. Felix Magath þjálfari Bayern von- ast til að sjúkraþjálfarar liðsins nái að tjasla Oliver Kahn markverði saman en fyrirliðinn meiddist í viðureign Bæjara og Hannover á laugardag og er tæpur fyrir leikinn í kvöld. ,,Ég held í vonina um að Kahn spili því hann er mikilvægur hlekkur í okkar liði,“ sagði Magath en allir aðr- ir leikmenn hans eru klárir í slaginn. Milan-menn sakna reynslubolt- anna Paolo Maldini og Cafu sem báð- ir eru á sjúkralistanum en liðið hefur endurheimt Jaap Stam og sóknar- manninn skæða Andriy Shevchenko úr meiðslum. ,,Ég hef engar áhyggjur af vörn- inni. Hún hefur staðið sig vel í síðustu leikjum,“ segir Carlo Ancelotti þjálf- ari AC Milan. Líkleg byrjunarlið: Bayern: Olvier Kahn - Willy Sagn- ol, Lucio, Valerien Ismael, Bixente Lizarazu - Bastian Schweinsteiger, Michael Ballack, Martin Demichelis, Ze Roberto - Claudio Pizarro, Roy Makaay. AC Milan: Dida - Jaap Stam, Aless- andro Nesta, Kakha Kaladze, Serg- inho - Gennaro Gattuso, Andrea Pirlo, Clarence Seedorf, Kaka - Andr- iy Shevchenko, Alberto Gilardino. Alonso með Liverpool Liverpool heldur áfram titilvörn- inni í Lissabon í kvöld en þá mæta Evrópumeistararnir liði Benfica sem sló Manchester United út í keppninni. ,,Við eigum fyrir höndum mjög erf- iðan leik. Benfica er eitt besta liðið í Portúgal sem skorar mikið af mörk- um í portúgölsku deildinni. Það er mikil reynsla í mínu liði og við ætlum að reyna að stjórna ferðinni og að skora sem er svo mikilvægt á úti- velli,“ segir Rafael Benítez þjálfari Liverpool sem endurheimtir Spán- verjann Xabi Alonso í hópinn en hann missti af leiknum gegn Manchester United um helgina vegna meiðsla. Fyrsta rimma Real Madrid og Arsenal Nífaldir Evrópumeistarar Real Madrid og Arsenal mætast í fyrsta sinn í Evrópuleik á Santiago Berna- beu-vellinum í Madrid. Bæði lið hafa átt á brattann að sækja í heimalönd- um sínum og líta á Meistaradeildina sem tækifæri til að bjarga tímabilinu. Arsenal hefur verið í frjálsu falli und- anfarnar vikur og er sem stendur í fimmta sæti í ensku úrvalsdeildinni á meðan Madridingar hafa verið að rétta úr kútnum og hafa unnið sex leiki í röð. ,,Það er góður skriður á okkar liði og vonandi tekst okkur vel upp gegn Arsenal. Okkur hefur gengið mjög vel á heimavelli og þjálfarinn hefur blásið nýju lífi í leik liðsins. Í þrjú ár hef ég beðið eftir því að mæta ensku liði í Evrópukeppninni og ég er því af- ar spenntur að fá að glíma við Arsenal og sérstaklega í síðari leiknum í London þar sem ég er fæddur,“ segir David Beckham. Fái enski landsliðs- fyrirliðinn hins vegar spjald í leiknum í kvöld tekur hann út bann í leiknum á Highbury. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, þarf enn að glíma við að margir varn- armenn liðsins eru frá vegna meiðsla en Sol Campbell, Ashley Cole, Kerra Gilbert, Lauren og Pascal Cygan eru allir meiddir. ,,Ég vildi auðvitað hafa alla þessa menn klára en svo er ekki. Við munum ekki hafa þetta sem neina afsökun. Ég hef trú á mínu liði og það getur vel lagt Real Madrid að velli,“ segir Arsene Wenger. Líkleg byrjunarlið: Real Madrid: Iker Casillas - Cic- inho, Sergio Ramos, Jonathan Wood- gate, Roberto Carlos - Thomas Gravesen, David Beckham, Zinedine Zidane, Guti - Robinho, Ronaldo. Arsenal: Jens Lehmann - Emm- anuel Eboue, Kolo Toure, Philippe Senderos, Matheiu Flamini - Robert Pires, Gilberto, Cesc Fabregas, Freddie Ljungberg - Thierry Henry, Jose Antonio Reyes. Nær Lyon að hefna ófaranna frá í fyrra? Lyon hyggur á hefndir gegn PSV en liðin eigast við á Phillips-vellinum í Eindhoven í kvöld. Félögin áttust við í 8 liða úrslitum keppninnar á síðustu leiktíð og þar hafði PSV betur í víta- keppni. Lyon er talið sigurstrang- legra í þessari viðureign enda hefur PSV misst nokkra sterka leikmenn úr sínum röðum, til að mynda Park Ji- Sung, Mark van Bommel og