Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
? ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís-
lands hækkaði um 1,02% í gær, var
6.270 stig við lokun markaða. Bréf
KB banka hækkuðu um 2,14%, bréf
Bakkavarar um 1,31% og bréf Exista
um 0,93%. Bréf Tryggingamiðstöðv-
arinnar lækkuðu um 1,84%.
Raungengi íslensku krónunnar á
mælikvarða verðlags lækkaði um
2,3% í nóvember frá fyrri mánuði
samkvæmt tölum frá Seðlabanka Ís-
lands. 
Úrvalsvísitala hækkar 
? VEGNA fréttar um aukin kaup Vog-
unar á bréfum í HB Granda í blaðinu
sl. laugardag skal það leiðrétt að yf-
irtökuskylda hefur ekki myndast við
meira en 40% eignarhlut félagsins. Í
reglum um iSEC-markaðinn gilda
ekki ákvæði laga um yfirtökuskyldu.
Þá skal það áréttað að Hvalur er eig-
andi 98% hlutafjár í Vogun en Krist-
ján Loftsson og Árni Vilhjálmsson,
stjórnarmenn í HB Granda, eru í
gegnum félög sín stórir eigendur
Hvals hf. 
Ekki yfirtökuskylda
ÍSLENSKA fyrirtækið Stímir hefur
nýlega lokið hönnun á vél sem auð-
veldar endurnýjunarferli stálstubb-
arafskauta í áliðnaði en verkið var
unnið fyrir nýsjálenskt álver. 
Teygst getur á stálskautum með-
an þau eru í álkerum og þegar fara
þarf með þau í endurnýjun þar sem
kolefnispartur skautsins er endur-
nýjaður eru nokkur skaut verkuð í
einu. Vegna þess að þau geta verið
mislöng passar aðeins það lengsta í
viðkomandi tæki og það sem upp á
vantar á hinum skautunum er lagað
með pottjárni. Mismunandi magn
pottjárns á skauti getur hins vegar
haft áhrif á rafleiðni þess og aðra
eiginleika en vél Stímis er ætlað að
tryggja það að skautin séu öll sömu
lengdar þegar endurnýjun hefst.
Hannar fyrir
nýsjálenskt álver
UNDIRRITUÐ var viljayfirlýsing
um upphaf fríverslunarviðræðna
milli Íslands og Kína á fundi Val-
gerðar Sverrisdóttur utanríkisráð-
herra með aðstoðarutanríkisvið-
skiptaráðherra Kína í Peking í gær.
Á fundinum ræddu ráðherrarnir
tvíhliða samskipti ríkjanna og aukin
umsvif íslenskra fyrirtækja í Kína á
undanförnum misserum en í dag
starfa í landinu um 20 íslensk fyr-
irtæki með einum eða öðrum hætti.
Eitt þeirra, Glitnir, opnar skrifstofu
sína í Shanghæ í dag, fyrst íslenskra
fjármálafyrirtækja.
Að loknum fundinum í gær var ut-
anríkisráðherra gestgjafi í móttöku í
Peking í tilefni af 35 ára stjórnmála-
sambandi Íslands og Kína. Mót-
tökuna sóttu á þriðja hundrað manns
og voru þar m.a. fulltrúar opinberra
aðila, erlendra ríkja og atvinnulífs-
ins, auk íslenskra námsmanna. 
Ánægjulegt skref
Samkvæmt viljayfirlýsingunni var
ákveðið að fríverslunarviðræður
Kínverja og Íslendinga hæfust þegar
í upphafi næsta árs. 
Valgerður Sverrisdóttir sagði í
samtali við Morgunblaðið að með
viljayfirlýsingunni hefði verið stigið
stórt og ánægjulegt skref í þá átt að
ná samningum við Kínverja um frí-
verslun milli ríkjanna. Það hefði
jafnframt verið athyglisvert að Kín-
verjar vildu taka upp viðræður beint
við Íslendinga en ekki EFTA-þjóð-
irnar sameiginlega. EFTA-þjóðirnar
væru áhugasamar um fríverslunar-
samning við Kínverja, það hefði
komið skýrt fram á ráðherrafundin-
um sem hún sat í Sviss í síðustu viku.
Valgerður taldi ekki útilokað að til
lengri tíma myndu samningar á
breiðari grundvelli nást við Kínverja.
Valgerður sagði starfsemi ís-
lenskra fyrirtækja í Kína vekja
nokkra eftirtekt, m.a. opnun hita-
veitu Enex um helgina og svo opnun
skrifstofu Glitnis í dag. Hún sagði
viðskipti Kínverja og Íslendinga hafa
verið að vaxa hröðum skrefum und-
anfarin ár og starfsemi fyrirtækj-
anna í Kína hefði ekki síst haft áhrif á
þá ákvörðun kínverskra stjórnvalda
að hefja fríverslunarviðræður beint
við Íslendinga. Aukin umsvif hefðu
mikið verið rædd í móttökunni í Pek-
ing í gær.
Auk þess að vera viðstödd opnun
Kínaskrifstofu Glitnis í dag, mun
Valgerður setja ráðstefnu nýstofn-
aðs samráðsvettvangs íslenskra fyr-
irtækja í Kína. Þaðan fer hún til Jap-
ans í opinbera heimsókn.
