Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						STOFNAÐ 1913 331. TBL. 94. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
SÖNGLAGASJARMI
ÁSGERÐUR JÚNÍUSDÓTTIR OG FRUMHERJ-
INN MAGNÚS BLÖNDAL JÓHANNSSON >> 40
19
dagar
til jóla
Samtök iðnaðarins hvetja landsmenn að skipta
aðeins við fagfólk með tilskilin réttindi
og það er að finna á  Meistarinn.is
Samtök iðnaðarins hvetja landsmenn að skipta
aðeins við fagfólk með tilskilin réttindi
og það er að finna á Meistarinn.is
og framleiðslaog framleiðsla
er góð gjöfer góð gjöf
Íslensk hönnunÍslensk hönnun
Jerúsalem. AFP, AP. | Forsætisráð-
herra Ísraels, Ehud Olmert, tjáði
þingnefnd í gær að brugðist yrði af
hófsemd við flugskeytaárásum her-
skárra Palestínumanna á Gaza sem
brjóta gegn vopnahléinu.
?Ljóst var að ekki yrði algerlega
bundinn endi á árásir en munum að
fram til þessa hefur okkur ekki tek-
ist að finna aðra leið [en vopnahlé] til
að stöðva flugskeytaárásir og vopna-
smygl,? sagði Olmert.
Ísraelsher handtók í gærmorgun
16 herskáa Palestínumenn á Vestur-
bakkanum en þar er ekki í gildi
vopnahlé. Þingmaður Verkamanna-
flokksins, Danny Yatom, sagði að
herinn hefði fengið skipun um að
reyna að forðast óþarfa átök. 
Reuters
Leit Ísraelskur hermaður stöðvar
Palestínumann í Hebron í gær.
Vilja
forðast
átök
LÖGREGLAN í Keflavík telur sig
hafa upplýst með rannsókn sinni
ofsaakstur á Reykjanesbraut aðfara-
nótt sl. fimmtudags. Þar var piltur á
ferð á BMW-bíl sem hlýddi ekki til-
mælum lögreglu um að stoppa en
náðist daginn eftir þar sem lögreglu-
menn í eftirför náðu bílnúmerinu og
handtóku eigandann. Í fyrstu var
hann ófús að viðurkenna að hann
hefði verið þarna á ferð á umrædd-
um tíma en játaði síðar meir. Hraði
hans var mældur 201 km á klukku-
stund en hann viðurkennir ekki þann
hraða þótt hann viðurkenni hrað-
akstur að öðru leyti. Hann verður
væntanlega sviptur ökuskírteininu.
Lögreglan segir piltinn ekki ein-
göngu hafa verið á hættulegum
hraða, heldur ekið bílnum við hættu-
legar aðstæður auk þess sem bíllinn
var vanbúinn. Bíllinn var með árs-
skoðun en vegna rannsóknarinnar
var hann tekinn í aukaskoðun þar
sem hann var dæmdur óhæfur til
aksturs. Dekkin voru slitin auk þess
sem hljóðkútur hafði verið tekinn
undan bílnum en slíkt er óleyfilegt.
Játaði ofsaakstur 
Ók á 201 km hraða á vanbúnum bíl
LIÐSMENN Michel Aouns, sem er
úr röðum kristinna Líbana, við Al-
Amin-moskuna í höfuðborginni
Beirút í gær. Þeir styðja kröfur
Hizbollah um að ríkisstjórn Fuads
Siniora forsætisráðherra víki en
hún nýtur stuðnings Vesturveld-
anna.
Hizbollah-menn drógu sex ráð-
herra sína úr stjórn Siniora fyrir
skömmu. Nýlega var ráðherra,
andvígur Sýrlendingum, myrtur og
fækki enn um tvo í stjórninni, ann-
aðhvort vegna úrsagna eða morða,
telst hún ekki lengur lögleg. Hiz-
bollah nýtur stuðnings Sýrlendinga
og segja sumir stjórnmálaskýr-
endur að markmið Hizbollah sé að
koma í veg fyrir að stjórnin geti
samþykkt fyrirhugaða rannsókn
Sameinuðu þjóðanna á morðinu á
Rafik Hariri, fyrrverandi forsætis-
ráðherra. Ráðamenn í Sýrlandi eru
grunaðir um aðild að morðinu.
