Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. DESEMBER 2006 29
KÓPAVOGSDEILD Rauða
krossins hefur á undanförnum árum
beint kröftum sínum að því að efla
sjálfboðið starf á vegum deild-
arinnar, styrkja rótgróin verkefni og
hefja ný. Við stóðum frammi fyrir
þeirri staðreynd fyrir fáeinum árum
að sáralítil endurnýjun hafði orðið í
hópi sjálfboðaliðanna um nokkurt
árabil og meðalaldur þeirra var orð-
inn allhár. 
Okkur þótti því tímabært að blása
til sóknar og freista þess að auka
verulega nýliðun í hópi sjálfboðalið-
anna. Það var að hluta til takmark í
sjálfu sér að fjölga sjálfboðaliðum en
fyrst og fremst kölluðu aðkallandi
verkefni eftir fjölgun sjálfboðaliða.
Þrefalt fleiri sjálfboðaliðar
Það er ánægjulegt að segja frá því
nú á alþjóðadegi sjálfboðaliðans að
fjöldi fastra sjálfboðaliða Kópavogs-
deildar hefur um það bil þrefaldast á
síðastliðnum þremur árum og mest
hefur fjölgunin orðið það sem af er
þessu ári. Þeir eru nú 175 talsins.
Margir af okkar duglegustu sjálf-
boðaliðum eru sem fyrr eldri konur
sem helgað hafa krafta sína marg-
víslegu Rauða kross starfi í áratugi.
Konur með aðdáunarvert lífsviðhorf
og vilja og orku til að láta til sín taka
í þágu samborgara sinna.
Af þeim ríflega 70 samnings-
bundnu sjálfboðaliðum sem bæst
hafa við það sem af er þessu ári er
ungt fólk hins vegar mest áberandi.
Næstum helmingur nýliðanna er
innan við tvítugt og jafnstór hópur
er á aldrinum 20?40 ára. Aðeins átta
af 71 eru komnir yfir fertugt.
Hér eru ótaldir þeir sem hafa lagt
okkur lið í sérstökum átaksverk-
efnum á borð við Göngum til góðs í
september. Þá tóku 350 sjálf-
boðaliðar þátt í því með okkur að
standa myndarlega að söfnuninni í
Kópavogi og kunnum við þeim bestu
þakkir fyrir. Og enn eru ónefndir um
40 krakkar af íslenskum og erlend-
um uppruna á aldrinum 8?16 ára
sem starfa reglulega með okkur.
Þeir eru skemmtilegur liðsauki.
Unga fólkið áberandi
Mikil fjölgun sjálfboðaliða undir
tvítugu skýrist að
mestu af því að
Menntaskólinn í
Kópavogi býður upp á
valáfangann Sjálf-
boðið Rauða kross
starf, SJÁ 102, í sam-
vinnu við Kópavogs-
deild. Hann var í boði
á vorönn og haustönn
á þessu ári og við-
brögð nemendanna
létu ekki á sér standa.
Nemendum í al-
þjóðlegu námi í
Menntaskólanum við Hamrahlíð
hefur einnig gefist kostur á að vinna
sjálfboðið starf með Kópavogsdeild
og þeir hafa, eins og nemendur í
MK, tekið þátt í fjölbreyttum mann-
úðarverkefnum: Stuðningi við geð-
fatlaða, heimsóknaþjónustu, starfi
með ungum innflytjendum og fleiri
verðugum verkefnum. Hluti nýrra
sjálfboðaliða á aldrinum 20?40 ára
eru nemendur í háskólanámi en fólk
á vinnumarkaði er í meirihluta.
Við höfum unnið að því um árabil
með góðu fólki að efla starf deild-
arinnar og auka sjálfboðið starf. Í
ljósi þeirra viðbragða sem við höfum
fengið hingað til sjáum við ekki
ástæðu til annars en að vera bjart-
sýn á frekari eflingu sjálfboðins
starfs á næstu árum. Nóg er af brýn-
um verkefnum.
Ungt fólk gefur af sér
í sjálfboðnu starfi
Garðar H. Guðjónsson og 
Fanney Karlsdóttir fjalla 
um vaxandi þátttöku í sjálf-
boðnu Rauða kross starfi.
»
... fjöldi sjálfboðaliða
Kópavogsdeildar
hefur um það bil þre-
faldast á síðastliðnum
þremur árum.
Garðar H. Guðjónsson 
Garðar er stjórnarmaður í Rauða
krossi Íslands, formaður Kópavogs-
deildar og heimsóknavinur. Fanney
er framkvæmdastjóri Kópavogs-
deildar og sjálfboðaliði í Vin, athvarfi
fyrir geðfatlaða.
