Morgunblaðið - 06.03.2006, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 06.03.2006, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MARS 2006 F 61 Hægt er að skoða fleiri myndir af eigninni á www.kirkjuhvoll.com. Nánari upplýsingar veita Aron í síma 861 3889 og Karl í síma 892 0160. Skrifstofuhúsnæði til leigu/sölu Fasteignafélagið Kirkjuhvoll ehf. sérhæfir sig í útleigu á skrifstofu-, þjónustu-, lager- og iðnaðarhúsnæði og er með rúmlega 35.000 m² á höfuðborgarsvæðinu. FASTEIGNAFÉLAGIÐ KIRKJUHVOLL EHF. www.kirkjuhvoll.com Grensásvegur 16a. 1325 m2 skrifstofuhúsnæði, steinsteypt hús á þremur hæðum auk kjallara. Stendur á horni Fellsmúla og Grensásvegar á áberandi stað og hefur mikið auglýsingagildi. Húsinu tilheyra alls 33 bílastæði, þar af 8 í lokuðu bíla- stæðahúsi. Laust til afhendingar 1. ágúst. Hægt er að skoða fleiri myndir af eigninni á www.kirkjuhvoll.com. Nánari upplýsingar veita Aron í síma 861 3889 og Karl í síma 892 0160. Atvinnuhúsnæði til leigu/sölu Suðurhraun 3, Garðabæ. Vesturhluti 3000 m² fjölnotahúss, þar af um 900 m² skrifstofuhæð með fullbúnu mötuneyti og búnings- aðstöðu. Mikil lofthæð (allt að 7 metrar að hluta), stór lóð, gáma- aðstaða, stórar innkeyrsludyr og næg bílastæði. Húsið hefur mik- ið auglýsingagildi þar sem Álftanesvegur verður lagður handan hússins. Samþykktur 1000 fm byggingaréttur. (Heildarstærð getur orðið 4000 fm). Laust til afhendingar 1. maí. Reykjavík – Húsið að Þingholts- stræti 14 í Reykjavík er til sölu hjá Húsakaupum. Það er hæð, kjallari og ris, samtals 269,8 fermetrar, þar af 23,4 fm viðbygging. „Þetta er eitt af virðulegri húsum gamla miðbæj- arins og byggt í stíl við Viðeyj- arstofu,“ segir Halldór Ingi Andr- ésson hjá Húsakaupum. Þetta hús var byggt á árunum 1880 og 1881 af Helga snikkara Helgasyni, trésmiði og tónskáldi (Öxar við ána, Nú er glatt í hverjum hól), og Bjarna múrara Guðmunds- syni fyrir Benedikt Gröndal, skóla- kennara og skáld. Helgi byggði mörg þekkt hús í Reykjavík, m.a. Kvennaskólann við Austurvöll, Amtmannshúsið við Ing- ólfsstræti, auk íbúðarhúsa en eitt þeirra var að Ingólfsstræti 11, þar sem Helgi bjó sjálfur og er nú á Ár- bæjarsafni. Helgi smíðaði einnig þil- skip og hljóðfæri. Benedikt Gröndal, skáld, bók- menntafræðingur og náttúrufræð- ingur, var ekki síður mikils metinn í kringum aldamótin. Hann gaf út fjölda ritverka, greina, þýðinga og skáldverka. Benedikt bjó að Þing- holtsstræti 14 í 6 ár en þá eignaðist húsið Jón Jensson, dómari í Lands- yfirrétti, bæjarfulltrúi og þingmaður Reykvíkinga. Hann seldi dr. Bjarna Sæmundssyni náttúrufræðingi húsið árið 1904, en fyrsti vísir að Hafrann- sóknastofnuninni var í kjallara þess og Bjarni eini starfsmaðurinn. Bjarni gaf út fjölda náttúru- fræðirita. Eftir daga Bjarna hefur húsið verið í fjölskyldu hans, eða til ársins 1998 þegar núverandi eig- endur keyptu húsið. Upphafleg lýsing á húsinu er „… íbúðarhús að lengd 14 álnir, breidd 13 álnir og hæð 5 álnir úr timbri, bindingi og timbur bitum og þakið úr járni …“ skv. Brunavirð- ingu frá 1881. Skv. gögnum Árbæjarsafns og Borgarskjalasafns voru gerðar end- urbætur á kjallara 1908. 1918 var inngönguskúr við austurhlið byggð- ur og kvistar og dyr frambyggðar. 1927 var byggður inngönguskúr við norðurhlið. 1980 er skráð að svalir hafi verið byggðar og loks 1983 garðhúsið. 1979 er skráð í virðingu að allt húsið hafi verið tekið í gegn, skipt hafi verið um glugga og tvöfalt gler sett í og skipt um allar lagnir. Núverandi eigendur endurbyggðu sólskálann úr varanlegra efni og endurnýjuðu lagnir 1998, auk ým- issa annarra lagfæringa. Á aðalhæð hússins eru þrjú íbúð- arherbergi, eldhús, gestasnyrting og gangar. Af hæðinni er útgengt út á verönd/svalir til vesturs. Í risi eru fimm herbergi og baðherbergi með baðkeri og svölum til vesturs og austurs. Kjallari er undir öllu hús- inu, en þar er stórt herbergi, þvotta- hús, geymslur og lagnaherbergi. Innangengt er í viðbygginguna sem upphaflega var byggð sem sólstofa. Stærð lóðarinnar er 375 ferm. en samkvæmt nýju deiliskipulagi á Menntaskólinn í Reykjavík 100 ferm. ræmu sem verður tekin af lóð- inni á næstunni. Hægt er að skoða deiliskipulagið á vef Reykjavík- urborgar. Þess má líka geta að Þingholts- stræti 14 er háð þjóðminjalögum um allar breytingar á núverandi ástandi þess. Uppsett verð 75 milljónir króna og ráðgert er að hafa opið hús milli klukkan 17.00 og 19.00 laugardaginn 12. mars. Húsið í Þingholtsstræti 14 er til sölu hjá Húsakaupum. Það er hæð, kjallari og ris, samtals 269,8 ferm., þar af 23,4 fm viðbygging. Uppsett verð er 75 millj. kr. Þingholtsstræti 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.