Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						6 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 MORGUNBLAÐIÐ

FRÉTTIR

Heimsferðir bjóða þér beint flug til Alicante í vor

og sumar. Bókaðu strax og tryggðu þér sæti á

lægsta verðinu á www.heimsferdir.is.

Skógarhlíð 18 ? sími 595 1000 ? www.heimsferdir.is

Alicante

í vor og sumar

frá kr.10.799

Kr. 10.799

Flugsæti aðra leið með sköttum. Netverð. 

Ath. takmarkað sætamagn í boði.

Kr. 22.188

Flugsæti báðar leið með sköttum. Netverð. 

Ath. takmarkað sætamagn í boði.

Munið Mastercard

ferðaávísunina

Tryggðu þér lægsta verðið!

TVÖ ungmenni voru flutt á sjúkra-

húsið með grun um áfengiseitrun

eftir að drykkjukeppni á veitinga-

húsi á Sauðárkróki fór úr bönd-

unum. Auglýst hafði verið svoköll-

uð ?skot?-keppni eða snafsa-

drykkjukeppni og tóku 12 manns

þátt. 

Starfsmenn útideildar hjá bæn-

um komu inn á veitingastaðinn Bar-

inn þar sem keppnin var haldin og

töldu þeir að langflestir þátttak-

endanna hefðu verið undir tvítugu.

Þar af kepptu tvær stúlkur ásamt

tíu strákum og innbyrti sigurveg-

arinn, stúlka fædd 1986, 36 snafsa.

Hin stúlkan í keppninni var 17 ára

gömul og var það hún sem ásamt

pilti þurfti aðstoð sjúkraliða. Talið

er að 14 flöskur af sterku áfengi

hafi verið tæmdar. Lögreglan kom

á staðinn þegar sjúkralið var kallað

út og er hún með málið í rannsókn. 

Verið var að undirbúa skýrslu-

tökur af vitnum í gær til að varpa

ljósi á atburðarásina. Telur lög-

reglan drykkjuna með öllu óvið-

unandi.

Drykkjukeppni

unglinga í lög-

reglurannsókn

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef-

ur úrskurðað 25 ára gamlan karl-

mann í viku gæsluvarðhald vegna

rannsóknar lögreglu á auðgunar-

brotum sem hann er grunaður um.

Um er að ræða vörur sem sviknar

voru út úr byggingavöruverslun og

millifærslur úr bönkum.

Í gæslu vegna

auðgunarbrota

FORRÁÐAMENN Atlantsolíu hafa

sent frá sér tilkynningu þar sem

þeir hvetja Ríkiskaup til að end-

urnýja ekki samning um eldsneyt-

iskaup ríkisstofnana sem rennur út

29. apríl næstkomandi. Jafnframt

skora forráðamenn olíufélagsins á

Ríkiskaup að fara með eldsneyt-

iskaupin í útboð að nýju. Fram

kemur að upphaflega hafi samning-

urinn verið gerður við Olíufélagið

og Skeljung um mánaðamótin jan-

úar-febrúar árið 2003 að undan-

gengnu útboði og gilti sá samn-

ingur til tveggja ára með mögu-

leika á framlengingu í tvö skipti.

Fyrri framlengingarsamningurinn

rennur út 29. apríl næstkomandi og

telur Atlantsolía rétt að nýtt útboð

fari fram til að gefa nýjum aðilum

kost á að taka þátt í því auk þess

sem það tryggði Ríkiskaupum

lægsta mögulega verð fyrir um-

bjóðendur sína. 

Hvetja Ríkis-

kaup til útboðs

á eldsneyti

UPPSELT er í stæði á tónleika suð-

ur-afrísku söngkonunnar Miriam

Makeba en þeir eru liður í dagskrá

Listahátíðar í Reykjavík og munu

fara fram í Laugardalshöll þann 20.

maí. Óvenjulegt er að miðar í stæði

seljist fyrr upp en miðar í stúku.

Makeba hefur verið ötull tals-

maður blökkumanna og var hún

meðal annars í útlegð frá Suður-

Afríku í 31 ár vegna andstöðu sinn-

ar við aðskilnaðarstefnuna. Tónlist

hennar hefur verið mjög vinsæl og

hlaut hún meðal annars Grammy

verðlaunin árið 1966 fyrir bestu

þjóðlagaplötuna. 

Uppselt í stæði

á tónleika 

Miriam Makeba

LÖGREGLAN í Reykjavík hefur nú

til athugunar auglýsingar í fjöl-

miðlum um fjárhættuspil á Netinu.

