Morgunblaðið - 08.06.2006, Page 26

Morgunblaðið - 08.06.2006, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING CARNEGIE Art Award, sýning sem kennd er við samnefnd verð- laun, verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi í dag. Á sýningunni getur að líta 49 verk eftir 21 listamann. Þeir voru valdir til þátttöku úr hópi 115 tilnefndra nor- rænna listamanna. Var valið í hönd- um dómnefndar skipaðrar sérfræð- ingum á sviði nútíma myndlistar. Þó viðfangsefnið sé myndlist er keppn- inni lagður til grundvallar víður skilningur á því sem í því felst. Sýn- ingin er að meginuppistöðu myndlist í hefðbundnari skilningi en einnig gefur að líta innsetningar, kvik- myndir og verk þar sem notaðar eru bylgjur hljóðs og ljóss. Ein stærstu verðlaun sinnar tegundar Carnegie Art Award verðlaun- unum var upprunalega komið á fót árið 1998 í því augnamiði að efla nor- ræna samtíma-málaralist og til að styðja framúrskarandi listamenn á Norðurlöndunum. Viðburðurinn var í fyrstu árlegur en hefur frá og með árinu 2003 farið fram annað hvert ár. Anne Folke, verkefnisstjóri sýn- ingarinnar, segir að verðlaunin séu ein þau stærstu sem veitt séu á sviði myndlistar, ef ekki þau stærstu. Hún ítrekar hins vegar að á meðan það sé augljóslega mikill fjárhags- legur ávinningur í að hreppa verð- launin sé það eitt að vera valinn til þátttöku í sýningunni gríðarlega góð kynning fyrir listamennina. „Hvar sem við höfum komið hefur ein- hverjum listamönnum í framhaldinu verið boðið að taka þátt í eða halda eigin sýningar.“ Kynningin nær einnig út fyrir Norðurlöndin. „Þegar sýningum lýkur í Hafnarhúsinu 20. ágúst förum við til London eins og verið hefur síðastliðin ár. Við stefnum svo á frekari landvinninga. Til að mynda fer sýningin í ár til Nice í Frakklandi, en það er í fyrsta skipti.“ Halldór Björn Runólfsson, einn af dómnefndarmeðlimum vegna verð- launanna, tekur undir orð Anne og segir sýninguna hafa gríðarlega þýð- ingu fyrir þá listamenn sem þar eiga verk. „Þetta er orðið miklu heitara en það nokkru sinni var. Frá og með 2001 fóru hin ýmsu gallerí langt fyr- ir utan Skandinavíu – í New York, London, Tókíó, París, Berlín – að fylgjast grannt með viðburðinum. Það er staðreynd að nokkrir lista- menn hafa beinlínis slegið í gegn fyrir tilstuðlan sýningarinnar.“ Hall- dór bætir við að fyrir nokkrum árum hafi verið tekið upp á því að velja einn dómnefndarfulltrúa út fyrir Skandinavíu og þá heimsfrægt fólk. Það hafi tvímælalaust greitt götu sýningarinnar. Meðal sýnenda eru að sjálfsögðu vinningshafarnir. Dómnefndin var einhuga um að veita sænsku lista- konunni Karin Mamma Andersson fyrstu verðlaun og hlaut hún sem svarar um tíu milljónum íslenskra króna. Önnur verðlaun, sex milljón krónur, hlaut íslenski mynd- listamaðurinn Eggert Pétursson. Finnska listakonan Petra Lindholm hlaut þriðju verðlaun en að auki féll í skaut Sirous Namazi frá Svíþjóð styrkur ætlaður listamanni af yngri kynslóð. Auk Eggerts eiga íslensku lista- mennirnir Finnbogi Pétursson, Jón Óskar og Steingrímur Eyfjörð verk á sýningunni. Mega Íslendingar því una hlut sínum vel í ár. Aðspurður segir Halldór að dóm- nefndin gangi ekki út frá neinum fyrirfram ákveðnum forsendum þeg- ar listamenn eru valdir. „Við viljum gjarnan forðast kríteríur og reynum að velja það sem okkur finnst áhuga- vert og fínt í tengslum við málverk. Höfuðverkurinn liggur hins vegar í því að skilgreina hvar mörk mál- verksins liggja.