Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. MAÍ 2006 29 MINNINGAR ✝ Guðrún Hall-dórsdóttir fæddist á Ásbjarn- arstöðum 1. júní 1912. Hún lést 19. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Halldór Helgason skáld og bóndi á Ásbjarnar- stöðum, f. 19. sept- ember 1874, d. 7. maí 1961, og Vigdís Valgerður Jóns- dóttir frá Fljóts- tungu í Hvítársíðu, f. 26. september 1880, d. 24. október 1938. Halldór var skáld gott og eftir hann liggja tvær ljóðabækur, Uppsprettur og Stolnar stundir. Systir Guðrúnar var Valdís kennari, f. 27. maí 1908, d. 17. júní 2002, gift séra Gunnari Benediktssyni rithöf- undi. Þau voru bæði kennarar, lengst af austanfjalls, fyrst á Eyrarbakka og síðan í Hvera- gerði. Guðrún giftist 13. maí 1934 Krist- jáni Guðmundssyni frá Sleggjulæk í Stafholtstungum, f. 8. maí 1905, d. 4. apríl 1998. Þau bjuggu á Ásbjarn- arstöðum frá 1934 til 1980. Þau eign- uðust eina dóttur, Vigdísi Valgerði, f. 17. apríl 1935, sem býr í Borgarnesi. Fjölskyldan flutti í Borgarnes 1980. Guðrún andaðist 19. maí síðastliðinn níutíu og fjögurra ára að aldri. Frá 1998 dvaldi Guðrún á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Útför Guðrúnar verður gerð frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú kveð ég hana Gunnu móður- systur mína. Hjá Gunnu frænku, eins og hún hét alltaf í mínum huga dvaldist ég á hverju sumri, frá mínu fyrsta sumri og þar til ég var á sextánda ári. Fyrst með foreldrum mínum, síðan ein, eða með Halldóri bróður mínum sem er 7 árum yngri en ég. Kom í byrjun sláttar og var þar til honum lauk. Eftir að ég eignaðist sjálf fjölskyldu var komið við að Ásbjarnarstöðum þar til Kristján, Gunna og Vigdís frænka fluttust í Borgarnes 1980. Gunna var mín önnur móðir og kenndi mér mörg nytsöm verk innandyra, ásamt mikilvægi þess að tala fallegt mál og var hún viljug að auka orðaforða minn. Hún var blíð, hláturmild en ákveðin uppalandi. Þegar foreldrar mínir komu í heimsókn að Ásbjarnarstöðum var oft gaman að hlusta á þær systur tala saman, en ekki voru þær alltaf sammála og þá fannst mér erfitt að vera áheyrandi, vissi ekki alltaf með hvorri ég ætti að halda. Gunna frænka var vel hagmælt og þegar hún og mamma voru litlar þá talaði föðuramma þeirra oft í vísum, þannig að vísur voru eðlilegur hluti af talmáli þeirra systra. Gunna kenndi mér að meta lífsins gæði frá öðru sjónarhorni. Þegar rafmagnið kom að Ásbjarnarstöðum eftir 1963 spurði ég hana hvaða raf- magnstæki henni þætti nú koma að mestum notum til heimilisstarfa, en þá var ég sjálf nýbyrjuð að búa. Svarið kom mér á óvart, það var rafmagnið sjálft, sem mér þótti svo sjálfsagt að ég taldi það ekki með þægindum. Eftir að fjölskyldan á Ásbjarnarstöðum fluttist í Borgar- nes, kunni hún vel að meta þegar sorpið var tekið hjá henni en hún hafði allan sinn búskap þurft að urða eða brenna öllu sínu sorpi sjálf. Á seinni árum þreyttist hún ekki á því að segja mér sögur af mér litlu stelpunni sem var víst ekki í vand- ræðum með að svara fyrir sig og var rösk og vinnusöm. Þá fann ég ekki síst hvaða tilfinningar hún bar til mín. Einnig gat hún þess að þær systur hefðu alið upp börnin hvor fyrir aðra en Vigdís var í Unglinga- og miðskólanum í Hveragerði og hélt til heima hjá foreldrum mínum í tvo vetur. Elsku Vigdís, nú eru Ásbjarnar- staðasystur farnar til feðra sinn eftir langt og farsælt ævistarf. Þær urðu jafngamlar í lokin. Mömmu þína vantaði 13 daga upp á að verða 94 ára en mamma mín lifði 21 dag fram yfir 94 árin. Báðar voru þær fegnar að fá hvíld- ina. Lengi vel skrifuðum við Gunna frænka hvor annarri jólabréf og þá byrjaði bréfið á orðunum „Elsku Gunna mín!