Fanney Karlsdóttir 
OPINBERIR aðilar hafa á und-
anförnum árum reynt að upphefja
íslenskt menntakerfi sem eitt af því
besta í heiminum. En þrátt fyrir
það getur íslenskt menntakerfi ekki
sinnt 20% nemenda sinna sem eiga
í lestrarerfiðleikum vegna dyslexíu.
Fyrir stuttu var kvartað til mennta-
málanefndar vegna stuðnings við
lesblinda í íslenskuprófi. Mig hefur
nefnilega furðað á því
að þeir sem hafa
skerta sjón fá að fara
með gleraugu í próf.
Þeir sem heyra illa fá
að hafa heyrnartæki
en lesblindir fá ekki að
hafa nein hjálpartæki,
en fá lengri tíma til að
lesa það sem þeir ekki
geta lesið. En mennta-
málaráðherra leysti
þetta á einfaldan hátt
með því að afneita
vandamálinu og við-
komandi sleppur við
að taka þá hluta prófsins sem hann
ræður ekki við. Hverjum er gerður
greiði með þessu? Vandamálinu er
ýtt til hliðar og það kemur svo í
bakið á þessum einstaklingum þeg-
ar þeir koma á efra skólastig eða út
í samfélagið. 
Ótrúlegt er að það skuli vera fag-
fólk sem stjórnar svona uppá-
komum. Ég hélt að fólk með aka-
demíska menntun á sviði kennslu-,
uppeldis- og sálfræða væri meira
meðvitað um þessi mál. 
Árlega er eytt milljónum króna í
sérkennsluúrræði sem skila litlum
eða engum árangri. Að sum börn
skuli vera mörg ár í einhverju sér-
kennsluúrræði finnst mér ótrúlegt.
Ef það væri einhver gæðastjórnun
á þessu væri löngu búið að taka í
taumana. En hugsunin virðist vera
sú að kippa þessum börnum og
vandamálum þeirra út úr kennslu-
stofunni svo þau trufli ekki hin
börnin sem falla undir það staðlaða
hegðunar- eða lærdómsnorm sem
yfirvöld gefa út. Allir þeir sem
ekki geta lært á þessum normal
hraða eða formi eiga við einhver
vandamál að stríða. En í stað þess
að greina vandamálið og ráðast að
rótum þess er vandamálinu afneit-
að, sem í þessu tilfelli er lesblinda,
og þá er fagleg greining látin víkja
fyrir greiningu sem hæfir fjárveit-
ingarvaldinu. Þ.e.a.s. fjármagni er
varið í sérkennsluúrræði og með-
höndlun fylgikvilla en ekki fæst
fjármagn til að takast á við þróun
tækja og að-
ferðafræði til að
hjálpa þessum börn-
um inni í kennslustof-
unni. 
Ég held að það sé
íhugunarvert fyrir
Kennaraháskóla Ís-
lands að þróa nýjar
kennsluaðferðir sem
miða að þeim fé-
lagslega þætti að öll
börn sitji við sama
borð í kennslustof-
unni en sé ekki kippt
út úr þessu félagslega
umhverfi í sérkennslu. Í slíku til-
felli fá þau þá staðfestingu að það
sé eitthvað að þeim og verða þess
vegna oft fyrir ýmsu aðkasti sem
veldur öðrum kvillum. Það er eins
og það sé ómeðvituð stefna að
kalla fram þessa fylgikvilla því í
þá er hægt að fá peninga og skapa
atvinnu fyrir sérmenntað fólk á
þessum sviðum.
Á hverju ári er veitt hundruðum
milljóna króna í sérkennsluúrræði
sem jafnvel valda meiri vanda-
málum en þau leysa. En viðhorfið
virðist stundum vera að betra sé
eitthvert úrræði en ekkert þó svo
að það geti skaðað meira en það
leysir. Því fagleg sjónarmið fara
ekki saman með fjárhagslegum
sjónarmiðum við rekstur íslensks
menntakerfis.
Afneitun vandamáls íslensks
menntakerfis virðist oft felast í því
að tala um hið ófullkomna mennta-
kerfi sem fullkomið og viðurkenna
ekki að það sé neitt að kerfinu
heldur sé eitthvað að þeim sem
geta ekki samlagast því. Fyrir les-
blindum liggur þetta alveg ljóst að
það latneska eða rómanska letur
sem notað er í vestrænum þjóð-
félögum er ekki það fullkomnasta
samskiptamynstur sem til er fyrir
þetta fólk. Ef svo væri myndu allir
tala sama tungumál og skrifa með
sama letri í heiminum. Fjöldi mis-
munandi ritmála í heiminum er
e.t.v. lýsandi dæmi um ófull-
komleika ritmálsins. 
