Morgunblaðið - 30.09.2006, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
FJÖRIÐ í Pakkhúsi post-
ulanna heldur áfram nú
um helgina. Í dag kl. 16:00
fer fram gjörningurinn
Afríski kvenpresturinn
hittir Shivu sem Ingibjörg
Magnadóttir og Kristín
Eiríksdóttir standa fyrir.
Á morgun, sunnudag, kl. 15:00 er leiðsögn um
sýninguna og kl. 16:00 sama dag verður Ásdís Sif
Gunnarsdóttir með upptöku á framtíðarsápuó-
peru en verkið hennar ber yfirskriftina Tribal TV
(Future Crash II). Pakkhús postulanna eru inn-
setningar og gjörningar eftir unga íslenska lista-
menn sem fara fram í Hafnarhúsi Listasafns
Reykjavíkur.
Sýning
Ýmislegt í Pakk-
húsi postulanna
PÓLSKA djasstríóið Jagodz-
inski kemur fram á Ísafirði í
kvöld. Tónleikarnir eru liður í
Pólskri menningarhátíð sem
nú stendur yfir í bænum.
Djasstríó Jagodzinski sam-
anstendur af þremur færum
tónlistarmönnum, Andrzej Ja-
godzinski píanóleikar og
stofnanda bandsins, Ceslaw
Bartkowski djass trommuleikara og Adam Ce-
gielski kontrabassaleikara. Á tónleikunum kem-
ur einnig fram Djasshópur nemenda Tónlistar-
skólans í Bolungarvík. Tónleikarnir fara fram í
Hömrum, sal tónlistarskólans á Ísafirði, og hefj-
ast kl. 20:00.
Djasstónleikar
Jagodzinski tríóið
djassar á Ísafirði
AÐFARANÓTT sunnudags,
eða í kvöld kl. 00:25 verður
kvikmyndin Fjallið heilaga
sýnd í Tjarnarbíó. Sýningin er
ein af Miðnæturmyndum Al-
þjóðlegu kvikmyndahátíðar í
Reykjavík. Fjallið heilaga er
frá árinu 1973 og er eftir Alej-
andro Jodorowsky. Myndin
fjallar um glímu aðalpersón-
unnar við þá byrði að vera
jesú-fígúra. Hún heldur í för til fjallsins heilaga í
leit að ódauðleikanum. Hver einasti myndrammi
er uppfullur af ljóðrænum táknum og mun verkið
án efa halda áhorfendum hugföngnum þó komið
sé fram yfir miðnætti.
Kvikmyndahátíð
Miðnæturmynd
í Tjarnarbíói
Lundi
LJÓSVAKALJÓÐ kallast stutt-
myndahátíð sem sett verður í dag í
Ráðhúsinu í Reykjavík. Með hátíð-
inni er verið að endurvekja ákveðna
hefð sem skapaðist fyrir um áratug
þegar Stuttmyndadagar voru
haldnir ár hvert. Sú hátíð var einn
mesti vaxtarbroddurinn í íslenskri
kvikmyndagerð og þar stigu fyrst
fram á sviðið kvikmyndagerð-
armenn á borð við Reyni Lyngdal,
Grím Hákonarson, Róbert Douglas
og Rúnar Rúnarsson.
Steindór Grétar Jónsson og Rún-
ar Ingi Einarsson standa að nýju
hátíðinni. Þeir segja að hugmyndin
að henni hafi kviknað í vor þegar
þeir uppgötvuðu að enginn væri
vettvangurinn fyrir unga stutt-
myndagerðarmenn til að sýna sínar
myndir og sjá aðrar.
„Það er fullt af fólki að gera
stuttmyndir á Íslandi í dag en eftir
að Stuttmyndadagar lögðust af fyr-
ir um fimm árum hefur ástandið
verið bagalegt í því að koma þess-
um myndum upp á yfirborðið.“
Segjast þeir félagar stefna að því
að halda hátíðina á hverju ári, enda
hafi Stuttmyndadagar sýnt að slíkt
sé vel hægt og uppskeran ríkuleg
fyrir íslenska kvikmyndagerð.
„Okkur langar til að endurvekja
álíka hátíð en hafa þó í senn
fræðslugildið í huga þar sem ungir
og áhugasamir fá tækifæri til að
hitta eldri og reyndari kvikmynda-
gerðarmenn.“
En hvaðan kemur nafnið?
