Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						4 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
NÝR meirihluti hefur verið mynd-
aður í sveitarfélaginu Árborg.
Ragnheiður Hergeirsdóttir, oddviti
S-lista Samfylkingar, verður bæjar-
stjóri og Þorvaldur Guðmundsson,
oddviti B-lista Framsóknarflokks,
og Jón Hjartarson, oddviti V-lista
Vinstrihreyfingarinnar ? græns
framboðs, munu skiptast á um að
gegna embættum forseta bæjar-
stjórnar og formanns bæjarráðs út
kjörtímabilið.
Í gær var gefin út yfirlýsing um
samstarf flokkanna þriggja. Þar
segir að megináherslur nýja meiri-
hlutans verði lagðar á fjölskyldu-,
jafnréttis- og velferðarmál, um-
hverfis- og skipulagsmál, félagslegt
réttlæti, samráð og skilvirka stjórn-
sýslu og ábyrga fjármálastjórnun.
Ragnheiður Hergeirsdóttir sagði í
gær að hún tæki formlega við starfi
bæjarstjóra seinna í vikunni. Hún
kvaðst hafa hitt Stefaníu K. Karls-
dóttur bæjarstjóra í gær og mundi
hitta hana aftur í dag. Málefna-
samningur nýja meirihlutans verður
kynntur á fundi bæjarstjórnar Ár-
borgar næstkomandi fimmtudag. Að
sögn Ragnheiðar verða þar lagðar
sömu megináherslur og greint er frá
í yfirlýsingunni. Í tengslum við sam-
starfsslit fyrrverandi meirihluta
Framsóknarflokks og Sjálfstæðis-
flokks var minnst á ágreining um
skipulagsmál við Austurveg og á
Sigtúnsreit. Hvernig verður tekið á
honum í nýrri bæjarstjórn?
?Við munum að sjálfsögðu ganga
strax í að vinna þau mál sem liggja
fyrir,? sagði Ragnheiður. Hún
kvaðst ekki á þessu stigi geta tjáð
sig nánar um hvernig þessi mál yrðu
leyst. En það þyrfti að ljúka þeim og
það mundi nýi meirihlutinn gera
hiklaust.
Laun bæjarfulltrúa og nefndar-
manna voru einnig nefnd sem
ágreiningsmál í fráfarandi meiri-
hluta. Verður breyting á þeim?
?Ég las í fréttum að þau væru mál
málanna en laun bæjarfulltrúa hafa
ekki verið til umræðu í meirihluta-
viðræðunum,? sagði Ragnheiður.
Hætt við þingframboð
Sem kunnugt er fékk Ragnheiður
bindandi kosningu í 4. sæti fram-
boðslista Samfylkingarinnar í Suð-
urkjördæmi fyrir komandi alþing-
iskosningar. Hún kvaðst hafa
ákveðið að gefa kost á sér í próf-
kjörinu þegar Margrét Frímanns-
dóttir tilkynnti að hún myndi hætta
á þingi og Samfylkingin var í minni-
hluta bæjarstjórnar Árborgar. ?Ég
hafnaði í fjórða sæti sem var bind-
andi. Stjórnarslit í bæjarstjórn
komu svo upp á föstudaginn var og í
framhaldi af því viðræður okkar og
sá kostur að fá bæjarstjórastarf. Ég
ákvað að segja mig frá fjórða sætinu
og mat stöðuna svo að ég hlyti að
taka þeirri áskorun að taka embætti
bæjarstjóra að mér. Það var ekki
annað að ræða í stöðunni. Þetta er
gríðarlega umfangsmikið starf og
margt framundan. Ég vil setja alla
mína starfskrafta í það. Það vinna
margir með manni í prófkjöri og
styðja mann, ég vona að fólk skilji
ákvörðun mína í þessu,? sagði Ragn-
heiður.
En verða stjórnarskiptin kostn-
aðarsöm fyrir sveitarfélagið Ár-
borg? Hver verða biðlaun fráfarandi
bæjarstjóra? ?Það kostar auðvitað
að skipta um bæjarstjóra. Sam-
kvæmt ráðningarsamningnum sem
fyrri meirihluti gerði við hann á
hann rétt á launum í tólf mánuði.
Stjórnarslit eru alltaf kostnaðar-
söm, enda væntanlega sjaldnast far-
ið út í þau nema annað sé fullreynt,?
sagði Ragnheiður. 
Bjartsýnir á framhaldið
?Ég er ánægður með þessa nið-
urstöðu og mér líst vel á framhald-
ið,? sagði Þorvaldur Guðmundsson,
oddviti B-listans. Hann sagði fullan
vilja í nýjum meirihluta til að ná
lendingu í skipulagsmálum. Launa-
mál bæjarfulltrúa hefðu verið slitin
úr öllu samhengi og skiptu engu
máli í þessu sambandi.
