Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |



Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						40 LAUGARDAGUR 25. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í TILEFNI ummæla sem ég
viðhafði í fréttaviðtali
í sjónvarpinu fyrir
skömmu í kjölfar úr-
slita prófkjörs sjálf-
stæðismanna í Suður-
kjördæmi er mér ljúft
og skylt að taka það
skýrt fram að orðalag
mitt um tæknileg
mistök varðandi þann
þátt sem fór úrskeiðis
í hlutverki mínu fyrir
byggingarnefnd Þjóð-
leikhússins á sínum
tíma var bæði illa val-
ið og óviðeigandi í
þessu samhengi. Ég var beðinn
um viðtal vegna úrslita prófkjörs-
ins, en fékk fyrst óvænt spurn-
inguna ? Hefurðu iðrast nóg?? Það
er erfitt að svara þessu fullnægj-
andi óvænt. Líklega hefði ég átt
að svara að vonandi hefði ég iðr-
ast nóg, því hver kann að meta
slíkt að lokum nema Guð almátt-
ugur. Með þessu orðalagi var ekki
ætlun mín að draga úr alvöru
málsins, nema síður sé. Þetta er
reyndar orð sem ég nota stundum
ekkert síður um mannleg mistök
en önnur. Ég skil vel að í gegnum
þessi tvö orð gætu menn lesið að
það skorti á iðrun.
Í viðtalinu lagði ég hins vegar
áherslu á það að í
svona stöðu biður
maður fyrirgefningar
og iðrast, ?annars
væri maður af steini?,
minnir mig að ég hafi
sagt.
Ég hef alltaf sagt
það að ég ber einn
ábyrgð á þeim mis-
tökum sem ég hef
sjálfur gert og hef
ekkert dregið undan í
þeim efnum. Í upphafi
þessa máls fyrir lið-
lega fjórum árum
baðst ég fyrirgefningar og tjáði
iðrun mína í fréttatilkynningu til
allra fjölmiðla. Oft síðan, til að
mynda eftir að dómur féll, gerði
ég það sama og reyndar einnig í
ávarpi í Hæstarétti. Einnig hef ég
áréttað iðrun og ósk um fyrirgefn-
ingu bæði í ræðu og riti og í bæn-
um mínum því sá sem lendir í slík-
um hremmingum lifir að mínu
mati ekki af nema að hann iðrist
og njóti fyrirgefningar og þess
vegna bið ég þjóð mína þess. Öll-
um sem orðið hefur á er lífs-
nauðsynlegt að gera upp mistökin
og ég hef gert mitt besta í þeim
efnum. Ég hef lokið öllum skyld-
um sem á mig voru settar vegna
þessa máls og er reynslunni rík-
ari.
Íbúar Suðurkjördæmis þekkja
mig. Þeir hafa fylgst með mér og
veitt mér að nýju tækifæri með af-
gerandi kosningu til þess að vinna
af alefli fyrir þá. Fyrir það er ég
óumræðilega þakklátur.
Ég braut af mér og iðrast í
dýpstu rótum hjarta míns. Það er
fullkomlega eðlilegt og skylt að
menn biðjist fyrirgefningar þegar
þeir brjóta af sér, og iðrist af ein-
lægni, það geri ég.
Iðrast af djúpri einlægni
og biðst fyrirgefningar
Árni Johnsen skrifar um orðin
? tæknileg mistök? sem hann
viðhafði í sjónvarpsfrétta-
samtali við óvæntri spurningu
og telur þau bæði illa valin og
óviðeigandi og líkleg til að mis-
skiljast
»
Ég braut af mér og
iðrast í dýpstu rót-
um hjarta míns.
Árni Johnsenn
Höfundur er stjórnmálamaður, blaða-
og tónlistarmaður.
ÞAÐ þarf ekki að horfa langt um
öxl til þess að sjá hversu miklar
breytingar hafa orðið á
atvinnuháttum okkar
Íslendinga á und-
anförnum árum. Frum-
framleiðslan skipar nú
ekki eins stóran sess og
áður. Hlutdeild land-
búnaðar til lands-
framleiðslunnar var 5%
fyrir 25 árum, en er nú
1,4% ? að sama skapi þá
var hlutdeild sjáv-
arfangs 16% árið 1980
en er nú 6,8%. 
Það eru ekki lengur
bara þrjár stoðir undir
atvinnulífinu, þ.e. frumframleiðsla,
iðnaður og þjónusta, heldur er fjórða
stoðin farin að skipta verulegu máli.