„Eins og við lítum á stuttmynd-
ina þá skipar hún í eðli sínu sama
sess innan kvikmyndalistarinnar og
ljóðið innan bókmenntanna. Þaðan
er nafnið komið.“
Hátíðin hefst á málþingi kl. 12.30
sem Ásgrímur Sverrisson, ritstjóri
logs.is, mun stýra. Þar munu kvik-
myndagerðarmennirnir Dagur
Kári, Ragnar Bragason og Skúli
Malmquist hjá Zik Zak sitja fyrir
svörum og miðla af eigin reynslu.
Að loknu málþinginu eða kl. 16
hefst svo sjálf stuttmyndakeppnin
en af þeim 30 myndum sem hátíðin
fékk sendar voru tólf valdar til að
fara fyrir dómnefnd. Af þessum tólf
myndum verða fimm til átta myndir
sýndar og svo verða þrenn verðlaun
veitt fyrir bestu stuttmyndina,
bestu mynd að mati áhorfenda og
áhugaverðustu myndina (hvatning-
arverðlaun).
„Það er mikill áhugi fyrir stutt-
myndaforminu í dag og við tökum
eftir mikilli grósku. Með aukinni
tækni og ódýrari en áður hafa mun
fleiri tök á að búa til stuttmyndir.
Hins vegar vantar ennþá upp á að
stuttmyndin sé metin að verðleikum
sem alvörulistform. Það getur
nefnilega oft verið erfitt að koma
hlutum frá sér í knöppu formi, eins
og blaðamenn og rithöfundar
þekkja.“
Aðgangur er ókeypis og boðið
verður upp á vöfflur og kaffi. Allir
eru velkomnir.
»Stuttmyndahátíðinni Ljós-vakaljóðum er ætlað að
taka upp þráðinn þar sem
Stuttmyndadagar skildu við
hann fyrir um fimm árum.
»Á hátíðinni verða sýndar5–8 nýjar stuttmyndir og
að lokum veitir dómnefnd
verðlaun í þremur flokkum.
»Hátíðin hefst kl. 12.30 meðmálþingi en stutt-
myndakeppnin sjálf hefst kl.
16. Aðgangur er ókeypis og
boðið verður upp á kaffi og
vöfflur.
»Helstu samstarfsaðilar há-tíðarinnar eru Eymunds-
son, Zik Zak filmworks,
Reykjavíkurborg og Al-
þjóðlega kvikmyndahátíðin í
Reykjavík.
Í HNOTSKURN
Kvikmyndir | Stuttmyndahátíðin Ljósvakaljóð verður sett í dag í Ráðhúsinu
Þar sem þeir litlu stækka
DAGUR Kári Pétursson tekur þátt í málþingi sem hefst upp úr kl. 12.30 í
Ráðhúsinu í dag. Dagur Kári gerði stuttmyndina Old Spice áður en hann
sótti um inngöngu inn í Konunglega danska kvikmyndaháskólann.
Mikið vatn runnið til sjávar
ÚTVARPSSTÖÐIN BBC Worl Ser-
vice hefur nú sett af stað keppni til
að finna heimsins besta frumsamda
tónlistarverk eft-
ir unga lista-
menn. Þátturinn
kallast The Next
Big Thing og er
opin fyrir hljóm-
sveitir og einleik-
ara innan allra
gerða af tónlist,
svo lengi sem
keppendur eru
undir 18 ára og
flytja sín eigin lög. Kynning á kepp-
endum og verki þeirra verður leik-
in á World Service út haustið, en
sigurvegari verður kosinn af hlust-
endum og sérfræðingum í tónlist-
arheiminum í desember.
„Við erum að leita að frábærri
nýrri tónlist,“ segir framleiðandi
þáttanna Ben Williams. Markmið
keppninnar er að rétta hjálparhönd
til ungra tónlistarmanna sem hafa
ekki greiðan aðgang að tónlistar-
iðnaðinum. „Það er ungt fólk alls
staðar um heiminn sem hefur frá-
bæra tónlistarhæfileika en margir
eiga erfitt með að fá fyrsta tæki-
færið til að koma sér áfram, og þar
komum við inn í. Þetta er ný og
spennandi leið í leit að hæfi-
leikafólki.“
Keppnin verður rekin með hjálp
tungumálaþjónustu BBC, sem þýðir
að tónlistarmennirnir geta sent inn
lög á sínu móðurmáli. Ungu hæfi-
leikafólki alls staðar að úr heim-
inum er frjálst að taka þátt í The
Next Big Thing, þar á meðal Íslend-
ingum. Þeir sem hafa áhuga ættu
að senda eitt lag til BBC World Ser-
vice fyrir 3. nóvember 2006. Geisla-
diska og spólur á að senda til The
Next Big Thing, Bush House, Lond-
on. Lög á MP 3 formi er hægt að
senda með tölvupósti til BBC á net-
fanginu:
thenextbigthing@bbc.co.uk.