Mótmælum
haldið áfram
í Beirútborg
Reuters
STURLA Böðvarsson samgönguráðherra segir að
tvær leiðir komi helst til greina til fjármögnunar á
tvöföldun Suðurlandsvegar. Annars vegar svoköll-
uð skuggagjaldsleið og hins vegar lántökuleið.
Fyrri leiðin felur í sér að verkið verði boðið út, þ.e.
verktaki taki að sér að byggja og reka veginn en
ríkissjóður greiði síðan kostnað á móti í hlutfalli
við umferð. Síðari leiðin felur í sér að ríkissjóður
taki langtímalán til að fjármagna verkið.
Sturla segir að engar ákvarðanir hafi verið
teknar varðandi tvöföldun vegarins, en hin póli-
tíska stefnumörkun sín sé að leiðirnar út frá höf-
uðborginni verði tvöfaldar með aðgreindum akst-
ursstefnum. Hann kveðst munu gera tillögu um
fjármögnunarleið í samgönguáætlun sem lögð
verður fram á Alþingi eftir áramót. Gert er ráð
fyrir að sú áætlun verði samþykkt á vorþingi.
Að sögn Sturlu er áætlað að breikkun Suður-
landsvegar milli Rauðavatns og Selfoss kosti á
bilinu fimm til sjö milljarða; það fari m.a. eftir því
hve mörg mislæg gatnamót verða. Aðspurður tel-
ur hann að hægt verði að ljúka verkinu á fjórum
árum, fáist til þess nægilegir fjármunir.
2+1-vegur tímasóun
Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri í Sveitarfé-
laginu Ölfusi, segir að bæjarstjórnin hafi í síðustu
viku tekið þá afstöðu að taka ekki frekari þátt í
vinnu vegna breikkunar á Suðurlandsvegi með
Vegagerðinni þar sem unnið sé með hugmynd um
2+1-veg, enda sé slíkt tímasóun.
?Allir stjórnmálamenn eru búnir að lýsa því yfir
að 2+2 sé það sem koma skal. Við höfum verið að
reyna að fá Vegagerðina inn á þá leið, en þeir hafa
alltaf verið að kynna okkur 2+1,? segir Ólafur Áki.
?Við viljum vinna þetta svona og ég held að það sé
pólitískur vilji til þess.?
Skuggagjaldsleið eða 
lán koma helst til greina
Morgunblaðið/RAX
Tvöföldun Suðurlands-
vegar gæti tekið 4 ár
London. AFP. | Áhöfn breskrar
sprengjuþotu af Nimrod-gerð frá
flugstöð í Skotlandi varð nýlega
fyrir óhappi, hlíf á um 20 sm
breiðu gati, sem hljóðduflum er
varpað út um, lokaðist ekki. Varð
að grípa til örþrifaráða og troða
tekatli í gatið meðan þotunni var
flogið heim.
Viðhald Nimrod-vélanna er sagt
lélegt og dæmi um að mælitæki séu
fest með límbandi til bráðabirgða. 
Teketillinn er
ómissandi 
Rio de Janeiro. AP. | Stjórnvöld í
Para í Norður-Brasilíu hafa ákveð-
ið að friða algerlega regn-
skógasvæði sem er á stærð við allt
England, um 150.000 ferkílómetr-
ar. Skógar Brasilíu hafa minnkað
um 20% síðustu áratugi vegna rán-
yrkju og aukins landbúnaðar.
Um 54% af öllum tegundum
plantna, fugla og dýra á Amazón-
svæðinu eru á nýja friðlandinu og
talið að um sé að ræða mikilvæg-
ustu aðgerð til verndar regnskóg-
unum frá upphafi. 
Regnskógar
friðaðir
???
???

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52