Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 53 fyrirmynd. Réttlátur og góður. Yf- irvegaður og rökfastur. Hann kenndi mér margt og eitt af því voru fyrstu sundtökin. Til að byrja með í sundlauginni og síðar í Ólafsfjarðarvatninu. Að sjálfsögðu býsna kalt en ég man hvað afi var stoltur og ég samanskroppinn af kulda en útblásinn af stolti. Fyrstu skrefin tók ég undir traustri hand- leiðslu foreldra minna en minn fyrsti manngangur á skákborðinu var vel útskýrður af afa. Oft öttum við kappi á þeim vellinum og af einhverjum undarlegum ástæðum tókst mér stundum að hafa betur. Afi Dúddi var einmitt þannig, hann leyfði manni að blómstra og tók þátt í stoltum sigurdansinum. Einn af mestu hugsuðum Forn-Grikkja, Plató, sagði að frummynd okkar væri geymd í Paradís, líkaminn væri svo sendur til jarðar til að standast próf hinna réttlátu. Ef menn stæðu sig vel yrðu þeir sam- einaðir frummynd sinni að nýju og hefðu hið góða líf í Paradís. Stæðu þeir sig hins vegar ekki, yrðu þeir að fara aðra ferð til að læra að breyta vel og rétt. Ég er sann- færður um að afi útskrifaðist með hæstu einkunn úr lífsskóla Plató, í fyrstu umferð. Gunnar Svanbergsson. Elsku afi Dúddi, ég kveð þig í dag. Minningarnar hlaðast upp. Þegar ég hugsa til baka man ég hversu duglegur þú varst að virkja fólk með þér í vinnu. Ég var ekki nema 10 ára þegar ég fékk að fara til ykkar ömmu og vinna hjá þér í fyrsta sinn í salthúsinu. Mér fannst ég vera fullorðinn þegar þú afhentir mér launaumslag eftir rétt vikutíma. Þú spurðir ekki um aldur, heldur fannst verkefni við hæfi, þannig að allir gætu tekið þátt í þeim. Ég lærði svo margt af þér á þessum tíma. Það var alltaf tilhlökkun að fara til ykkar ömmu í heimsókn í Hyrn- ing, þú varst alltaf tilbúinn að tala um lífið og tilveruna. Þú passaðir einnig að allir fengju nóg að borða. Þú sýndir áhuga á því sem við krakkarnir vorum að gera. Þú sagðir að við værum öll svo vel gerð að lífið myndi blasa við okkur. Ég vona að þú reynist sannspár. Elsku afi, minningarnar eru svo margar. Ég mun geyma þær í hjarta mínu. Takk fyrir þær stund- ir sem við áttum saman í gegnum árin. Guð geymi þig. Hulda Svanbergsdóttir. Að vanda lá vel á Dúdda frænda mínum þegar ég leit við á Horn- brekku sl. vor. Hann hafði nýlega haldið uppá níræðisafmælið sitt og var glaður í bragði Hann spurði frétta, við spjölluðum um dægur- málin og hann rifjaði upp gamlan tíma frá barnæsku sinni, sagði mér m.a. frá því þegar hann sem strák- ur vann sér inn peninga með því að gogga upp fisk sem farið hafði í sjóinn við löndun hjá trillukörlun- um, stundum fullar hjólbörur, sagði hann. Fiskinn seldi hann og fékk aura fyrir. Hann beygðist snemma krókurinn til athafna hjá frænda. Einnig sagði hann mér frá því þegar hann var matsmaður hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, rétt eftir stríð og fór með fisk- flutningaskipunum kringum landið þetta var á fyrstu árum hraðfryst- ingar á Íslandi og frystihúsin mis- vel einangruð og ekki í stakk búinn að geyma frosinn fisk. „Þá gekk nú á ýmsu,“ sagði frændi minn. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar að fá hann seinna til að segja frá fleiru sem hann hafði lifað á langri ævi. Mánudaginn 14. ágúst var mér tilkynnt að Dúddi frændi væri lát- inn. Þrátt fyrir mikinn aldursmun vorum við alla tíð mjög nánir vinir. Þessi glæsilegi maður sem allt gat og kunni ráð við öllu, síungur, og fremstur í flestu. Hann var góður söngmaður, tefldi skák, stundaði íþróttir, sér- staklega sund. Minnist ég enn bjartrar tenórraddarinnar í Heyr- um vella á heiðum hveri, þegar hann söng … Íslands er það lag. Seinna leit hann ósjaldan í kaffi- sopa til Sigríðar systur sinnar í Garðshorni. Var þá gjarnan farið yfir pólitíska stöðu í landsmálun- um meðan drukkið var úr bollun- um og síðan gengið til stofu og tek- ið lagið. Var mér þá gjarnan ýtt að píanóinu. Þetta var ótrúlega góður skóli fyrir mig og átti áreiðanlega þátt í að ég gerði tónlistina að ævistarfi. Ég sóttist eftir því að vera í ná- vist Dúdda, fannst það spennandi, hann hafði góða lund og vinnan varð leikur. Ef hann sagði að ég réði við hlutina trúði ég því. Eitt síðsumar fól hann mér að vera um tíma landmaður við m.b.Önnu, bát sem hann átti. Það fannst mér erf- itt, en ég var meiri maður á eftir. Haustið eftir ákváðu þeir Dúddi, Magnús Gamalíelsson, og Margeir Jónsson útgerðarmaður að byggja stórhýsið Röstina í Keflavík þar sem verða skyldi aðstaða fyrir bátana þeirra á vetrarvertíð. Frændi var ráðinn byggingar- stjóri, og tók með sér tvo unga menn til verksins, mig og Kristin frænda okkar Gíslason, Ekki var frítt við að Keflvíkingar brostu útí annað þegar þeir sáu byggingar- verkamennina, þetta var í byrjun ágúst. Það var eins og Dúddi hefði aldrei gert annað en að byggja svona hús, og húsið komst upp fyr- ir áramót til notkunar fyrir vetr- arvertíðina. Það er erfitt að trúa því að frændi sé farinn, hann var ein- hvern veginn síungur. Þrátt fyrir háan aldur gekk hann beinn í baki og stæltur. Hann fylgdist alla tíð af áhuga með þjóðfélagsmálum, hafði áhyggjur af því hvernig pen- ingahyggjan leggst eins og vofa yf- ir þjóðfélagið og eignir almennings eru að færast á fárra manna hend- ur. Ég vil að leiðarlokum þakka þér, frændi minn, fyrir samferðina og þinn þátt í að gera mig að betri manni. Við bræður frá Garðshorni og fjölskyldur okkar vottum þér, Hulda mín, börnum þínum og fjöl- skyldum þeirra okkar dýpstu sam- úð. Magnús Magnússon. Elsku afi minn, nú ert þú horf- inn á braut og þó seint sé vil ég nota tækifærið og þakka þér fyrir allar skemmtilegu og hlýju minn- ingarnar sem þín vegna, ég á í föggum mínum. Ég vildi að ég hefði nú komið orðum að þessu áð- ur en þú kvaddir og sagt þér hve bjartur punktur í tilverunni þú varst okkur öllum sem elskuðum þig. Alla tíð hefur verið svo notalegt að koma í heimsókn til ykkar ömmu í Ólafsfirði, núna síðustu ár í Hornbrekku en þar áður í Hyrn- ing. Ég minnist þess hvað við syst- urnar vorum alltaf spenntar þegar við keyrðum með foreldrum okkar fyrir Votmúlann, sáum Ólafsfjörð birtast í þokuslæðunni og svo kapphlaupið upp allar tröppurnar að reisulega gula húsinu ykkar. Á hverjum morgni fórum við svo í sund með þér og pabba en end- uðum yfirleitt úti á sandi að tína skeljar eða bara hlaupa á eftir öld- unum í flæðarmálinu. Ég á fleiri góðar minningar um þig á sand- inum fyrir neðan Kleifarnar, því þar kenndir þú mér og Berglindi systur að keyra, á Ó5 bláa BMW þínum. Ég sá þig síðast á Holtshátíðinni í lok júlí, ég ætlaði ekki að koma í þetta skiptið því ég var nýkomin að norðan en ég