Hún felst í skapandi atvinnugreinum.
Ég hef lagt fram á Alþingi tillögu um
að skipaður verði starfshópur til að
taka saman upplýsingar um umfang
skapandi starfsgreina hér á landi og
móta tillögu að stefnumörkun í þess-
um málaflokki.
Skapandi atvinna einkennist af því
að meginviðfangsefnið er að skapa
nýja þekkingu eða efni sem hægt er
að vernda með höfundarrétti eða
einkaleyfi. Áhrif og árangur slíkra
starfsgreina felst ekki hvað síst í sam-
starfi fólks með ólíkan bakgrunn og
menntun. Til skapandi starfsgreina
teljast t.d. menningartengd starfsemi
og afþreyingariðnaður eins og tölvu-
leikir, kvikmyndir, einnig hátækni-
iðnaður, hönnun og þekking-
arstarfsemi. Ennfremur er útgáfa á
rituðu og rafrænu formi og menning-
artengd ferðaþjónusta talin með.
Telja má að 25% alls vinnuafls hér
á landi vinni við skapandi atvinnu-
greinar. Í Bandaríkjunum er þetta
sama hlutfall 30%.
Atvinna framtíðarinnar
Mörg ríki hafa markað opinbera
stefnu í þessum málaflokki vegna
mikilvægi þessarar starfsemi sem at-
vinnu framtíðarinnar. Dæmi um slíka
starfsemi hér á landi er framleiðsla
sjónvarpsþátta um Latabæ í há-
tæknimyndveri sem komið var upp í
Garðabæ, uppsetningar Vesturports
á sýningum og landvinningar erlend-
is, og tölvuleikur CCP ? Eve on line
sem hefur 150.000 áskrifendur víða
um heiminn. Einnig má nefna ýmsar
uppákomur sem hafa náð fótfestu hér
og vakið verðskuldaða athygli erlend-
is. Þar er skemmst að minnast Food
and Fun matvælasýningarinnar og
Airwaves tónlist-
arhátíðarinnar. Slíkir
viðburðir ásamt mörg-
um öðrum hafa skapað
meiri atvinnu en fljótt á
litið virðist.
Sem dæmi um vægi
slíkrar starfsemi má
nefna að um 100 heils-
ársstörf í Kaupmanna-
höfn eru eingöngu
vegna fótboltaleikja. 
Litlir staðir skipta
líka máli
En það eru einnig
minni staðir og minni atburðir sem
geta lagt lóð á vogarskálarnar og nýtt
sér þessa nýju starfsgrein. Hróars-
kelduhátíðin er t.d. gott dæmi um
hvernig lítill bær getur verið miðstöð
ákveðins atburðar og það haft veru-
leg áhrif á efnahags- og atvinnu-
ástandið þar. Hér á landi höfum við
dæmi um skapandi atvinnugreinar
sem hafa haft verulega mikil áhrif á
bæi eins og t.d. hvalaskoðunarferðir
frá Húsavík, Síldarminjasafnið og
síldarhátíðina á Siglufirði og stríðs-
minjasafnið í Fjarðabyggð. Tækni-
þekking á Íslandi er afar góð og auð-
velt að nýta hana hvar sem er, ásamt
því að virkja hugmyndaauðgina og
kraftinn sem víða býr í byggðum
landsins en með því getum við óhikað
tekið skrefið inn í atvinnuhætti fram-
tíðarinnar.
Skapandi starfsemi
Sigríður Ingvarsdóttir 
skrifar um atvinnuhætti 
framtíðarinnar
»
Skapandi atvinna
einkennist af því að
meginviðfangsefnið er
að skapa nýja þekkingu
eða efni sem hægt er að
vernda með höfund-
arrétti eða einkaleyfi.
Sigríður Ingvarsdóttir
Höfundur er varaþingmaður í Norð-
austurkjördæmi og sækist eftir 2.?3.
sæti á lista Sjálfstæðisflokksins.
