Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 C 13
Almennt skrifstofustarf - hlutastarf
Símsvörun, reikningagerð, undirbúningur
námskeiða, sölumál og létt bókhaldsstörf.
Hæfniskröfur: Stúdentspróf eða sambærileg
menntun, reynsla af skrifstofustörfum, haldgóð
tölvuþekking, þekking á Navision, góð kunnátta
í íslensku og ensku, góð samskiptahæfni og
sjálfstæð vinnbrögð.
Verkefnisstjóri
Starfssvið: Tímabundin verkefnisstjórnun hjá
stofnunum og fyrirtækjum, kennsla í notkun
forrita sem fyrirtækið hefur umboðið fyrir,
kynningar og sala.
Hæfniskröfur: Framhaldsmenntun, helst á
sviði verkefnastjórnunar, IPMA vottun, reynsla
í verkefnastjórnun, góð íslensku- og ensku-
kunnátta, samskiptahæfni, jákvæðni og
sjálfstæð vinnubrögð.
Umsóknir sendast merktar ,,verkefnisstjóri’’/
,,skristofustarf” á verkefnalausnir@verkefna-
lausnir.is. Viðkomandi þarf að geta hafið störf
sem fyrst.
Umsóknarfrestur til 8.12.2006.
Verkefnalausnir, www.verkefnalausnir.is bjóða upp á hagnýtar lausnir
á sviði verkefnastjórnunar; forrit, fræðslu og ráðgjöf og verkefna-
stjórnun. Verkefnalausnir eru endursöluaðili fyrir forritin MindMana-
ger®, JCVGantt® og NotesLinker® og Visual Project Maps Prince 2.
Atom01 TEL. +354 520 8100 FAX +354 520 8109 EMAIL info@ato
HTTP:// www.atom01.is ADDR. Þingholtsstræti 27, 101 Reykjav
Öryggisvörður
Sendiráð Bandaríkjanna auglýsir stöðu
öryggisvarðar lausar til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til og með 13. desember
2006. Frekari upplýsingar er að finna á
heimasíðu sendiráðsins:
http://iceland.usembassy.gov/vacancies.html.
Flugstoðir ohf.
óska eftir að ráða umdæmisstjóra á Austurlandi
Starfssvið
Flugstoðir ohf. óskar eftir að ráða umdæmisstjóra á Austurlandi til starfa.
Starfið heyrir undir framkvæmdastjóra flugvalla– og leiðsögusviðs Flugstoða ohf.
Um er að ræða landssvæðið frá Skeiðarársandi til Vopnafjarðar. Á svæðinu eru
þrír áætlana-vellir og fimm lendingarstaðir.
Starfsstöð er á Egilsstöðum.
Helstu verkefni umdæmisstjóra er ábyrgð á að daglegur rekstur flugvalla í
umdæmi IV
(Austurlandi) sé faglega í samræmi við flugvallarhandbækur, sem og aðrar reglur
og skuldbindingar sem varða flugvelli. Viðkomandi mun taka þátt í gerð rekstrar-
og framkvæmda-áætlunar fyrir flugvellina og ber ábyrgð á að daglegur rekstur sé
í samræmi við áætlanir. Viðkomandi mun einnig taka þátt í verkefnastjórn einsta-
kra framkvæmda á flugvöllum í umdæminu eftir þörfum. Umdæmisstjóri ber
ábyrgð á að flugverndaraðgerðum, gæða-
eftirliti og öryggisstjórnunarkerfum sé fylgt eftir með réttum hætti.
Umdæmisstjóri ber ábyrgð á samskiptum við Flugmálastjórn Íslands. Hann ber
einnig ábyrgð á samskiptum við Rannóknar-nefnd flugslysa, sem og við svei-
tarstjórnir vegna flugvalla í umdæminu.
Hæfniskröfur
Umsækjendur skulu að minnsta kosti hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri
menntun. BSc gráða frá viðurkenndum háskóla er æskileg.
Viðkomandi skal hafa haldgóða starfsreynslu sem nýtist í starfinu.
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi gott vald á íslenskri og enskri tungu, bæði í
töluðu og rituðu máli. Auk þess þarf viðkomandi að hafa góða tölvukunnáttu.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf þann 02. janúar 2007.
Frekari upplýsingar um starfið gefa Haukur Hauksson framkvæmdastjóri og In-
gunn Ólafsdóttir starfsmannastjóri í síma 569 4100.
Skriflegar umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun, fyrri störf og
mynd sendist starfsmannahaldi Flugmála-stjórnar fyrir 11. desember 2006.
Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á heimasíðu Flugmálastjórnar,
www.flugmalastjorn.is
Öllum umsóknum verður svarað.
Þann 1. janúar 2007 munu þjónustuverkefni Flugmálastjórnar Íslands verða flutt frá stofnuninni og hefur verið stofnað um þau nýtt opinbert
hlutafélag, Flugstoðir ohf. Hjá Flugstoðum ohf. munu starfa um 230 starfsmenn, Helstu verkefni fyrirtækisins að sjá um uppbyggingu og rek-
stur flugvalla og veita flugumferðar– og flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug og alþjóðlegt flug yfir Norður – Atlantshafi. Flugstoðir
ohf. leggja áherslu á jafnan rétt karla og kvenna til starfa.