Jón Hjartarson, oddviti V-lista,
sagði nýjan meirihluta leggjast
ágætlega í sig. ?Þetta er merkilegur
áfangi fyrir Vinstrihreyfinguna ?
grænt framboð í Suðurkjördæmi að
vera komin í meirihluta í einu sveit-
arfélagi.? Jón sagði þetta í fyrsta
sinn sem VG væri í meirihluta í Ár-
borg.
Nýr meirihluti þriggja flokka hefur verið myndaður í bæjarstjórn Árborgar
Ragnheiður
Hergeirsdótt-
ir bæjarstjóri
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Meirihluti F.v. Jón Hjartarson, Gylfi Þorkelsson, Ragnheiður Hergeirs-
dóttir, Margrét Katrín Erlingsdóttir og Þorvaldur Guðmundsson.
DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur
skipað Sigríði B. Guðjónsdóttur,
sýslumann á Ísafirði, í embætti að-
stoðarríkislögreglustjóra frá og með
1. janúar 2007. Hún hefur starfað
hjá ríkislögreglustjóra frá 1. sept-
ember sl. við verkefni sem lúta m.a.
að nýskipan lögreglumála, gerð ár-
angursstjórnunarsamnings milli
dómsmálaráðuneytis og ríkislög-
reglustjóra og stofnsetningu grein-
ingardeilda rls.
Sigríður Björk er fædd 1969 og
lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands
1993, starfaði hjá ríkisskattstjóra
frá 1993 til 1995
og lagði stund á
framhaldsnám í
lögfræði við
Kaupmanna-
hafnarháskóla frá
1995 til 1996. Hún
fékk námsleyfi
árið 2000 og lauk
meistaranámi í
Evrópurétti frá
háskólanum í
Lundi 2002. Hún lauk stjórnunar-
námi frá Lögregluskóla ríkisins 2004
og stundaði nám á vegum CEPOL. 
Skipuð aðstoðar-
ríkislögreglustjóri
Sigríður B. 
Guðjónsdóttir
LYFJAFYRIRTÆKI bjóða bæði
lungnalæknum og öldrunarlæknum
til kvöldverðar að loknum fræðslu-
erindum á vegum félaganna nú í des-
ember. 
?Fræðslufundur/jólafundur? Fé-
lags íslenskra öldrunarlækna er
styrktur af lyfja- og heilbrigðisvöru-
fyrirtækinu Icepharma. Fundurinn
hefst með kynningu en síðan verða
tvö fræðsluerindi um sögu öldrunar-
lækninga hér á landi og starfsemi á
Landakotsspítala fram á seinni hluta
síðustu aldar, að því er segir í fund-
arboði frá Aðalsteini Guðmundssyni,
formanni félagsins. Þá segir að nán-
ari kynning á fyrirlesurunum og efni
fyrirlestranna berist þegar nær
dregur. Kveðst hann eiga von á
áhugaverðri umfjöllun og umræðu
sem muni gagnast félögum bæði í
daglegu starfi og reynast verðmætt
innlegg í umræðu um framtíðarupp-
byggingu. Að loknum fundi verður
fordrykkur og kvöldverður á Hótel
Centrum. 
Aðalsteinn hafði ekki tök á því að
ræða nánar um fundinn, þegar eftir
því var leitað í gærdag.
Bessi H. Jóhannesson, fram-
kvæmdastjóri lyfjasviðs Icepharma,
sagði fyrirtækið styrkja kvöldverð-
inn en fyrirlesarar væru alfarið á
vegum Félags öldrunarlækna. Sam-
komulag hefði verið um að kynning
yrði á fyrirtækinu Northpharma
sem væri tiltölulega nýtt innan lyfja-
geirans. 
Í samræmi við reglur
?Fræðslufundur og jólakvöldverð-
ur? Félags íslenskra lungnalækna er
haldinn í samvinnu við lyfjafyrirtæk-
ið GlaxoSmithKline og felst sam-
vinnan í því að fyrirtækið greiðir
þóknun fyrirlesarans, leggur til hús-
næði og greiðir fyrir kvöldverð
læknanna á Grillinu, að sögn Gunn-
ars Guðmundssonar, formanns fé-
lagsins.
Gunnar sagði alveg ljóst að styrk-
ur fyrirtækisins væri innan þeirra
marka sem sett hefðu verið í siða-
reglum um samskipti lækna og lyfja-
fyrirtækja. ?Þetta er viðurkennt
form og þetta eru hóflegar veitingar,
líkt og segir í siðareglunum,? sagði
Gunnar.
