Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.05.2006, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Stefán Karlsson var kennari minn og síðan vinur. Fáir hafa haft jafnmikil áhrif á lífs- hlaup mitt og hann. Það byrjaði haustið 1963 er ég hóf nám í dönsku við Kaupmannahafn- arháskóla. Þá var forníslenska skyldu- grein á fyrsta ári og 5–6 hópar ný- nema, 40 í hverjum, áttu að læra að lesa lestrarbók Ludwig Wimmer síðan 1870. Sú var ekki nútímaleg eða að- gengileg, stofan var afkimi í gömlu samkomuhúsi og tímarnir byrjuðu kl. 8. Það var hart, fáir skildu tilgang þess að læra flókna málfræði og dautt tungumál. Kennarinn var rauðhærður víkingur með alskegg og skalla sem talaði frekar lágt og með mildum hreim. Það var Stefán. Mér gekk illa framan af. En svo gerðist ég þrjóskur og lagði mig fram og svo fór það að vera gaman. Á þessum árum var handritamálið í algleymingi. Einhvern tíma þennan vetur var fundur í Studenterforenin- gen og allir mæltu á móti. Þá stóð Stefán upp og ræddi af rökfestu en ekki síst af ákefð sem sýndi að hjarta hans var þar sem handritin voru og það átti að vera á Íslandi. Þar kynntist ég eldmóði Stefáns. Um vorið fórum við að rabba saman á leið úr tímum. Hann vann í Proviant- gården í Árnastofnun. Samtölin leiddu til þess að hann bauð mér vinnu. Vorið 1966 byrjaði ég þar. Ég átti að taka orðamun fyrir útgáfu Stefáns af Guð- mundar sögu góða. Stefán kenndi mér að lesa handrit og tækni við að skrá orðamun og nú var hugur minn ráð- inn. Ég ætlaði að verða handritafræð- ingur og sitja eins og Stefán í virðu- legri vísindastofnun í gömlu fallegu húsi og gefa út gamla texta. Þegar ég hitti Stefán síðast sagði hann mér að nú væri hann loksins kominn að því að vinna úr því sem ég skrifaði upp 1966–68. Eitt leiddi af öðru. 1968 fór ég með styrk til að læra við Háskóla Íslands þrjá mánuði og ílentist. Ég fór að vinna við Árnastofnun á Íslandi á und- an Stefáni sem kom heim 1970. Það var glatt í Árnastofnun þessi ár. Við vorum þar nokkrir háskólanemar í íslensku og fræðingarnir voru glaðir að markmiðið um íslenska vísinda- stofnun um útgáfu fornrita hafði náðst. Aldrei gleymi ég stundunum á kaffistofunni þegar Ólafur Halldórs- son, Jónas Kristjánsson og Stefán sögðu sögur af þessu og hinu furðu- legu fólki. Ekki bara voru sögurnar ótrúlegar, heldur höfðu þær stíl og formlega reisn sem gerir að það er vonlaust að segja þær aftur. Leið mín lá annað eftir 1974, og við Stefán hittumst sjaldnar, stundum bara 5. júní í danska sendiráðinu. Allt- af spurði Stefán um verklok útgáfu minnar og alltaf virtist hann vongóður um að verkið kláraðist þegar ég færi á eftirlaun eins og hann sjálfur vonaðist til með Guðmundar sögu. Flottast verka Stefáns finnst mér vera greinin um aldur Hauksbókar þar sem hann rekur ákveðna þróun í rithendi Hauks lögmanns og getur þar með tímasett bókina og vísað fram á að hún hafi verið skrifuð á Íslandi en ekki í Noregi. Þar fara saman staf- krókafræði og þjóðernisstolt. En best er að ljúka þessu með orð- um Stefáns þegar ég spurði ungur maður hverjir keyptu eiginlega út- gáfur Árnastofnunar: „Enginn, og það er gott því þá endist upplagið lengi!“ Pétur Rasmussen. Geri eg hús þau er aldri fyrnast og veggi þá er aldri falla og glugga þá er eigi þrýtur ljós í húsum. (Úr Tómas sögu postula.) STEFÁN KARLSSON ✝ Stefán Karlssonfæddist á Belgsá í Fnjóskadal í Suð- ur-Þingeyjarsýslu 2. desember 1928. Hann lést í Kaup- mannahöfn 2. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Neskirkju 12. maí. Kynni okkar Stefáns hófust fyrir allmörgum árum þegar ég sótti námskeið hjá honum í handritalestri á BA- stigi við íslenskuskor. Við nemendurnir bár- um ómælda virðingu fyrir þessum mikla fræðimanni sem rakti blaðalaust íslenska málsögu milli þess sem hann þjálfaði okkur í lestri handrita. Ógleymanlegur er sá morgunn þegar Stefán kom með sjálfa Möðruvallabók í tíma og leyfði okkur að lesa upp úr henni. Ekki er ólíklegt að eftir þá helgistund hafi teningnum verið kastað. Haustið 1994 átti ég fund með Stef- áni; hann var þá nýbakaður forstöðu- maður Árnastofnunar. Erindið var að fá hann til að aðstoða mig við val á lokaverkefni til MA-prófs. Eftir nokkrar vangaveltur varð rannsókn á Tómas sögu postula fyrir valinu. Stef- án bauðst til að verða leiðbeinandi minn við verkið. Sú vinna sem fram fór næstu tvö árin var mikill skóli fyr- ir mig, enda Stefán kröfuharður en umfram allt umhyggjusamur og sanngjarn leiðbeinandi. Nú síðustu árin hefur verið fram- hald á handleiðslu Stefáns, þar sem hann hefur verið í þriggja manna nefnd sem leiðbeinir mér í doktors- námi. Það skarð verður vandfyllt. Að hafa haft hann í kallfæri á Árna- stofnun árum saman hefur verið mér ómetanlegt. Með tímanum varð Stef- án meira en faglegur ráðunautur. Hann varð ekki síst góður félagi og vinur. Fyrir íslensk fræði er missirinn mikill, með Stefáni fer gríðarleg þekking og reynsla. Fáir kunnu jafn- vel íslenska málsögu. Stefán var mik- ilvægur tengiliður við fortíðina, stóra brúin til hinna gömlu skrifara. Rannsóknir og verk Stefáns tryggja að nafn hans mun lifa áfram á vörum þeirra sem láta sig íslensk fræði nokkru varða. Á þessum tíma- mótum og í þessu mikla tómarúmi sem skapast hefur er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt Stefán Karlsson að læriföður og vini. Steinunni og börnum hennar votta ég mína dýpstu samúð. Þórður Ingi. Vorið 1999 bjó ég um misseris skeið á Nordisk kollegium í Kaup- mannahöfn. Þar bjó einnig Stefán Karlsson prófessor sem þá hafði ný- látið af störfum sem forstöðumaður Árnastofnunar. Hann var þá virðu- legur öldungur og hálfgerð stofnun í alþjóðlegu fræðasamfélagi norrænna miðaldarannsókna þar sem hann naut almennrar viðurkenningar fyrir kunnáttu sína á textafræði. En á þessum mánuðum og æ síðan kynnt- ist ég öðrum hliðum Stefáns og fáa hef ég metið meir um ævina. Stefán var kátur í gleðskap og skipti engu þótt hann væri í hópi fólks þar sem flestir voru meira en 40 árum yngri en hann. Enda gaf hann sig oft að yngra fólki í fræðaheiminum og átti vini af mörgum kynslóðum. Áhrif Stefáns ná langt út fyrir raðir okkar sem voru svo lánsöm að kynn- ast honum. Um langa framtíð munu margir minnast Stefáns Karlssonar sem afburðafræðimanns á sviði ís- lenskrar textafræði. Sem kennari var hann skýr í framsetningu og kunni að greina aðalatriði frá aukaatriðum. Aldrei hélt hann neinu fram nema því sem hann kunni í þaula og þrátt fyrir yfirburðaþekkingu á mörgum sviðum heyrðist hann oft segja: Ég veit ekk- ert um það. Og meinti þá ekkert meira en hægt var að fræðast um í handbókum. Það var gagnlegt að þekkja Stefán. Hann var ekki aðeins glöggur á því sviði sem hann hafði lagt fyrir sig heldur var hugsun hans líka skörp um hversdagslega hluti. Stefán var ver- aldarvanur, hann fylgdist vel með því sem gerðist í kringum hann og þekkti margt fleira en „Íslendingaslóðir“ í Kaupmannahöfn. Þrátt fyrir lang- dvalir í fílabeinsturnum fræðanna lét Stefán ekki sitt eftir liggja í fé- lagsstörfum á sviði þjóðmálanna, var skeleggur í skoðunum og hafði tölu- verð áhrif á marga sem kynntust hon- um, þar á meðal mig. Hann hafði mik- inn áhuga á öðru fólki og átti einstaklega létt með að kynnast því. Hann átti jafnvel heima í félagsskap stórmenna í hefðarsölum, hálf- skuggalegra stammgesta