Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.08.2006, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ T il forna var landareign draumur sérhvers Ís- lendings. Virðing höfðingja og verald- legt vald byggðist að stórum hluta á jarða- eign og kirkjur söfn- uðu jörðum í stórum stíl. Síðan er eins og menn hafi fjarlægzt draum- inn um landið; landareign kom fyrir lítið og bændur bjuggu að heita má óáreittir að sínu. Þannig lengi, unz laxinn fór að draga að sér fjársterka aðila og hleypa lífi í sölu jarða á bökkum árinnar; þannig jarðasöfn- un er fjarri því að vera nýtt fyr- irbrigði á Íslandi. Með vaxandi þétt- býli varð persónulegt afdrep á eigin landi aftur draumur sérhvers manns, kannski ekki í jarðavís, en það líka með aukinni peningaeign fólks. Flóttinn úr sveitunum snerist upp í ásókn í dreifbýlið. Síðustu misserin hafa menn séð nýja þróun í jarðakaupum; sett eru á fót félög til þess að kaupa jarðir í stærri stíl en áður hefur þekkzt og þá ekki einasta þar sem lax- og sil- ungsveiði og frístundabyggð býr að baki. Menn sækjast nú líka eftir öðr- um hlunnindum; vatni, landi fyrir skóg- og hrossarækt og rjúpnaveiði- landi, svo dæmi séu nefnd. Einnig fjárfesta menn bara í landinu sjálfu í von um áframhaldandi verðhækkun þess. Ofan á allt saman eru bújarðir almennt orðnar eftirsóttar búskap- arins vegna; fyrir mjólkur- og/eða kjötkvóta. Öll þessi eftirspurn hefur stórhækkað jarðaverð í landinu og baráttan um bújarðirnar hefur hleypt af stað umræðu um kosti hennar og galla. Þessi umræða virðist snerta djúp- an tón í þjóðarsálinni og vekja spurninguna : Hver á Ísland? Flest- ir, sem slitið hafa barnsskónum, muna þegar íslenzkar fjölskyldur á ferð um landið bönkuðu upp á hjá bændum á leið sinni og fengu leyfi til að tjalda í túninu. Vantaði mjólk í kaffisopann var hlaupið að næsta kúahóp og mjólkað beint í bollann. Í dag dettur fæstum í hug að tjalda annars staðar en á merktum tjald- stæðum og þá gegn borgun, enda þjónusta við ferðamenn orðin tekju- lind margra bænda. Og menn sjá í hendi sér nauðsyn þess að stýra um- gengni ferðamanna um landið eftir því sem þeim fjölgar. En kannski má á milli vera. „Það hefur aðeins borið á því að þéttbýlisbúar setji upp skilti á heimreiðar að býlum sínum sem á stendur: „Einkavegur“ og vilja ekki fá fólk á landið, þegar þeir eru búnir að kaupa það,“ segir Eggert Páls- son, bóndi í Fljótshlíð. Og annar við- mælandi tók dæmi af Snæfellsnesi, þar sem sjá mætti slík skilti við aðra hverja heimreið. Fram hjá þeim fara menn ekki til að tína ber í hlíð. Reyndar má velta því fyrir sér, hvort sá tími sé á næsta leiti að menn þurfi að borga fyrir aðgang að berjalöndum, svipað og gerzt hefur með önnur hlunnindi á borð við sil- ung, gæs og rjúpu. Landið nær sálinni en fiskurinn Menn velta því fyrir sér hvaða áhrif breytt eignarhald á jarðnæði hafi á ásýnd sveitanna. Þau eru óteljandi ljóðin sem þjóðskáldin ortu á rómantískum nótum um bóndann sem yrkir landið sitt. Enda ekki langt síðan Íslendingar voru um- fram allt bændasamfélag. Nú heyr- ist á viðmælendum okkar að þeir ótt- ast að fólksfækkunin leiði til þess að ekki verði nægur mannskapur til að mynda samfélag sveitarinnar; ekki verði nægt fólk til að syngja í kirkju- kórnum eða halda úti þokkalegu þorrablóti. Samneytið við annað fólk er þarna lykilatriði. Viðmælendur okkar gera greinarmun á þeim, sem halda sig til hlés, og hinum, sem ganga inn í sveitasamfélagið, eins og þéttbýlisbúinn sem á orðið tvær kindur og hest í frístundabyggðinni og tekur þátt í smölun með sveitung- unum á hverju hausti og mætir á þorrablótið. Aðrir viðmælendur kvarta undan jarðeigendum „af mölinni“, sem hirða hvorki um að smala land sitt né sinna viðhaldi girðinga sem skap- ar vandamál vegna búfénaðar. Þó kveða lög á um skyldu landeigand- ans í hvorutveggja; hver bóndi er skyldur að smala heimaland sitt á hausti samhliða leitum, ef sveitar- stjórn mælir svo fyrir og sama gildir