Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16 ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Útimálning
Viðarvörn
Lakkmálning
Þakmálning
Gólfmálning
Gluggamálning
Innimálning Gljástig 3, 7, 20
Verð frá kr. 298 pr.ltr.
Gæða málning á frábæru verði
Sætúni 4  Sími 517 1500
ÍSLANDSMÁLNING
Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli.
Hjá Íslandsmálningu 
Færðu alla gæðaflokka og alla verðflokka á málningarvörum
Skútuvogi 13  Sími 5171501 við hliðina á Bónus
ÍSLANDSMÁLNING
ÍSLANDSMÁLNING
Frábært fyrirtæki
Til sölu er frábært fyrirtæki sem selur mat frá Póllandi. Eins
og Íslendingar vilja Pólverjar helst sinn eigin mat. Þetta eru
matvöruverslun og matsölustaður, hvorutveggja staðsett í
Hafnarfirði. Nú þegar er mikil fjölgun Pólverja og á eftir að
stóraukast næstu árin. Fyrirtækið flytur inn matinn frá
Póllandi. Tilvalið fyrirtæki fyrir Pólverja sem tala góða
íslensku eða þann sem á pólskan maka.
Wyjatkowa okazja ? dobry interes.
Na sprzedaz zostal wystawiony sklep, który secjalizuje sie
sprzedaza polskich produktów zywnosciowych a takze
kuchnia polska,specjalizujaca sie w gotowaniu polskich
dan, szczególnie dla wszelkich zakladów pracy,przede
wszystkim wszedzie tam, gdzie sa zatrudnieni obywatele
polscy i pracownicy z innych krajów. Obydwa przed-
siebiorstwa znajduja sie na terenie miasta Hafnar-
fjörður,sklep przy gównej ulicy ? Reykjavikuvegur natomi-
ast restauracja jest usytuowana w samym srodku zakladów
pracy i blisko bloków mieszklanych,przy ul Hvaleyrarbraut.
Bardzo dobry interes szczególnie dla pary polsko-
islandzkiej, dla tych którzy wladaja j.islandzkim oraz dla
wszystkich przedsiebiorczych i energicznych, pragnacych
poznawac swiat i ludzi.
Dodatkowych informacji na ten temat udziela Maria pod nr.
tel. 696-8366 lub w biurze nieruchomosci przy ul.Suðurver
w Reykjavík pod nr. tel: 8961810
Lögg. fasteignasali: Bergur Guðnason hdl.
Elsta fyrirtækjasalan á landinu.
London. AP. | Vinur njósnaforingjans
fyrrverandi, Alexanders Lítvínenk-
os, sem lést af völdum eitrunar í
London þann 23. nóvember sl., sagð-
ist í viðtali við AP-fréttastofuna í
gær hafa látið lögreglunni í hendur
nafn aðila sem hann telur hafa skipu-
lagt morðið á Lítvínenko.
?Svo vill til að ég tel mig vita hver
standi á bak við dauða vinar míns
Lítvínenkos og ástæðuna fyrir morð-
inu,? sagði Júrí Shvets í símaviðtali
frá Bandaríkjunum, þar sem hann er
nú í fríi. Fullyrti Shvets, sem starfaði
fyrir sovésku leyniþjónustuna
gömlu, KGB, að um væri að ræða al-
þjóðlega hryðjuverkastarfssemi.
Þá hafa bresk stjórnvöld ákveðið
að senda hóp lögreglumanna til
Moskvu til að rannsaka málið. Innt-
ur eftir málsatvikum, sagði Sergei
Lavrov, utanríkisráðherra Rúss-
lands, þau hafa spillt samskiptum
Rússlands og Bretlands.
Morðingi
njósnara
fundinn?
Vinur Lítvínenkos
nefnir banamanninn
Sydney. AFP. | Ástralski Verka-
mannaflokkurinn, sem er í stjórnar-
andstöðu, kaus í gær að skipta um
leiðtoga þegar Kim Beazley vék fyrir
Kevin Rudd í kjöri um formannssæti
flokksins. Beazley, sem hættir jafn-
framt í stjórnmálum eftir 26 ára fer-
il, hefur þótt umdeildur en ástríðu-
fullur forystumaður.
Rudd er fimmti leiðtogi jafnaðar-
manna á þessum tíu árum, tímabili
sem hefur einkennst af veikri stjórn-
arandstöðu og innbyrðis deilum jafn-
aðarmanna sem voru við völd árin
1983 til 1996.
Rudd tekur
við Beazley
???
MÖRGUM útlendingum finnst sérkennilegt að
Íslendingar leggi sér sviðahausa til munns. Þeir
hinir sömu ættu að bregða sér suður á bóginn og
kynna sér matseld í borginni Huangshan í
Anhui-héraðinu í austurhluta Kína, þar sem
þessi gengilbeina sýnir forvitnum ljósmyndara
hvernig matreitt krókódílahöfuð er borið fram.
Huifu-veitingahúsið hefur vakið athygli fyrir
krókódílarétti sína, á borð við krókódílakebab.
