Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Ljósmynd/Sogndal Klatreklubb
Á uppleið Kristján Þór Björnsson á leið upp 18 metra háan klifurvegginn.
Eftir harða keppni deildi hann gullverðlaunum með dönskum keppinaut. 
TVEIR félagar í Klifurfélagi
Reykjavíkur náðu frábærum ár-
angri á Norðurlandamóti unglinga
13?19 ára í leiðsluklifri sem haldið
var í Sogndal í Noregi um helgina.
Kristján Þór Björnsson, 15 ára,
deildi gullverðlaunum í sínum
flokki með Dananum Emil Jesper-
sen og Hjalti Andrés Sigurbjörns-
son, 18 ára, hlaut brons í sínum
flokki.
Það kallast leiðsluklifur þegar
klifrarar eru bundnir í línu þegar
þeir klifra upp háa klifurveggi. 
Keppnin var afar jöfn og spenn-
andi og var jafnt á með íslensku
piltunum og keppinautum þeirra
allt frá undanúrslitum til úr-
slitakeppni, að sögn Hjalta Rafns
Guðmundssonar hjá Klifurfélagi
Reykjavíkur.
Að sögn Hjalta Rafns fór keppnin
þannig fram að keppendur fengu
eina tilraun til að fara 18 metra
klifurleiðir. Leiðirnar voru erfiðar,
hluti þeirra slútti yfir keppendur
og stundum urðu þeir að stökkva til
að ná handfestu. Fjöldi stiga fór eft-
ir því hversu hátt keppendur kom-
ust. Hjalti Rafn segir að aðstaða til
innanhússklifurs hafi verið að
byggjast upp en hæstu veggirnir í
leiðsluklifri séu aðeins um sex
metra háir. Þeir Kristján Þór og
Hjalti Andrés hafi því ákveðið að
hleypa heimdraganum í haust og
hafa síðan stundað æfingar við
bestu aðstæður í Noregi, Spáni og
Frakklandi. Hjalti Rafn segir ár-
angur piltanna frábæran. ?Ég er
þvílíkt stoltur af strákunum,? segir
hann. 
Frábær árangur klifrara á
Norðurlandameistaramóti
12 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
TIL stóð að ljúka heilborun aðrennsl-
isganga Kárahnjúkavirkjunar í gær,
en ekki tókst betur til en svo að mótor
í vökvatjakk risaborsins TBM 3 gaf
sig og var unnið að viðgerðum í nótt.
Athygli vekur mikill hiti á kafla í
göngunum og gæti þar verið mögu-
leiki á nýtingu jarðvarma fyrir að-
liggjandi sveitarfélög. 
TBM 3 brýst gegnum síðasta haft
ganganna nú í morgunsárið en það er
1,75 m þykkt. Vitað er að borinn kem-
ur nánast rétt á göngin sem TBM 2
boraði frá aðgöngum 2 við Axará, að-
eins munar 5 cm að ofan og 3 cm til
hliðanna og þykir það vel af sér vikið
eftir 40 km borun. Haftið er um 2 km
fyrir vestan Þrælaháls og nánast
beint undir Hölkná, 180 metra undir
yfirborði jarðar. Fara þarf rúmlega
12 km vegalengd eftir göngunum inn
að haftinu með lest, sem tekur um 40
mínútur og vekur athygli að á kafla er
mjög hlýtt í göngunum. Það er suð-
vestan undir Þrælahálsi þar sem 54
gráða heitt vatn spýtist út úr berginu.
Þar er eina verulega hitasvæðið sem
TBM-borarnir hafa farið í gegnum í
borun aðrennslisganganna. Jón Þor-
steinsson öryggisfulltrúi og Brynhild-
ur Magnúsdóttir jarðfræðingur, bæði
hjá VIJV-framkvæmdaeftirliti, segja
að þetta heita vatn gæti skipt veru-
legu máli fyrir nágrannasveitar-
félögin yrði þarna farið í jarð-
hitaborun í framtíðinni. Jón segir tvö
önnur svæði vestan við hlý en hitastig
vatnsins mun lægra eða um 16 gráð-
ur. Gífurlegur mismunur hefur verið
á hitastigi í göngunum. Göngin frá að-
göngum 3 í Hrafnkelsdal eru t.d. sögð
hafa verið langnöturlegust og þar
kemur mun kaldara vatn niður í þau.