“ Nú nota ég þau orð í lok minningabrota minna um þig, elsku Gunna mín, takk fyrir allt sem þú gafst mér, því mun ég aldrei gleyma. Hvíl í friði. Heiðdís Gunnarsdóttir. Fyrir austan mána sunnan sólar sumir bústað anda sínum kjósa. Þar angar loft af ilmi hvítra rósa og álfameyjar geyma steinn og hólar. Á slíkum óskum ei í hug mér bólar, – ég á mér lítið hús á bala grænum –, vorblærinn þýður sunnan að frá sænum silkimjúkum gluggablæjum rólar. Svo á ég líka skógi skrýddan lund með skærri rós sem aldrei fölnað getur. Hennar ilmur unað veitir mér. Þar ríkir sól og sumar alla stund þegar aðra þjáir kaldur vetur. Hollast er það sem heimafengið er. Þessi fallega sonnetta er eftir hana Gunnu frænku á Ásbjarnarstöðum eins og fleira gott og skemmtilegt. Hér birtist lífsviðhorf hennar. Hún átti sjálf sinn þátt í að skapa það um- hverfi þar sem öllum leið vel og var sátt við sín örlög, – bjó á þeim stað sem var henni kærastur, átti mikinn öðlingsmann og indæla dóttur. Hún var afskaplega heimakær og gerði ekki víðreist um dagana. Það var eins og hún gerði sér ekki grein fyrir hvað hún var í raun og veru mannblendin en þegar hún var á annað borð komin innan um fólk leyndi sér ekki hvað hún naut þess innilega. Hún sagðist hafa hætt að yrkja þegar henni mistókst að yrkja eins vel og Oscar Wilde. Þannig var Gunna. Sem betur fer byrjaði hún þó aftur. Einu sinni sagði hún: „Ég fer stundum með vísur fyrir gestina þeg- ar ég á ekkert með kaffinu.“ Alltaf átti hún þó með kaffinu því að hún var „myndarleg húsmóðir“ í orðsins fyllstu merkingu. Um það get ég bor- ið því að ég var svo ljónheppin að vera kaupakona hjá henni og Krist- jáni eins og fleiri Fljótstungusystur hver á fætur annarri. Í Fljótstungu var alltaf nóg af stelpum og með skyldum að skipta því að Vigdís móð- ir hennar og Bergþór faðir okkar voru systkin. Þarna var gott og upp- byggilegt að vera. Þar lærði ég að slá með orfi og ljá, því að þetta var eiginlega í fornöld og allt upp á gamla móðinn rétt áður en öld dráttarvélanna gekk í garð. Gunna var reyndar lengi vel örlát- ari á sitt ljúffenga kaffimeðlæti held- ur en vísurnar sínar. Það breyttist sem betur fer þegar Samband borg- firskra kvenna gerði undirritaða út af örkinni til að safna efni í bókina „Og þá rigndi blómum,“ sem kom út 1991. Þá fór ég ekki aldeilis tómhent frá Gunnu því að hún reyndist eiga heil- mikið og bráðskemmtilegt efni. Móðir Halldórs, amma Gunnu, var skáldmælt og þarna í nágrenninu var skáldmælt fólk á hverjum bæ. Á Ás- bjarnarstöðum einum var uppspretta út af fyrir sig: amma Gunnu og al- nafna, Gunna, Valdís systir hennar og Guðrún Jónsdóttir bróðurdóttir Halldórs sem var skáldsagnahöfund- ur. Á Ásbjarnarstöðum ríkti snyrti- mennska, fallegt handbragð og falleg umgengni bæði úti og inni. Fólkið