Um er að ræða erlendan spilavef á

slóðinni betson.com sem hleypt hef-

ur verið af stokkunum á íslensku.

Lögreglan fékk tilkynningu um

málið í gær, þótt ekki hafi borist

kæra vegna þess.

Samkvæmt lögum um happdrætti

á Íslandi þá varðar það sektum eða

fangelsi allt að sex mánuðum að

auglýsa happdrætti sem ekki hefur

verið veitt leyfi fyrir samkvæmt

lögunum. Ef brotastarfsemin er

umfangsmikil eða ítrekuð getur

hún varðað fangelsi allt að einu ári.

Til greina kemur að kæra for-

svarsmenn auglýsinganna eða

stöðva birtingu auglýsinganna, að

sögn lögreglu.

Vafasamar aug-

lýsingar í skoðun

SJÓMAÐURINN á norska sel-

veiðiskipinu Polarsyssel sem sóttur

var langt norður í haf í fyrradag

vegna veikinda var útskrifaður af

sjúkrahúsi í gær að sögn læknis á

Landspítalanum. Veikindi sjó-

mannsins fólust í miklum blóðnös-

um og var því ákveðið að senda

þyrlu eftir honum.

Sjómaðurinn 

útskrifaður

PRÓF fyrir verðandi sumarstarfsmenn Morgunblaðs-

ins var haldið í gær í húsakynnum Verslunarskóla Ís-

lands. Prófið stóð yfir milli klukkan 17 og 20 og

þreyttu það um 100 manns. Prófið fólst í raunhæfum

verkefnum, þar sem fréttamat, íslenskukunnátta, stíll

og tungumálakunnátta var prófuð. Að sögn prófhöf-

undar var prófið hæfilega snúið en þeir sem hæstir

verða á prófinu mega eiga von á því að verða boðið í

viðtal um sumarafleysingastarf á ritstjórn Morgun-

blaðsins. 

Morgunblaðið/ÞÖK

Próf fyrir sumarfólk

RÍKISENDURSKOÐUN hefur sent

formanni fjárlaganefndar Alþingis at-

hugasemdir sínar við ummæli Vil-

hjálms Bjarnasonar, aðjúnkts við Há-

skóla Íslands, vegna sölu á hlut

ríkisins í Búnaðarbankanum til svo-

nefnds S-hóps. Er í bréfinu einkum

vísað til þeirra ummæla Vilhjálms að

útilokað sé að Hauck & Aufhäuser

bankinn hafi verið eigandi að helm-

ingshlut í Eglu hf., sem var aðili að S-

hópnum og keypti rúmlega 71% af

45,8% hlut í Búnaðarbanka Íslands

hf., sem ríkið seldi hópnum í janúar

2003.

Í bréfi Ríkisendurskoðunar kemur

fram að stofnunin átti fund með Vil-

hjálmi og í framhaldi af því aflaði Rík-

isendurskoðun ýmissa viðbótargagna

og skýringa á málinu.

Að mati stofnunarinnar kemur

ekkert fram í þeim gögnum sem stutt

geti þær víðtæku ályktanir sem Vil-

hjálmur Bjarnason dregur af gögnum

þeim sem hann hefur undir höndum

og öðrum óformlegum upplýsingum

sem hann kveðst búa yfir. Þvert á

móti telur Ríkisendurskoðun að ekk-

ert nýtt hafi komið fram í málinu.

Ekki bein merki um fjárfestingu

Í bréfi ríkisendurskoðanda kemur

m.a. fram að hann óskaði álits Stefáns

Svavarssonar, löggilts endurskoð-

anda og dósents við HR, á því hvort

unnt væri að fullyrða, með hliðsjón af

upplýsingum í reikningsskilum

Hauck & Aufhäuser fyrir árið 2003,

að bankinn hefði ekki fjárfest í Eglu

hf. ?Í svari Stefáns, dags. 1. mars sl.,

bendir hann m.a. á að fjárfesting

bankans í Eglu hf. rúmast vel innan

liðarins ?hlutabréf og önnur verðbréf

með breytilegum tekjum? í efnahags-

reikningi bankans í reikningsskilun-

um 2003. Þá bendir hann á að hafi

bankinn selt hluta af fjárfestingu

sinni í Eglu hf. á árinu 2004, séu

tekjuliðir í ársreikningi bankans fyrir

árið 2004, sem rúmi vel þann ágóða,

sem hann kann að hafa haft af þeirri

sölu. Eftir að hafa reifað málið kemst

Stefán að þeirri niðurstöðu að ekki sé

hægt að fullyrða með því að rýna ein-

ungis í reikningsskil þýska bankans

fyrir árið 2003 að hann hafi ekki fjár-

fest í Eglu hf. á árinu 2003.