Fyrirlestur kvöldsins fjallar um
áhrif stera á bein en Gunnar sagði
umfjöllunarefnið brýnt þar sem
lungnalæknar ávísuðu miklu af ster-
um sem hefðu slæm áhrif á bein. Þar
sem Félag íslenskra lungnalækna
hefði takmörkuð fjárráð hefði verið
leitað til GlaxoSmithKline um að
styrkja fundinn. Aðspurður hvort
fræðslugildinu hefði ekki verið náð
með því að fá einungis styrk fyrir
fræðsluerindinu en ekki kvöldverð-
inum sagði Gunnar að einnig hefði
verið boðið til kvöldverðar vegna
þess að fundurinn væri haldinn að
kvöldi til og að hefð væri fyrir því að
menn hittust í desember og gerðu
sér glaðan dag saman. Meðan á
kvöldverðinum stæði ræddu menn
þar að auki oft um efni fyrirlestr-
arins og hefðu tök á að spyrja nánar
út í efni hans.
Á fundarboðinu er óskað eftir því
að læknar tilkynni þátttöku til
GlaxoSmithKline og sagði Gunnar
að það væri einfaldlega gert vegna
þess að félagið hefði ekki starfsmenn
og gæti ekki tekið við fundarboðum.
Hjörleifur Þórarinsson, lyfjafræð-
ingur og framkvæmdastjóri Glaxo-
SmithKline á Íslandi, sagði erindið á
fundi lungnalækna fyllilega standast
fræðilegar kröfur og í þessu tilfelli
snerti það ekki framleiðslu eða vörur
fyrirtækisins á nokkurn hátt. Risna í
tengslum við fræðslufundi væri ekki
óeðlileg væri hún innan tiltekinna
marka.
Hjörleifur sagði ljóst að lyfjafyr-
irtæki yrðu að geta kynnt vörur sín-
ar fyrir læknum enda væru læknar
þeir einu sem tækju ákvarðanir um
notkun á vörum þeirra. Að sama
skapi væri mikilvægt að enginn
skuggi félli á val læknis á lyfi eða
meðferð. Það yrði að vera alveg ljóst
að valið væri eingöngu tekið með
hagsmuni sjúklingsins í huga og
sagðist Hjörleifur ekki vita til þess
að nokkur einasti læknir hefði látið
risnu sem hann hefði notið hafa áhrif
á val sitt. 
Styrkja fræðsluerindi
og jólakvöldverði
Lyfjafyrirtæki greiða fyrir kvöldverði læknafélaga
Í HNOTSKURN
»
Samtök framleiðenda
frumlyfja og Læknafélag
Íslands gerðu samkomulag um
að sameiginleg yfirlýsing Evr-
ópska læknafélagsins og Sam-
taka lyfjaiðnaðarins í Evrópu
skyldi gilda hér á landi.
»
Þar segir m.a. að lyfjafyr-
irtæki geti styrkt lækna-
fundi hafi þeir skýrt fræðslu-
innihald. Risna meðan á
fundum stendur skuli vera al-
mennt viðeigandi, skynsamleg
og einskorðuð við tilgang at-
burðarins.
STEFANÍA K.
Karlsdóttir varð
bæjarstjóri í Ár-
borg 14. júlí sl. en
missir nú starfið
eftir tæpa fimm
mánuði. Hún
sagðist hafa vitað
að starfið gæti
verið ótryggt.
?Þegar nýir
meirihlutar koma
að er yfirleitt tilhneiging til að
skipta um bæjarstjóra í leiðinni,?
sagði Stefanía. Starfið hefði verið
fjölbreytt og skemmtilegt.
Stefanía flutti á Selfoss og dóttir
hennar settist þar í 9. bekk grunn-
skóla. Hún ætlar að flytja aftur til
Reykjavíkur og dóttirin fer aftur í
sinn gamla skóla. 
Stefanía vildi ekki svara því beint
hve mikinn biðlaunarétt hún ætti við
starfslokin. ?Ég er með ráðningar-
samning og ákvæði í honum hafa
áhrif núna. Það er allur gangur á því
hvað fólk þiggur eftir starf sem
þetta. Maður er að ráða sig í ótryggt
starfsumhverfi og oft er settur ann-
ar verðmiði á slíkt en þegar maður
ræður sig í tryggt starf,? sagði Stef-
anía. En hvað tekur við? ?Það tekur
á fjölskylduna þegar flutningar
standa yfir svona fram og til baka.
Næstu vikur ætla ég að hlúa að mín-
um nánustu og sinna börnunum mín-
um. Styðja þau og styrkja.?
Vissi að
starfið var
ótryggt
Stefanía K. 
Karlsdóttir
Stefanía K. Karlsdóttir
hættir sem bæjarstjóri

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52