var glatt og skemmtilegt og átti góðvild, kímnigáfu, gott skap og ríka réttlæt- iskennd en umfram allt fjölbreytt áhugamál og góðar gáfur. Hvers var hægt að óska frekar? Þökk sé forsjóninni fyrir að ég fékk að öðlast vináttu og tryggð þessarar fjölskyldu. Blessuð sé minning þeirra góðu hjóna, Gunnu frænku og Kristjáns á Ásbjarnarstöðum. Ingibjörg Bergþórsdóttir, Selfossi. Guðrún Halldórsdóttir frá Ás- bjarnarstöðum hefur kvatt Borgar- fjörðinn og afganginn af hinum jarð- neska heimi í hinsta sinn. Ég átti því láni að fagna að eiga Gunnu að frænku. Í tíu sumur frá því ég var 6 ára til 15 ára var ég í sveit að Ás- bjarnarstöðum, hjá Gunnu og Krist- jáni. Þau sumur var Gunna mér í raun framlenging af systur sinni, og móður minni Valdísi. Fyrstu sumrin var ég í liði með Gunnu: Þegar fjallið var smalað vorum við neðst í virðing- arstiga smalamennskunnar, að mér fannst, og beindum fénu í gegnum rétta hliðið þegar safnið kom niður og aðalverkinu var nánast lokið, við rökuðum rófur meðan aðrir fengu að sæta. Orðalagið að raka rófur hygg ég að hafi komið úr nýorðabanka Gunnu. Það þýddi að raka saman þá heydreif sem traktorsýtan náði ekki til er hún ýtti heymúgunum í beðjur. Gunna var nefnilega aldrei orðlaus. Hún var líka með afbrigðum skemmtileg. Þegar þetta tvennt fer saman er það kallað orðheppni. Ein- hver sagði, Gunna er svo skemmtileg að hún er líka skemmtileg þegar hún er leiðinleg. Gunna var alin upp við list orðsins. Pabbi hennar Halldór Helgason var héraðsskáld Borgfirð- inga og ljóð hinna svokölluðu alda- mótaskálda voru heimilisfólki töm á tungu. Með sama hætti og það að vera með gott brageyra þótti heyra til æðstu dyggða á Ásbjarnarstöðum, þótti fátt aumkunarverðara en þegar menn sem ekki höfðu þetta rómaða eyra settu saman vísu og létu aðra heyra ósköpin. Þessvegna var manni vandi á höndum þegar maður vildi láta reyna á hæfileikana, ekki vildi maður verða að athlægi, en athygl- isþörfin gerði jú sínar kröfur. Einn bjartan síðsumardag ákvað ég að láta á þetta reyna, svona til hálfs. Við Gunna vorum úti við á göngu og eng- inn heyrði til: Þarna blasir Baula við blá að sínum vana. Lengra komst ég nú ekki svo ég bað frænku um að botna. Hún hugs- aði sig um í smástund. Þá kviknaði þetta skemmtilega vísublik í augum Gunnu og hún kvað skýrt að eins og alltaf þegar hún fór með vísur og mælti hátt og snjallt: Gunna frænka ljá mér lið ljóð að smíða um hana. Bingó! Við Gunna höfðum gert saman vísu. Yrkisefnið hæfði vel þessu tímamótaljóði. Eins og allir vita sem vilja sjá þá er Baula hvergi fallegri en séð frá Ábjarnarstöðum. Stóra Baula, Litla Baula og Baulu- sandur mynda eina órofa heild í norðri og útskýra á myndrænan hátt hvernig Baulunafnið er tilkomið. Upp frá þessu og löngu eftir að ég var orðinn fullorðinn snerust hin andlegu samskipti okkar Gunnu mik- ið um Baulu. Bauluvísur gengu fram og til baka og hennar voru miklu betri. Í Bauluvísunum var komið fyr- ir heimspekilegum hugleiðingum og tilfinningar orðaðar sem illmögulegt var að gera með öðrum hætti. Gott dæmi um þetta er Bauluvísa sem Gunna sendi mér í október ár eitt þegar aldurinn var farinn að færast yfir: Áður fyrri Baulan blá blíðar vakti kenndir. Nú er hún orðin