Það gagnstæða eigi raunar einnig

við, þ.e. þess sjást ekki merki með

beinum hætti að bankinn hafi fjárfest

í fyrirtækinu. Hann tekur jafnframt

fram að ekki sé skylda í reiknings-

skilum banka að sundurgreina fjár-

festingu í hlutabréfum eða öðrum

verðbréfum og því hafi þýski bankinn

verið í fullum rétti að veita ekki frek-

ari upplýsingar um fjárfestingu sína í

verðbréfum en hann gerði,? segir í

greinargerð Ríkisendurskoðunar.

Stofnunin aflað sér einnig staðfest-

ingar Hauck & Aufhäuser þar sem

fram kemur að á meðan bankinn átti

hlutabréf í Eglu hf. frá í janúar

2003 og fram í júní 2005 hafi þau

verið færð í bókhaldi hans í samræmi

við þýsk lagafyrirmæli og aðrar regl-

ur þar í landi. Aflaði Ríkisendurskoð-

un einnig staðfestingar frá endur-

skoðendum reikninga bankans,

KPMG í Þýskalandi, um að hlutabréf-

in í Eglu hf. hafi verið færð í bókhaldi

bankans í samræmi við þýsk lög.

Þá segir í greinargerðinni að þýski

bankinn hafi greint frá því, að þar

sem hann hafi staðið að öllu varðandi

kaupin á hlutabréfunum í Eglu í sam-

ræmi við gildandi lög og reglur í

Þýskalandi hafi hann ekki átt í nein-

um sérstökum bréfaskiptum við

þýska fjármálaeftirlitið, enda sérstök

bréfaskipti óþörf þegar svo standi á.

Ríkisendurskoðun aflaði gagna vegna sölu Búnaðarbankans

Ekkert nýtt hefur

komið fram í málinu 

Eftir Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

MAÐURINN sem fannst látinn

á Flúðum í Árnessýslu á mánu-

dag hét Pétur Benediktsson til

heimilis að Lækjargötu 32

Hafnarfirði. Hann var fæddur

12. júlí 1984 og var nemi í sagn-

fræði við Háskóla Íslands. Hann

lætur eftir sig unnustu. Foreldr-

ar hans eru Benedikt Þór Guð-

mundsson og Guðrún Péturs-

dóttir.

Bænastund var haldin í Smár-

anum í Kópavogi og Hjalla-

kirkju á þriðjudag til minningar

um Pétur sem var að góðu kunn-

ur sem knattspyrnuþjálfari

yngri flokka hjá Breiðabliki.

Fannst látinn

við Flúðir

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur vís-

aði í gær frá dómi kröfu fyrrum yf-

irlæknis á skurðstofu Landspítalans

sem krafðist ógildingar á ákvörðun

LSH um að leggja niður yfirlækn-

isstöðuna. Þá var sjúkrahúsið sýkn-

að af kröfu læknisins um miskabæt-

ur og þóknun vegna innheimtu

biðlauna.

Stefnandi málsins starfaði hjá

LSH frá árinu 1975 þar til hann lét af

störfum í janúar 2004. Hann var yf-

irlæknir á skurðstofu kvennadeildar

frá árinu 1998, en í desember 2003

var ákveðið að skurðstofa kvenna-

deildar yrði sameinuð svæfinga-,

gjörgæslu- og skurðstofusviði. Í

kjölfarið var yfirlæknisstaðan lögð

niður og lækninum sagt upp. Honum

var boðið starf sérfræðings við

kvennasvið sem hann afþakkaði. Eft-

ir að hann hætti störfum fékk hann

greidd biðlaun í 12 mánuði.

Að mati dómsins voru ekki færð

fullnægjandi rök fyrir þeirri stað-

hæfingu stefnanda að hann hefði lög-

varða hagsmuni af því að fá sérstak-

lega leyst úr ógildingarkröfunni án

þess að fram kæmi hverjar kröfur

stefnandi telji sig eiga á hendur

stefnda af þessu tilefni.

Málið dæmdi Sigríður Ingv-

arsdóttir héraðsdómari. Eiríkur Elís

Þorláksson hdl. flutti málið fyrir

lækninn og Anton Björn Markússon

hrl. fyrir LSH.

Kröfu yfirlæknis vegna

uppsagnar vísað frá

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60