Þar var þó farið í gegnum 16 gráða
heitar sprungur og talin skilyrði fyrir
jarðhita því stutt sé í uppsprettu í
Glúmsstaðadal. 
Aðrennslisgöngin verða heilfóðruð
þar sem þörf er talin á. Mikill vatns-
agi er víða og þarf að varna því að
nokkur mótstaða sé fyrir vatnsflaum-
inn sem mun renna um göngin úr
Hálslóni og eins að grunnvatn sígi
niður í göngin.
Hitinn í göngunum yfir 30°C
Jarðhiti suðvestan
við Þrælaháls gefur
góð fyrirheit
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Hlýtt Jón Þorsteinsson öryggisfulltrúi, Brynhildur Magnúsdóttir jarðfræð-
ingur og Oddur Friðriksson yfirtrúnaðarmaður biðu eftir bornum í gær.
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
steinunn@mbl.is
KAUPMENN við Laugaveg í Reykjavík keppast nú
við að gera varning sinn sem mest aðlaðandi í augum
neytenda enda eru nú innan við þrjár vikur til jóla.
Veður hefur verið milt á landinu undanfarna daga og
haldist það má búast við góðri verslun við Laugaveg.
Rannsóknasetur verslunarinnar og Samtök verslunar
og þjónustu spá um 9% aukningu í jólaverslun á
þessu ári.
Morgunblaðið/G. Rúnar
Jólavarningurinn kominn í búðir
SJÚKIR fangar af erlendu bergi
brotnir fá heilbrigðisþjónustu þótt
þeir geti ekki greitt fyrir hana sjálf-
ir. Heilbrigðisráðuneytið hefur
breytt reglugerð sem tekur til fanga
sem eru ekki sjúkratryggðir eða
njóta ekki tryggingaverndar í sér-
stökum milliríkjasamningum og
ættu því að greiða heilbrigðisþjón-
ustu að fullu.
Reglugerðarbreytingin felur í sér
að kostnaður vegna þjónustu við
ósjúkratryggðan fanga af erlendu
bergi brotinn fellur á stofnunina sem
veitir þjónustuna geti fangi ekki
greitt fyrir sig. Er í reglugerðinni
vísað til þess að þessi hópur fanga
eigi rétt á neyðaraðstoð sem skil-
greind er svo í lögum um heilbrigð-
isþjónustu.
Vafi hefur leikið á um hver greiða
á fyrir heilbrigðisþjónustu sem þess-
ir fangar fá þegar þeir geta ekki
greitt fyrir hana sjálfir. Nú hefur
með reglugerðarbreytingunni verið
ákveðið að stofnunin sem veitir þjón-
ustuna taki á sig kostnaðinn.
Greiða fyr-
ir þjónustu
við fanga
Hjálparstarf
kirkjunnar hef-
ur fengið 8
milljóna króna
styrk frá utan-
ríkisráðuneytinu
til að afla vatns
í sjö héruðum
Afganistans;
Wardak, 
Bamiyan, Herat, Badghis, 
Faryab, Ghor og Farah. Þar líða
2,5 milljónir manna af matar- og
vatnsskorti og áhrif hans eru
gríðarleg á afkomu og líðan íbú-
anna. 
Neyðarástand ríkir nú í stórum
hluta Afganistans. Auk stríðs-
átaka og hörmunga sem af þeim
hafa leitt glímir Afganistan við
verstu þurrka í sögu landsins og
uppskerubrest. Allt að 85% af
uppskeru landsins hafa spillst. Er
það til viðbótar þeim 6,5 millj-
ónum sem búa við viðvarandi
matarskort. Vatnsból hafa þornað
upp, skepnur drepist og verð á
skepnum lækkað niður úr öllu
valdi þar sem allir vilja selja til
að eiga fyrir nauðþurftum. Fjöl-
skyldur flosna upp og flýja til
annarra svæða í leit að mat og
vinnu. Konur og börn þjást sér-
staklega enda farið að gifta sí-
fellt yngri dætur í von um endur-
gjald við brúðarkaup. 