Hvers virði er t.d. hugbúnaður til
að stækka eða breyta letri, breyta
bakgrunni o.s.frv. ef viðkomandi
fær ekki að nota hann í skólastof-
unni? Hvaða gagn gerir hugbún-
aður sem hefur þessa möguleika
fyrir gögn sem eru á Netinu ef 80%
af öllum upplýsingum og námsefni
liggur í bókum, á töflunni í kennslu-
stofu, leiðbeiningum á vöru-
umbúðum o.s.frv. 
Ég tel að skilningsleysi íslenskra
menntamálayfirvalda og þeirra sem
veita eiga fjármagn í þróun úrræða
fyrir lesblinda hafi valdið því að við
erum langt á eftir t.d. Dönum í
þessum efnum. Það virðast hvorki
vera veittir fjármunir til að þróa
tæknileg úrræði eða félagsleg úr-
ræði sem virka fyrir þennan hóp
fólks. Skilningsleysi yfirvalda og
opinberra stofnana er algjört og
ljóst að mikill mannauður fer þarna
forgörðum sem hið opinbera þarf
síðan að kljást við t.d. í formi brott-
falls úr skólum, afbrota, sjúkdóma
o.fl.
Miðað við þá þróun sem verið
hefur í þessum málum á Íslandi sl.
10 ár er ekki að búast við að þessi,
næsta eða þarnæsta kynslóð les-
blindra fái nokkrar úrbætur á sín-
um málum í íslensku menntakerfi.
Afneitun íslensks menntakerfis
Sigurjón Haraldsson fjallar um
lesblinda og menntakerfið
»
Skilningsleysi yf-
irvalda og opinberra
stofnana er algjört ?
Sigurjón Haraldsson
Höfundur er með MSc í stjórnun og
stefnumótun.
STAÐA smáþjóða í umheiminum
er sjaldan auðveld. Annars vegar
eiga þær þann kost að draga sig sem
mest í hlé frá skarkala
heimsins og hyggja að
sínu. Hins vegar að
vera sem virkastar í
þátttöku alþjóðlegs
samstarfs. Hvorug
leiðin er einföld. Hin
fyrri leiðir til einangr-
unar og því áhrifaleys-
is. Hin síðari getur leitt
til þess að hluta full-
veldis verði fórnað fyr-
ir seturétt við valda-
borð alþjóðlegrar
samvinnu. Fullveldið
verður hvorki varið
með því að sitja hjá né
með því að afhenda það
fjölþjóðlegum stofn-
unum til ráðsmennsku. 
Þetta höfum við Ís-
lendingar skilið vel. Við
erum þátttakendur í al-
þjóðlegu og fjöl-
þjóðlegu samstarfi og
sköpum okkur þar með
áhrif. En við höfum
aldrei gengið svo langt
að ógna okkar eigin
fullveldi eða fallast á að
yfirþjóðlegar stofnanir
hlutist til um þau mál
sem eiga að vera á
hendi sjálfstæðrar fullvalda þjóðar.
Skýrt dæmi um það er nýting á auð-
lindum hafsins. Við erum þeirrar
skoðunar að henni eigi að stjórna af
einstökum ríkjum og svæð-
isbundnum stofnunum þar sem það
á við. Þetta kemur skýrt fram í
stefnumörkun íslenskra stjórnvalda
um málefni hafsins og er þar eitt
grundvallaratriða.
Erum bæði virk og virt
Það skiptir allar þjóðir miklu máli
að hlustað sé á málflutning þeirra á
alþjóðlegum vettvangi og að tekið sé
tillit til hagsmuna þeirra. Það er ekki
sjálfsagt að fámennri þjóð eins og
okkur takist alltaf að ná þeirri nið-
urstöðu fram sem við viljum. Vert er
þó að benda á, að tekist hefur að
gera Ísland að ríki sem er bæði virkt
og virt þegar kemur að alþjóðlegu
samstarfi um málefni hafsins. Það er
athyglisvert að þrátt fyrir fámenni
þjóðar okkar er hlustað eftir því
þegar við tökum til máls á þessu
sviði á alþjóðlegum vettvangi. Dæm-
in sanna líka að við höfum verið í al-
þjóðlegri forystu á sviði hafrétt-
armála. Við minntumst þess í sumar
að 30 ár voru liðin frá fullnaðarsigri
okkar í landhelgismálunum. Þannig
sjáum við að þjóð, þó að lítil sé, getur
haft áhrif og hlustað er á rödd henn-
ar. Þetta er ekki eina dæmið og
fleira mætti rekja úr nýliðinni sögu
okkar.