á knæpum Kaupmannahafnar eða stúdenta við uppþvottinn á Nordisk kollegium. Stefán var í senn ævaforn og síung- ur. Hann var einstakur bæði að þekk- ingu og karakter. Margir munu sakna hans sárt og betri eftirmæli fær nokk- ur naumast kosið sér. Sverrir Jakobsson. Við hjónin kynntumst Stefáni Karlssyni handritafræðingi snemma á 7. áratug síðustu aldar í Kaup- mannahöfn, en við vorum þar við nám og störf. Stefán var þá formaður Ís- lendingafélagsins í Höfn og er hann einkar minnisstæður fyrir skemmti- legar og snjallar ræður við hin ýmsu tækifæri, fluttar á svo fallegu og til- gerðarlausu máli, að maður öfundaði hann af. Hvergi var of né van. Okkur bauð þá ekki í grun, að við ættum eftir að búa undir sama þaki og hann í rúman aldarfjórðung. Betri nágranni er vart fundinn. Þessi ár í sambýli við Stefán hafa auð- vitað verið fljót að líða. Börnin hafa komist til nokkurs þroska og eru flog- in úr hreiðrinu, en meðan á skóla- göngu stóð var ekki ónýtt fyrir þau að geta leitað til sérfræðings á hæðinni fyrir ofan. Við erum ekki svo kunnug fræðastörfum Stefáns, þótt aldrei stæði á því að hann útskýrði, hvað hann væri að sýsla hverju sinni. Eink- um er hann var við rannsóknarstörf í Kaupmannahöfn hin síðari ár. Það vildi oft gleymast upp á síðkastið, að hann var fyrir löngu kominn á eft- irlaun. Líklegt er, að fáum mönnum sé gefin slík starfsorka og brennandi áhugi fyrir sínu starfssviði. Vinnu- dagurinn var alltaf býsna langur og stundum fannst okkur eins og hann þyrfti ekki að sofa. Um sjöleytið á hverjum morgni var hann farinn í sund í Vesturbæjarlauginni þótt við vissum af því, að hann var að vinna lengi fram eftir kvöldið áður. Gest- risni hans var með afbrigðum og hann opnaði gjarnan heimili sitt fyrir ýmsu fólki til lengri og skemmri dvalar, sem til Íslands leitaði til þess að auka þekkingu sína og sinna fræðastörfum. Einkum hændist að honum ungt fólk, enda var hann alltaf einn af þeim, bæði í anda og atferli. Á hverju sumri leitaði hann á æskustöðvarnar fyrir norðan í mánuð eða svo. Í Fnjóskadal átti Stefán sælureit á jörðinni Belgsá, þar sem bernskuheimili hans var. Þar fengum við hjónin oft að njóta næðis er við vorum á ferðalagi norður þar. Samt hittist svo á, að aldrei var Stef- án heima er okkur bar að garði. Þarna bjó hann gjarnan í tjaldi og vart er hægt að komast í nánari snertingu við ættjörðina en þannig við fuglasöng og nið í læknum sem rann um reitinn hans. Foreldrar Brigitte voru öllu heppn- ari að hitta Stefán heima fyrir í Fnjóskadalnum. Sú heimsókn var auðvitað hin ánægjulegasta. Þau voru frá Sviss og komu hingað á hverju sumri í yfir tuttugu ár og kynntust honum allvel. Þau eru nú bæði látin. Við vorum einmitt stödd í Sviss í síð- ustu viku að undirbúa jarðarför Leon- ie móður Brigitte, er Steinunn dóttir Stefáns tilkynnti okkur hið sviplega fráfall. Við munum sakna Stefáns sárt sem trausts vinar. Ljúflegt viðmót og gamansemi er við hittumst að morgni dags á leið til vinnu var sem krydd í tilveruna og fótatakið á hæðinni fyrir ofan, sem var auðþekkt, heyrist nú ekki framar. Við sendum Steinunni, dætrum hennar og eiginmanni samúðarkveðj- ur svo og öllum vinum Stefáns, sem eiga nú minninguna eina. Hún er hins vegar ákaflega dýrmæt. Brigitte og Pétur B. Lúthersson. Mikið voðalega var vont að missa hann Stefán Karlsson svona snögg- lega. Enginn vissi betur en hann myndi geta sinnt vini sínum Guð- mundi biskupi hér í Árnastofnun um hríð en Stefán var nýkominn hingað út til starfa er hann lést. Ég hafði heitið mér því að eiga löng samtöl við Stefán um Ísland í Danmörku, forn- ritin, Árnastofnun og pólitík. En það varð semsé ekki. Stefáni