Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						60 SUNNUDAGUR 2. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ

MINNINGAR

?

Þorleifur Óli

Jónsson fæddist

í Reykjavík 25. mars

1942. Hann lést í

Hátúni 12, Sjálfs-

bjargarhúsinu, 20.

mars síðastliðinn.

Foreldrar hans voru

María Sólveig

Magnúsdóttir frá

Eyri við Reyðar-

fjörð, f. 14. október

1916, d. 29. júní

1996, og Jón Jóns-

son klæðskeri frá

Elliða í Staðarsveit

f. 5. sept. 1912, d. 24. febrúar

1997. Systir Þorleifs Óla er Elín-

borg (Systa), fyrrv. aðstoðar-

skólastjóri, maki hennar var Ólaf-

ur Björnsson prentari, f. 6. des.

1944, d. 20 sept. 1996. Börn þeirra

eru Inga María og Jón Arnar.

Þorleifur Óli kvæntist í apríl

1966 Sigrúnu Ársælsdóttur, f. í

Hafnarfirði 9. feb. 1944. Foreldr-

ar hennar voru Sigríður Guðný

Eyþórsdóttir, f. í Hafnarfirði 20.

sept. 1914, d. 28. júní 1996, og Ár-

sæll Pálsson bakari, f. á Stokks-

eyri 11. febrúar 1916, d. 23. febr-

úar 2001. Synir Þorleifs Óla og

Sigrúnar eru: 1) Hákon f. 3. apríl

1962, Sigrún gekk honum í móð-

urstað við þriggja ára aldur, sam-

býliskona hans er Oddný K. Odds-

dóttir, börn þeirra eru Vigdís

Huld og Victor. Þau eru búsett á

Ísafirði. 2) Ársæll f. 26 des. 1966,

maki Kristín Geirsdóttir. Synir

þeirra eru Gunnar Óli og Hilmar

Þór, búsett í Hafnarfirði. Systkini

Sigrúnar eru a) Vig-

dís, f. 14. ágúst

1949, maki Hallkell

Þorkelsson, synir

þeirra eru Hannar

Már og Kjartan

Már, og b) Gunnar

Eyþór, f. 26. apríl

1952, d. 7. septem-

ber 1988.

Fram að barna-

skólaaldri ólst Óli

upp á Brávallagötu í

Reykjavík en fluttist

þá með fjölskyld-

unni að Hæðargarði

46 í Bústaðahverfi. Tvö sumur var

hann í sveit á Hafþórsstöðum í

Norðurárdal í Borgarfirði. Stax í

æsku kom í ljós áhugi hans á bíl-

um og stórum atvinnutækjum og

var hann iðinn við að lesa sér til

um allt það nýjasta á því sviði og

lét hann það ekki aftra sér, þótt

afla þyrfti efnis á erlendri tungu.

Hann fór í barnaskóla og síðan í

Gagnfræðaskóla verknáms við

Brautarholt en hóf síðan nám í

vélvirkjun hjá Vélsmiðjunni Dynj-

anda þar sem hann lauk því, enda

handverksmaður góður. Hann

starfaði lengi við viðgerðir á

þungavinnuvélum, lengst af í

Hafnarfirði, meðal annars hjá

Vélsmiðju Péturs Auðunssonar og

verktakafyrirtækinu JVJ, auk

sjálfstæðs atvinnurekstrar.

Útför Þorleifs Óla var gerð í

kyrrþey frá Fríkirkjunni í Hafn-

arfirði 24. mars.

Jarðsett var í Hafnarfjarðar-

kirkjugarði. 

Elsku Óli bróðir minn.

Þannig talaði ég alltaf um þig þeg-

ar ég var yngri og þó að mér væri

sagt að allir vissu að Óli væri bróðir

minn. Kannski vissi það á eitthvað

þegar ég eignaðist eiginmann sem

líka hét Óli; þá varð það Óli minn og

Óli þinn.

Fyrsta æskuminning mín er þeg-

ar við vorum uppi í sumarbústað við

Elliðavatn, ég í rimlarúmi og Óli það

lítill að hann gat ekki lyft mér upp úr

því. Hann var að draga það á eftir

sér og var kominn með það fram í

gang þegar ég rak hausinn í og fór

að grenja og mamma og pabbi vökn-

uðu enda eldsnemma morguns og

spurðu hvað hann ætlaði að gera við

mig. Óli svaraði; ég ætlaði bara með

Systu mína út í sólina.

Já, Óli bróðir gaf mér nafnið

Systa, þar sem hann gat ekki sagt

nafnið mitt Elínborg þegar hann var

lítill og ég eina Systan hans.