AP
Má bjóða þér upp á krókódílahöfuð?
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
KOFI Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, lýsti því yfir í
viðtali við breska ríkisútvarpið,
BBC, sem birt var í gær, að ástandið
í Írak væri ?einstaklega hættulegt?
og að það hefði versnað frá því að
Saddam Hussein, fyrrverandi for-
seta, var steypt af stóli í innrás herja
Bandaríkjahers og Breta árið 2003.
?Fyrir nokkrum árum, þegar við
upplifðum átök í Líbanon og á öðrum
stöðum, kölluðum við þau borgara-
styrjöld. Þetta er miklu verra,? sagði
Annan, sem jafnframt lýsti því yfir
að það hefði verið mikið áfall fyrir SÞ
að geta ekki
komið í veg fyrir
innrásina, sam-
tökin væru enn
að jafna sig.
Muwaffaq al-
Rubaie, þjóðar-
öryggisráðgjafi
Íraks, vísaði um-
mælunum á bug
og lagði fram þá spurningu hvort
Annan gerði ekki greinarmun á
fjöldamorðum stjórnar Husseins og
drápum hryðjuverkasamtakanna al-
Qaeda í Írak á óbreyttum borgurum.
?Ég er hneykslaður og agndofa yf-
ir því sem Kofi Annan gaf í skyn að
ástandið hefði verið betra undir ein-
ræðisstjórn Saddams Husseins,?
sagði al-Rubaie. Hann tjáði sig einn-
ig um aðdraganda innrásarinnar,
með þeim orðum að hann teldi að
Sameinuðu þjóðirnar hefðu brugðist
skyldum sínum gagnvart írösku
þjóðinni árið 2003.
Háttsettur klerkur súnníta í Írak,
Sheikh Hareth al-Dhari, sem stjórn-
völd í Bagdad vilja yfirheyra vegna
gruns um að hann hafi ýtt undir átök
milli trúarhópa, hvatti í gær alþjóða-
samfélagið til að bjarga Írak frá því
sem hann líkti við ?algert hrun?.
Dhari er nú í heimsókn í Sanaa, höf-
uðborg Jemens, og sakaði hann rík-
isstjórn Nuri al-Malikis, forsætis-
ráðherra Íraks, um að bera ábyrgð á
vandanum í landinu. Frumskilyrði
þess að friður kæmist á væri að
Bandaríkjamenn yfirgæfu landið.
?Aðeins Írakar munu leysa vanda-
mál Íraks,? sagði Dhari og gaf í skyn
að ónafngreind grannríki sem ættu
sameiginlega hagsmuni með Banda-
ríkjunum bæru ábyrgð á ástandinu.
Blair til fundar í Hvíta húsinu
Þá mun Tony Blair, forsætisráð-
herra Bretlands, hitta George W.
Bush Bandaríkjaforseta að máli í
Hvíta húsinu á föstudag, þar sem
rætt verður um stöðu mála í Írak,
Afganistan og Mið-Austurlöndum.
Blair kemur til Bandaríkjanna á
miðvikudag, sama dag og þverpóli-
tísk nefnd um Íraksmálin mun skila
af sér skýrslu sem beðið hefur verið
með mikilli eftirvæntingu en óstað-
festar fregnir herma að hún muni
leggja til bein samskipti við stjórn-
völd í Íran og Sýrlandi.
Ummæli Annans vekja reiði
Kofi Annan 
Taldi hugtakið borgarastyrjöld ekki nógu sterkt til að lýsa ástandinu í Írak
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Í GÆR var fullyrt í einu helsta mál-
gagni Tamíl-Tígranna á Sri Lanka,
vefsíðunni tamilnet.com, að stjórn-
völd hefðu ógilt vopnahléssamkomu-
lagið frá árinu 2002, með því að biðja
Norðmenn, sem leiða friðarferlið,
um að hætta að hafa samskipti við
Tígrana í kjölfar misheppnaðs morð-
tilræðis á varnarmálaráðherra
landsins í Colombo á föstudag.
Aðspurður um hótunina á vefsíð-
unni sagði Þorfinnur Ómarsson, tals-
maður norrænu eftirlitssveitanna,
SLMM, á Sri Lanka, að þetta væri
ekki í fyrsta skipti sem slík hótun
hefði verið sett fram. Ástandið hefði
verið þrungið spennu eftir tilræðið.
?Það er óhætt að segja að svona
eindregin tilraun til að myrða varn-
armálaráðherrann, sem er auk þess
bróðir forsetans, ógnar friðarferlinu
með mjög alvarlegum hætti,? sagði
Þorfinnur. ?Stjórnin bað Norðmenn
um að fresta samskiptum við Tígr-
ana þangað til á miðvikudag [á morg-
un]. Það er rætt um að banna Tígr-
ana. Tígrarnir eru ekki bannaðir og
erfitt að sjá hvernig bann geti farið
saman við vopnahlé.?
Norðmenn urðu við beiðni stjórn-
arinnar um að fresta heimsókn til
helsta vígis Tígranna í Kilinochchi.
Rætt um
að banna
Tígrana

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52