elligrá eins og margan hendir. Mér finnst annað óviðeigandi en senda Gunnu eina Bauluvísu svona í blálokin; Hvert af öðru föllum frá og fetum ljósa veginn. Óskandi að Baula blá bíði hinumegin. Halldór frændi. GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR að mér hafi tekist að endurgjalda brot af því. Hún var konu minni meira en móðir, hún var hennar annað sjálf og traustasti vinur. Kann ég henni ævar- andi þakkir fyrir alla elsku í okkar garð, fyrir allt sem hún gaf okkar börnum, fyrir góðar jafnt og erfiðar stundir og fyrir að gera líf okkar rík- ara. Nú er tómlegra á Ægisíðunni, skarð hennar verður aldrei fyllt en eftir stendur minning um konu sem var stundum sjálfri sér verst en okkur Ernu og börnunum reyndist hún allra best. Góða ferð, elsku Addý, takk fyr- ir samfylgdina og nú getur þú tekið fram prjónana að nýju. Þinn tengdasonur, Kristján Sverrisson. Okkur langar með þessu ljóði að minnast ömmu okkar. Hvarvetna líf, sem alltaf áfram leitar, ólgar og svellur jafnan fastar, heitar, – hvarvetna líf, sem dauðans dómi neitar, dettur þó loks í grafreit eigin sveitar. Hvarvetna líf, sem upp til andans þráir, upp, fram til ljóssins, starir, skimar, gáir, – hvarvetna líf, sem þjáist, gleðst og þjáir, þróttauðugt líf, er dauðinn síðast máir. Ódauðlegt líf, sem aftur sköpun tekur; óþrotlegt líf, sem dauðann burtu hrekur; dásamlegt líf, sem dag af nóttu vekur. – Dýrlega líf, þú heilum vagni ekur. Tilvistar-undrið andann lotning fyllir: Eilífðar-sæinn bak við tímann hillir. (Jakob Jóh. Smári.) Minningin um ömmu mun lifa í hjarta okkar. Blessuð sé minning hennar. Hildur Ýr, Erla Hrund, Dagný Rut og Emilía Björt Gísladætur. Við Addý frænka vorum systkina- börn og bjuggum fyrstu árin í húsi afa okkar og ömmu að Stýrimannastíg 10. Addý var mér eins og eldri systir, því hún var eina barn móður sinnar og ég einbirni. Hún kom alltaf fram við mig sem fullorðinn mann og virti skoðanir mínar. Hún fræddi mig um hitt og þetta og gaf mér oft bækur sem hún var búin að lesa. Fyrsta æv- intýrabókin sem ég eignaðist var ein þeirra: Landnemar í Kanada eftir F. Marryat. Hana las ég margoft. Árið 1939 fluttu allir úr húsinu á Víðimelinn. Nokkur hús skildu okkur frá ömmu, Ernu, móður Addýjar og Addý og daglegur samgangur var þar á milli. Addý var í ÍR og tók mig með að Kolviðarhóli á skíði um páska þegar hún var 17 ára og ég aðeins 9 ára. Glatt var á hjalla, þótt unga fólkið neytti ekki áfengis, og mikið dansað, þ. á m. La Conga. Ég tel víst að fáar ungar stúlkur hefðu viljað vera með ungan frænda sinn í eftirdragi við þær aðstæður. Nokkrum árum seinna heimsótti ég Addý í Svíþjóð og sama sumar vor- um við saman á sumarhóteli á Borg- undarhólmi. Þar var mikið buslað í brimgarðinum og flatmagað á strönd- inni. Síðar þegar hún var húsfreyja á Laxnesi í Mosfellssveit var ég þar vinnupiltur og barnapía hjá Addý frænku. Við höfum alltaf haft ánægju- legt samband gegnum árín og hin síð- ustu ár var hún tíður gestur í sum- arbústað okkar hjóna við Álftavatn. Addý var margt til lista lagt en tvennt ber þó hæst, hún var snillingur í allri matargerð og afburðaflink prjónakona. Að lokum viljum við hjónin votta börnum hennar og eftirlifandi manni, Bjarna