Umhyggjan og væntumþykjan

sem hann sýndi mér frá fæðingu hef-

ur varað allt okkar líf.

Við ólumst upp á Brávallagötunni.

Þar var gott að vera, margir krakkar

sem voru duglegir að leika sér sam-

an, dýrlegir bakgarðar og nábýlið

við elliheimilið Grund þar sem okkur

var alltaf vel tekið.

Eitt sinn áttir þú í útistöðum við

einhverja stráka og komst vælandi

upp alla stigana og kvartaðir við

mömmu um að strákarnir væri að

sparka í þig. Mamma svaraði þá; af

hverju sparkar þú ekki bara í þá á

móti? Vegna þess að þeir eru í skóm

en ég í stígvélum. Þá klæddi mamma

þig í skó og þú fórst út og hættir að

koma kvartandi upp alla stigana.

Þegar Bústaðahverfið var að

byggjast upp fluttumst við inn á

Hæðargarð og áttum þar heima þar

til við fluttum að heiman. Þá var þar

ennþá búskapur, sumarbústaðir og

kálgarðar. Þvílíkt ævintýraland að

alast upp í.

Þú fékkst snemma áhuga á vélum

og skrúfaðir ýmislegt í sundur til að

sjá hvernig hlutirnir virkuðu. Þú

keyptir fyrsta bílinn með vini þínum,

handmálaðan Packhard, ofsaflottan.

Þér gekk vel að læra en ætlaðir

ekki að verða hvítflibba maður held-

ur ætlaðir þú að vinna í höndunum.

Vélvirkjun varð fyrir valinu og varð

starfsvettvangur þinn eftir það.

Þú giftist henni Sigrúnu þinni sem

stóð sem klettur við hlið þér öll þessi

ár. Tvo stráka eignaðist þú, Hákon

og Ársæl, sem þú varst svo stoltur

af.

Þegar árin liðu fóru þið Sigrún að

ferðast um innanlands sem utan.

Sumarið 1988 komuð þið til okkar til

Kaupmannahafnar þar sem við fjöl-

skyldan ætluðum að dveljast í eitt

ár, en þar var það fastmælum bund-

ið að að ári ætluðum við að aka sam-

an um Evrópu. En mennirnir áætla

en Guð ræður. Nokkrum dögum áð-

ur en þið Sigrún ætluðuð að koma út

til okkar fékkst þú heilablóðfall. Þá

breyttist allt. Fyrst var þér ekki

hugað líf, fékkst lungnabólgu og í

marga mánuði gast þú ekki talað. Þú

varst lamaður vinstra megin og

varst bundinn í hjólastól allt þitt líf.

Það var erfitt að þurfa að horfa upp

á þennan sterka og stolta mann

þurfa svo mikla hjálp. Gæfa þín og

fjölskyldunnar var að þú fékkst her-

bergi í Sjálfsbjargarhúsinu í Hátúni.

Þar leið þér vel. Verður seint þökkuð

sú aðhlynning sem þú fékkst þar.

Síðustu árin voru þér erfið og þú

varst orðinn þreyttur.

Það var margt sem breyttist í lífi

fjölskyldunnar þegar þú veiktist. Í

sautján ár var Sigrún konan þín við

hlið þér, drengirnir þínir studdu þig

og barnabörnin misstu af afa sínum

sem var svo barngóður.

Ég á mynd af þér í Kaupmanna-

höfn í sólinni síðasta daginn sem ég

sá þig hressan sólbrúnan með sól-

gleraugu, töff, þú ert að þvo bíla-

leigubílinn sem þið Sigrún ætluðuð

að aka á niður til Lúxemborgar og

fara heim og litli frændi að spjalla.

Þannig ætla ég að muna þig. Þakka

þér fyrir allt, Óli bróðir minn,

þín Systa.

Elínborg.

Þegar ég kveð svila minn hann

Óla, koma ótal minningar fram í

hugann, við höfum átt samleið í rúm

36 ár og er ég lít til baka kemur eitt

sterkar fram en annað, það er að

aldrei minnist ég þess að okkur hafi

orðið sundurorða eða eitthvert mis-

sætti komið upp á milli okkar. Það

finnst mér segja svo margt um þann

persónuleika sem þú hafðir til að

bera, því að þeir sem þekkja mig,

vita að ég hef sterkar skoðanir á

málum og tjái mig opinskátt um þau.

Sjálfsagt hefur þú ekki alltaf verið

sammála þeim, þó ekki létir þú það í

ljós.

