Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.06.2006, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 8. júní 2006 VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS mbl.is Sagnfræðingur í fjárfestatengslum  Sigurborg Arnarsdóttir hjá Össuri sýnir á sér hina hliðina í innlendri svipmynd | 16 Dýravinur í Hvíta húsinu  Nýr fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Hank Paulson, á litríkan feril að baki | 6  Michael F. Hassing, forstjóri Samskipa, telur félagið eiga mörg vaxtartækifæri | 10 Hrífst af krafti Íslendinga EF vel gengur með útgáfu frí- blaðsins Nyhedsavisen í Dan- mörku stefnir Dagsbrún að því að gefa út svipað blað í fleiri löndum. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar, sagði við Morgun- blaðið á kynningarfundi með fjár- festum í Bretlandi í gær að félagið myndi einbeita sér að löndum með 5–10 milljónir íbúa. Ekki væri ein- göngu horft til Skandinavíu. Gunnar Smári sagði að prentfyr- irtækið Wyndeham Press Group, sem Dagsbrún keypti nýverið, myndi nýtast í þessari útrás, þó að hún ætti sér ekki endilega stað í sama landi og Wyndeham væri með prentsmiðjur. Hann sagði það ekki útilokað að ráðist yrði í útgáfu á stærri mörkuðum eins og t.d. í Bretlandi, en það væri hins vegar gríðarlega stór ákvörðun. Ekki stæði til að gefa út blað í London. Dagsbrún ætlaði á næstunni að einbeita sér að minni mörkuðum, sem þó væru margfalt stærri en Ísland. Meðal viðstaddra á kynningar- fundinum í gær, sem fór fram á hóteli skammt frá London, voru fulltrúar frá íslenskum bönkum, lífeyrissjóðum og prentmiðlum auk ýmissa fjárfesta. Innlend sem og erlend starfsemi félagsins var kynnt en framsögu höfðu þeir Paul Utting, forstjóri Wyndeham Press Group, Bjarni Birgisson frá Kög- un, Svenn Dam, forstjóri 365 Media Scandinavia, sem um þessar mundir vinnur að undirbúningi á fríblaðinu Nyhedsavisen í Dan- mörku, og Gunnar Smári. Prentmarkaður að stækka Eftir stutt ávarp Þórdísar Sigurð- ardóttur, stjórnarformanns Dags- brúnar, kynnti Paul Utting starf- semi Wyndeham Press Group. Samstæðan er eitt af stærstu prentfyrirtækjum í Bretlandi og býður upp á prentlausnir fyrir út- gefendur, auglýsendur og mark- póst um allt Bretland. Utting sagði að það væri útbreiddur misskiln- ingur að prentmarkaðurinn væri í stöðugri niðursveiflu, meðal ann- ars vegna netsins. Að hans sögn er markaðurinn í Bretlandi enn að stækka og tók hann sem dæmi að tímaritaútgáfa hefði aldrei verið jafnmikil og nú. Wyndeham prent- ar um 600 titla í hverjum mánuði og er leiðandi á sviði tímarita- prentunar í Bretlandi. Fyrirtækið prentar ekki dagblöð en í máli Ut- ting kom fram að það hefði lagt áherslu á að bjóða upp á heild- arlausnir fyrir viðskiptavini sína og tók hann sem dæmi hvernig Wyndeham þjónustar stórar versl- unarkeðjur á borð við Tesco. Með- al annarra stórra viðskiptavina Wyndeham eru ýmsar fjármála- stofnanir, bílaframleiðendur og ríkið. Alls starfa um 1.600 manns hjá fyrirtækinu sem starfrækir 15 prentsmiðjur víðs vegar um Bret- land, en gestir fóru að loknum fundinum í skoðunarferð um prentsmiðju þess sem er í Essex. Stefna að 900.000 eintökum Næstur í pontu var Svenn Dam, forstjóri 365 Media Scandinavia. Í máli hans kom fram að fríblaðið í Danmörku væri einungis fyrsta verkefni félagsins. Langtímaverk- efnið væri að félagið yrði stór hluti af fjölmiðlalandslaginu í Dan- mörku, svipað og 365 á Íslandi. Dam sagði að stefnan væri strax sett á það að Nyhedsavisen yrði stærsta dagblaðið í Danmörku og myndi blaðið fyrst í stað koma út í 500.000 þúsund eintökum en stefnt væri að því að árið 2008 yrðu ein- tökin orðin 900.000 og myndi blað- ið þá ná til um 1,6 milljón lesenda. Dam sagðist ekki óttast sam- keppni fríblaða keppinauta 365 og sagði að aðrir væru ekki að taka frumkvæði, heldur einfaldlega að herma eftir. Það gengi ekki upp. Stefnt er að því að útgáfan komi út á sléttu eftir 3–5 ár. Dagsbrún horfir til fleiri landa með útgáfu fríblaða  Hyggst einbeita sér að löndum með fimm til tíu milljónir íbúa, ekki eingöngu á Norðurlöndunum Eftir Jón Gunnar Ólafsson í London jongunnar.olafsson@gmail.com Fríblöð Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar, Bjarni Birgisson, framkvæmdastjóri Kögunar, og Svenn Dam, forstjóri 365 Media Scand- inavia, á kynningarfundi með fjárfestum í Bretlandi í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.