Johann Vogel. ,,PSV er búið missa nokkra af sín- um bestu leikmönnum en það þýðir ekki endilega að lið þeirra sé ekki eins gott og á síðasta tímabili. Lið undir stjórn Guus Hiddink eru jafnan mjög líkamleg sterk og erfið við að eiga,“ segir Mahamadou Diarra, miðjumað- ur Lyon. G Eftir skuli@ SKÍÐI Bikarmót SKÍ, Ísafirði: Stórsvig karla: Þorsteinn Ingason, Akureyri ............2.00,53 Snorri Páll Guðbjörnss., Akureyri....2.01,24 Steinn Sigurðsson, Ármanni .............2.03,03 Svig karla: Snorri Páll Guðbjörnss., Akureyri....1.24,70 Gísli Rafn Guðmundsson, Ármanni ..1.28,15 Jón Viðar Þorvaldsson, Akureyri .....1.29,29 Stórsvig kvenna: Salome Tómasdóttir, Akureyri .........2.07,94 Agla Gauja Björnsdóttir, Ármanni...2.09,02 Íris Guðmundsdóttir, Akureyri ........2.09,87 Svig kvenna: Salome Tómasdóttir, Akureyri .........1.40,65 Agla Gauja Björnsdóttir, Ármanni...1.42,99 Ásta Björg Ingadóttir, Akureyri ......1.45,11 Sprettganga karla: Ólafsfirði: Andri Steindórsson, Akureyri ...............3,12 Helgi Heiðar Jóhannesson, Akureyri ...3,34 Jóhannes Kárason, Akureyri .................3,35 10 km karla - frjáls aðferð: Andri Steindórsson, Akureyri..............33,25 Hefðbundin aðferð: Andri Steindórsson, Akureyri..............16,32 Sigurgeir Svavarsson, Ólafsfirði..........18,24 Jóhannes Kárason, Akureyri ...............19,50 KNATTSPYRNA La Manga bikarinn KR – Brann............................................... 1:1 Björgólfur Takefusa 40. – Memelli 21. Krylya Sovetov – Tromsö....................... 1:1 Lokastaðan: Krylya Sovetov 3 2 1 0 6:3 7 Tromsö 3 1 2 0 5:4 5 Brann 3 0 2 1 4:5 2 KR 3 0 1 2 3:6 1  KR mætir Odd Grenland frá Noregi í leik um 7. sætið á fimmtudag. ÓLYMPÍULEIKARNIR KARLAR: Stórsvig: Benjamin Raich, Austurríki ............. 2:35,00 Joel Chenal, Frakklandi ................... 2:35,07 Hermann Maier, Austurríki............. 2:35,16  Björgvin Björgvinsson og Kristján Uni Óskarsson féllu í fyrri ferð. Krulla: Sviss – Ítalía............................................ 10:2 Nýja-Sjáland – Þýskaland..................... 1:10 Kanada – Bandaríkin ............................... 6:3 KONUR Risasvig: Michaela Dorfmeister, Austurríki ... 1:32,47 Janica Kostelic, Króatíu ................... 1:32,74 Alexandra Meissnitzer, Austurríki.. 1:33,06  Dagný Linda Kristjánsdóttir varð í 23. sæti á 1:34,56 en 51 af 56 lauk keppni. Íshokkí: Úrslitaleikur: Svíþjóð – Kanada ............. 1:4 3.-4. sæti: Finnland – Bandaríkin ........... 0:4 5.-6. sæti: Þýskaland – Rússland ............ 1:0 7.-8. sæti: Sviss – Ítalía .......................... 11:0 Krulla: Svíþjóð – Rússland ................................... 4:6 Danmörk – Noregur ................................ 1:8 Ítalía – Japan ............................................ 4:6 Danmörk – Kanada .................................. 8:9 Sviss – Japan........................................... 11:5 Noregur – Rússland............................... 8:10 Bandaríkin – Bretland ........................... 4:10 ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla Kennaraháskólinn: ÍS - Drangur..............19 KNATTSPYRNA Faxaflóamót kvenna Stjörnuvöllur: Breiðablik - Stjarnan ...18.30 Norðurlandsmót, Powerade-mótið Boginn: KA - Tindastóll ........................19.15 Í KVÖLD Thierry Henry, fyrirliði Arsenal, fagnar hér marki ásamt hinum unga Emmanuel Adebayor. Þeir verða í sviðsljósinu í Madríd. Vængbrotið lið Arsenal í Madríd KEPPNI í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu hefst á nýjan leik í kvöld en þá verða leiknir fjórir fyrri leikirnir í 16 liða úrslitum keppninnar. Bayern München tekur á móti AC Milan, Benfica og Liverpool eigast við í Lissabon, PSV og Lyon leika í Eindhoven og í Madrid taka heimamenn í Real Madrid á móti Arsenal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.