Synir okkar Vigdísar, Hrannar og

Kjartan, nutu þess svo sannarlega

að eiga frændurna í Hafnarfirði, þá

Hákon og Ársæl. Þær voru ófár

helgarnar sem þeir fengu að gista og

alltaf varst þú tilbúinn að taka á móti

þeim og sprella sem einn af strákun-

um. Dæmigerð slík helgi hófst á því

að Kjartan kom hlaupandi upp stig-

ann á Flókagötunni, henti fatapok-

anum sínum í húsbóndastólinn og

kallaði: þessi stóll er frátekinn. Þú

lést þér síðan lynda að sitja á gólfinu

og hafðir gaman af.

Eitt sinn sem oftar dróst þú mig

út í bílskúr til þess að sýna mér

tjakk sem þú hafðir fest kaup á og

eins og þér var líkt var ekki keyptur

einfaldur gripur. Nei, hann var svo

tæknilega flókinn að ég vissi ekki

hvaðan á mig stóð veðrið. Við fórum

svo inn á kaffi en þegar við skömmu

seinna töluðum saman sagðir þú mér

að þú værir í vandræðum með tjakk-

inn, hann Hrannar komst nefnilega í

hann og það liðu tvö ár þangað til að

hann var orðinn nothæfur. Þetta

fannst þér alveg meiriháttar og

hafðir mjög gaman af. Margar góðar

stundir áttum við saman í Skorra-

dalnum sem á fleiri stöðum.

En það dró ský fyrir sólu á sum-

ardegi 1989, þú varst sviptur heils-

unni á einu augabragði, heilablæðing

og margra mánaða meðvitundar-

leysi og líf fjölskyldunnar breyttist í

einum vetfangi. Þú barðist hetjulega

og hafðir það af, en lífið, persónan,

allt var breytt. Að vísu brá alltaf fyr-

ir sama eldlega áhuganum á bílum

og tæknitímaritum.

Í 13 ár varst þú í Hátúni 12, Sjálfs-

bjargarhúsinu. Þar naust þú frá-

bærrar umönnunar og skulu allir

þeir sem eiga hlut að máli hafa þökk

fyrir. Við sem fylgdumst með þér í

baráttu þinni síðastliðin tæp 17 ár

stöndum hjálparvana, spyrjandi,

hvers vegna? Af hverju? Við vitum

engin svör, enda ekki komin á það

tilverustig að skilja tilganginn.

Nú þegar öllum þínum þrautum

er lokið og þú kominn á vit feðra

þinna, er ég viss um að þú situr við

háborðið, það hlýtur að vera komið

að þér.

Elsku Sigrún, Hákon, Ársæll og

aðrir aðstandendur. Í mínum huga

hvílir harmur, en jafnframt léttir,

hugarró, yfir að þessari löngu bar-

áttu skuli vera lokið. Þetta hefur

vissulega verið langur og erfiður

tími fyrir ykkur. Megi guð veita ykk-

ur huggun.

Vertu sæll kæri svili, 

Hallkell.

Það fóru um mig blendnar tilfinn-

ingar þegar mamma sagði mér að nú

væri líklega stutt eftir hjá Óla.

Þegar ég hugsa um Óla og hans líf

síðustu 17 ár, þá áttar maður sig á

því hversu mikilvægt það er að geta

hreyft sig og vera heill heilsu. Eftir

heilablóðfallið fyrir 17 árum breytt-

ist líf Óla skyndilega og hann varð

aldrei samur á eftir, aldrei sá Óli

sem ég var svo heppinn að fá að um-

gangast í æsku. Það voru ófáar næt-

urnar sem ég og Hrannar bróðir

gistum á Flókagötunni þegar við

vorum litlir. Það var nefnilega þann-

ig að þar fannst okkur skemmtileg-

ast að vera, í fjörinu hjá Sigrúnu og

Óla.

Á Flókagötunni var ýmislegt

brallað og Óli yfirleitt fremstur í

flokki að æsa okkur bræðurna upp

ásamt sonum sínum, Ársæli og Há-

koni. Ég man hve mikið ég hlakkaði

alltaf til gamlárskvölds en þá feng-

um við bræðurnir alltaf að taka þátt

í brennunni á Flókagötunni sem Óli

stjórnaði ósjaldan. Óli var afar barn-

góður og þolinmóður og leiddist

aldrei að vera í kringum okkur

strákana og dekra við okkur t.d. með

því að fara í bíltúr og kaupa ís og

þess háttar. Með Sigrúnu og Óla fór

ég í fyrsta sinn í Þórsmörk og það

fannst litlum polla ekki lítið spenn-

andi.