Fyrir
unga
tónlistar-
menn
Alþjóðleg tónlistar-
keppni hjá BBC
Verður þú stjarna?
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
„ÞVÍ heyrist þó hvíslað að ein-
hverjir muni komast af“ er yf-
irskriftin á einkasýningu Þórdísar
Aðalsteinsdóttur málara sem verð-
ur opnuð á Kjarvalsstöðum í dag.
„Ég sýni málverk, veggmálverk
og tvö vídeóverk ásamt myndlýs-
ingum úr Gamla testamentinu.
Mín málverk fjalla mikið um
mannlegt eðli og þess vegna tók
ég biblíuverkin því þau eru forn
vitnisburður um mannlegt eðli.
Vídeóverkin eru um það sama, þau
byggjast samt mikið á texta sem
er meira blátt áfram en mynd-
málið sem gefur frjálsari túlkun,“
segir Þórdís sem hefur, þrátt fyrir
að vera aðeins 31 árs, getið sér
góðs orðstírs í höfuðborg mynd-
listarinnar, New York, þar sem
hún hefur búið og starfað um
nokkurt skeið. Í New York hefur
hún tekið virkan þátt í sýning-
arhaldi og um hana hefur verið
fjallað í alþjóðlegum lista-
tímaritum. „Ég er á grænni grein
að mörgu leyti. Þetta er heilmikil
vinna en það er stórkostlegt að fá
að gera það sem manni þykir
vænt um og hefur áhuga á,“ segir
Þórdís sem stefnir að því að búa í
New York áfram næstu árin.
Þetta er stærsta einkasýning
Þórdísar hér á landi en hún sýndi
í fyrra í 101 Galleríi. Á þessari
sýningu eru verk sem ná yfir
nokkurra ára tímabil og gefa gott
heildaryfirlit yfir stuttan en af-
kastamikinn feril Þórdísar. En til
að gera list hennar sem best skil
hafa mörg lykilverk Þórdísar verið
fengin að láni úr erlendum einka-
söfnum og flutt hingað til lands.
Auk þess er að finna á sýningunni
ný verk sem Þórdís hefur ekki
sýnt áður.
Sýningin verður opnuð kl. 16 í
dag á Kjarvalsstöðum og er uppi
til 3. desember en þá fer hún til
Nordatlantens Brygge í Kaup-
mannahöfn.
Myndlist | Þórdís Aðalsteinsdóttir málari opnar sýningu á Kjarvalsstöðum
Heyrist hvíslað
að einhverjir
muni komast af
Málari Þórdís Aðalsteinsdóttir hefur getið sér góðs orðstírs í New York.
DAGSKRÁ: Laugardag 30. sept.
HÁSKÓLABÍÓ Salur 1
Kl. 16.00 Whole New Thing
Kl. 18.00 The Optimists
Kl. 20.30 I Am
Kl. 22.25 The Sun
HÁSKÓLABÍÓ Salur 2
Kl. 18.00 A Time for Drunken
Horses
Kl. 20.00 Turtles Can Fly
Kl. 22.15 Summer Palace
HÁSKÓLABÍÓ Salur 3
Kl. 18.00 The Adjuster
Kl. 20.00 Mezcal
Kl. 22.00 Blockade
HÁSKÓLABÍÓ Salur 4
Kl. 20.00 Mid Winter’s Night Dream
TJARNARBÍÓ
Kl. 12.08 East of Bucharest
Kl. 16.00 Shortbus
Kl. 18.00 Red Road
Kl. 20.30 Before Flying Back
Kl. 22.00 El Topo
Kl. 00.25 Holy Mountain
TENGLAR
..............................................
www.filmfest.is
Kvikmyndahátíð
í Reykjavík