kynntist ég í Hrísey þegar hann var að heimsækja Steinu og stelpurnar hennar og Tryggva forð- um. Þá bjuggu þær í Hrísey Svandís dóttir mín og Steinunn dóttir Stefáns og þær höfðu ákveðið að verða systur þar sem þeim hafði ekki verið séð fyr- ir systrum af foreldrunum með hefð- bundnum hætti. Ég veit ekki betur en þær séu systur enn og verði; þannig áttum við Stefán saman dætur. Við urðum kallarnir samferða að skíra Helgu, Önnu og Odd í Hríseyjar- kirkju; þetta var árangursríkt heið- ingjatrúboð sögðum við hvor við ann- an á tröppunum. Fræðistörf Stefáns Karlssonar þekkti ég ekki að neinu gagni enda munu aðrir sem þekkja til gera því skil. Hitt þekkti ég að Stefán var góð- ur félagi til dæmis 1990 þegar Al- þýðubandalagið fór í gegnum sínar erfiðustu kosningar í Reykjavík nokkru sinni og kom aðeins einum manni í borgarstjórn. Þá tók Stefán því eins og sjálfsögðum hlut að setjast á listann hjá okkur og taka þátt í bar- áttunni, pappírsvinnu alls konar, gott ef ekki útburði á blöðum og öllu því sem nauðsynlegt er í kosningabar- áttu. Og það var gott að njóta Stefáns í félagsverkum; þannig var maðurinn, greindur og hlýr. Hann var líka fé- lagsvanur meðal annars frá fé- lagsstörfum sínum í Kaupmannahöfn um langt árabil þar sem hann leiddi Íslendingafélagið með glæsibrag eins og sagt er frá í bók Margrétar Jón- asdóttur. Við söknum Stefáns og með þess- um línum flyt ég honum þakkir okkar Guðrúnar, en sendi þeim Steinu og Arthúri og stelpunum, Helgu, Önnu og Höllu, hlýjar samúðarkveðjur frá borginni við Eyrarsund. Stefán skildi margt eftir sig af glæsilegum fræði- störfum sem munu standa meðan gluggað er í íslensk handrit; hann lét eftir sig drengileg félagsverk, ekki síst við Eyrarsund. En stelpurnar fjórar, gáfaðar, listrænar og glæsileg- ar standa þó öllu framar og verða sér og sínum og minningu Stefáns Karls- sonar fagur vitnisburður um langa tíð. Svavar Gestsson. Unglegur, fjörlegur og stundum gáskafullur, þess á milli alvörugefinn og flutti mál sitt á fagurri norðlensku af festu og sannfæringarkrafti. Þann- ig kom Stefán Karlsson mér fyrir sjónir allt fram undir hið síðasta. Árin fóru vel með hann eins og gerist með suma þá sem sýnast eldri en þeir eru í æsku. Skallinn og skeggið grátt hurfu fyrir einörðum svip og bliki í auga yfir rjóðum vöngum. Mestu skipti hans innri maður, það jafnvægi sem hann bjó yfir og sú ögun sem hann tamdi sér í verkum sem lengi munu duga. Samskipti okkar og kynni urðu mest á sjötta áratugi síðustu aldar og á þeim byggðist vinátta og traust til loka þótt leiðir lægju sjaldan saman. Okkur sem höfðum hann sem efna- fræðikennara í MA veturinn 1951– 1952 datt fæstum í hug að þar færi upprennandi sérfræðingur í íslensku máli og bókmenntum. Ég efast um að þekking kennarans á „kemi“ hafi náð langt langt út fyrir kverið sem stuðst var við en hann kunni að miðla og síð- an hefur þessi grein verið mér kært efni. Næst lágu leiðir saman í Atlavík á sumarhátíð 1955 og þar stóð þessi sigldi Fnjóskdælingur fyrir færeysk- um dansi á grundunum þegar leið á nótt. Sumarið eftir vorum við saman í landmælingum í flokki Steingríms Pálssonar á öræfum, fyrst á Sprengi- sandi og síðan vestan Þjórsár með bækistöð við Kisu. Stefán kom seinna til leiks en þeir sem göslast höfðu yfir Tungnaá á Hófsvaði, hafði gerst frambjóðandi þjóðvarnarmanna í Eyjafirði í alþingiskosningum þá um vorið. Við höfðum merkt fyrir „flug- velli“ svo lenda mætti með Stefán og í Illugaveri var honum fagnað með veigum sem fylgdu úr höfuðstaðnum. Um haustið hleypti ég heimdrag- anum og næstu árin lágu leiðir okkar nokkrum sinnum saman í Kaup- mannahöfn þar sem Stefán var nú