Það er sorglegt að líf Óla skyldi

breytast svo mikið fyrir 17 árum og

mikið áfall fyrir hann og fjölskyldu

hans. Þegar ég heimsótti Óla í Há-

túnið, þar sem hann bjó um 13 ára

skeið í umsjón góðra starfsmanna,

þá var alltaf jafn erfitt að kveðja

hann, vitandi það maður gæti ekkert

gert. Um síðustu jól þegar við fjöl-

skyldan heimsóttum hann, fannst

mér hafa dregið mikið af honum og

ég var nokkuð viss um að nú liði hon-

um verr en áður. Það er þess vegna

sem ég segi að það voru blendnar til-

finningar sem fóru um mig þegar ég

fékk fréttirnar hjá mömmu um að nú

væri líklega stutt eftir.

Þessi 17 ár hafa verið erfið bar-

átta fyrir þig Óli og fjölskyldu þína

en ég vona að nú líði þér betur og ég

mun aldrei gleyma þeim góða Óla

sem ég var svo heppinn að fá að

kynnast. Kveðja, 

Kjartan Már.

Á mínum yngri árum átti ég því

láni að fagna að kynnast Þorleifi Óla.

Fyrir forvitinn og fiktsaman dreng

var gaman að þekkja hann. Óli var

góður maður og sérstaklega barn-

góður. Hann virtist alltaf hafa tíma

til að fræða mig um það sem honum

var hugleikið, en hann var með

mikla bíla- og tækjadellu.

Hjá Óla fékk ungur drengur vitn-

eskju um ýmis tæknileg málefni, svo

sem hvernig átti að búa til útvarp og

önnur raftæki, hvernig bílvélar virk-

uðu og hvernig átti að nota hin ýmsu

verkfæri sem hann átti. Allt höfðaði

þetta ákaflega sterkt til mín. Óli

mátti þó stundum gjalda fyrir góð-

mennsku sína, því auðvitað þurfti að

prófa hvernig hlutirnir virkuðu og

þá vildi það gerast að eitthvað var

eyðilagt fyrir honum. Alltaf tók hann

því með jafnaðargeði. Óli eyddi

nefnilega ekki tímanum í að

skamma, heldur í að kenna hvernig

hlutirnir áttu að virka þegar rétt var

að verki staðið. Nú, þegar Óli er fall-

inn frá, þá eru þetta þær minningar

sem ég vil varðveita.

Guð geymi góðan dreng.

Hrannar M. Hallkelsson.

ÞORLEIFUR ÓLI

JÓNSSON 

Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-

faðir, afi og bróðir,

SVAVAR EIRÍKSSON,

Stóragerði 10,

Akureyri,

sem lést föstudaginn 24. mars, verður jarðsunginn

frá Akureyrarkirkju mánudaginn 3. apríl 

kl. 13.30.

Birna Sigurbjörnsdóttir,

Berglind Svavarsdóttir, Friðfinnur Hermannsson,

Hildigunnur Svavarsdóttir, Ögmundur H. Knútsson,

Anna Margrét Svavarsdóttir, Örvar Þór Jónsson,

Sveinn Svavarsson, Sigyn Sigvarðardóttir,

barnabörn og systkini.

Yndislegi drengurinn okkar, bróðir minn, barna-

barn, unnusti og frændi,

EILÍFUR GÓPI HAMMOND,

Egilsgötu 30,

Reykjavík,

sem lést mánudaginn 27. mars, verður jarð-

sunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn

4. apríl kl. 13.00.

Þórgunna Þórarinsdóttir,

Declan Hammond,

Aileen Giita Hammond,

Rannveig Hálfdánardóttir,

Maureen Hammond,

María Ísfold Steinunnardóttir

og aðrir aðstandendur.

Móðursystir okkar

GUÐLAUG JÓHANNESDÓTTIR DUNN

andaðist á sjúkrahúsi í Cambridge, Englandi,

sunnudaginn 12. mars sl. og var jarðsungin í

Burgh þriðjudaginn 28. mars.

Fyrir hönd aðstandenda,

Guðrún Helga Kristinsdóttir,

Ólafur Magnús Kristinsson.

Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-

faðir, afi og langafi.

JÚLÍUS VETURLIÐASON,

Vallholti 7,

Akranesi,

lést á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn

28. mars.

Útförin fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn

5. apríl kl. 14.

Guðrún Sveinbjörnsdóttir,

Halldór Júlíusson, Gíslný Bára Þórðardóttir,

Sigurrós Júlíusdóttir, Ólafur Kr. Borgarsson,

Sigurlína Júlíusdóttir, Guðmundur Páll Jónsson,

Ólöf Ingibergsdóttir,

Birna Júlíusdóttir, Bjarni Axelsson,

Ingibjörg Ösp Júlíusdóttir, Aðalsteinn Jóhannsson 

og afabörnin.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80