Verndun og 
raunverulegar aðgerðir
Nýlega var gengið frá sam-
komulagi á vettvangi Sameinuðu
þjóðanna varðandi vernd viðkvæmra
vistkerfa í úthafinu. Um er að ræða
mikilvægt mál, bæði vegna sjálf-
stæðs gildis viðkvæmra vistkerfa
svo sem kaldsjávarkóralla, neð-
ansjávartinda og hverastrýta og
vegna mikilvægis þessara vistkerfa
fyrir viðgang nytjastofna hafsins. 
Niðurstaðan felur í sér mikilvæga
verndun og raunverulegar aðgerðir,
án þess að skref sé stigið í þá átt að
banna ákveðin veiðarfæri almennt.
Ljóst er að ákveðin ríki og fé-
lagasamtök hafa viljað nýta sér þörf-
ina á að vernda viðkvæm vistkerfi til
þess að koma á algeru banni við
notkun botnvörpu. Þau eru nú ósátt
við að ekki var fallist á þeirra mál-
flutning heldur fannst annars konar
lausn sem tryggir
verndun ekki síður en
aðrar leiðir hefðu gert.
Moldviðrinu sem þyrlað
hefur verið upp í þessu
samhengi, nú síðast í
ritstjórnargrein Wash-
ington Post, er til merk-
is um þetta. Við Íslend-
ingar getum hins vegar
verið stoltir af því að
hafa tekið þátt í að
móta þessa niðurstöðu.
Í góðum félagsskap
Þótt tiltekin fé-
lagasamtök haldi því
fram að Íslendingar
hafi nánast einir komið
málinu í þann farveg
sem það endaði í vorum
við auðvitað ekki ein í
andstöðu við bann við
botnvörpuveiðum. Evr-
ópusambandið, Kan-
ada, Rússland, Japan,
Kína og Kórea eru á
meðal þeirra sem voru
sammála Íslendingum
um að önnur nálgun
væri betri. Í samninga-
viðræðunum var Ísland
allan tímann hluti af
stærri hópi sem vildi tryggja vernd-
un viðkvæmra vistkerfa á úthafinu
án þess að fara leið altækrar lok-
unar. 
Þetta sýnir svart á hvítu, að því fer
auðvitað víðs fjarri, að Íslendingar
hafi verið einir á báti í þessu mik-
ilvæga máli. Á hinn bóginn er
ánægjulegt og gott til þess að vita að
í þessu máli, sem mörgum öðrum,
vorum við virkir þátttakendur sem
höfðum mótandi áhrif á niðurstöð-
una. Traustur og fagmannlegur mál-
flutningur utanríkisráðuneytisins,
sem talaði fyrir Íslands hönd á fund-
unum í New York, skilaði sér í góðri
efnislegri niðurstöðu sem ætti að
tryggja nauðsynlega verndun á sama
tíma og ekki var gengið gegn mik-
ilvægum sjávarútvegshagsmunum
Íslands. 
Auðlindanýting og hags-
munagæsla
Þessar viðræður, og niðurstaða
þeirra, sýna enn og aftur að stað-
fastur og rökfastur málflutningur
sjálfstæðrar þjóðar getur vissulega
haft áhrif á gang mála á alþjóðlegum
vettvangi þótt um sé að ræða fá-
menna þjóð. Á alþjóðavettvangi er
hlustað eftir skoðunum okkar, ekki
síst þegar kemur til spurninga er
lúta að nýtingu á auðlindum hafsins.
Þar höfum við verið í ákveðnu for-
ystuhlutverki, vegna stöðu okkar.
Sjávarútvegur er í eðli sínu alþjóð-
legur atvinnurekstur og sú stað-
reynd mun móta stöðu hans í vax-
andi mæli. Ákvarðanir okkar ráðast
því af þeim veruleika. Þess vegna ber
okkur að sinna vel hagsmunagæslu á
þessu sviði og halda á lofti þeim sjón-
armiðum sjálfbærrar nýtingar sem
er grundvöllur auðlindanýtingar
okkar. Jafnframt því að tryggja
sjálfforræði þjóða þegar kemur að
þessum atriðum. Þetta hefur verið
snar þáttur í utanríkisstefnu okkar
og er svo enn. Yfirþjóðleg stjórnun á
þessu sviði er nefnilega ekki líkleg til
árangurs. Það kennir sagan okkur.
Auðlindanýting og
hagsmunagæsla
Einar K. Guðfinnsson
skrifar um sjálfforræði
þjóða og sjávarútvegsmál
Einar K. Guðfinnsson
»
Sjávar-
útvegur er í
eðli sínu alþjóð-
legur atvinnu-
rekstur og sú
staðreynd mun
móta stöðu hans
í vaxandi mæli.
Ákvarðanir okk-
ar ráðast því af
þeim veruleika.
Höfundur er sjávarútvegsráðherra.
Sængurfataverslun, Glæsibæ ? Sími 552 0978 ? www.damask.is ? Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16
Rúmföt
fyrir alla

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52