“ Í sjöunda skipti á Íslandi Sýningin í ár er sú sjöunda sem kemur til Íslands. Halldór segir sýn- inguna alltaf hafa verið vel tekið hér- lendis og hlutur hennar fari vaxandi. „Ég viðurkenni að þegar sýningin kom fyrst hingað til lands þá var alls ekki auðvelt að vekja áhuga almenn- ings á málverkasýningu á norrænu plani. „Norrænt“ og „málverk“ voru orð sem gengu ekki svo glatt ofan í landann. Þetta hefur hins vegar breyst enda fólk farið að gera sér grein fyrir hvað norrænir mynd- listamenn hafa fram að færa.“ Myndlist | Carnegie Art Award-sýningin opnuð í Listasafni Reykjavíkur – Hafnarhúsi í dag Verk verðlaunahafans Eggerts Péturssonar á Carnegie Art Award. Fjölbreytileiki í norrænni samtímalist Verk Karin Mamma Andersson, er hlaut fyrstu verðlaun. Morgunblaðið/ÞÖK Frá blaðamannafundi vegna opn- unar Carnegie Art Award í Hafn- arhúsinu. Í forgrunni er Anne Folke verkefnisstjóri. Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is TILNEFNINGAR til Grímunnar, íslensku leiklistarverðlaunanna, voru tilkynntar í Borgarleikhús- inu síðdegis í gær. Flestar til- nefningar hlaut leiksýningin Pét- ur Gautur í sviðsetningu Þjóðleikhússins, eða tólf alls. Auk hennar voru tilnefndar sýningarnar Eldhús eftir máli eft- ir Völu Þórsdóttur í sviðsetningu Þjóðleikhússins, Forðist okkur eftir Hugleik Dagsson í sviðsetn- ingu Common Nonsense og Leik- listardeildar Listaháskóla Íslands, Maríubjallan eftir Vassily Sigarev í sviðsetningu Leikfélags Ak- ureyrar og Woyzeck eftir George Büchner í sviðsetningu Leik- félags Reykjavíkur og Vest- urports. Verðlaunin verða afhent í sam- tals 16 flokkum þann 16. júní nk. og alls komu 61 leiksýning og 11 útvarpsleikrit til álita í ár. „Mesta grósku- og glæsi- tímabil í íslensku leikhúsi“ Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, ávarpaði sam- komuna auk þess að afhenda þeim tilnefndu viðurkenning- arskjöl. Hann hafði á orði að ef hann hefði sótt allar sýningar sem hefðu verið í boði á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu hefði það tekið hann einn og hálfan mánuð að komast yfir þær allar, miðað við venjulega vinnuviku. Ólafur sagði að Gríman væri orðin ein af höfuðverðlaunum okkar Íslandinga og sagðist „vera sannfærður um það að á allra síð- ustu árum höfum við orðið vitni að einhverju mesta grósku- og glæsitímabili í íslensku leikhúsi. Það er bjargföst sannfæring mín, vegna þess að breiddin, hæfileik- arnir, nýsköpunin, frumleikinn og dirfskan sem einkennir sýning- arnar, hvort sem það er í Þjóð- leikhúsinu, Borgarleikhúsinu, á Akureyri eða í öðrum leikhúsum sem stofnuð hafa verið af ein- stökum leikurum, er með slíkum ólíkindum að það er nánast kraftaverk.“ Ólafur minntist orða sinna þeg- ar verðlaununum var ýtt úr vör, að leikhús ættu ekki bara að skemmta, heldur gengju þau líka á hólm við samtímann, hikuðu ekki við að ögra og að ýta við þeim sem með valdið færu. Ólaf- ur lauk svo máli sínu með því að segja að það væri ekki síður mik- ilvægt að vera tilnefndur til verð- launanna og að tilnefningar væru kannski stærri heiðursvottur en verðlaunin sjálf, enda gæti alltaf verið tilviljunum háð hver á end- anum hlyti verðlaunin. Leiklist | Pétur Gautur með flestar tilnefningar til Grímunnar Morgunblaðið/ÞÖK Þráinn Karlsson er tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki og tekur við viðurkenningarskjali úr hendi Ólafs Ragnars Grímssonar. „Ekki síður mikilvægt að vera tilnefndur“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.