tekinn til við íslensk fræði fyrir alvöru og sat við fótskör meistara Jóns Helgasonar í Árnastofnun. Inn þang- að leiddi hann aðvífandi námsmann frá Saxlandi sem fékk að bera augum þau dýru membrana sem urðu við- fangsefni Stefáns upp frá því. Stafkrókar heitir ritgerðasafnið sem Árnastofnun færði okkur af til- efni sjötugsafmælis forstöðumanns síns. Það er mikill fjársjóður, skemmtilestur þeim sem unna ís- lenskri tungu og skynja að hún er líf- taugin sem skiptir okkur máli hér á skerinu. Stefán var öðrum mönnum betur læs á rithendur. Oft hefur hon- um eflaust farið sem Jóni læriföður sínum Helgasyni að „... hugurinn sá yfir hlykkjóttum stafanna baugum hendur sem forðum var stjórnað af lifandi taugum.“ Viðhorf okkar Stef- áns til stjórnmála runnu að ég hygg í svipuðum farvegi. Það undraði mig því ekki að hitta hann fyrir nokkru í fagnaði með Vinstri grænum. Eflaust hefur hann undir lokin glaðst af ein- lægni við þau tíðindi að sjá erlendan her tygja sig brott af Suðurnesjum. Stefán var víðsýnn og laus við ein- strengingshátt. Auk fræðiiðkana lagði hann mörgu lið. Varðveisla og ræktun menningararfsins var þó sú hugsjón sem hann hlúði að lengst og best á farsælli ævi. Hjörleifur Guttormsson. „Við sjáumst í næstu viku!“ Hversu oft hefur maður ekki kvatt með þess- um orðum. Þegar ég kvaddi vin minn Stefán Karlsson eftir ennþá eina ánægjulega samverustundina, reikn- aði ég að sjálfsögðu með að svona yrði það; við mundum hittast þegar ég kæmi aftur til Kaupmannahafnar í næstu viku. En það varð ekki þannig, ég var að kveðja þennan mæta mann og elskulegan vin í síðasta skiptið. Þrátt fyrir mikil ferðalög og bú- setuskipti, höfum við alltaf náð að hittast með jöfnu millibili, annaðhvort í Kaupmannahöfn þar sem hann hafði tímabundna búsetu, eða í Reykjavík þar sem ég hafði tímabundna búsetu. Við náðum meira að segja að hittast á Akureyri þar sem ég kem nú afar sjaldan. Þess á milli voru það ófá tölvubréfin sem fóru á milli okkar. En það var sama hvar, eða undir hvaða kringumstæðum við hittumst, alltaf var jafn gott að hittast og alltaf var samveran jafn ánægjuleg og inni- haldsrík. Ég hef oft sagt að ég er svo lukkulega sett að hafa getað kallað Stefán Karls vin minn, ég er óend- anlega þakklát fyrir það og vil bera minninguna um hann með mér sem eitt af því góða sem hefur hent mig í lífinu mínu. Auk margra góðra eig- inleika í fari þessa manns, tókst hon- um alltaf að segja mér eitthvað sem ég hafði ekki heyrt áður, hann gat endalaust gefið frá sér af reynslu sinni og þekkingu, örlæti hans var einstakt, hvort sem um var að ræða þekkingu hans, vináttu eða verald- lega hluti. Og alltaf var veitt á svo fal- legan og yfirlætislausan hátt. Mikið sem ég er rík að hafa átt þig að vini. Það eru margir sem geta sagt það sama, vinirnir hans voru svo margir. Stefán skilur mikinn auð eftir sig og þar á ég ekki bara við fræðilegan auð. Hann skilur eftir sig mikinn auð í hugum okkar sem þekktum hann, í formi minninga sem við öll sem nut- um samvista við hann eigum og geymum með okkur. Með þakklæti í huga kveð ég þig, minn kæri vinur, við sjáumst ekki í næstu viku, þannig átti þetta að vera. Elsku Steinunn og fjölskylda, við Sigfús vottum ykkur dýpstu samúð og biðjum allar góðar vættir að vera með ykkur. Svava Aradóttir. Kæri Stefán. Ég fann grænu þrumuna sem þú baðst mig um að setja á blómin, á meðan þú varst ekki hér. Ég ætla ekki að gleyma henni. Þannig að blómin þín haldi áfram að blómstra, á meðan þú ert ekki hér. Með bestu kveðjum, Hélene Tétrel. Síðla vetrar kvaddi Stefán okkur, félaga sína í Sundlaug Vesturbæjar,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.