Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						|þriðjudagur|5. 12. 2006| mbl.is
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
É
g hafði oft heyrt um hann,
vissi hver hann var og
fannst hann spennandi
tónskáld. Svo var ég eitt
sinn á tónlistarkvöldi honum til heið-
urs í Nýlistasafninu og heyrði verkið
Samstirni, þar sem hann notaði óp-
erurödd Þuríðar Pálsdóttur og
elektróník saman. Þá fór ég að velta
því fyrir mér hvort hann hefði ekki
samið fleiri sönglög,? segir Ásgerður
Júníusdóttir mezzósópransöngkona,
en tónskáldið sem hún nefnir er
Magnús Blöndal Jóhannsson, eitt
merkasta tónskáld okkar á tutt-
ugustu öld. Ásgerður hefur nú í sam-
starfi við Smekkleysu gefið út disk
með sönglögum Magnúsar.
Það þekkja allir lag Magnúsar,
Sveitina milli sanda, sem Ellý Vil-
hjálms söng svo ógleymanlega á sín-
um tíma. Magnús var hámenntað
tónskáld og þessi perla hans það
sem mestan hróður hans hefur bor-
ið. En hann var fjölhæfur. Hann
samdi fyrstu elektrónísku verkin á
Íslandi og hljóðtækni nútímans var
honum eilíf uppspretta rannsókna
og skapandi verka. Sönglögin hans
hafa hins vegar afar sjaldan heyrst
og legið í láginni þar til nú.
Lögin vöktu undrun og forvitni
?Ég fór til Mummu ömmusystur
minnar, Guðmundu Elíasdóttur
söngkonu, og á daginn kom að þau
Magnús hefðu verið góðir vinir. Hún
átti nokkrar af sönglaganótum hans,
handskrifaðar af honum sjálfum og
gaf mér. Hún sagði mér líka frá hon-
um. Ég varð mjög undrandi þegar
ég fór að skoða lögin, þau voru falleg
og fjölbreytt. Mér fannst Magnús
stórlega vanmetinn.?
Þarna var Ásgerður komin með
átján sönglög í hendurnar, lög sem
höfðu nánast aldrei heyrst. Lögin
voru stutt, alveg frá fjörtíu sek-
úndum upp í fjórar mínútur; Ásgerði
fannst þetta ekki alveg nóg til að
fylla heila plötu. Hún lagði höfuðið í
bleyti og ákvað að skemmtilegast
væri að skírskota til raftónlistar
Magnúsar og fá nokkur tónskáld af
yngri kynslóðinni til þess að útsetja
vókalísur Magnúsar fyrir rafhljóð.
Þær eru því í tveimur útgáfum á
diskinum, sungnar í þeirri upp-
runalegu, en svo í nýjum rafútsetn-
ingum. Tónskáldin sem útsettu eru:
Áki Ásgeirsson, Þuríður Jónsdóttir,
Þóra Marteinsdóttir, Davíð Brynjar
Franzson, Birgir Örn Thoroddsen
og Einar Örn Benediktsson. Lagið
Aría er svolítið sér á parti. ?Það má
flokka það undir skólaverkefni, því
Magnús var ennþá í Juilliard skól-
anum í New York þegar hann samdi
það. Ég ákvað að fá líka vídeó við
það.? Það var Ari Alexander Ergis
Magnússon sem gerði myndbandið
við Aríu, en útsetning þess var í
höndum dúettsins Ghostigital, Birg-
is Arnar Thoroddsen og Einars Arn-
ar Benediktssonar.
Ásgerður segir, að vegna þess hve
sárlega hún hafi fundið til þess hve
Magnús hafi verið vanmetinn sem
söngvaskáld, hafi hún viljað vanda
til disksins sem best hún gæti og
heiðra minningu hans eins vel og
kostur væri á. ?Mig langaði að
standa með Magnúsi og reyna að
skapa heildstæðan heim með skír-
skotunum til raftónlistarinnar og ár-
anna milli 1950 og 60, en þá samdi
Magnús flest sönglaganna. Hann
var áhugasamur um kvikmyndagerð
og dellukall á öll tæki. Ari og Hans
Ulrich Obrist eru að gera heim-
ildamynd um hann og þess vegna
fékk ég Ara til að gera videóið við
Aríu. Þetta er klassískur diskur með
fimm ?remixum? og vídeói.? 
Bjarki var sem Indiana Jones
Magnús Blöndal lést í ársbyrjun
2005 og var mikill sjúklingur síðustu
æviárin. Hann var þó fastagestur á
tónleikum Ásgerðar og það þykir
henni vænt um. ?Eftir á skiptir það
mig miklu máli.?