skipti um skoðun í bítið á föstudeginum, skellti stelp- unum inn í bíl og brunaði yfir heið- arnar norður. Ég fékk að sjá þig einu sinni enn og fyrir það er ég þakklát. Þið amma létuð ykkur ekki vanta í fjörið á Holtinu frekar en venjulega, þú varst hress og kátur og spjallaðir við okkur öll í góðu gamni. Elsku afi, þú átt eftir að lifa í minningum mínum um aldur og ævi. Þótt þú hafir verið á tíræð- isaldri þá fannst mér þú ekki vera á förum eitt né neitt, í síðustu viku þegar ég svo heyrði af veikindum þínum þá einhvern veginn trúði ég að allt yrði í lagi. Þetta fór ekki á þann veg sem ég helst hefði kosið en eftir á að hyggja þá kvaddir þú á sama hátt og þú lifðir og á þann hátt sem þú hafðir óskað þér, snöggt og með virðuleik. Guð geymi þig, elsku afi, Maríanna Gunnarsdóttir. Þín verður sárt saknað, gamli leiðtogi. Ég var svo lánsamur að fá að stíga nokkur af mínum fyrstu sporum í tónlist undir þinni stjórn, fyrst í Lúðra- sveit Tónmenntaskóla Reykjavíkur og síðar í Léttsveit sama skóla. Ég er afar þakklátur fyrir þessa reynslu og að henni mun ég alltaf búa. Það var ómetanlegt fyrir ómót- að ungviðið að fá að kynnast kraft- inum og þrautseigjunni sem þér fylgdi alltaf, að ógleymdri hlýjunni sem þú sýndir öllum. Leiðir okkar lágu svo aftur saman við stofnun Sæbjörn Jónsson ✝ Sæbjörn Jóns-son fæddist á Vegamótum á Snæ- fellsnesi 19. október 1938. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 7. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgríms- kirkju 17. ágúst. Stórsveitar Reykja- víkur og það var ein- mitt áðurnefndum krafti og þrautseigju að þakka, að úr varð hljómsveit sem allir, sem að henni hafa komið, geta verið stoltir af. Þó að í seinni tíð hafi oft liðið langt á milli funda okkar, hafa það alltaf verið miklir fagnaðar- fundir, enda hafið þið Valgerður ætíð sýnt mér og mínum mikla hlýju og væntumþykju. Með samúðarkveðju, Einar Scheving. Ég hóf nám hjá Sæbirni á tromp- et níu ára gamall, í Tónmenntaskól- anum. Það varð fljótlega ljóst að þetta var hljóðfæri sem hentaði mér vel, og ekki skemmdi fyrir að Sæ- björn var frábær og metnaðarfullur kennari. Hann hvatti mig til dáða í spilatímum og náði ávallt því besta út úr mér. Ég sá Sæbjörn oft leika með Sin- fóníuhljómsveitinni þegar ég var að alast upp og ég átti mér þann draum æðstan að komast í Sinfón- íuhljómsveitina þegar ég yrði eldri. Það varð úr að sá draumur rættist og þá var gaman að sjá hvað Sæ- björn var stoltur þegar ég færði honum fréttirnar. Hann sagði að nú væru báðir strákarnir sínir (Ég og Einar) orðnir fastráðnir í hljóm- sveitinni og komnir þangað sem þeir ættu að vera. Ég á Sæbirni mikið að þakka, hann hvatti mig eindregið til að halda áfram á tónlistarbrautinni og fylgdist alltaf vel með því sem ég var að gera. Ég lék hjá honum í fyrstu léttsveitinni í Tónmennta- skólanum og með Stórsveitinni sem hann stofnaði árið 1992, þar til ég fór út í nám. Stundin sem ég átti með þeim hjónum á Laugarnesveginum í júní- mánuði síðastliðnum mun seint líða mér úr minni. Sæbjörn, þú reyndist mér alltaf einstaklega vel, takk fyrir allar góðu stundirnar. Guðmundur Hafsteinsson. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkost- urinn Minningargreinar ásamt frek- ari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.