Átta milljónir
til að afla vatns
í Afganistan
STARFSMANNAFÉLAG Akraness
hefur samþykkt að sameinast
Starfsmannafélagi Reykjavík-
urborgar. Í allsherjaratkvæða-
greiðslu um sameininguna, sem
40% félagsmanna tóku þátt í, sögðu
tæp 90% já við sameiningunni. Boð-
að hefur verið til aukaaðalfundar
hjá Starfsmannafélagi Reykjavík-
urborgar þar sem lagðar verða til
lagabreytingar svo sameiningin
geti átt sér stað. Að öllu óbreyttu
sameinast því STAK Starfsmanna-
félagi Reykjavíkurborgar um ára-
mótin. 
Atkvæðagreiðslan fór fram dag-
ana 30. nóvember og 1. desember.
Á kjörskrá voru 319 félagsmenn.
Niðurstaða kosninga var að 130
kusu eða 40% félagsmanna. Já
sögðu 116 eða 89%, nei sögðu 12
eða 10,8%, tveir seðlar voru auðir.
Starfsmanna-
félög sameinast
MARKAÐURINN fyrir listmuni
virðist kominn í jafnvægi eftir föls-
unarmál og fékkst ágætt verð fyrir
um 130 listmuni sem boðnir voru
upp á vegum Gallerís Foldar á
sunnudagskvöld. Listaverkin voru
eftir m.a. Pablo Picasso, Jóhannes
S. Kjarval, Mugg og Nínu Tryggva-
dóttur.
Hæst verð fékkst fyrir olíumál-
verk Nínu Tryggvadóttur, sem heit-
ir Íslensk náttúra, en það var slegið
á 3,6 milljónir króna. Í því tilviki
eins og mörgum öðrum á þessu upp-
boði var verðið undir matsverði upp-
boðshaldara, sem mat verkið á 4?5
milljónir króna. Picasso-myndin
sem seld var á uppboðinu var
þrykkmynd sem heitir Sitjandi
kona, og var verkið slegið á 620 þús-
und krónur. 
Áhugi á Guðmundi frá Miðdal
?Sumt fór langt yfir matið, annað
fór undir og sumt á matinu, það er
eins og gengur í þessu,? segir
Tryggvi Páll Friðriksson, listmuna-
sali hjá Galleríi Fold. Hann segist í
heild ánægður með uppboðið, sem
var fimmta uppboð Gallerís Foldar
á árinu. Greinilegt sé að markaður
fyrir listaverk á Íslandi fari batn-
andi eftir ?fölsunarfárið? og sé að
komast í þokkalegt jafnvægi. 
Athygli vekur að af um 130 lista-
verkum voru 13 eftir Guðmund Ein-
arsson frá Miðdal. Tryggvi segir
greinilegt að styttur eftir Guðmund
þyki nú spennandi á nýjan leik og
fóru flestar stytturnar yfir mats-
verði. Sú dýrasta, stytta af fálka,
var slegin á 410 þúsund krónur. Það
virðist því af sem áður var þegar
styttum eftir Guðmund var hent í
stórum stíl, segir Tryggvi.
Hann segir þó að það sem mest
hafi komið á óvart sé verðið sem
fékkst fyrir litla mynd eftir Guð-
mund Thorsteinsson, sem er betur
þekktur sem Muggur. Myndin var
metin á 6?800 þúsund, en var slegin
á 1,5 milljónir króna. Tryggvi segir
að það sé einfaldlega ekki svo mikið
til af myndum eftir Mugg og því fá-
ist svo gott verð.
Einnig fékkst afar gott verð fyrir
mynd eftir Gunnlaug Blöndal, sem
kallast Frá Þingvöllum. Myndin var
metin á 1,6?1,8 milljónir króna en
var slegin á 3,1 milljón króna.
Picasso sleginn á
íslensku uppboði

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52