Bjarki Sveinbjörnsson tónvís-
indamaður skrifaði á sínum tíma
doktorsritgerð sína um rafverk
Magnúsar Blöndal og segir Ásgerð-
ur að Bjarki hafi nánast verið sem
Indiana Jones við að bjarga nótum
hans frá glötun. ?Það er Bjarka að
þakka að þetta er ekki allt meira og
minna glatað, bæði nótur og papp-
írar. Sumt var búið að liggja í tugi
ára í niðurníddum geymslum úti í
bæ, alveg frá því Magnús kom heim
úr námi og Bjarki varð jafnvel að
brjóta sér leið að þessum fjársjóði og
tína upp úr svörtum ruslapokum hér
og þar um bæinn. Hann kom þessu
öllu á landsbókasafnið, þar sem
hægt var að skoða nóturnar og þar
fann ég nokkur sem aldrei höfðu
verið skráð.? Ásgerður segir þetta
eina ástæðu þess að sönglögum
Magnúsar hafi verið sýnd fálæti, þau
voru einfaldlega ekki aðgengileg,
þótt nokkur þeirra hafi verið varð-
veitt í Íslenskri tónverkamiðstöð.
Það skipti Ásgerði máli að reyna
að draga upp í huga sér góða mynd
af manninum Magnúsi Blöndal Jó-
hannssyni og í þeim tilgangi ræddi
hún við fólk sem hafði þekkt hann,
vini, samstarfsmenn og önnur tón-
skáld. ?Smátt og smátt fór mér að
þykja óskaplega vænt um hann og
það skapaði sterkar tilfinningar að
vinna þennan disk.?
En hvaða mynd hefur Ásgerður af
Magnúsi þegar upp er staðið, þrem-
ur árum eftir að verkefnið hófst?
?Hann var algjör frumherji, samdi
meðal annars fyrsta elektróníska
verkið á Íslandi, tefldi fyrstur saman
elektróník og hefðbundnum hljóð-
færum, samdi að öllum líkindum
fyrsta tólf tóna sönglagið, Hendur,
sem er á diskinum og svo var hann
mjög sjarmerandi maður. Hann var
breyskur og oft var mikil dramatík í
kringum hann en hann var líka
margslunginn og hæfileikaríkur.
Hann vann við kvikmyndir, samdi
leikhústónlist, var tónlistarstjóri í
Þjóðleikhúsinu, vann í Útvarpinu og
var dinner-píanisti. Hann stofnaði
Musica nova upp úr 1960 með Atla
Heimi [Sveinssyni] og Þorkeli [Sig-
urbjörnssyni] og fleirum og það var
mikið frumherjastarf en hann var
líka oft einmana og einn í sinni vinnu
við tónsmíðarnar.?
Hæfileikaríkur sönglagasjarmör
Morgunblaðið/ÞÖK
Um Magnús: ?Hann var breyskur og dramatík í kringum hann en hann var líka margslunginn og hæfileikaríkur.?
Ásgerður Júníusdóttir syngur sönglög
eftir Magnús Blöndal Jóhannsson
STÓRTÓNLEIKAR verða haldnir í
Laugardalshöllinni í kvöld þegar hin-
ar svokölluðu evrópsku dívur koma
fram, en þær eru Eivör Pálsdóttir frá
Færeyjum, Eleftheria Arvanitaki frá
Grikklandi, Sissel Kyrkjebo frá Nor-
egi, hin írska Patricia Bardon að
ógleymdri Ragnhildi Gísladóttur. Á
blaðamannafundi sem haldinn var í
gær kom fram að söngkonurnar hafa
aldrei unnið saman áður, og að þær
hafi raunar lítið vitað hver um aðra.
?Við hittumst fyrst við píanóið í fyrra-
kvöld,? sagði Kyrkjebo, og bætti því
við að lítill tími hefði gefist til æfinga.
Þær lofuðu þó góðri skemmtun á tón-
leikunum og að áheyrendur kæmust í
sannkallað jólaskap. Þá útilokuðu
þær ekki frekara samstarf í framtíð-
inni. Sérstakur heiðursgestur verður
hin þekkta breska söngkona Petula
Clark og gestasöngvari Jóhann Frið-
geir Valdimarsson, en þeim til halds
og trausts verða Karlakórinn Fóst-
bræður, Drengjakór Reykjavíkur,
sérstök slagverkssveit og 50 manna
stórhljómsveit skipuð félögum úr Sin-
fóníuhljómsveit Íslands. Uppselt er á
tónleikana klukkan 21 en eitthvað er
til af miðum á aukatónleika klukkan
18.
Dívur í jólaskapi
Morgunblaðið/Ásdís
Dívur Eivör Pálsdóttir, Eleftheria Arvanitaki, Sissel Kyrkjebo, Ragnhildur Gísladóttir og Patrica Bardon.
www.midi.is
staðurstund
Jón B.K. Ransu fjallar um tvo
núlifandi abstraktmálara, Sean
Scully og Brice Marden, sem
sýna nú í New York. » 41
af listum
Tvær sýningar Kristins G. Jó-
hannssonar sem voru í Ketils-
húsinu og Jónasar Viðars gall-
eríi á Akureyri fá dóm. » 43
dómur
James Bond heldur toppnum á
Íslenska bíólistanum þriðju vik-
una í röð. 39.000 manns hafa
séð myndina í heildina. » 42
kvikmyndir
Ólafur Kjartan Sigurðarson
barítónsöngvari nýtur mikillar
velgengni á Englandi um þessar
mundir. » 42
tónlist
Hin nýfráskilda Britney Spears
sást með Brandon Davis sem
er óvinur Parisar Hilton og
Lindsay Lohan. » 51
fólk

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52