Jónssyni, samúð okkar hjóna og þakka Bjarna sérstaklega þá fram- úrskarandi umhyggju sem hann sýndi Addý í veikindum hennar síðust árin og allt þar til yfir lauk. Haraldur Ellingsen. Astrid kynntist ég eftir að ég byrj- aði í Versló og hafði kynnst Ernu Svölu dóttur hennar sem var bekkjar- félagi minn og fljótt vinkona. Vina- samband okkar hefur þróast, dýpkað og þroskast eftir því sem árin hafa lið- ið. Það er merkilegt hvernig æskuvin- skapur með ívafi reynslu uppvaxt- arára er manni dýrmætur. Slíkur vinskapur helst alla ævi enda erum við stelpurnar í Versló-saumaklúbbn- um góður brunnur sem maður leitar í við ýmsar aðstæður í lífinu. Minningarnar hrannast upp af unglingsárum mínum. Ég byrjaði að koma á Dunhagann til Ernu og Addýjar og fljótlega var Bjarni kom- inn til sögunnar. Listsköpun leiddi þau væntanlega saman, hún í prjóna- hönnun og hann sem listmálari. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vera þeirra „jólabarn“, undirbúa jólahátíðina, skera út laufabrauð og búa til konfekt. Flótlega var mamma mín orðinn þáttakandi með okkur í þessum undirbúningi jólanna ár hvert. Byrjað var að morgni og að kveldi jafnan endað með glæsilegu veisluborði að Addýjar hætti. Þetta voru yndislegar stundir. Heimili þeirra Addýjar og Bjarna á Ægisíðunni var mér sem og mörgum fleirum alltaf opið. Megi minning um Addý lifa í hjört- um fjölskyldunnar. Minning um góða eiginkonu, elskulega mömmu og tengdamömmu og ekki síst flotta ömmu lifa. Sigrún Traustadóttir. Amma mín var virkilega frábær kona. Að mínu mati væri heiminum betur borgið ef allir væru eins og hún. Fátt kom henni úr jafnvægi og hafði hún þó skoðanir á flestu. Þegar ég leita að fyrstu minn- ingunni með ömmu minni hugsa ég um rölt við Melgerði 16 þar sem hún leiddi mig um vesturbæ Kópa- vogs og gaf mér tyggjó meðan ég drakk í mig fróðleikinn um hver byggi hvar og hverra manna hann væri. Og minningarnar eru fleiri, hver annarri betri. Föndur á Ak- ureyri, ófáir bíltúrar, labbitúrar og fleiri góðar samverustundir. Svo mætti lengi telja. Ég tel mig ein- staklega heppinn að hafa átt ömmu að og ég mun búa að því um ókomna tíð. HREFNA MAGNÚSDÓTTIR ✝ Hrefna Magnús-dóttir fæddist í Reykjavík 3. nóvem- ber 1917. Hún lést á Landakotsspítala 27. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Kópavogs- kirkju 8. maí. Þótt erfitt sé að hugsa til þess að hún sé nú komin á grænni gresjur tek ég því með hæfilegum fyrir- vara. Rödd hennar mun óma áfram þeg- ar keyrt er suður til Keflavíkur á leið til útlanda. Ég mun rifja upp söguna um manninn sem brugg- aði landa í hrauninu í gamla daga og konan hans sem hylmdi yfir honum þegar sýslu- maður spurðist fyrir um málið. Ótal margar sögur munu lifa áfram og halda anda ömmu á lofti. Hún er alls ekki farin frá okkur. Hún nýtti tímann sem hún hafði hér á jörð mjög vel og mun það nýtast ómælt í framtíðinni og minna á þessa yndislegu konu. Amma mín, ég treysti því að nú sitjir þú við stýrið á bíl og sýnir afa að þú kannt vel að keyra. Og loforðin sem þú sagðir mér eru í traustum höndum. Takk fyrir allt sem þú hefur veitt mér. Ég vona bara að ég verði jafnhjartahlýr og þú. Agnar Burgess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.