LANDSFUNDUR Sjálfstæð-
isflokksins ályktaði fyrir ári sér-
staklega um að stefna bæri að
einkavæðingu Landsvirkjunar og
útfærði formaður flokksins þá línu
í viðhafnarviðtali við Morg-
unblaðið. Fullt
samræmi er þar
með í stefnu
flokksins: Hann
gaf aðganginn að
fiskimiðunum til
sægreifanna,
skipti ríkisbönk-
unum milli póli-
tískra gæðinga og
vill nú koma
orkuauðlindinni
úr almannaeign í
greipar á einka-
væddum einok-
unarrisa. Rökin
gegn því að orku-
samkeppni einkafyrirtækja virki
hér í 300 þúsund manna smáríki
gilda miklu frekar en í Bandaríkj-
unum, þar sem menn vakna nú
upp við vondan einkavæðing-
ardraum.
Samkeppni virkar ekki á raf-
orkumarkaði Bandaríkjanna
Stórblaðið New York Times
skýrir frá því 21. nóvember að æ
fleiri óánægjuraddir heyrist frá
iðnrekendum, sveitarfélögum og
orkuveitum þeirra auk neyt-
endahópa sem staðhæfi að ,,mark-
aðurinn virki ekki? í raforkugeir-
anum. Verð hefur ekki fallið síðan
fallið var frá strangri verðstýringu
alríkisstjórnarinnar fyrir áratug.
Í Texas hefur verð til neytenda
hækkað á uppboðsmarkaði veitna
vegna þess að framleiðendur not-
færa sér stöðu þar sem hæsta til-
boðsverð er í raun verðið sem
gildir fyrir alla. Framleiðendur
geti líka minnkað framboð ef þeim
sýnist svo til að sprengja upp verð
þegar spurn er mikil. Sterkar vís-
bendingar eru um að þeir stýri
verði með þessum hætti. Sam-
keppnisnefnd alríkisins er sökuð
um að ráða ekki við það verkefni
sitt að skapa forsendur fyrir virk-
um markaði. Nefndin bannar ein-
okun, en getur lítið gert við fá-
keppni örfárra fyrirtækja
(fáokun), svo sem í Kaliforníu þar
sem einungis sex fyrirtæki eru í
raun framleiðendur, (1400 orku-
ver) þó svo að þau feli
samþjöppun með ýmsum
ráðum. Í New Jersey eru
aðeins 10 framleiðendur
með stóran hluta mark-
aðar og verðið hefur rokið
upp milli útboðstímabila.
Fræðimenn 
sjá villuna
Hagfræðikenningin er
þekkt: Framleiðendur
keppa um hylli neytenda
með lægra verði og neyt-
endur njóta. Reyndin er
önnur. Á miklum eft-
irspurnartímum rýkur verðið upp
og tilgreind dæmi um að verð á
megavattsstund hafi hækkað úr 50
dölum í 1000 á topptímum með
vafasömum aðferðum. Það eru
ekki bara síkveinandi neyt-
endafrömuðir sem haga orðum
sínum á þennan veg. Fræðimenn
hafa sett upp hermilíkön í tölvum
sem geta reiknað markaðshegðun
og sýnt fram á hvernig fákeppn-
ismarkaður getur knúið fram svo
hátt verð að líkist einokunarmark-
aði. Hermilíkönin sýna það sama
og reikningarnir hjá neytendum:
Verðið stórhækkar. Raforka er
einfaldlega vara sem lagar sig illa
að kröfum um ,,fullkominn mark-
að?. Fræðilegar ástæður eru rakt-
ar í ítarlegu máli en leikmönnum
er til dæmis augljóst að ekki er
hægt að neita sér um rafmagn
eins og maður hættir að kaupa
ákveðna almenna vörutegund ef
verð hækkar. Framleiðandinn er í
ráðandi hlutverki og því sterk rök
fyrir opinberri íhlutun með einum
eða öðrum hætti til að verja neyt-
endur. 
Sjálfstæðisflokkurinn verður
að svara um einkavæðingu
Í umræðum í borgarstjórn um
sölu á hlut Reykjavíkur í Lands-
virkjun sagði borgarstjóri rétti-
lega að ,,enginn fyrirvari? væri í
samningnum um einkavæðingu.
Jafn mikill talsmaður og ég er
þess að borgin selji hlut sinn í
Landsvirkjun er ég andvígur því
að Landsvirkjun verði seld í
einkavæðingu. Ekki aðeins vegna
þess að ég tel að hér séu engar
forsendur fyrir því að koma á
samkeppni á agnarsmáum neyt-
endamarkaði, heldur líka vegna
þess að verði til einkavæddur risi
á raforkumarkaði muni það koma
sérlega illa við Reykvíkinga.