Stóraukin viðskipti
Verðmæti útflutnings á vörum til
Kína jókst um 73% fyrstu tíu mánuði
þessa árs, miðað við sama tíma í
fyrra, og nam 2,6 milljörðum króna.
Fluttar voru inn vörur frá Kína fyrir
16,8 milljarða frá janúar til október,
miðað við 12,2 milljarða innflutning á
sama tímabili í fyrra, samkvæmt
upplýsingum frá Hagstofunni.
Viljayfirlýsing um
fríverslun við Kína
Verðmæti útflutningsvara til Kína hefur aukist um 73% í ár
Fríverslun Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra og Yu Guangzhou,
aðstoðarutanríkisviðskiptaráðherra Kína, undirrita viljayfirlýsinguna.
Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið
Í HNOTSKURN
»
Að undangenginni hag-
kvæmniathugun var vilja-
yfirlýsing Kínverja og Íslend-
inga undirrituð.
»
Viðræður um fríversl-
unarsamning hefjast þeg-
ar í upphafi árs 2007.
»
Glitnir opnar í dag skrif-
stofu sína í Shanghai.
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
HLUTAFJÁRÚTBOÐI Icelandair
Group Holding lauk í gær klukkan
19, en um 18,5% af hlutafé félagsins
voru boðin út, að verðmæti tæplega
fimm milljarða króna. Starfsmenn
áttu kost á því að kaupa fyrir 945
milljónir króna, almenningur fyrir
tæpan 1,1 milljarð og fagfjárfestar
fyrir tæpa þrjá milljarða króna.
Verðið í útboðslýsingu var hið sama
til allra hópa, eða 27 krónur á hlut,
en hlutafé í félaginu er einn millj-
arður og markaðsvirðið því 27 millj-
arðar miðað við útboðsgengið.
Reiknað er með að viðskipti með
bréf Icelandair Group Holding hefj-
ist 14. desember en Glitnir og
Straumur-Burðarás Fjárfestinga-
banki muni sjá um viðskiptavakt á
hlutabréfum Icelandair.
Greiningardeild Landsbankans
mælti með þátttöku í útboðinu í áliti.
?Við mælum með þátttöku í útboð-
inu, en bendum jafnframt á að háir
vextir og góð ávöxtunarvon á inn-
lendum skuldabréfamarkaði valdi
því að aðstæður á hlutabréfamarkaði
séu almennt erfiðar. Við teljum því
áhættusamt að veðja á skjótan
ávinning af þátttöku í útboðinu og
hvetjum fjárfesta til að horfa til
lengri tíma,? segir í Vegvísi Lands-
bankans. Ytri skilyrði eru flug-
rekstrinum sögð að mörgu leyti hag-
stæð í dag og að útlit sé fyrir að svo
verði áfram á næsta ári. Upplýsingar
um þátttöku í útboðinu og skiptingu
hluta verða gefnar í tilkynningu til
Kauphallarinnar í dag. 
Útboði 
Icelandair
Group lokið
                                                                                          MT65MT84MT72MT46MT32MT61MT32MT65MT116MT104MT117MT103MT117MT110MT97MT114MT108MT105MT115MT116MT105                                    RAGNHILDUR
Ágústsdóttir hef-
ur tekið við sem
framkvæmda-
stjóri Ódýra
símafélagsins,
sem rekur far-
símafyrirtækið
SKO og netþjón-
ustuna BTnet.
Ragnhildur, sem
er 25 ára, tók þátt í undirbúningi að
stofnun Ódýra símafélagsins á síð-
asta ári og gegndi starfi þjónustu-
og vefstjóra þegar það hóf starf-
semi 1. apríl á þessu ári. Ragnhild-
ur er viðskiptafræðingur að mennt.
Yfir Sko
og BTnet
Ragnhildur
Ágústsdóttir
? SÉRFRÆÐINGAR spá því að stjórn
evrópska seðlabankans hækki stýri-
vexti við næstu vaxtaákvörðun, en
hennar er að vænta næstkomandi
fimmtudag. Er sagt frá þessu í Morg-
unkorni greiningardeildar Glitnis, en
verði af hækkun yrði hún sú sjötta á
einu ári. 
Stýrivextir bankans eru nú 3,25%
og spáð er 0,25% hækkun. Sérfræð-
ingar telja ennfremur að frekari
vaxtahækkunar sé að vænta
snemma á næsta ári og að vextir fari
upp í 3,75% í mars. 
Spá vaxtahækkun 
STRAX Holdings, sem er í meiri-
hlutaeigu íslenskra fjárfesta, hefur
opnað Farsímalagerinn í Garðabæ,
verslun með farsíma og far-
símabúnað. Verslunin er til húsa í
Miðhrauni 14, við hliðina á Marel. Í
tilkynningu frá félaginu segir að
Farsímalagerinn bjóði mun lægra
verð á farsímum og tilskildum
aukabúnaði en þekkst hefur hér á
landi. Strax Holdings er með rekst-
ur í 11 löndum í þremur heims-
álfum og sérhæfir sig í dreifingu á
farsímum og aukabúnaði frá öllum
helstu framleiðendum símtækja.
Strax með 
farsímaverslun

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52