um eigendur eyðibýla, þó að þeir eigi þar ekki fjárvon. Samkvæmt girð- ingarlögum er landeiganda skylt að greiða girðingarkostnað að jöfnu við þann sem á næstu jörð við og skal halda öllum girðingum svo vel við að búfé eða öðrum stafi ekki hætta af þeim, auk þess sem halda skal sam- girðingum, sem skilja að tvær jarðir, við þannig að þær séu gripheldar. Umræðan um jarðakaupin hefur hitnað með hverjum mánuðinum og fleytt alls kyns sögum um jarðaverð og uppkaup á jörðum. Auðmaðurinn með peningatöskuna er orðinn mað- urinn með ljáinn í sveitapiltsins draumi. Þessi umræða minnir um margt á umræðuna um kvótakerfið á sínum tíma, nema hvað landið virðist ef eitthvað er standa þjóðarsálinni nær en fiskurinn; í okkur blunda fleiri bændur en fiskimenn. Sægreifinn er kominn í land. Enginn, ekki einu sinni þeir sem reka hornin í flest annað, mælir gegn því að jákvætt sé að bændur fái nú betra verð fyrir jarðir sínar en áður og geti látið af búskap með reisn. Hvað það snertir er ástandið nú og fyrr sem hvítt og svart. „Himnasendingu,“ kallaði einn við- mælandi okkar þessa breytingu. Hins vegar vilja gagnrýnendurnir meina að í svo háu jarðaverði, sem nú er orðið, og samþjöppun eign- arhalds á jörðum felist hættur fyrir endurnýjun bændastéttarinnar og byggðaþróun í landinu. Einar Kári Magnússon, ungur bú- fræðingur úr Gnúpverjahreppi, seg- ir jarðir „heima“ með engu nema ónýtum útihúsum fara á 80 milljónir, jafnvel engar sérstakar bújarðir sem hafa lítið ræktunarland en þeim mun meira heiðaland. Þrátt fyrir lánamöguleika sé útborgunin hærri en svo, að hann ráði við hana. Í sam- tölum okkar komu fram dæmi um, að bændur, sem hyggjast hætta bú- skap og selja jörðina, slái sumir hverjir af söluverðinu til að tryggja að búskapur haldist áfram á jörð- inni. Jarðaverð er þó mishátt eftir landshlutum eins og Einar Kári bendir á og hann spáir því að fram- tíðarlönd íslenzkra bænda verði á Vestfjörðum, Austurlandi og Norð- austurlandi. Þeir, sem tala um hættur samfara háu jarðaverði og samþjöppuðu eignarhaldi vísa til þess, að í ná- grannalöndum gildi strangar reglur um eignarhald og ábúðarskyldu jarðareiganda meðan hvorutveggja er frjálst hér á landi. Þessir menn vilja girða með regluverki fyrir hættuna á því sem þeir nefna öfug- þróun. Aðrir telja slíkt með öllu óþarft og segja regluverk beinlínis fela í sér dragbítshættu fyrir nauð- synlega framþróun. Bændasamtökin ætla að láta gera úttekt á því hvernig eignarhald á jörðum hefur breytzt á síðustu árum og hvaða áhrif það hefur haft á ábúð jarða og sveitarfélögin, þar sem þær eru. Aðalfundur Búnaðarsambands Norður-Þingeyinga lýsti nýlega „áhyggjum sínum yfir uppkaupum auðmanna á bújörðum landsins. Fundurinn brýnir stjórn B.Í. til að leita allra leiða sem tiltækar eru til að draga úr óæskilegri samþjöppun á eignarhaldi bújarða.“ Lífsval með flestar jarðir Á lista Skýrr yfir þann fyrir- tækjaflokk, sem fellur undir leigu á landi og landréttindum, eru 259 fyr- irtæki. Flest eru þetta veiðifélög og rekstrarfélög tengd veiðiréttindum, en þegar rætt er um það nýjasta í jarðakaupamálum, ber nafn fyrir- tækisins Lífsvals oftar á góma en annað. Tilgangur þess félags er skráður m.a. kaup, sala og rekstur jarða og þar fara saman fjársterkir athafnamenn, sem kaupa jarðir í stærri stíl en aðrir. Sumir nefna að Lífsval hafi keypt Uppkaup á jörðum – öfu Innkoma fjársterkra aðila á jarðamarkaðinn hefur hleypt auknu lífi í umræðuna um landið og eiganda þess. Uppkaup á jörðum er ekkert nýtt fyrirbrigði á Íslandi, en nú kaupa þessir aðilar jarðir í stærri stíl en áður hefur þekkzt; sá stórtækasti á allt að 40 jarðir. Því velta menn fyrir sér hvaða áhrif samþjöppun eignarhalds kunni að hafa á bú og byggð í landinu. Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur og Freystein Jóhannsson                                         !         " # $ %    "         & '  ( %    
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.