Orkuveitan kaupir mikið rafmagn
frá Landsvirkjun til að selja áfram
og mun því lenda í heild-
sölugreipum hennar jafnframt því
að Landsvirkjun fer í samkeppni á
smásölumarkaði. Því gekk ég eftir
því við borgarstjóra að hann
myndi sem áhrifamaður (vænt-
anlega?) í Sjálfstæðisflokknum
beita sér gegn því að stefna
flokksins næði fram að ganga.
Hann sagðist myndu gera það ,,ef?
hann teldi það gæti gengið gegn
hagsmunum borgarinnar. Á meðan
standa þessi orð Geirs H. Haarde
formanns flokksins: ,,Ég tel að
eftir nokkur ár eigi að byrja á að
selja hluta af Landsvirkjun?. En
áður verður kosið.
Hvers vegna
ekki einkavæða
Landsvirkjun?
Stefán Jón Hafstein fjallar um
sölu á hlut Reykjavíkur í Lands-
virkjun og einkavæðingu
»
Jafn mikill tals-
maður og ég er þess
að borgin selji hlut sinn
í Landsvirkjun er ég
andvígur því að Lands-
virkjun verði seld í
einkavæðingu.
Stefán Jón 
Hafstein 
Höfundur er borgarfulltrúi Samfylk-
ingarinnar.
Í NÝLEGRI blaðagrein um mál-
efni Alcan í Straums-
vík urðu Pétri Ósk-
arssyni,
rekstrarhagfræðingi
og talsmanni samtak-
anna Sól í Straumi, á
mikil mistök sem hann
hefur ekki séð ástæðu
til að leiðrétta. Í
greininni fjallaði Pét-
ur meðal annars um
þá hugmynd að álver-
ið greiddi sérstakt
gjald fyrir hvern hekt-
ara lands á svokölluðu
þynningarsvæði um-
hverfis verksmiðjuna.
Umrætt svæði er 9,8 ferkílómetr-
ar að stærð og er stærstur hluti þess
skv. aðalskipulagi Hafnarfjarð-
arbæjar ætlaður undir iðnað af
ýmsu tagi, enda er nú þegar marg-
breytileg starfsemi af þeim toga á
svæðinu. Hugmynd Péturs gengur
út á, að Alcan greiði árlega 50 þús-
und krónur fyrir hvern hektara
þessa lands og telur hann sig þannig
hafa fundið 500 milljónir króna í við-
bótartekjur fyrir Hafn-
arfjarðarbæ vegna
starfsemi Alcan í
Straumsvík. 
Gallinn við þessa
uppgötvun Péturs er
hins vegar sá, að einu
núlli er ofaukið í út-
reikningnum. Hann
umreiknar 9,8 ferkíló-
metra yfir í 9.800 hekt-
ara, sem er kolröng nið-
urstaða því í
raunveruleikanum er
stærð svæðisins aðeins
980 hektarar. Hin nýja
tekjulind er því tíu sinnum minni en
Pétur ráðgerir og greiðslur fyrir
óbein afnot af umræddu svæði
næmu því 50 milljónum króna á ári
en ekki 500 milljónum. 
Þótt Pétur hafi viðurkennt að
langt sé síðan hann áttaði sig á mis-
tökunum hefur hann ekki hirt um að
leiðrétta þau opinberlega. Ég leyfi
mér þess vegna að hlaupa í skarðið
fyrir hann og koma réttum upplýs-
ingum á framfæri hér með. Fólki
sem tjáir sig um þýðingarmikil mál
á opinberum vettvangi ber að vanda
sig. Öllum geta orðið á mistök en
þegar slíkt gerist er eðlilegt og sjálf-
sagt að glappaskotin séu leiðrétt um
leið og þau uppgötvast. 
Á næstu vikum og mánuðum mun-
um við Pétur líklega oft skiptast á
skoðunum um fyrirhugaða stækkun
álversins í Straumsvík og vafalaust
munu ýmsir fleiri leggja þar orð í
belg. Ég vona að sú umræða verði
málefnaleg og upplýsandi og núllin
hvorki of fá né of mörg.
Einu núlli ofaukið
Hrannar Pétursson fjallar 
um málefni Alcan í Straumsvík
og svarar grein 
Péturs Óskarssonar
»
Fólki sem tjáir sig
um þýðingarmikil
mál á opinberum vett-
vangi ber að vanda sig. 
Hrannar Pétursson 
Höfundur er upplýsinga-
fulltrúi Alcan.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76